Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur 21. nóvember 1973. Shakespeare-þýðingar Helga Halfdanarsonar Ný endurskoðuö útgáfa er nú komin út tif II. hindi og eru því öll hindi aftur fáanleg: I. Draumur á Jónsmessunótt Rómeó ogjúlía Sem yður þóknast II. Júlíus Sesar Ofviðrið Hinrik fjórði, fyrra leikritið III. Hinrik fjórði, síðara leikritið Makbeð Þrettándakvöld IV. Allt í misgripum Anton og Kleópatra Vindsórkonurnar kátu V. Hamlet Danaprins Lér konungur Athugið að allt safnið er nú á mjög hagstæðu verði eða kr. 2.880 bundið í shirting og kr. 3.650 bundið í skinn (að viðbættum söluskatti). Heimskringla-Mál og menning Laugavegi 18, Reykjavík. Pósthólf 392 POSTSENDUM Mölning & Járnvörur Laugavegi 23 • Símar 1-12-95 & 1-28-76 • Reykjavík ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM OLÍUSALÁ K Þ HÚSAVÍK Heimilis ánægjan eykst með Tímanum „Rektorinn” i Skálholti sendir mér kveðju í Landfara 23. okt. s.l., sem hann nefnir „Skyndisvar frá Skálholti”. Ég vii þvi biðja Landfara að flytja honum viður- kenningu þess, að ég hafi séð hana — þó ekki athugasemda- laust. Svar hans er i tölusettum liðum, og skal ég hafa sama hátt á um athugasemdir minar. 1. „Rektor” segir: ,,Það mun matsatriði og deila um orð, hvort telja beri skólastofnun i Skálholti endurreisn eða nýsmiði eina.” Þetta hygg ég misskilning. Skól- inn i Skálholti var fluttur til Iteykjavikur samkvæmt fyrir- skipun rikisvalds, og rekinn áfram þar og á Bessastöðum, eins og ég benti á. Hann var embættis- mannaskóli. Hinn nýi er frjáls lýðháskóli. Námsskrár þeirra hljóta að vera ólikar, ekki aðeins vegna timabils þess, er skilur þá, heldur miklu fremur vegna þess hlutverks, sem þeim er fengið. Þetta hygg ég sögulega stað- reynd. Framvinda hins nýja skóla i Skálholti breytir engu i Is- landssögunni til þessa. 2. Um rektorsheitið segir „rekt- orinn”: „Þar hefur einfaldlega verið fylgt málvenju, sem algeng er viða um Norðurlönd”. Nú mun það svo, að „sinn er siður i landi hverju” i þessu efni eins og fleiru. Danir, sem ég þekki og hefi náð til, kannast ekki við þessa mál- venju.Þar i landierembættisheit- ið „höjskoleforstander”. t Sviþjóð munu þessi mál horfa annan veg við. Þar mun málvenj- an sú, að skólastjórar við fjöl- marga skóla, sem hér á landi yrðu flokkaðir undir samheitið „framhaldsskólar", hafa em- bættisheitið rektor. Trúlegt er þvi, að lýðháskólarstjórar Svia beri það nú. Ég játa, að ég veit það ekki. En hitt mun vist, að þegar Manfred Björkquist var að móta skólann i Sigtúnum, sem hann nefndi „Kyrkilig folkhög- skola”, rikti þessi málvenja ekki þar. A fyrstu árum skólans dvald- ist þar gagnmerkur Islendingur. Sendi hann þaðan grein, er vakti mikla athygli hér á landi, fyrst og fremst fyrir aðdáun hans á kennsluháttum og forustu Björk- quist, á göfgi hans og áhrifa- mætti, enda fór þar maður, er sið- ar óx með þjóð sinni að verða tal- inn einn af fremstu höfðingjum hinnar sænsku kirkju á þessari öld. En Islendingurinn gætti þess vandlega að titla Bj'örkquist aldrei hærra en „forstöðumann”. „Rektor” sést ekki i greininni. Þá hefur „rektor” trauðla verið rikj- andi málvenja þar. Hún ræður þar trúlega nú, en ekki aðeins við lýðháskóla, eins og ég hefi þegar bent á. Þá er málvenja Norðmanna i þessu efni athyglisverð. Ég tel mig vita, að frumherjar þessarar hreyfingar eins og t.d. Kristofer Bruun og Lars Eskeland, voru ekki titlaðir svo. Sá af lærisvein- um Bruun, er einna fyrstur mun hafa freistað þess að flytja hug- sjónir lýðháskólamanna hingað til lands, hinn þekkti alþýðufræð- ari Guðmundur Hjaltason, sat á skólabekk i Vonheimum á fyrstu árum skólans þar. Hann titlaði ekki i ritum sinum þennan læri- föður sinn „rektor”. Ég hygg, að Guðmundur hafi fyrstur Is- lendinga efnt til lýðháskóla hér á landi, og tvimælalaust að fyrir- mynd Bruun. Þessi tilraun mun hafa verið reynd norður i Höfða- hverfi, litlu eftir 1880, að ein- hverju leyti i skjóli Einars As- mundssonar i Nesi. Engin af þessum tilraunum Guðmundar festi varanlegar rætur nema þá ó- beinlinis. Mun engan undra það nú. En hann mun fyrstur tslend- inga hafa freistað þess að byggja yfir lýðháskóla hér. Fyrir þessari hugsjón barðist hann hartnær tvo tugi ára, aldrei sem „rektor”, enda hygg ég engan, sem i fótspor hans hefur fetað, hafa skreytt sig með þvi heiti fyrr, svo mér sé kunnugt. Sé það litla, sem ég veit um þessa titla i þessum þrem lönd- úm, sem ég hefi nefnt dregið saman, sýnist mér þetta augljóst: Ekki mun fyrirmyndin sótt til Danmerkur eða þeirra frumherja lýðháskólahreyfingarinnar i Svi- þjóð og Noregi, sem ég hefi nefnt. En hún mun auðsótt til nútima- málvenju i Sviþjóð. En þar fylgir böggull skammrifi. Þeir verða talsvert margir islensku rektor- arnir, ef sænska reglan á að gilda hér. Fljótt á litið virðist augljóst, að „rektorarnir” i Arnesþingi einu yrðu ekki fulltaldir á fingr- um annarrar handar. Hvað mundi þá um land allt? Ég get ekki stillt mig um að koma enn við i Noregi. Ég fékk fyrir skömmu bréf norðan úr Þrændalögum. Þvi fylgdu tvö námsvottorð, bæði á prentuðum eyðublöðum. Virðast þau þvi sicrásett samkv. settum reglum þar i landi. Annar þeirra er „landbruksskole”, og nær nám- skeiðið yfir 8 mánuði. Undir nafni búnaðarskólastjórans er prer.tað „rektor”, en undir nafni lýðháskólastjórans „sk.styrer”. Þannig horfa þau mál við þar. Samkvæmt þessari norsku málvenju ber skólastjórunum á Hólum og Hvanneyri embættis- heitið „rektor”. 1 Skálholti mundi það „sk.styrer”. En ekki veit ég hvort hún gildir um allan Noreg. 3. Rektorinn segir 13. júni: „Upplýsingum um starfsemi skólans hefur verið komið á framfæri oftsinnis undanfarin misseri, bæði i ræðu og riti”. 23. okt. segir hann: „Upplýsingum um gang mála” hefur verið komið oftsinnis á framfæri undanfarin misseri i ræðu og riti”. „Ég vakti athygli á fyrri setningunni. „Rektorinn hefur áttað sig á, að upplýsingar um skóla, sem ekkier til eru ekki trú verðugar. Nú . segir hann: „Upp- lýsingum um gang mála.” Ég skil þetta sem upplýsingar um undir- búning að stofnun skólans. Þetta veit ég að er satt, hef hlustað á þessar upplýsingar með nokkurri athygli, þótt sjálfsagt hafi ég ekki heyrt þær allar. 4. „Rektorinn” segir: „Guð- mundur gefur i skyn, að margt hafi farið annan veg varðandi skólastofnun i Skálholti, en upp- haflega var áformað.” Ég hélt að hann vissi þetta, eða veit hann ekki, að Skálholt var tilnefnt, þegar fyrst var rætt um skóla- stofnun á Laugarvatni? Það var ekki af þvi að glæsibragur eða sagnhelgi Skálholts væri fullljós þeim manni, er þar réði mestu um. Ég hygg það vera tvennt, sem úr skar um staðarvalið: 1. Jarðhitinn var auðbeizlaðri á Laugarvatni, eins og tækninni var háttað þá. 2. Þar voru og betr-i skilyrði til vetrariþrótta. Þar mun dýpri skyggni hafa ráðið, en almennt er úr að spila i islenzkum stjórnmálum. Veit ekki rektorinn lika, að Skálholt var árum saman á dagskrá sem búnaðar- skólasetur? Kom ekki fram til- laga um, að þar væri reist Vida- lins klaustur, — hvildar og menntaheimili fyrir þjónandi presta? Og nú er lýðháskóli risinn þar af grunni, þótt ég skilji þau orð „rektors” vel, að hann sé ”á tilraunastigi”. Annað væri óeðli- legt, með aðeins eins vetrar sögu aðbaki.Enengaraf þessum skóla- hugmyndum verða mér kenndar. Éghefialdreilagtorðiþann belg, og mun ekki gera.Skeyti „rektors” um „þrjátiu ára gaml- ar hugmyndir Guðmundar Jósa- fatssonar” geigar þvi mjög. Orsök þess, að ég gerði athuga- semd þá, er þessum skiptum okk- ar „rektors” olli, er sú, að ég ann sagnhelgi Skálholtsstaðar og virðist, að islenzkar málvenjur hæfi henni bezt. En hvað sem þessu liður, er það staðreynd, að nú er „rektor” i Skálholti. Hann hefur sagt þjóðinni það sjálfur. Það fer ekki annarra á milli. En er það ekki eini „rektorinn”, sem hún á utan Reykjavikur? Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum Auglýsið í Tímanum SÓlöðÍr HJÓLBARÐAR til sölu ó mjög hagstæðu verði. Full öbyrgð tekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. Hjólbarðaviðgerðir Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til 22 nema sunnudaga. BARÐINRIf ARMULA7 ■*30501&84844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.