Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 1
fóðurvörur ÞEKKTAR, UM LAND ALLT »11«« 271. tölublað — Miðvikudagur 21. nóvember — 57. árgangur. 10-20 þúsund lesta skip úr höfn með vikurfarm annan hvern dag: Ef Þjóðverjar kaupa hér tvær milljónir lesta ó óri Sjópróf — í móli St. Legers á morgun SJÓPRÓF vegna áreksturs brezka togarans St. Leger’s og Ægis hefjast væntanlega á isafirði á morgun, og veröur þá reynt að leiöa i Ijós, hvaö skráð er i dagbækur skipsins um áreksturinn og ennfrem- ur veröur reynt aö fá vitnis- burð skipverja um árekstur- inn. Það er réttarlegur möguleiki á þvi aö skipiö verði kyrrsett ef fram koma kröfur um skaöabætur. Aðspurður sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu i gærkvöldi, að ekki væru miklar likur áþvi at skipið yrði kyrrsett og yrði þess tæplega þörf, vegna þess að skipið kemst ekkert vegna Framhald á bls. 19 Grundvöllur fyrir stórskipahöfn ó suðurströndinni Gylfi Örn losnaði á flóðinu Gylfi örn GK 303, sem strandaði i innsiglingunni til Grindavikur i fyrrakvöld, losnaði af skerinu á flóðinu, eins og búizt hafði verið við, og komst að bryggju með hjálp annars báts. Gylfi örn mun litt skemmdur eftir strandið. „LÍKLEGT má telja, að á Heklu- svæðinu séu um fimmtiu milljónir tonna af vikri, er nota mætti i steypu”, segir i grein eftir Hörö Jónsson verkfræöing formann gosefnanefndar, i nýju hefti Iönaöarmála. Hann skýrir þar einnig frá þvi, að þýzkt fyrirtæki hafi leitað hófanna um kaup á einni til tveim milljónum lesta af vikri á ári, svo fremi sem hann fáist fyrir samkeppnisfært verö. bjóðverjar framleiða margs konar hleðslusteina úr vikri og nota um 6-7 milljónir lesta vikurs á ári hverju. Vikur i Þýzkalandi er nú svo aö segja uppurinn, og hafa Þjóðverjar orðið að fá vikur frá Grikklandi hin siðari ár. Flutningsleið er iengri frá Grikk- landi heldur en tslandi, en með þvi að mest af honum er á eyjum i Grikklandshafi, fer flutningurinn ■fram á skipum á tiltölulega ódýr- an hátt. Hörður skýrir frá þvi, að hér hafi verið unnið að athugunum á ýmiss konar flutningaaðferðum, og hefur meðal annars borið á góma, að pipur verði lagðar frá Heklusvæðinu og vikrinum dælt i vatni til strandar. En einnig komi til mála að setja vikur i sivala dreka og fleyta slikum drekum i pipum. Væru fluttar héðan tvær milljónir lesta af vikri á ári, segir i grein Haröar, yrði tiu til tuttugu þúsund lesta skip að leggja úr höfn með vikurfarm annan hvern dag, og væri þá ef til vill kominn grundvöllur fyrir stórskipahöfn við suðurströndina, þannig að stórfelld hagnýting vikursins stuðlaði jafnframt að mikilvægu framfaramáli af öðru tagi. Hörður segir enn fremur, að næsta skref i útflutningi vikurs, ef til hans kemur, yrði að sjálfsögðu framleiösla byggingareininga, þar sem hagnýttur yrði mikill jarðvarmi, sem enn er ónýttur, til dæmis i Hveragerði. Hörður segir að lokum, að þessi mál séu á byrjunarstigi, en samt sé ekki óliklegt, að grunntölur, sem byggja megi á framhaldsat- huganir, verði til reiðu fyrir lok þessa árs. FYRSTA LANDHELGISBROT EFTIR SAAAKOAAULAGIÐ — Northern Sky sviptur veiðiheimild BREZKI togarinn Northern Sky hcfur nú veriö felldur niöur af skrá yfir skip, sem vciöiheimild hafa innan 50 mílnanna sam- kvæmt bráðabirgðasamkomulag- inu milli Breta og tsiendinga. Var þaö vegna brota á samkomulag- inu, en varðskipið Týr kom aö togaranum á friðaða svæöinu noröur af Kögri á mánudaginn. Var skipið þar ásamt hópi brezkra togara, en Northern Sky var þeirra innstur, þrjár sjómilur inni á friöaða svæöinu. t fréttatilkynningu frá dóms- málaráðuneytinu segir svo: ,,t gær, mánudag 19. nóvember um kl. 15.30, kom varðskipið Týr að hópi brezkra togara að veiðum við friðaða svæðið norður af Kögri. Fór varðskipið að innsta togaranum, sem reyndist vera Northern Sky, GY 25, og gaf hon- um stöðvunarmerki, gerði staðarákvarðanir og setti út dufl. Hin veiðiskipin, sem utar voru, sigldu jafnframt burt. Skipherra varðskipsins tilkynnti togaran- um, að hann, samkvæmt mæling- um varðskipsins, væri um 3 sjó- milur inni á friðaða svæðinu og væri brotlegur gegn ákvæðum bráðabirgðasamkomulagsins milli tslands og Bretlands. Varð- skipið náði siðan sambandi við eftirlitsskipið Miranda, sem var inni á Isafirði i sjúkraflutningum, og hélt eftirlitsskipið á staðinn til að sannreyna málsatvik. Togara- skipstjórinn neitaði ekki, að hann væri inni á friðaða svæðinu, en taldi þó að hann væri minna fyrir innan en mælingin gaf til kynna. Miranda kom á staöinn seint i gærkvöldi og var sammála niður- stöðu varðskipsins. Dómsmála- ráðuneytinu var jafnframt gefin skýrsla um málsatvik um hendur Landhelgisgæzlunnar. Að mála- vöxtum könnuðum taldi ráðu- neytið upplýst, að togarinn hefði gerzt brotlegur við ákvæði sam- komulagsins, og bæri að fella hann niður af skrá yfir skip, sem veiðiheimild hafa samkvæmt samkomulaginu. Togarinn Northern Sky mun nú hafa haldið heimleiðis af Islands- miðum. Utanrikisráðuneytinu hefur verið tjáð, til frekari tilkynning- ar, að Northern Sky GY 25 hafi verið felldur niður af skránni.” Blaðafulltrúi Landhelgisgæzl- unnar var að þvi spurður i gær, hvort ekki hafi verið möguleiki á þvi, að fleiri skip en þetta eitt hafi verið innan friðaða svæðisins. Og ef svo hefði verið, hvort ekki hefði verið unnt að gera fleiri staðar- ákvarðanir, t.d. sigla að skipi, sem greinilega væri innan svæðisins, og sanna svo með ljós- myndum og öðrum gögnum, að skip, sem væru enn innar, hefðu einnig verið að ólöglegum veiö- um. Ekki sagði blaðafulltrúinn að þetta væri mögulegt, heldur yrði aö ákvarða stöðu hvers skips fyr- ir sig með þeim aðferðum, sem tiltækar væru, þ.e. radar og Lor- an C miðunartæki. Ekki sagði Hafsteinn Hafsteinsson, blaða- fulltrúi Gæzlunnar, að til frekari aðgerða hefði komið á miðunum siðan á mánudag. —hs— HOTEL LOFHfllOV? SUNDLAUGIN ereitl af mörgu, sem „Hótel Loftleiðir" hefur til síns ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En það býöur líka afnot af gufubaðstofu auk snyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. VISID VINUM A HOTEtr LOFTLEIÐIR. Enn eitt sölu ADAI.UPPISTAÐAN i afla Hramiar VK, seni er tæplega 200 lesta netabátur, var ufsi, en skipiö landaöi i Brenter- haven i gær. Menn áttu þvi ekki von á neinu sérstiiku veröi fyrir aflann, þar sem ennfreinur var vitaö. aö hann var frekar lélegur. llrönn setti sanit sem áður sölumel, og fékk hvorki meira né minna en 01.35 krónur fyrir livert kg. Var þvi slegið met llamars, kr. 00.93, sem sett var fyrir sköminu. Ilamar sló þá met Surtseyjar frá 9. okt. scm var kr. 50.70 fyrir liverl kg. Athyglisvert er, að Ltú l'ékk skeyti, þar sem greinl var lrá sölunni, en i þvi sagði jai'n- framt, að gæði aflans hefðu verið léleg. Eftirspurnin hefur þvi verið geysileg, úr þvi að verðið fór svona hátt Hrönn seldi 60,3 lestir fyrir 119.200 mörk eða tæpar 3,9 milljónir. Meðalverðið var eins og áður sagði kr. 64.35 pr. kg. Togarinn Narfi landaði i gær milli 80 og 90 lestum al' fiski i Keykjavik, en i siustu viku landaði Þormóður goði, 83 lestum. Einn bátur hefur tilkynnl sölu i Bretlandi i næstu viku. Er það Freyr frá Keflavik, en hann mun væntanlega selja þann 28. nóvember n.k. Reiknað er með góðu verði i Bretlandi, þegar sölur hefjast þar, og má jafnvel búast við enn fleiri metum á næstunni. — Iis — V-þýzkir sérfræðingar komnir til viðræðna um veiðiheimildir FYRSTI fundur islenzkra og vestur-þýzkra sérfræöinga um hugsanleg veiöisvæöi þýzkra togskipa innan 50 milna mark- anna veröur I dag. Þjóöverjarnir komu til landsins I gær, en þeir eru Fiskimálastjóri V-Þýzka- lands, Möcklinhof, og dr. Mayer frá v-þýzku hafrannsóknastofn- uninni. Hans G. Andersen, sem verður i viðræöunefndinni af íslands hálfu, sagði i viðtali að gengið sé út frá þvi, að eftir þennan fund verði viðræðum haldið áfram i Bonn. A þessum fundi verða aðeins undirbúningsviðræð- ur, og er búizt við að Þjóðverjarnir komi með ákveðn- ar tillögur á fundinum i dag.-hs- MIKIL VERÐHÆKKUN OG JAFN- VEL SKORTUR Á VEIÐARFÆRUM Olía undirstaða nútíma veiðarfæragerðar UNDANFARIÐ hafa verið miklir erfiðleikar á útvegun veiðarfæra og hefur ástandiö enn versnað síðustu vikurnar. Liklegt má þó telja, að takist að útvega þau net, sem þarf til vertiöarinnar i vetur, en svo er ekki gott að segja, hvernig ástandiö verður eftir þaö. Eins og kunnugt er, er olia undirstöðuhráefni i fram- leiðslu gerviefna, einnig þeirra, sem veiðarfærin okkar eru unnin úr. Þó að veiðar- færaskorts hafi verið fariö að gæta fyrir striðið fyrir botni Miðjarðarhafs, kemur hann til að aukast stórlega á næstunni. Þessu fylgir að sjálfsögðu mikil verðhækkun. Má geta þess, að þau veiðarfæri, sem tslendingar sömdu um kaup á I Japan i sumar, hækkuðu um 60—80%, og það sem samið hefur verið um siðan, hefur hækkað enn meira. Þessar hækkanir eru enn ekki farnar að koma fram i tógframleiðsl- unni, hvað sem siðar kann að verða. Timinn hafði samband við Guðmund Isfeld, hjá Sjávar- afurðadeild SIS um þetta mál. Hann sagði, að eftirspurnin hefði verið geysimikil undan- farið og væri það vafalaust vegna þess, að menn væru uggandi um sinn hag. Deild- inni hefði þó tekizt eftir mikla eftirgrennslan og tilraunir að útvega nokkur þúsund net frá Noregi og yrðu þau afgreidd frá næstu mánaðamótum og fram i april og kæmu þvi að gagni á næstu vetrarvertið. Guðmundur kvaðst telja, að öll þau net, sem þyrfti i vetur, myndu fást, en hann vildi engu spá um næsta vetur. — SB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.