Tíminn - 04.11.1973, Page 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 4. nóvember 1973.
ORN RÆNIR
ÞRIGGJA
ÁRA BARNI
3. júni 1932 hremmdi örn þriggja ára stúlkubarn,
Svanhildi Hartviksen. Hún lá sofandi úti á túni og
örninn sá, að þessi þrýstna telpa væri góð bráð.
Hann greip um hana með klónum og flaug með hana
tvo kilómetra og 250 metra, áður en hann neyddist
til að sleppa henni á klettasyllu sökum þreytu. í
hreiðrinu biðu þrir glorhungraðir ungar....
Svanhildúr býr.nú i Rörvik, en þar vinnur hún i fisk-
iðjuveri. Þó likar henni ekki þegar hafmávarnir
flögra yfir höfði hennar, þvi að það minnir hana á
ógnaratburðinn fyrir löngu....
Hún situr i sófanum i stofunni i
húsinu i Rörvik. Hun strýkur yfir
fellingarnar i rúöótta kjónum sin-
um.
Fingurnir leika við gat á
pilsinu, og svo segir hún lágt: —
ftg var i þessum kjól, þegar örn-
inn hremmdi mig. bá var ég
þriggja ára.
— Manstu eftir þvi, þegar örn-
inn flaug með þig upp íjallshlið-
ina?
— Nei, ég minnist þess ekki...
ég var vist sofandi úti á túni. Ég
var að leika mér viö strákana, en
þeir höfðu vist eitthvað annað að
gera. beir hafa máske farið niður
að ströndinni... ég var a.m.k. ein
og hef vist verið þreytt, þvi að ég
fór að sofa.
— Rifjast nokkrir atburðir sér-
staklega upp fyrir þér?
Svanhildur Hartviksen virðir
okkur lyrir sér. liún reykir og
hugsar, en það er auðséð, að hún
er enn óttaslegin og hefur ekki
gleymt hræðslunni, þrátt fyrir
liðin ár. bó tekst henni að halda
frásögninni áfram.
— Ég minnist þess, að ég lá á
klettasyllu i fjallshliðinni, og ég
held, að ég hafi lika séð húsin
langt fyrir neðan. En eitt óttaðist
ég mest — og þaö verður mér
ógleymanlegt — það var haförn-
inn, sem kom með útglenntar
klærnar og hremmdi mig. Ég var
svo ósegjanlega óttaslegin, en ég
man, að ég náði i steinvölur og
henti þeim i örninn veinandi af
hræðslu. Aftur og aftur hörfaöi
örninn, þvi að mér tókst einhvern
veginn að skelfa hann, þótt hann
reyndi hvað eftir annað að
hremma mig.
— Vissirðu, að þú lást á kletta-
syllu ylir þrjátiu metra hyldýpi?
— Nei, ég var svo litil og vissi
ekkert slikt. Ég veit það eitt, að
ég verð alltaf óttaslegin, þegar
stór fugl flýgur yfir höfði mér.
— Hvað manstu annað?
— Að ég sat i faðmi einhvers og
fékk súkkulaði, enda var það
eftirlætissælgæti mitt, og ég fékk
það sjaldan heim. Einn mann-
anna, sem bjargaði mér, hét Leif-
ur, og hann gaf mér það.
Rjörgunarmennirnir þrir fundu
mig i fjallshliðinni,vegna þess að
örninn sveimaði umhverfis mig.
— Nei, örninn megnaði vist ekki
Svanhildur var nltján kiió þegar örninn hremmdi hana. baö er
ótrúlegt aö haförninn skyldi geta flogiö svolangt meö hana.
að fljúga lengra með mig. Ég var
jú nitján kiló, og það var heppi-
legt fyrir mig, hvað ég var þung,
þvi að ég væri ekki hér, ef hann
hefði komizt með mig til
hreiðursins. Arnarhjónin áttu
þrjá gráðuga unga, sem hefðu
drepið mig á stundinni.
— Nei.klær arnarins særðu mig
ekki i bringuna að ráði, þvi að ég
var með breitt belti um mig
miðja. Ég fékk aðeins smásár,
sem greru.
— Hvað lástu lengi á syllunni
uppi I fjallshliðinni?
— Ég veit það ekki með vissu,
en gert er ráð fyrir þvi, að örninn
hafi hremmt mig um þrjúleytið,
og ég fannst um klukkan tiu um
kvöldið. Svo voru þeir dágóða
stund að koma mér niður.
— bú hlýtúr að hafa sofið lengi
á hyldýpisbrúninni...
— Já, ég hef vist átt verndar-
engil... ég lá við brúnina undir
runna.
— bað er langt siðan þetta
gerðist. Liður þér einhvern tima
illa? Dreymir þig atburðinn?
— bað kemur fyrir, og ég verð
óttasfegin og mér íiður illa, þeg-
ar stórir fuglar fljúga nálægt
mér. Hér er mikiö úm risamáva,
og ég þoli þá ekki. bað er krökkt
af mávum við fiskiðjuverið, þar
sem ég vinn við rækjuna. Mér lik-
ar ekki að horfa á þá...
Svanhildur Hartviksen hefur
ekki gleymt þvi,sem gerðist, þeg-
ar örninn hremmdi hana þriggja
ára. Vitanlega er hún oft minnt á
það, enda er hún eina lifandi
mannveran, sem haförn hefur
rænt og verið frelsuð. bað er
eiginlega óvist, hvort hægt sé að
sanna það nú á timum, að ernir
hafi gerzt sekir um mannrán.
— Ég verð oft að segja frá þess-
um atburði. betta er óhugnanleg
— og ótrúleg — saga, sem ég mun
aldrei gleyma.
Hún fitlar við litla kjólinn og
rifjar upp endurminninguna.
Svanhildur horfin.
5. júni 1932 kom eftirfarandi
fyrir Svanhildi Hartviksen: Hún
var i heimsókn ásamt foreldrum
sinum á Kvalöy, þvi að þar átti að
skira litla bróður hennar i Leka-
kirkju.
Svanhildur var að leika sér við
nokkra drengi skammt frá úti-
húsinu, þegar drengirnir þreytt-
ust á leiknum og fóru annað.
Litla stúlkan skreið nm, og stór
haförn, sem átti hreiður i tveggja
kflómetra fjarlægð frá Kvalöy,
sveimaði um i leit að bráð. Allir
höfðu lagt sig eftir matinn. Svan-
hildúr'lá úti á túni.
Haförninn er fráneygur, og
hann sá eitthvað niðri á jörðinni.
Hann hnitaði umhverfis það og
ákvað, að barnið væri bráð hans.
t hreiðrinu biðu þrir ungar, sem
erfitt var að seðja.
begar leitarmenn komu til hellisins þar sem Svanhildur fannst,
lá hún sofandi á syllunni, og þeir uröu aö fara variega til þess aö
hún vaknaöi ekki og félli niöur.