Tíminn - 04.11.1973, Síða 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 4. nóvember 1973.
Það yrði talið raup,
ef íslenzkir knattspyrnu-
þjálfarar segðu það
Sölvi óskarsson. Þessi mynd var tekin I Færeyjum, þegar hann þjálf
aöi færeyska landsliöiö og liö Klakksvikur.
Þjálfunarmál íslenzkrar
knattspyrnu hafa sjaldan
eöa aldrei veriö meira rædd
en á nýafstöönu keppnis-
timabili. Ber margt til
þess/ en aðallega þaö, að nú
voru starfandi fleiri erlend-
ir þjálfarar hjá 1. deildar-
liðunum en nokkru sinni
fyrr.
iþróttasíöan sneri sér til
Sölva óskarssonar, sem
veriö hefur í fararbroddi í
félagi knattspyrnuþjálf-
ara, og ræddi viö hann um
þessi mál og önnur viðkom-
andi þjálfun. Sölvi hefur
mikla reynslu aö baki sem
knattspyrnuþjálfari, þjálf-
aði m.a. 1. deildar liö
Breiöabliks á sínum tima,
er liöiö komst i úrslit i Bik-
arkeppninni. Auk þess hef-
ur hann þjálfað i 2. og 3.
deild með góöum árangri,
svo og i öllum yngri aldurs-
flokkunum. Þá ber einnig
aö geta þess, aö Sölvi þjálf-
aöi i Færeyjum á siðasta
ári og leiddi lið sitt,
Klakksvík, til sigurs i Fær-
ey jakeppninni. Auk þess
var hann landsliðsþjálfari
Færeyja.
— Hvernig li/.t þér á þennan
innflulning þjálfara Sölvi?
Mér lizt vel á komu erlendra
þjáll'ara til starfa hér. Þeir flytja
ineö sér ferskan blæ, og eitthvað
al' nvjum hugmyndum. Og þeir
setja alþjóölegan svip á islenzka
knattspyrnu. Óg veit heldur ekki
til þess. aö þeir hafi tekið stöðu
frá neinum islenzkum þjálfara.
llér er þjálfaraskortur og þess
vegna hljótum við að bjóða þá
velkomna. Kn þeir eru ekki
cndanleg lausn á þjálfaraskortin-
um, sem hér er.
— Telur þú, að erlendir þjálf-
arar þurfi endilega að vera betri
en innlendir?
— Svar mitt er nei, þótt ég viti,
að forystumenn 7 af 8 1. deild-
arliðum og nokkurra 2. deildar-
liða hafa hug á að fá erlenda
þjálfara fyrir næsta keppnistima-
bil og álita þá allra meina bót.
llvers vegna hefur hugur allra-
beinzt að erlendum þjálfurum á
svo skömmum tima?
Ég er ekkí i minnsta vafa um.
að knattspyrnuforystan og al-
menningur hefur orðið fyrir mikl-
um áhrifum af þeim sjálfshóls-
samtölum, sem iþróttasiður dag-
blaðanna hafa birt frá þvi á miðju
sumri. við hina erlendu þjálfara.
Mörg þessara viðtala og blaða-
greina verka sem óbeinar auglýs-
ingar fyrir erlenda þjálfara til
starfa á lslandi. Dálitið er ég nú
hræddur um. að allt þeirra tal um
eigið ágæti og árangur yröi talið
raup. ef það kæmi frá islenzkum
þjálfurum.
Þeim orðum sem þeir hafa látið
falla i garð islenzkra þjálfara.
hirði ég ekki um að svara. Þau
eru töluð af þekkingarlevsi þeirra
manna. er dvalið hafa hér i örfáa
mánuöi. Eða eiga þeir ef til vill
við það. sem þeir hafa fvrir aug-
unum daglega: sem sagt vngri
flokka þeirra félaga. er þeir
þjálfa hjá? Er þá ekki lausnin er-
lendir þjálfarar fyrir yngri flokk-
ana? Ef erlendir þjálfarar eru
það bezta, hvi skyldi vaxtar-
broddur knattspyrnunnar þá
þurfa að hafa hið næst bezta — is-
lenzka þjálfara? Fjármagnið
skortir ekki fyrir hina eldri, það
sýnir liðið sumar. öðru máli
Hreinskilið
viðtal við Sölva
Oskarsson
um íslenzka
knattspyrnu
gegnir um yngri iðkendurna. Og
ef þið viljið fá mina skoðun á getu
erlendra og islenzkra þjálfara þá
er hún þessi:
Þjálfari U.B.K. er útlendingur,
þótt islenzkur rikisborgari sé, að
þvi leyti, að hann hefur alla sina
þjálfaramenntun erlendis frá, og
hana góða. Allir vita, hvernig fór
hjá honum. Það er að einu leyti
ósanngjarnt að telja hann i hópi
hinna erlendu þjálfara: Hann
talaði ekki ensku á æfingum. Ef
til vill hefði það nægt U.B.K.
Þjálfari l.B.V. náði engum
stórkostlegum árangri, þótt hon-
um finnist það sjálfum, ef marka
má blaðaskrif. Má minna á eftir-
farandi: glataður bikarmeistara-
titill. lélegri stigatala i 1. deild en
undanfarin ár og slakur árangur i
Heykjavikur m ó t inu B.K.
meistaraliða. Eigum við ekki að
gleyma Evrópu-keppninni?
Þjálfari Vals er i sjöunda himni
yfir árangri sinum, og eru þar
höfð til hliðsjónar blaða-viðtöl,
sem hann hefur átt og gamlir
menn hefðu kallað raup. En
allt um það, hann hefur náð ágæt-
um árangri, og ekki dreg ég
kunnáttu hans i efa. t 1. deild fær-
irhann lið upp um 3 sæti, og ann-
ar árangur hans i mótum er ekki
umtalsverður, að minu viti. Ég
bið eftir næsta ári.
Þjálfari t.B.K. nær frábærum
heildarárangri, og þar er óefað á
ferð maður, sem kann sitt fag. En
glevmum ekki liðsstjóranum.
hans hægri hönd, sem ekkert
blaðaviðtal og fáar ljósmyndir
hefur fengið af sér i blöðum. en sá
maður hefur unnið tríikið starf.
Min skoðun er sú. að t.B.K. sé
bezt rekna knattspyrnufélag á ís-
landi. og hafi verið það undanfar-
in ár. Tekizt hefur að koma á
jákvæðu andrúmslofti utan vallar
sem innan hjá f.B.K., enda hefur
liðið verið i fremstu röð mörg
undanfarin ár.
Og það er ekkert þrekvirki að
leiða t.B.K. að tslandsmeistara-
titlinum. Það hefðu nokkrir is-
lenzkir þjálfarar eflaust getað.
Hins vegar hefur þjálfari þeirra
náð frábærum heildarárangri, en
þar nýtur hann þess, eins og aðrir
erlendir þjálfarar hér á landi, að
vera dýr, erlendur starfskraftur,
og farið er i einu og öllu eftir ósk-
um þeirra og vilja. Þeir komast
upp með meira álag á æfingum,
fleiri æfingar, fastmótað leik-
skipulag, stundvisi og algeran
aga. Þeir hafa ekkert annað starf,
en það þykir sjálfsagt, og það sem
meir er, þeir hafa aðstoðarmenn,
liðsstjóra, og þá ekki af verri
endanum, t.d. hjá Val og Í.B.K.
Hvað gætu islenzkir þjálfarar
afrekað við sömu aðstæður? Hvi
erekki hægt að greiða þeim sömu
laun? Ég skal ábyrgjast, að
Rikharður Jónss. hefur öll sin 20
ár uppi á Skaga ekki fengið jafn-
mikil laun og dýrustu erlendu
þjálfararnir höfðu i sumar. Sömu
sögu er að segja af Guðmundi
Jónssyni, sem hefur að baki 10-15
knattspyrnu-vertiðir hjá Eram.
Engu islenzku knattspyrnuliði
hefur dottið i hug að bjóða is-
lenzkum þjálfara að hafa knatt-
spyrnuþjálfun að aðalstarfi, en
það hafa erlend knattspyrnufélög
gert, og gera enn. tslenzkir þjálf-
arar hafa þjálfað erlendis með
toppárangri, og við eigum þjálf-
ara með frambærilega menntun
til jafns við þá erlendu þjálfara,
sem hér hafa verið, en þeir sinna
bara ekki þjálfun hérlendis og
hafa ekki gert mörg undanfarin
ár. Það skyldi þó aldrei vera, að
við ættum háskólalærða knatt-
spyrnuþjálfara, sem koma ekki
nálægt knattspyrnuþjálfun? Það
er staðreynd, að eftir þvi sem
þjálfarar hafa öðlazt betri mennt-
un i knattspyrnuþjálfun, hafa þeir
fjarlægzt islenzka knattspyrnu.
Þetta hefur verið til stórskaða
fyrir islenzka knattspyrnu. En
hvað er til ráða?
Veitið islenzkum þjálfurum
sömu starfsskilyrði. Aðalstarf
þeirra yrði knattspyrnuþjálfun.
Þaö kostar betri laun, og það mál
er leyst, þvi það hlýtur að vera
sama, hvort peningar eru greidd-
ir til tslendings eða útlendings,
eða er það ef til vill annað? Jæja,
en peningar eru alla vega fyrir
hendi, það sýnir s.l. sumar
Engin agavandamál, það sér
félagið um með festu og aðhaldi,
eins og þau hafa gert fyrir er-
lendu þjálfarana. Látið þjálfar-
ana ráða þvi álagi er þeir vilja
hafa á æfingum. — gangið ekki i
grátkórinn. sem kvartar yfir of
miklu erfiði. Alltof margir þjálf-
arar beygja sig fyrir vilja
þekkingarlausra manna, sem
vita ekki, að þeir eru að vinna
ógagn af tómri sjálfsmeðaumkv-
un. Ég hef dæmi úr islenzkri
knattspyrnu: 1. deildarlið náði
prýðis árangri undir einkunnar-
orðunum: aukið álag, aukinn
árangur. En sjálfsmeðaumkvun-
in náði undirtökum. grátkór fór
að láta til sin heyra, og ofan á
varð: minna álag minni árangur.
Sem sagt létta leiðin fljúfa, og 20
mánuðum seinna voru þeir komn-
ir ofan i 2. deild.
Allir erlendir þjálfarar hafa
komið á auknu áiagi og hefur ver
ið talið þeim til ágætis. Hvi fá is
lenzku þjálfararnir ekki starfs-.
frið til þess sama? Og i hópi
þeirra þjálfara. sem ég minntist á
áður.eru menn, sem hætta, frek-
ar en að láta sér nægja hið næst