Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. nóvember 1973. TÍMINN 5 Hluthafar í Samvinnu- bankanum þúsund NÝLOKIÐ er hlutafjárútboöi Samvinnubankans, er hófst hinn 17. nóv. f fyrra á 10 ára afmæli bankans, þegar ákveöiö var aö auka hlutafé hans úr 16 i 100 miiij. kr. Sala hlutabréfanna gekk vel og höfðu þegar um sl. áramót selzt bréf fyrir 65 millj. krónur eða 3/4 hlutar hlutfjáraukans. I vor var sýnt að hlutabréfin myndu seljast upp, en þá lágu fyrir pantanir fyr- ir allri hlutfjáraukningunni. Hlutafjárútboðinu var þó haldið opnu fyrir einstaklinga fram til 17. nóv. s.l. er rétt ár var liðið frá upphafi þess. Hlutabréf hafa nú verið gefin út, og hefst afhending þeirra innan skamms. Hluthafar bankans eru um 1000 talsins, og nemur innborgað fé nú 81 milljón kr. Hækkun fram- færslu- vísitölu KAUPLAGSnefnd hefur reiknaö vlsitölu framfærslukostnaöar I nóvemberbyrjun 1973, og reyndist hún vera 226 stig eða 16 stigum hærri en I ágústbyrjun 1973. Hækkun framfærsluvisitölu, frá ágústbyrjun til nóvemberbyrjun- ar 1973 var nánar tiltekiö 16,1 stig, eða 7,67%. Um var að ræða veröhækkanir á mörgum innlend- um vörum og á ýmissi þjónustu, og einnig á mörgum innfluttum vörum. Þriðjungur af hækkun visitöl- unnar stafaði af hækkun búvöru- verðs í september siðastliðnum. Þá tók gildi nýr verðlagsgrund- völlur, og jafnframt var lækkuð niðurgreiðsla á kjötverði og kartöfluverði. Frá októberbyrjun voru fjölskyldubætur lækkaðar úr 18.000 kr. i 15.000 kr. með hverju barni á ári, og olli það 2,2ja stiga visitöluhækkun. Kaupgreiðsluvlsitala timabilsins 1. desember 1973 til 28. febrúar 1974. Kauplagsnefnd hefur reiknað kaupgreiðsluvisitölu fyrir tima- bilið 1. desember 1973 til 28. febrúar 1974, samkvæmt ákvæð- um kjarasamninga og i samræmi við fyrirmæli i 1. tölulið 8. gr. laga nr. 4/1973 um neyðarráð- stafanir vegna jarðelda á Heima- ey. Er þessi kaupgreiösluvisitala 149,89 stig, og skal samkvæmt þvi greiða 49,89% verðlagsuppbót á grunnlaun á nefndu timabili. Kemur þessi verðlagsuppbót i stað 39,54% verðlagsuppbótar, sem gildir : .' til 30. nóvember 1973. Auglýsing um deiliskipulag í Njarðvíkurhreppi Tillögur að deiliskipulagi hafnar- svæðisins i Ytri-Njarðvik voru sam- þykktar á fundi hreppsnefndar Njarð - víkurhrepps 13.marz s.l., og i skipulags- stjórn rikisins 8. okt. s.l. Samkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19, 21. mai 1964, liggja skipulagsupp- drættir frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Njarðvikurhrepps, Fitjum, i 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar. Athugasemdum við tillöguna skal skilað til hreppsnefndar Njarðvikurhrepps inn 8 vikna frá sama tima. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillögu þessa innan áður- greinds frests, teljast hafa samþykkt til- löguna. Njarðvik, 15. nóv. 1973, Sveitarstjórinn i Njarðvikurhreppi, Jón Ásgeirsson. Verölaunahafarnir I Ljóma-smáréttasamkeppninni, ásamt Davfö Sch. Thorsteinsson, framkvæmda- stjóra Smörlikis, og Gunnari J. Friörikssyni úr stjórn fyrirtækisins. Frá vinstri: Þorbjörg Jósepsdóttir, Þórunn Hauksdóttir, Linda Wendel.Sigurlaug Jónsdóttir og sigurvegarinn Geröur Guömundsdóttir. (Timamynd Kóbert) RÆKJUPÖNNUKÖKURNAR METNAR Á 40 ÞÚSUND — þdtttaka í Ljóma-keppninni mjög góð Verölaun I LJÓMA-smárétta- samkeppninni voru afhent á sunnudagskvöldiö I hófi I Þing- holti. Alis bárust um 270 fullgildir réttir I samkeppnina, og var þaö meira, en nokkur haföi búizt viö. Þátttakendur voru frá öllum landshornum. Fyrstu verðlaun hlutu rækjupönnukökur, og bak við dulnefniö ..Kötturinn Klói” reyndist höfundurinn vera Gerö- ur Guömundsdóttir, Sævarlandi 8, Keykjavik. Geröur hlaut 40 þúsund krónur fyrir réttinn. Onnur verðlaun hlaut Humarréttur Sigurlaugar Jónsdóttur, Stekkjarholti 4, Akra- nesi. Var hann talinn 20 þúsund króna virði. Þriðju verðlaun, 10 þúsund krónur, hlutu Tartalettur með ostamauki, undir dulnefninu ILWA. Höfundurinn reyndist vera Linda Wendel, Blöndubakka 15, Reykjavik. Þess má gela, að Linda fékk einnig verðlaun i skyr- réttasankeppninni um árið. Fjórðu v rðlaun, fimm þúsund krónur, hi. ut Krabbaskál, dul- merkt „Bitti”, og var höfundur- inn Þórunn .'auksdóttir, Lauf- vangi 10, Hafi.arfiröi. Fimmtu verðlaun hlaut , Tóbias”, öðru nafni Þorbjörg 'ósepsdóttir, llverfisgötu 31, Hafnarfirði, einn- ig fimm þúsund krónur, fyrir fyllta piparávexti m/kræklingi og sveppum. Verðlaunauppskrift- irnar voru birtar i Timanum á Sunnudaginn. t dómnefndinni voru: ilaukur lljaltason, formaður, Agla Marta Marteinsdóttir, Elsa Stefánsdótt- ir, Iíröfn Farestveit, Jón Asgeirs- son og Skúli Þorvaldsson. Var starf dómnefndar, erlitt, en lik- lega ánægjulegt. A dölinni er nú að gefa út sérstakan bækling með réttum úr samkeppninni. —SB. þessi auglýsing er ætluð ástföngnu fólki úti á landi. Eigum við að trúlofa okkur? Kæru elskendur! ÞaS er nú, sem við í Gujli og Silfri getum gert ykkur það kleift a3 hringtrúlofast innan nokkurra daga, hvar sem þiS eruS stödd á landinu. 1. Hringið eða skrifið eftir okkar fjölbreytta myndalista sem inniheldureittfalleg- asta úrval trúlofunarhringa sem völ er á og verður sendur ykkur innan klukkust. 2. Með myndalistanum fylgir spjald, gatað í ýmsurh stærðum. Hvert gat er núm- erað og með þvi að stinga baugfingri í það gat sem hann passar í, finnið þið réttu stærð hringanna sem þið ætlið að panta. 3. Þegar þið hafið valið ykkur hringa eftir myndalistanum skuluð þið skrifa niður númerið á þeim, ásamt stærðarnúmerunum og hringja til okkar og við sendum ykkur hringana strax í póstkröfu. Með beztu kveðjum, dttll ug §>Ufitr Laugavegi 35 - Reyíc/avífc - Sími 20620 a in

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.