Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 19
Miðvikudacur 21. nóvember 1972. TÍMINN 19 „Brúðuheimiir Síðasta sýningin var 1957 GREINT VAR frá Brúðuheimili Henriks Ibsen i Timanum 20. nóvember s.l. og þess getið meöal annars, hve oft leikrit þetta hefur verið sýnt hér & landi . Það var ekki prentvilla þar sem sagöi i undirfyrirsögn ,,Fyrst á tslandi 1905 — síðast 1952". Hér átti blaðamaður við islenzkar sýningar á „Brúðuheimili” Hins vegar er setningin vissulega á þann veg að hún getur valdið mis- skilningi, — a.m.k., ef menn hafa ekki lesið greinina sjálfa þeim mun nákvæmar. Þar er tekið fram, að norska Rikisleikhúsið hafi sýnt „Brúðuheimili” hér á landi i leikför. Það var árið 1957. Brúðuheimili var þannig siðast sýnt á Islandi 1957, og þess at- burðar munu þeir minnast vel, er sýninguna sáu. Leikför þessi var fyrir margra hluta sakir einstök. Hér var á ferðinni úrvalsverk i meðförum úrvals leikara, og þar að auki samlanda höfundar. Leikarar Rikisleikhússins komu hingað á vegum Bandalags isl. leikfélaga og veitti Alþingi 50 þúsund króna styrk til þess. Mun það vera i fyrsta og eina sinn hér á landi, að Alþingi hefur veitt styrk til að bjóða heim erlendum leikflokki. Það eitt er viðburður út af fyrir sig. Aður höfuðu komið hingað danskir leikflokkar. Nú hefur hins vegar breyting á orðið með til- komu Norræna menningarmála- sjóðsins, er veitir styrki til gagn- kvæmra leikferða milli Norður- landanna. Leikförin þótti takast afar vel i alla staði, en farið var um Norður- og Austurland, auk þess sem ein sýning var i Þjóðleik- húsinu. Viðtökur voru hvarvetna frábærar, svo sem vænta mátti. Stöð förin i hálfan mánuð. Leikstjóri Brúðuheimilis 0 Evrópuríkin með þvi að koma upp oliubirgðum og með þvi að styðja kerfisbundið þau lönd, sem verða fyrir barðinu á banninu. — V-Evrópsk samstaða felur i sér, að koma verður á kerfi, þannig að löndin hjálpi hvert öðru I oliuvandanum, segir i skýrsl- unni. Næsta mál á umræðudag- skrá þingmannanna er öryggis- mál i Mið-Evrópu. 0 Umræður sem þeir héldu, er fyrra vopna- hléð gekk i gildi. tsraelar halda þvi fram, að þá þegar hafi þriðji egypzki herinn verið innilokaður á austurbakka skurðarins, og bardagarnir eftir á hafi orðið, þegar herinn reyndi að komast úr herkvinni. O Sjópróf bilunarinnar. Sagði Baldur að þegar hefðu verið teknar skýrslur af starfsmönnum Landhelgisgæzlunnar og væru þetta þvi nokkurs kon- ar framhalds sjópróf. Þetta verða könnunar-, en ekki ákæruréttarhöld m.a. vegna þess, að ekki er sami skip- stjóri á skipinu og þegar meint ásigling átti sér stað s.i. vor. Ensk þýðing á fram- burði starfsmanna Land- helgisgæzlunnar var send vestur i gær og á fimmtudag fer Hafsteinn Hafsteinsson væntanlega til tsafjarðar til að vera viöstaddur sjóprófin fyrir hönd Gæzlunnar. — hs — þeirrar sýningar, er flutt var i leikförinni, var Gerard Knoup. Nóru lék ein bezta leikkona Norð manna á þessum tima, Liv Stromsted. Hún er nú hætt að leika, en hefur helgað sig upplestri á siðari árum. A lista- hátiðinni i Reykjavik 1972 las hún upp úr norskum ljóðum. Leikför norska Rikis- leikhússins markaði einnig tima- mót að þvi leyti, að upp frá þessu hófst mikil leikfaraalda um byggðir landsins, bæði frá L.R. og Þjóðleikhúsinu, og auk þess ýmsir leikflokkar. Ef til vill hefur „alda” þessi verið full mikil fyrir landsbyggðarmenn. Alla vega dró mjög úr leikförum eftir 4-5 ár, svo að þær dóu næstum út. o Bindindisfélag eftir megni að efla BFÖ i starfi slnu fyrir þvi að skapa aukið um- feröaröryggi með þvi að fá sem flesta ökumenn til þess að gjörast algjörir bindindismenn og á ýms- an annan hátt auka og efla umferðaröryggi og umferðar- menningu. Við munum eins og áður hafa samvinnu við önnur bindindisfélög um baráttuna gegn drykkjuskap, og eftir megni styðja þær aðgerðir, er verða til þess að efla bindindi meðal al- mennings. Þá munum við, hér eftir sem hingað til leitast við að gæta hagsmuna félagsmanna okkar varðandi bifreiðatryggingar, rekstur farartækja þéirra og á annan hátt er verða má félags- mönnum til hagsbóta. Margir telja, og það með réttu, að hugsjónir eigi nú minni itök i fólki en áður var. Sem betur fer erusamt margir, sem hlaðnir eru hugsjónaeldi, en slikt tel ég hjálpa hverjum manni, sem hann á, til þess að keppa að háleitu, óeigingjörnu marki. Ég vona, að hér eftir sem hingað til verði það hugsjón félagsmanna BFÖ, sem ber uppi meginþunga starfsem- innar. BFö hefur gegnum árin haft opna skrifstofu um 2 tima á dag, og til þess notið hjálpar Ábyrgðar h/f, tryggingafélags bindindis- manna, hvað húsnæði varðar. Fyrsti framkvæmdastjóri BFÖ var Asbjörn Stefánsson læknir er gegndi þvi starfi til ársloka 1970. Þá réðst Haukur Isfeld kennari framkvæmdastjóri BFÖ, og gegndi þvi til ársloka 1972. Núverandi framkvæmda- stjóri BFÖ er Sveinn H. Skúlason sölumaður. Stjórn Landssambands BFÖ skipa þessir 9 menn: Forseti: Helgi Hannesson deildarstjóri, Reykjavik. Varaforseti:: Sigur- geir Albertsson, húsasmiða- meistari, Reykjavik. Ritari: Óð- inn S. Geirdal skrifstofustjóri, Akranesi. Gjaldkeri: Jóhann E. Björnsson forstjóri, Reykjavik. Meðst jórnendur : Ásbjörn Stefánsson læknir, R„ Guðmund- ur Jensson, rafvirkjam., R„ Jón Kristinsson, rakari, Akureyri, Leifur Halldórsson, frummóta- sm. Kóp. og Ragnar Tómasson lögfræðingur, R. Aðsetur BFÖ er að Skúlagötu 63, R. Simi 26122. Heigi Hanncsson. o Hreindýr megi það vera Ijóst, að ekki skal ofþyngja landinu með stórum hjörðum, þvi að endurvöxtur þess gróðurs, sem hreindýr lifa af, sé þrisvar sinnum lengur að þroskast en gerist á hreindýra- slóðum á norðurslóðum Skandinaviu. G.K. Tímínn er peningar •*5 | Auglýsitf : i Timanum 0 100 þús. nauðstöddu þjóðir og reyna að skipuleggja og efla eigin að- stoð þeirra þjóða, sem fyrir hörmungum verða. En þessi hópur manna á aðeins að efla samræminguna, en ekki að eiga frumkvæði. Þeir geta þvi ekki hrundið hjálp af stað eða hraðað henni. HEITA má, að sérhver áætl- un um aðstoð i neyð steyti á sama skerinu. Þetta sker er skortur á samgöngubótum i vanþróuðu rikjunum, sem verða hvað eftir annað fyrir barðinu á alls konar náttúru- hamförum. Auðvelt er til dæmis að koma bóluefni um þveran hnöttinn, en öðru máli gegnir um flutning þess frá höfnum til staðarins, þar sem þörfin kreppir að. Vegalengdin getur verið frá fimm og upp i 160 kilómetrar eða svo, og hefir oft reynzt torsótt. Heita má, aö herir séu einu stofnanirnar, sem hlotið hafa þjállun i að sigrast á slikum samgöngu- erfiðleikum, en til þeirra hefir aldrei verið gripið i þessu augnamiði. Hvernig getur staðið á þvi, að engum dettur i hug að nota her við liknarstörf i neyð? O Á víðavangi gerðar samkvænU lögunum. Þá er og i ráði að llúsnæðis- málastofnunin ráði sérstakan tæknimenntaðan mann, er hafi að aðalverkefni forgöngu og fyrirgreiðslu um fram- kvæmdir samkvæmt lögun- um”. AAikilvægustu atriðin t niðurlagi ræðu siuuai lagði Björn áherzlu á eftirfar- andi atriði: 1. „Að ég tel nauðsynlegt, að unnið verði skipulegar en gert hefur veriö að lausn húsnæðismálanna — ma. með áætlanagerð, sem sam- ræmd sé atvinnu- og byggðaáætlunum og al- mennri stefnu i efnahags- málum. 2. Að ég tel, að á komandi Alþingi þurfi að sjá Byggingasjóði rfkisins fyrir verulega auknum tekjum. 3. Að koma þurfi á nánu sam- starfi lifeyrissjóðanna og hins almenna húsnæðis- málakerfis i sambandi við fjármögnun byggingastarf- semi I landinu. 4. Að brýn þörf sé á gagngerð- um tæknilegum breytingum i byggingaiönaöinum, og þá sérstaklega þannig, að liorf- ið verði sem allra mest frá módelhyggingum en teknar upp staðlaðar byggingaað- ferðir. 5. Að ýmsar endurbætur verði gerðar á húsnæðislöggjöf- inni.sem m.a. beinist að þvi að opinberri aðstoð verði i rikara mæli en nú er beint að félagslegum bygginga- framkvæmdum og þær látn- ar njóta forgangs, þegar og meðan þensla er i bygginga- starfsemi. 6. Að á næstunni verði fram- kv. á lögum um leiguibúöir á vegum sveitarfélaga látn- ar njóta, við hlið byggingu verkamannabústaða, algers forgangs af hálfu Bygginga- sjóðs og stjórnvalda. Við þessar niðurstöður mfn- ar, sem að sjálfsögðu eru siður en svo tæmandi varöandi við- fangsefnið, vil ég svo aðeins að lokum lýsa ánægju minni yfir frumkvæði Fjórðunga- sambands Norðlendinga um húsnæöiskönnun þá, sem lögð hefur verið hér fram skýrsla um, og einnig fyrir að hafa boðað til þessarar ráðstcfnu, sem ég hygg, að reynast muni gagnleg og hafa heillavænleg áhrif á almennan framgang skynsamlegra tillagna i húsnæðism álum, og þá sérstaklega i Norðlendinga- fjórðungi. Persónulega þakka ég boðið á þessa ráðstefnu og óska lienni heilla i störfum”. — TK. V, li— Framsóknarvist frestað á Sögu frestað Framsóknarvistinni, sem vera átti 22. nóvem- ber er frestað um óákveðinn tima vegna verk- falls. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Hinn árlegi bazar félagsins verður laugardaginn 24. nóvember næst komandi aö Hallveigarstöðum og hefst hann kl. 14. Félags- konur og velunnarar félagsins eru hvattir til þess að gefa muni á bazarinn. KÖKUR eru sérstaklega vel þegnar. Tekiö veröur á móti gjöfum að Hringbraut 30, næst komandi miðvikudag, 21. þessa mánaðar, kl. 13 til 17, og á móti kökum laugardagsmorgun 24. nóv. að Hallveigarstöðum. Einnig taka eftirtaldar konur á móti munum: Dóra Guðbjarts- dóttir, Aragötu 13, simi 16701, Elin Gisladóttir Sundlaugaveg 28, simi 32768, Ingibjörg Helgadóttir, Bergþórugötu 8, sfmi 21727. Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavikur verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20:30 I Framsóknarhúsinu I Keflavik. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kosnir fulltrúar á kjördæmisþing. Stjórnin. Hafnarf jörður Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn að Strandgötu 33, fimmtudaginn 22. nóvember og hefst kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnin. Auglýsícf Támanum Reiknistofa bankanna óskar að róða eftirfarandi starfsfólk: EINKARITARA með góða kunnáttu i ensku og einu norðurlandamáli, vélritun og skrifstofustörfum almennt. KERFISFRÆÐINGA. óskað eftir um- sækjendum með bankamenntun, stúdentsprófi eða verzlunarskóla. Kerfis- fræðimenntun æskileg en ekki skilyrði. Reiknistofa bankanna mun þjóna átta stærstu bönkum landsins. Ráðning sam- kvæmt almennum kjörum bankastarfs- manna. Mjög skemmtilegt starfssvið við þróun og uppbyggingu nýtizku banka- kerfa. sem byggist á nýjustu tækni i raf- reiknikerfum. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu bankanna, Laugavegi 120, Reykjavik, fyrir 8. desember 1973. Reiknistofa bankanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.