Tíminn - 24.11.1973, Page 8

Tíminn - 24.11.1973, Page 8
8 TÍMINN Laugardagur 24. nóvember 1973. Umræður um tillögu um rannsókn á landhelgisgæzluna: Alþingi aetti nú að senda starfsmönnum Landhelgis- gæzlunnar sérstakar þakkir — sagði forsætisróðherra í umræðum um tillöguna sl. fimmtudag Talsverðar umræður urðu i neðri deild Alþingis á fimmtudag þegar til umræðu var tillaga þeirra Karvels Pálmasonar og Hannibais Valdimarssonar um skipun sérstakrar rannsókna- nefndar til að kanna, hvort land- helgisgæzla hefði verið með eðli- legum hætti úti fyrir Vcstfjörðum frá 15. okt. Flutningsmenn töldu nauðsynlegt, að hið sanna yrði leitt i Ijós, þar sem ekki bæri saman yfirlýsingum gæzlunnar og frásögnum skipstjórnarmanna á Vcstfjarðahátum. Ólafur Jóhannesson, forsætis- og dómsmálaráðherra, sagði mjög fátitt að slikar rannsókna- nefndir væru settar á fót og yfir- leitt hefðu tillögur um slikt verið felldar á Alþingi. Taldi Ólafur, að bera hefði átt niður annars staðar I rlkiskerfinu áður en spjótunum væri beint að starfsmönnum landhelgisgæzlunnar — sérstak- lega nú, er þeir hefðu i rúmt ár unnið mjög gott starf við mjög erfiðar aðstæður, þar sem þeir hefðu lagt lif sitt i hættu næstum hvern dag. Hér fer á eftir kafli úr ræðu Ólafs Jóhannessonar á Alþingi á fimmtudag: Þessi þingsályktunartillaga sem hér liggur fyrir, er um rannsóknarnefnd á framkvæmd landhelgisgæzlu út af Vestfjörð- um á tfmabilinu frá 15. október, og það hefur verið talað nokkuð um landhelgisgæzlu almennt af þeim ræöumönnum, sem hér hafa talað áður. Þeir hafa vikið að þvi, að þaö væri ástæða til þess að láta fara fram rannsókn á fram- kvæmd gæzlunnar allt s.l. ár. Ekki hafa þeir viljað ganga lengra aftur i timann, en sl. ár, og hafa þeir iátið að þvi liggja, svo ekki sé of sterklega til orða tekið, að slælega hafi veriö haldið á þeim málum. Ég ætla að vikja aö þvi siðar, hvort slik orð séu réttmæt i garð hessara manna, sem einn ræðu- maður nefndi áðan okkar beztu löggæzlumenn. En ég ætla fyrst, af þvi það hef- ur verið talað almennt um land- heigisgæzluna að rifja þaö upp, hver verkefni hennar eru. Ég held menn geri sér ekki ávallt grein fyrir þvi, hve viðtæk verkefni landhelgisgæzlunnar eru og ég held, að þeir einblini stundum um of, á það hlutverk hennar, sem er vitaskuld nr. 1, að gæta landhelg- innar. En jafnvel þetta ár, hefðu menn átt aö minnast þess, að annaö hlutverk hefur hún einnig. Menn hefðu átt að minnast at- burðanna við Vestmanaeyjar, a.m.k. og minnast þess starfs sem hún vann i þvi sambandi. Samkvæmt þvi, sem henni var skylt eftir föngum, og það gæti kannski þá orðið skiljanlegt ein- hverjum, að á þvi timabili a.m.k. — ef rannsóknin ætti að ná til árs- ins alls, — hafi eitthvað slaknað á vörzlunni á meðan. En það eru til lög um land- helgisgæzlu Islands nr. 25 frá 1967 og i 1. grein þeirra laga eru talin upp verkefni landhelgisgæzlunn- ar. Það er reyndar sagt þar, sem allir vita, að landhelgisgæzlan er sér stök og sjálfstæð rikisstofnun með sinum forstjóra, þó að hún lúti eins og arðar rikisstofnanir að sjálfsögðu undir tiltekinn ráð- herra. Og verkefni hennar eru: a) Aðhafa með höndum almenna löggæzlu á hafinu umhverfis ís- land, jafnt innan sem utan landhelgi. b) Að veita hjálp við björgun manna úr sjávarháska eða á landi, og að annast aðkallandi sjúkraflutninga, ýmist á eigin spýtur eða i samvinnu við Slysavarnafélag Islands eða aðra aðila, sem að björgunar- störfum vinna. c) Að aðstoða eða bjarga bátum eða skipum, sem kunna að vera strönduð eða eiga i erfiðleikum á sjó við tsland, ef þess er ósk- aö. d) Að veita afskekktum stöðum eða byggðarlögum nauðsyn- lega hjálp og aðstoð, þegar eðlilegar samgöngur bregðast af ófyrirsjáanlegum orsökum, svo sem vegna hafiss, snjólaga, ofvirða eða annarra náttúru- hamfara. e) Aðsjá um sjómælingar og taka þátt i hafrannsóknum og fiski- rannsóknum, botnrannsóknum svo og öðrum visindastörfum, eftir þvi sem ákvæði kann að vera hverju sinni. f) Aðtilkynna, fjarlægja eða gera skaðlaus reköld, tundurdufl, sprengjur eða aðra hluti, sem sjófarendum eða almenningi getur stafað hætta af. g) Að aðstoöa við framkvæmd al- mannavarna, almennrar lög- gæziu lækna, toll- og vitaþjón- ustu, eftir þvi sem aðstæður leyfa eða ákveðið kann að verða sérstaklega. h) Að tilkynna tafarlaust Skipa- skoðun rikisins, ef vart verður við, að brotin eru lög um eftirlit með skipum eða brotnar eru reglur, sem settar eru samkv. þeim eða telji hún ástæðu til þess að ætla að skip sé ekki haf- fært. Eins og menn sjá af þessari upptalningu, þá eru það engin smáræðisverkefni, sem Land- helgisgæzlunni eru ætluð. Og þeg- ar menn jafnframt hafa það i huga, hversu mörg skip og marg- ar flugvélar henni hafa verið fengnar til umráða, þá geta menn kannski afsakaö það, ef velvilja er beitt, aö stundum verði þvi ekki viðkomið að rækja öll þessi störf alveg eftir strangasta laga- boði, þvi að þarna er i mörg horn að lita. Ég held, að það sé alveg ástæðul. að fárast yfir þvl, þó að varzlan sé verkefni Land- helgisgæzlunnar nr. 1, að hún dragi bjargþrota skip til hafnar, að hún bjargi mönnum úr sjávar- háska, að hún aðstoði bát, sem hefur bilaða vél, til að komast til hafnar. Eftir hugsunarhætti okkar ís- lendinga myndum við flestir hverjir telja þetta verkefni, sem ætti að setja ofar öllum öðrum og þó að einhverjir sjómenn tali nú kuldalega um Landhelgisgæzl- una, þá hygg ég þó, að það yrði al- mennara,ef til þeirra yrði leitað, að þeir skildu og vildu viðurkenna og meta einmitt þessa hliðina i starfsemi Landhelgisgæzlunnar. Ég er ekki i nokkrum vafa um það, að margir eiga henni nokkra skuld að gjalda i þessu efni og ég er sannfærður um, að langflestir sjómenn viðurkenna þetta og meta. En það er auðvitað mál, að eitt varðskip getur ekki sinnt i einu mörgum störfum, og þegar það þarf að sinna starfi eins og þessu, þá getur það þurft að hvarfla frá vörzlunni. Það er vit- að mál, að Landhelgisgæzlan og varðskipin voru mjög upptekin um tima i sambandi við ósköpin i Vestmannaeyjum og var ekki nema eðlilegt, að þau tefðust þá nokkuð frá vörzlustörfum, og ég held, að allir landsmenn hafi skil- iö það. En miðað við það, hve verkefn- in eru mörg og við hvilikt ofurefli Landhelgisgæzlunni hefur verið ætlað að fást á þessu liðna ári, þá held ég, að það þyrfti ekki að undra neinn, þó að það hefði getað komið fyrir einhver mannleg mistök, hjá þessum mönnum, sem i Landhelgisgæzlunni vinna og hjá þeim, sem þessum málum eiga að stjórna. Ég get búizt við þvi, að þau hefðu getað átt sér stað hjá fiestum háttvirtum alþingismönnum, ef þeir hefðu átt að standa i sporum þessara manna á þessu liðna ári. Ég get vikið að þvi, af þvi að það er sér- staklega miðað i tillögunni við ákveðið timabil, þ.e.a.s. timabilið frá 15. okt að i einni blaðafregn- inni sá ég, að það var sneitt að varðskipi fyrir það, að það lægi á Þingeyri að ferma einhvern flutn- ing og væri ekki að sinna gæzlu- störfum. Já, það var á Þingeyri, og þaö var þar samkv. tilmælum frá mér, tilmælum um það að taka 12 lestir af fóðurbæti og flytja til bónda á Hrafnabjörgum við Arnarfjörð, sem býr við þá staðhætti, að hann hefur engar samgöngur nema á sjó. Ég veit, að Hannibal Valdimarsson kann- ast við þessa aðstöðu og skilur hana, og satt að segja býst ég við, að það séu býsna margir, þing- menn hérna I salnum, sem hafi endrum og eins leitað til Land- helgisgæzlunnar um ýmiss konar fyrirgreiðslu, jafnvel um flutning á sjálfum sér. Það hefur verið reynt að verða við slikum tilmæl- um, a.m.k. i minni tið, og ég efast ekki um i tið fyrirrennara minna, eftir þvi sem aðstæður hafa leyft, og fært hefur þótt. Þetta kalla menn snatt, en þetta er fyrir- greiðsla samt, sem menn ætlast til að Landhelgisgæzlan inni af höndum, og sem hún hefur innt af höndum áratugum saman, hlotið þakkir og ævilanga vináttu, veit ég, manna, sem búið hafa á hin- um afskekktu býlum, sem varð- skipin hafa haft samband við. Þessi tillaga fjallar sérstaklega um rannsókn á framkvæmd Landhelgisgæzlunnar á ákveðnu timabili frá 15. okt. Nú má það vel vera, að þessa tillögu mætti skilja svo, að henni væri beint að Landhelgisgæzlunni, sem venju- lega er svo kölluð, þ.e.a.s. starfs- liði Landhelgisgæzlunnar fyrst og fremst, forstjóra hennar og öðru starfsliði i landi, og svo skips- höfnum og áhöfnum flugfélag- anna. En að ég og dómsmála- ráðuneytið væri þar undanskilið vegna þess að að mér er ekki þarna sérstaklega vikið né dóms- málaráðuneytinu, og það er a.m.k. ekki i daglegu tali tiðkað að telja þessa aðila til Landhelg- isgæzlunnar. Ég hefði skilið það vel, ef menn hefðu talið, að ein- hver mistök hefðu átt sér stað hjá mér, að þeir hefðu nú viljað láta fara fram rannsókn á þvi. Hitt finnst mér dálitið köld kveðja, helzt til köld kveðja, til þessara Islands beztu löggæzlumanna, eftir að þeir hafa átt við ofurefli að etja i ár, og meira þó. Þeir hafa gengið svo vel fram, að min- um dómi, að það hefur sýnt sig, aö þar hefur verið valinn maður i hverju rúmi og komið þannig fram i starfi sinu, að ég tel og hika ekki við að halda þvi fram, að þjóðin öll standi i þakkarskuld viö þessa menn, sem hafa dag hvern og nótt lagt lif sitt i hættu og hafa getað átt von á þvi, að slys yrði á þeim hvenær sem væri. Við þessa áhættu hafa þeir og þeirra fjölskyldur mátt búa. Ég hugsa kannski, að það geri ei allir alþm. sér grein fyrir þvi, hversu erfitt þetta ár hefur verið, meðan átökin hafa staðið yfir. Það hefur lika sjálfsagt reynt talsvert á forstjóra Landhelgis- gæzlunnar. Hann hefur þurft að hafa sima við rúmið sitt bæði dag og nótt, hann hefur mátt eiga von á þvi hvenær sem er að vera vak- inn upp við váleg tiðindi. Ég hef sömu reynslu að segja. Ég hef haft sima við rúmið mitt dag og nótt og ég hef alltaf mátt eiga von á þvi að vera vakinn upp við það, að eitthvert slys hafi átt sér stað. Ég held þess vegna, að þegar þessari alvarlegu sennu, sem hef- ur staðið á íslandsmiðum s.l. ár er að ljúka með vopnahléi, þá heföi verið ástæða til þess fyrir Alþingi að senda frá sér ályktun með sérstöku þakklæti til þessara hermanna okkar, sem hafa staðið I fremstu víglinu i þessari örlaga- riku baráttu okkar. Ég held, að þá kveðju hefðu þeir skilið og metið. Ég held, að þá kveðju hefði þjóðin einnig skilið og metið. Þó að ég kunni ekki að falla undir þessa tillögu samkvæmt orðanna hljóðan, þá hef ég ekki það geð, að ég ætli að skjóta mér á bak við mina undirmenn. Ég mun reyna að bera ábyrgð á þvi, sem mér er ætlað að bera ábyrgð á, og ekki biðjast undan þvi og ekki leita skjóls með þvi, að ætla að fara að varpa á aöra einhverj- um mistökum, sem kunna að hafa átt sér stað. Þau kunna að eiga rætur sinar hjá mér, eða kunna að eiga rætur sinar hjá undirmönn- um. Hver getur ábyrgst það og hver vill segja það og fullyrða þaö, að engin mistök hafi átt sér stað i þessu efni? Mér dettur ekki i hug að gera það. Ég mun aldrei skjóta mér á bak við þá. Ég veit, að þann hugsunarhátt skilur hátt- virtur 3. þingmaður Vestf. Hanni- bal Valdimarsson. Og þess vegna tel ég auðvitað sjálfsagt, að sú rannsókn, sem hér er um að tefla, — ef fram verður látin fara, — beinist auðvitað að afskiptum dómsmálaráðuneytisins og dóms málaráðherra af þessum málum. Og að sjálfsögðu hef ég ekkert á móti þvi, þó að tillagan verði út- vlkkuð, eins og sumir þingmenn hafa verið að bera fram óskir um, og láta hana ná til ársins alls og allra þeirra atburða, sem hér hafa átt sér stað á miðunum, ef mönnum sýnist það viðeigandi að hafa þann háttinn á, að setja þessa starfsmenn Islenzka rikis- ins nú eina, en ekki aðra, undir slika sérstaka rannsókn. Það er áreiðanlega viða pottur brotinn i stjórnarkerfinu is- lenzka. Það gæti verið ástæða til þess að skipa fleiri rannsóknar- nefndir og er kannski full ástæða til þess að athuga ýmis atriði, en mér finnst það skjóta skökku við, að ætla að taka þessa fyrst, það verð ég að segja. Ég hef haft þann háttinn á, sem ég taldi eðlilegan eftir að þessar ásakanir bárust, — sérstaklega frá Vestfjörðum, — að láta rann- saka það svo vel, og á þann hátt, sem ég taldi beztan. Ég hef látið rannsaka hvað hæft væri i þess- um ásökunum og við hvað þær ÞIMGFRÉT hefðu að styðjast og það hafa ver- ið teknar skýrslur af allmörgum skipstjórum á ísafirði og Pat- reksfirði, og þær skýrslur liggja nú fyrir og verða að sjálfsögðu af- hentar nefnd, sem þetta mál fær til meðferðar. 1 þessum skýrsl- um, er ekki nafngreint eitt ein- asta varðskip. Það geta þessir skipstjórnar- menn ekki gert, en samt er það svo, aðaf þvi að landhelgisgæzlan hefur reiður á þvi, hvar skipin eru þá og þá, þá er hægt að finna það út, hvaða varðskip hafi verið stödd við Vestfirði á þessum tima. Það er ætlunin að taka skýrslu með sama hætti af varð- skipsmönnunum, — varðskips- foringjunum. Það hefur ekki ver- ið hægt enn þá, nema þá að litlu leyti, vegna þess, að þeir hafa nú verið bundnir við sin störf. Það verður þess vegna að sæta lagi, þegar þeir koma til hafnar og taka þá af þeim skýrslurnar. Þegar hæstvirt allsherjarnefnd hefur fengið þessi gögn til með- ferðar og litur yfir þau og les þau og kynnir sér þau rækilega, t.d. hver samdi það plagg, sem hátt- virtur 2. þingmaður Vestf. las hér upp áðan, kynnir sér tengslin á milli þeirra manna tveggja, sem undir það hafa skrifað og stöðu þeirra að öðru leyti, og einnig hvaða kynni hafi verið á milli a.m.k. annars þeirra og Land- helgisgæzlunnar, og allsherjar- nefndin hefur einnig kynnt sér þau gögn, sem koma frá Land- helgisgæzlunni, þá hygg ég, að henni reynist ekki erfitt að rekja þræðina og sjá söguna, sem þarna er. Landhelgisgæzlumennirnir eru okkar beztu löggæzlumenn var sagt, við eigum marga góða lög- gæzlumenn, en jafnvel beztu lög- gæzlumennirnir komast ekki hjá þvi að taka stundum á ýmsum mönnum, koma hart við þá, og það er nú svo, að þvi er ekki alltaf svarað af sérstöku vinarþeli a.m.k. fyrst i stað. Þannig að það er ekki af öllum alltaf borið jafn hlýtt hugarfar tii löggæzlumanna, sem rækja skyldu sina vægðar- laust. Þetta verðum við lika að hafa I huga, þegar þessi mál eru skoðuð. Ég ætla ekki að fara að lesa þessi plögg upp hér og ég ætla ekki að fara að hafa út af þeim neinn málflutning, vegna þess að ég tel það algeran óþarfa. Ég tel, að þau skýri sig algerlega sjálf, ef þau eru athuguð af nægilegri gaumgæfni og ég vona það, að allsherjarnefnd komist að þeirri niöurstöðu, eftir að hún hefur at- hugað þessi gögn, og þau önnur gögn, sem hún mun fá hjá Land- helgisgæzlunni, að það sé ekki nein ástæða til sérstakrar rann- sóknar á þvi, sem hér er um að ræöa. Og ekki ástæða til skipunar neinnar sérstakrar rannsóknar- nefndar. Ég vil taka það fram, að það skal ekki á skorta af hálfu dóms- málaráðherra og dómsmálaráðu- neytis að allsherjarnefnd skal fá þau gögn i hendur i þessu sam- bandi, sem hún óskar eftir. Og ég efast ekki um, að bæði starfs- mann ráðuneytisins og starfs- menn Landhelgisgæzlunnar séu þess albúnir að mæta hvenær sem er og gefa henni þær skýrslur, sem hún skyldi óska eftir. En ef háttvirt allsherjarnefnd telur sig ekki geta gengið úr skugga um, hvað rétt er i þessu efni og telur þörf á sérstakri rannsókn til þess að leiða sann- leikann hér i ljós, þá er það auð- vitað sjálfsagt, að hún geri tillögu um það og ef Alþingi meiri hluti þess er sömu skoðunar, þá er sjálfsagt, að það geri það. Ég mun ekki taka það illa upp að leggjast undir slika rannsókn og min vegna má rannsóknin ná til ársins alls og taka til þess, sem gerzt hefur hvarvetna á miðum i kringum landið. Ég tel, að ég hafi hér ekkert að fela og ég tel, að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar, jafnt for- stjóri og skipherrar, geti gengið kinnroðalaust fyrir hvern sem er, hvaða rannsóknanefnd sem er og skýrt þar frá og þurfi engu að leyna. Ef meiri hluti Alþingis hef- ur þá tortryggni i garð þessara manna eða til okkar, sem höfum farið með æðstu stjórn þessara mála, þá er það sjálfsagt, að skipa slfka rannsóknanefnd en þá vil ég bæta við, að þá vona ég, að háttvirt Alþingi verði sjálfu sér samkvæmt og skipi fleiri rann- sóknarnefndir á eftir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.