Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 21. nóvember 1973.
TÍMINN
15
Ungverskur listmálari Gabor Attalai sýnir um þessar mundir hjá SÚM. Hefur hann áöur sýnt
verk sin i f jölda þjóölanda, auk þess hefur hann gefiö út listatimarit. Gabor Attalai hefur einu sinni sýnt
hér áöur, á listahátiöinni 1972. Til þessarar sýningar nýtur hann stvrks frá menntamálaráöi. Efri röö-
ina á myndinni hér aö ofan nefnir listánaðurinn .Króaöur af”, en hina neöri kallar hann ,,AÖ vera sköll-
óttur”. Hugmynd að þeirri myndaröö segist hann hafa fengiö, er hann var barn, en úr efniviöinum vann
hann ekki fyrr en 1972, er hann kynntist svissneskum lækni. Þannig eru 28 ár milli þess, að hugmyndin
kviknaði þar til hún varð veruleiki. Timamynd:GE
Tilkynning frá
Vatnsveitu Kópavogs
ti! húsbyggjenda
í Kópavogi
Athygli húsbyggjenda i Kópavogi er vakin
á þvi að ekki er heimilt að láta vatn si-
renna.
Þar sem vart verður við að þessi regla sé
ekki haldin, verður umsvifalaust lokað
fyrir vatn á húsinu.
Rekstrarstjóri Kópavogsbæjar.
Landsþing menntaskólanema:
Nómslaunakerfi til
launajafnréttis
UAGANA 16. 17 og 18. þessa
mánaðar var landsþing LÍM,
landssambands isl. menntaskóla-
nema, haldiö i Menntaskólanum
viö Hamrahlið. Margvislegar
ályktanir voru samþykktar á
þinginu. Þeirraámeöal má nefna
ályktun um námsmanna-
h r e y f i n g u , m e n n t a m á 1,
þjóömál, rikisvaldið, fjölmiðla og
margar fleiri. í fréttatilkynningu
frá LÍM segir, að i umræðum um
þjóðfélagsmál hafi komið berlega
I ljós, aö vinstri menn höfðu þar
meirihluta.
1 fréttatilkynningunni segir
m.a. svo:
,,Þingiö sóttu fulltrúar allra
menntaskólanna og einnar
menntadeildar, og voru þing-
fulltrúar alls 40. Helztu mál
þingsins voru undirbúningur að
stofnun einnar allsherjar náms-
mannahreyfingar allra fram-
haldsskólanema og margvislegar
ályktanir um mennta- og
þjóðfélagsmál.
Viðræður hafa undanfarið verið
á vegum LIM við aðra fram-
haldsskóla um stofnun þessarar
hreyfingar. Hafa þær viðræður
leitt i ljós, að mikill áhugi er á
stofnun slikrar hreyfingar.
Meginmarkmið hennar verða lik-
lega að vinna að hagsmunum
framhaldsskólanema og að vera
virkt pólitiskt afl i islenzku
þjóðfélagi.”
1 ályktun um fjölmiðla bendir
þingið á, að islenzkir fjölmiðlar,
þar á meðal Rikisútvarpið, sem
gæta eigi óhlutdrægni, hafi
heimildir sinar eingöngu frá
vestrænum fréttastofum. Um
landhelgisútfærsluna segir, að
ekki hafi veriðum annað að ræða,
en útfærslu borgarastéttarinnar á
efnahagslögsögu sinni.
Þingið lýsti yfir fullum stuðn
ingi við baráttu dreifbýlisins
og krefst þess, að rikisvaldið snúi
sér af einhug að þessum málum.
Um námslaunakerfi segir svo:
Verkalýðsstéttin berst mjög fyrir
launajafnrétti. Hún bendir á, að
menntamenn hafa oft á tiðum
fimmföld laun á við almenna,
ómenntaða verkamenn. Svar við
þessu hefur yfirleitt gengið i þá
átt, að benda á, að reikna beri
menntamönnum til tekna nám
þeirra. Þingið krefst þess, að
námslaunum verði komið á
þannig, að grundvelli þessa
launamisréttis verði kippt brott.
Segja má, að allar álytkanir
þingsins séu heldur vinstri-
sinnaðar, sérstaklega á
lyktanirnar um þjóðfélagsmál-
in. Fimm lulltrúar Mennta-
skólans i Reykjavik létu gera sér-
bókun, þar sem segir, að þar sem
þeir geti ekki talið þingfulltrúa
skoðanafulltrúa nemenda, sitji
þeir hjá i umræðum og atkvæða-
greiðslu um ályktanir þjóðmála-
deildarinnar.
-hs-
Hreindýr á
Grænlandi
ENGINN veit, hvenær hreindýr
komu fyrst til Grænlands, en
vafalaust hafa þau verið þar um
aldir, liklega um þúsundir ára. Ef
til vill hafa þau verið um allt
Grænland, þegar norrænir menn
námu þar land. En þröng kjör
þeirra og þört' fólks fyrir hrein-
kjöt olli fækkun og aðeins litið af
villtum dýrum hefur verið þar á
litlu svæði til þessa.
En nú er reynt að búa þar við
tamin hreindýr. F'yrir nokkrum
árum voru tamin dýr flutt til
Grænlands, á svæðið við firðina
inn af Godthábfirði. Samar voru
fengnir til þess að hirða um hjörð-
ina og þeir áttu að kenna Græn-
lendingum búskap af þessu tagi.
Þetta hefur ekki gengið vel, en
vonlaust er það ekki. Grænlenzkir
eru veiðimenn frá fornu fari og
stundum hefur gengið treglega að
halda veiðimönnum frá tömdu
hjörðinni. Á hinu leitinu hafa
Grænlendingar ekki r'eynzt sér-
lega fúsir til að læra þennan
búskap.
Það var Konunglega græn-
lenzka verzlunin, sem gekkst fyr-
ir flutningi dýra frá Noregi árið
1952, og þar hefur verið unnið á
þessum vettvangi siðan á miðstöð
er nefnist Itivnera.
Ungur Norðmaður, sem
stundað hefur hreinrækt heima,
ferðaðist um nokkur svæði
Svefnstóll er lausnin
vesturstrandar Grænlands s.l.
sumar, einkum við Holsteinsborg
og Sykurtoppinn, undraðist, að
ekki skyldi lögð meiri stund á
þennan atvinnuveg en raun er á,
þvi að honum sýndist þar vera
ákjósanlegt til hreinbúskapar.
Honum virðist sem þar sé ekki
lakari aðstaða til hreinræktar en i
Alaska og Kanada, en á þessum
stöðvum hafa norskir Samar
reynt hreindýrabúskap að undan-
förnu, með misjöfnum árangri,
að sögn.
t þessu sambandi er vert að
geta þess, að i haust voru rúm-
lega 48 tamin hreindýr flutt til
Suður-G rænlands (vestur-
landsins), til hinna fornu byggða
norrænna manna. Það gerði ung-
ur bóndi, sonur eins mesta fjár-
bónda Grænlendinga, Ole
Kristiansen, heitir pilturinn, en
hann hefur flutt umræddan stofn
á norðurströnd Breiðafjarðar.
Þetta er skoðað sem tilraun, en
.spurningin er svo, hvort betur
gengur hreindýrabúskapur eða
sauöfjárbúskapur á þessum stað.
Grænnlenska málgagnið
„Umingmak” tjáir undrun sina
s.l. sumar yfir þvi, aö aðeins einn
Grænlendingur, sem hefur kynnt
sér hreinrækt, skuli sinna þessu
hlutverki,þar eð nóg sé af hrein-
landi alla leið frá Godthab og
suður úr á vesturströndinni, og
nógur markaður, ,,og hann ágæt-
ur” sé fyrir þetta kjöt. Hins vegar
Framhald á bls. 19
Hestamenn — bændur
Tapast hafa tvö mer-trippi:
M á i Rauð veturgömul hryssa og rauðblesótt,
■ V tveggja vetra, mark: FJÖÐUR AFTAN
IIÆGRA.
VjW Þeir sem gætu gefið upplýsingar, vin-
I y , samlegast hafið samband við Þorgeir
* * y Jónsson Gufunesi; simi 84081 og i sima
16947.
#
Klukkan 9 á morgnana
opnar auglýsingastofa
Tímans, Aðalstræti 7.
Tekið er á móti auglýsing-
um, sem birtast eiga næsta
dag, til klukkan 4 siödegis.
Auglýsingar i sunnudags-
blöð þurfa að berast fyrir
klukkan 4 á föstudögum.
Þeir auglýsendur, er óska
aðstoðar við gerð aug-
lýsinga, eru beðnir að skila
handritum tveim sólar-
hringum fyrir birtingar-
dag.
Simanúmer okkar eru
1-95-23 & 26-500
VW BILALEIGAI
JóaasanVJiarls
ARMULA 28
Ml 81315
BÍLALEIGAN
felEYSIR
CAR RENTAL
*24460
í HVERJUM BÍL
PIONEER
ÚTVARP OG STEREO
CASETTUTÆKI
BILALEIGfl
CAR REINITAL
21190 21188
BILALEIGA
Car rental
660 & 42902
SVEFN BEKKJA
Nýr, vandaður svefnstóll á
hjólum með rúmfata-_________________
geymslu. | X 3E> JT A 3K
Fáanlegur i gulum, rauðum, græn- Höfðatúni 2 - Sími 15581
1 14444 %
mniFim
* 25555
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
um og hvitum lit. Áklæöi í stíl.
Reykjavík
BORGARTUN