Tíminn - 04.11.1973, Qupperneq 29

Tíminn - 04.11.1973, Qupperneq 29
Sunnudagur 4. nóvember 1973. TÍMINN 29 *■ Nú vinnur Svanhildur viö rækjuhreinsun I Rörvlk. Hún er bæði óttaslegin og æst, þegar hún sér mávana fljúga yfir höfði sér, og minnist þess enn, þegar hún barðist við ernina f fjallshliðinni. örninn steypir sér að barninu, hremmir það með klónum, baðar bængjunum og flýgur til fjallsins. Barnið er þyngra en örninn hafði gert ráð fyrir, en hann er hrað- fleygur, og uppstreymið við fjall- ið léttir honum flugið. Loks er bráðin of þung, og hann verður að skilja barnið eftir aðeins tuttugu metra neðan við hreiðrið. örninn flýgur til hreiðursins til að hvila sig, áður en hann getur hremmt Svanhildi litlu aftur, en hún ver sig og hendir steinvölum i hann. Nú er klukkan rúmlega hálf- fjögur eftir hádegi. Svanhildur er horfin. Foreldrarnir leita hennar um allt, og strákarnir, sem hún lék sér við,segja, að hún hafi verið á túninu, siðast þegar þeir sáu hana. Það er leitað á ströndinni, i lækjum og brunnum. Það er leit- að alls staðar, en loks er kvaddur út leitarflokkur, og samband er haft við alla bæi um horfna barn- ið. Allir vilja taka þátt i leitinni. Svanhildur vaknar á klettasyll- unni og hrópar grátandi á for- eldra sina. Enginn heyrir til hennar. örninn kemur hnitandi og reynir að hremma hana aftur, en hún berst um i örvæntingu, og fuglinn hverfur. Leitarflokkurinn finnur hvergi nein ummerki um Svanhildi, og allir eru helteknir örvæntingu. Móðir Svanhildar er sannfærð um, að barnið sé látið, og hún vill finna lik hennar til að hægt sé að grafa hana. Allir eru vonlausir, en loks seg- ir einhver: — Hún getur ekki horfið svona. Það hefur einhver rænt henni. Og þá minnist einhver á arnar- hreiðrið i Hagafjalli. Það hafði verið rætt um það, að ernir gætu verið hættulegir smábörnum, en enginn trúði þvi. Lamb og fisk já, en nitján kflógramma barn? — Við verðum að reyna allt. Ef arnarhjónin eru nú sek? Við skul- um klifa fjallið. — Eins og örn gæti flogið með svo þunga bráð nokkra kilómetra og flutt hana upp i 250 metra háa fjallshlið? — A þessu má enginn efi leika — nú verðum við að vita vissu okkar! Leif Andersen, Karl Haug og Jentoft Svendsen voru ungu mennirnir þrir, sem lögðu i fjall- gönguna. Leif hélt, að örninn hefði ef til vill rænt Svanhildi. Ernirnir höfðu hnitað um ná- grennið, og allir fullorðnir voru sofandi, þegar Svanhildur hvarf. Hættuleg fjallganga. Fjallið, sem þeir þrir eiga aö kh'fa, er erfitt uppgöngu og stund- um mjög hættulegt. Skriðuföll gera það að verkum, að þeir vita aldrei, hvar óhætt er að ganga. Þeir fara sér hægt og klifa hver við hliö annars til þess að koma i veg fyrir, að einhver missi fót- festuna, hrapi niður hliðina og dragi hina með sér i fallinu. Gæti- lega þokast mennirnir áfram. Þeir dirfast ekki að lita niður i hyldýpið, þvi að húsin minna á eldspýtustokka, og eyjarnar sjást úr fjarlægð. A Hortavær býr Svanhildur. Skyndilega heyra þeir kallað frá fjallsrótum. Arnarhjónin hnita yfir höfðum þeirra, reiðu- búin til árásar. — Við fundum annan skó Svan- hildar og vasaklútinn hennar! — Þetta er ekkert efamál leng- ur, segir einn þeirra. — Nú vitum við, hvar hún er. Er hún enn á lifi? Vonandi er hún lifandi! Kvenörninn er með útspenntar klærnar, eins og hún ætli að gripa bráð. Hún hefur borið þunga bráð! Hún er uppgefin... hún hef- ur hremmt Svanhildi! Höldum áfram! — Við getum ekkert gert, ef hún er komin i hreiðrið, en það eru likur fyrir þvi, að örninn hafi ekki haft krafta til að fljúga með hana alveg upp. Kannski liggur hún á einhverri klettasyllunni! Það kveldar og rökkvar. Þeir klifa upp fjallshliðina, en þreytast æ meira. Þeir eru i þann veginn að gefast upp. Þá segir einn þeirra: — Ef þetta hefði verið okkarbarn. Eig- um við að gefast upp? Ekki geri ég það! Þeir halda áfram fjallgöng- unni, þótt minnstu hafi munað, að Karl hrapaði. Jentoft segist ætla að lita á klettasylluna yfir höfði sér. — Ég klif upp meðan þið hvilið ykkur, segir hann. Hann kemst upp á sylluna og deplar augunum, þvi að hann svimar. Syllan er fjögurra metra löng og metri á breidd og hallast að hyldýpinu. Þar kemur hann auga á eitt- hvað. Litil hrúga undir mosa og grasi. Hann kannast við kjólinn af lýs- ingunni. Sér hann ofsjónir? Hann tyllir sér. Jú, Svanhildur hvilir þar! Hún liggur sofandi á barmi hyldýpis- ins! Jentoft læðist til hennar. Hann vill ekki, að hún vakni, fyrr en hann hefur náð góðu taki á henni. Nú heldur hann henni i faðmin- um og hvislar: — Svanhildur. Hann fær tár i augun. — Stóri mávurinn tók mig, stóri mávurinn tók mig..hún skelfur af hræðslu. Svo róast hún. Leifur er með súkkulaðibita, sem hann gef- ur henni, og Karl hrópar niður úr fjallshliðinni: — Við fundum hana! Svanhildur er lifandi! Arnarhjónin hurfu. — Þau hafa kannski skilið, að þeim hafði skjátlast og viljað, að við vissum, hvar hana væri að finna. Þannig var það máske... Svo hófst gangan niður fjallið, sem var erfiðari en fjallgangan upp. Það tók allt sinn tima — þau komust ekki niður fyrr en um miðnætti! En henni var þó bjarg- að! Hef ekki séð staðinn. Svanhildur Hartviksen hefur ekki horfið aftur til staðarins, þar sem örninn hremmdi hana. Hana langar ekki til þess. En hún hefur oft brotiö heilann um, hvernig þar sé umhorfs. Þeir ferðamenn, sem vilja sjá staðinn i fjallinu, sem hún fanst á, geta það auðveldlega. Fjallshlið- in er merkt, og örvar visa á björgunarstaðinn! (þýtt og endursagt. i.j.) k_J J LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustig 10 Talstöðvar. __ Ódýr þrihjól. Stignir bilar. Trébilar. Ódýr og sterk járn brúðurúm. 10 teg. smfðatól. Skólatöskur. Skólatöflur. Tressy og Sindy dúkkur og föt. Ilönsku D.V.P dúkkurnar komnar. Kafmangs þvottavélar, eldavélar, isskápar og vaskar. Brúðukerrur og vagnar 10 teg. Sendum gegn póstkröfu. LEIKFANG AHÚSIÐ Skólavörðustig 10 Simi 14800. OSRAM ljós úr hverjum glugga OSRAM vegna gœðanna Auglýsið í Tímanum NECCHI-saumavélarnar eru heimskunnar fyrir gæði. NECCHI hefur til að bera allar helztu nýjungarnar, svo sem sjálfvirk teygjuspor og „overlock", ásamt öllum öðrum venjulegum sporum og skrautlegum mynstursporum, sem fást með einfaldri stillingu á vélunum. NECCHI er samt ótrúlega ódýr, eða aðeins kr. 17.600,00. NECCHI fæst með afborgunum. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.