Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 13
Miövikudagur 21. nóvember 1973. TÍMINN 13 Umsjón og ábyrgð: Samband ungra framsóknarmanna. Ritstjórar og ábyrgöarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: Ólafur Ragnar Grimsson, Pétur Einarsson .____ AAiðstjórnarfundurinn og baróttumól S.U.F. Um siðustu helgi var haldinn i Kópavogi aðal- fundur miðstjórnar Sambands ungra framsókn- armanna. 40 miðstjórnarmenn úr öllum kjör- dæmum landsins komu á fundinn. Þar var rætt um málefni SUF og Framsóknarflokksins af al- vöruþunga og hreinskilni, og mörkuð af einhug stefna i helztu baráttumálum SUF, jafnt i þjóð- málum sem i innri málefnum Framsóknarflokks- ins. í stjórnmálayfirlýsingu miðstjórnarfundarins, sem birt er i heild hér á siðunni, var itrekuð sú skýra og einbeitta vinstri stefna, sem mótuð var á siðasta þingi SUF, og bent á, að i baráttumálum SUF hafi á sumum sviðum náðst nokkur árangur frá SUF-þinginu, en á öðrum þurfi mjög að knýja á um stórtækari, ákveðnari og skipulegri aðgerð- ir. Miðstjórnarfundurinn markaði siðan stefnu i þremur stórum þjóðmálaflokkum, sem stjórn SUF var falið að vinna að á næstunni. Þessir málaflokkar eru byggðamálin, utanrikis- og varnarmálin og sameiningarmálið. í byggðamálunum var lögð áherzla á, að fylgt yrði róttækri og skipulegri byggðastefnu, sem megi að stöðva byggðaröskunina i landinu og snúa óheillaþróun undanfarandi áratuga við. Er bent á nokkrar meginleiðir jafnframt þvi, sem minnt er á hina itarlegu byggðastefnu samtak- anna, sem mörkuð var fyrr á þessu ári. t utanrikis- og varnarmálum er lögð þung áherzla á að hvergi verði hvikað frá sjálfstæðri utanrikisstefnu. Er sérstaklega bent á nauðsyn þess, að bandariska herliðið hverfi af landi brott fyrir lok kjörtimabilsins, og aðild ísland að NATO verði tekin til vandlegrar endurskoðunar. t sameiningarmálinu er sérstaklega bent á nauðsyn þess, aðFramsóknarflokkurinn einangri sig ekki frá þvi starfi, sem nú er unnið til þess að gera sameiningu jafnaðar- og samvinnumanna að veruleika, og að flokkurinn fari þær leiðir i sameiningarmálinu, sem tryggi, að áttundi áratugurinn verði timabil vinstri stefnu á ís- landi. Jafnframt þvi, sem stjórn SUF var falið að knýja á um að Framsóknarflokkurinn fylgi ofan- greindum baráttumálum fram, var lögð mikil áherzla á ýmsar mikilvægar umbætur innan Framsóknarflokksins sjálfs. Þær umbætur snerta bæði aukið lýðræði innan flokksins, gagn- gera endurnýjun i trúnaðarstöðum, málgagn flokksins og húsnæðismál og ýmsa aðra þætti i flokksstarfinu. Þar er sérstök áherzla lögð á nauðsyn þess að æðstu kjörnu forystumenn flokksns á hverjum tima séu, og vilji vera, for- ystumenn flokksins i heild, en séu ekki i reynd aðeins leiðtogar ákveðinna hópa innan hans. Þannig var mörkuð skýr og ákveðin stefna i helztu baráttumálum SUF, jafnt á þjóð- málasviðinu sem i innri málum Framsóknar- flokksins, — stefna, sem er i beinu framhaldi af fyrri ákvörðunum. Fundurinn gerði sér jafnframt grein fyrir þvi, að hlutverk SUF innan Framsóknarflokksins, og i islenzkum stjórnmálum, hefur aldrei verið mikil- vægara en einmitt nú. Fundurinn fagnaði þeirri vaxandi samstöðu með baráttumálum SUF, sem komið hefur i ljós undanfarið, og hvatti eldri og yngri skoðanabræður innan Framsóknarflokks- ins til að efla samstarf sitt málstaðnum til styrkt- ar — EJ Stjórnmálayfirlýsing miðstjórnar SUF 1973: Ákveðin stefna í baráttumálum SUF Aðalfundur miöstjórnar SUF, haldinn i Félagsheimili Kópa- vogs dagana 17.-18. nóvember 1973, itrekar þá skýru og einbeittu vinstri stefnu, sem mótuö var á síöasta þingi sam- bandsins. Þessi stefna er sá málefnagrundvöllur, sem bar- átta samtakanna byggist á. Á þeim tima, sem siðan er liöinn, hefur þegar náðst nokkur árangur i baráttumálum SUF á sumum sviðum, en á öörum þarf mjög aö knýja á um stórtækari, ákveðnari og skipu- legri aðgerðir. Um leið og aðalfundurinn fagnar hiklausri baráttu fyrir stefnumálum sambandsins siðastliðið ár, leggur hann áherzlu á, að i næstu framtið verði af einurð unnið aö fram- gangi eftirfarandi baráttumála: 1. Aðaðgeröir i byggðamálum verði grundvallaðar á róttækri og skipulegri byggðastefnu, sem megni aö stöðva byggða- röskunina i landinu og snúa óheillaþróun undanfarandi áratuga við. Fundurinn minnir á hina itar- legu byggðastefnu SUF og leggur sérstaka áherzlu á: AÐ unnið verði skipulega að þvi inarkmiði byggðastefnunnar, að viðhalda og cfla blómlega byggð um landið allt og koma á efnalegu, menningarlegu og stjórnarfarslegu jafnrétti þegnanna hvar á landinu sem þeir búa, AÐ gerð verði heildaráætlun um æskilega þróun byggðar á islandi fram til ársins 1985. Þessi áætlun nái jafnt til byggðaþróunar i hinum einstöku landshlutum sem nýtingar landsins og gæða þess I heild. AÐ Alþingi útvegi þaö fjár- magn, scm raunhæfar úrlausnir i byggöamálum krefjast. A næstu 10 árum verði lagt árlega sem nemur 3% af þjóöartekjum i byggðasjóð, sem skipt verði niður i dcildir eftir landshlutum. Sveitarfélög hvers landshluta kjósi stjórn sinnar deildar, en stjórnir landshluta- deildanna ráðstafi þvi fjár- magni, sem kemur I þeirra hlut hverju sinni. AÐ landinu veröi skipt i sérstök áherzlusvæði eftir þvi hver byggðavandinn er i hverjum landshlua, en þessi svæðaskipting verði slöan lögö til grundvallar aögeröum I fjár- f est inga r má lu m, skatta- málum, húsnæöismálum, sam- göngumálum, menntamálum heilbrigöismálum og öðrum málaflokkum, sem hafa áhrif til lausnar byggðavandans. Á þeim svæöum, sem lögð veröur mest áliezla á, veröi fyrirtækjum veitt meiri fyrirgreiðsla, lán til húsbygginga verði hag- kvæmari, framkvæindum við byggingar skóla og sjúkrahúsa hraðað, og önnur opinber þjónusta sniðin að áherzlu- skiptingunni, sem endurskoöuö verði á fjögurra ára fresti. AÐ lögð verði megináherzla á uppbyggingu atvinnulifs lands- byggðarinnar eftir félagslegum leiðuin. Jafnframt verði at- vinnulifiö gert fjölbreyttara með uppbvggingu smáiðnaðar I ölluin héruðum landsins. Stofnaðar verði þjónustu- miðstöðvar fyrir atvinnullf livers byggðarlags, svo scm á sviði bókhalds, hagræðingar og tækniþjónuslu. AD valdakerfi rikisins verði endurskipulagt með flutningi opinberra stofnana til hinna einstöku landshluta til að skapa lýðræðislegl jafnvægi i stjórn landsins og styrkja framfara- kraft landsbyggðarinnar. 2. Að hvergi verði hvikað frá þeirri sjálfstæðu utanrikis- stefnu, sem mörkuð hefur verið, og sem veitt hefur lslendingum nýja reisn á alþjóðavettvangi. Fundurinn leggur sérstaka áherzlu á: AD bandariska herliðið hverfi af landi brott fyrir lok kjörtima- hilsins. AD aðild tslands að Atlants- hafsbandalaginu verði tekin til vandlcgrar endurskoðunar I ljósi fcnginnar rcynslu. Stjórn SUF leggi ákveðnar lillögur þar að lútandi fyrir næsta þing SUF. 3. Að óhikað verði unnið að framkvæmd þeirrar yfir- lýsingar siðasta flokksþings, að Framsóknarflokkurinn muni á þessu kjörtimabili „vinna að mótun sameiginlegs stjórn- málaafls allra þeirra, sem aöhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis”, og þess ávallt gætt, 'áð flokkurinn einangri sig ekki frá þvi starfi, sem nú er unnið til þess að gera sameiningu jafnaðar- og samvinnumanna að veruleika. Fundurinn leggur sérstaka áhcrzlu á: AD FramSóknarflokkurinn ræki kröftuglega það grund- vallarhlutverk silt, að vcra forystuafl vinstri manna i landinu og höfuðandstæðingur Ihaldsaflanna, AD Framsóknarflokkurinn hafi forystu um, að farnar vcrði þær leiðir I sameiningarmálinu, sem tryggi aö áttundi áratugurinn veröi timabil vinstri stefnu á islandi. Aðalfundur miöstjórnar SUF itrekar samþykktir siðasta SUF-þings um málefni Fram- sóknarflokksins, og harmar að þær skuli ekki hafa náð fram aö ganga. Jafnframt þvi, sem fundurinn felur stjórn SUF að knýja á um, að Framsóknarflokkurinn fylgi fram þeim baráttumálum, sem að framan eru rakin, leggur hann mikla áherzlu á eftir- farandi uinbætur innan Framsóknarflokksins: AD lýðræði innan flokksins vcrði aukið með þvi að halda flokksþing á 2ja ára fresti og kjósa framkvæmdastjórn og aðra æðslu trúnaöarmenn flokksins beinni kosningu á flokksþingi. AD gagnger endurnýjun verði i t r ú n a ð a r s t ö ð u in i n u a n flokksins, svo að óeðlileg öldungasljórn viki fyrir samsljórn kynslóðanna. AD aöalmálgagn flokksins verði ávallt i rcynd málgagn allra flokksmanna, og verði stjórn- endur blaðsins hverju sinni valdir með það markmið i huga. AD Fra m sóknarf lokkurinn komi sér upp viðunandi húsnæðisaðstöðu i hinum ýmsu kjördæmum, en hætti iillu húsa- braski í Iteykjavik. Að fastaerindreki flokksins verði jafnan úr röðum ungs l'ólks. .lafnframt verði starfsemi flokksskrifstofunnar e n d u r - skipulögö. AD þess sé gætt i hvivetna, að a'ðstu kjiirnu forystumenn flokksins á hverjum tima séu, og vilji vera, forystumenn flokksins i lieild, en séu ekki i reynd aðeins leiðtogar ákveðinna hópa innan hans. Fundurinn telur þessar umbætur nauðsynlegar til þess aö efla og slyrkja Framsóknar- flokkinn. Aðalfundur miðstjórnar SUF telur, að hlutverk SUF innan F'ramsóknarflokksins og i islenzkum stjórnmálum hafi aldrei verið mikilvægara en einmitt nú. Fundurinn fagnar þeirri vaxandi samstöðu með baráttumálum SUF, sem komið hefur i ljós að undanförnu, og hvetur til þess, að yngri sem eldri skoöanabræöur innan Framsóknarflokksins efli samstarf sitt málstaðnum til styrktar. VATNS- HITA- lagnir og síminn er 1-30-94 OPIÐ: Virka daga kl. B-lOe.h. Laugardaga kl. 10-4 e.h. BILLINN BILASAL/ HVERFISGÖTU 18-sim. 14411 Kúplings- DISKAR í flestar gerðir bifreiða fyrirligg jandi m» he Ármúla 24 * Sími 8-14-30 Díselrafstöð til sölu 12 og hálft kw, 3ja fasa, 220-380 volt, með mælaborði. Upplýsingar i sima 93-1217.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.