Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 7
MiAvikudagur 28. nóvember 1973. TÍMINN 7 ÁRÓÐURSFRÉTT? — bréf frá lögfræðingi B.S.A.B. til ritstjóra Herra ritstjóri. Mig langar til þess að biðja þig að birta i blaði þinu nokkuð sið- búna athugasemd, sem stafar af þvi, að ég les yfirleitt aldrei árás- ar- eða áróðursfréttir i blöðum, en i dag var mér bent á viðtal við Armann Magnússon og fleiri i Timanum laugardaginn 17. þ.m., bls. 3. Ummæli Armanns Magnússon- ar gefa efni til þess að birtur verði kafli úr neðanskráðu dómsmáli: ,,Ar 1973, miðvikudaginn 11. april, var á bæjarþingi Reykja- vikur i málinu nr. 7641/1970, Byggingasamvinnufélag atvinnu- bifreiðastjóra i Reykjavik og ná- grenni (B.S.A.B.) gegn Armanni Magnússyni kveðinn upp svo- hljóðandi dómur: I. Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 30. marz s.l., hefur Byggingarsamvinnufélag at- vinnubifreiðastjóra i Reykjavik og nágrenni höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu birtri 21. febrúar 1970 á hendur Armanni Magnússyni, bifreiðastjóra, Fellsmúla 14, Reykjavik, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 88.943.42, ásamt 1% dráttarvöxt- um fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 1. janúar 1969 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu samkvæmt taxta L.M.F.l. Niðurstaða máls þessa er þvi sú, að stefndi skuli greiða stefn- anda stefnufjárhæðiná að frá- dregnum kr. 4.863.50, sem eru vextir af ógoldnum byggingar- framlögum, sem færðir hafa ver- ið inn á viðskiptareikning stefnds. Rétt þykir að taka vaxtakröfu stefnanda til greina með 7% árs- vöxtum frá 1. janúar 1969 til greiðsludags, enda eru reikning- ar miðaðir við áramót 1968-69 og innheimtubréf hefur verið sent stefnda. Þá þykir rétt með tilliti til niðurstöðu máls þessa, að dæma stefnda til að greiða stefnanda kr. 35.000.00 i málskostnað. Þegar málflutningar stefna i málinu er athugaður, þá þykir koma i ljós, aö honum sé sérstaklega ábóta- vant. Er þar fyrst til að taka, að hann blandar saman hlutverki sinu sem trúnaðarmaður III. byggingarflokks B.S.A.B. og stöðu sinni sem stefndi i máli þessu. I öðru lagi skortir mjög á, að skýrlega sé fram sett, hverjar séu hans dómkröfur, hverjar hans gagnaöflunarkröfur og hverjar séu hans málsástæður. Þá hefur hann frá þvi er greinar gerð hans kom fram, lagt fram fleiri en eina aðiljaskýrslu með nýjum gagnaöflunarkröfum og nýjum málsútlistunum. Þá hefur hann lagt fram reikninga, sem hljóta að teljast villandi i ljósi þess, að hann hafði aðgang að bókhaldi stefnanda. Hann hefur gert ákveöið samkomulag um, að þeir trúnaðarmenn III. byggingarflokks yfirfæru reikn- inga B.S.A.B. ásamt löggiltum endurskoðanda. Þessi löggilti endurskoðandi hefur ekki verið kallaður til,frá þvi er samkomu- lagiö var gert, enþ þeir trúnaöar mennirnir dregið óhæfilega lengi að framkvæma endurskoðun sina að öðru leyti. Þá er af hans hálfu viö munnlegan flutning dregið inn I málið skjal, sem hann kallar byggingarreikning Fellsmúla 14- 22, sem á að vera yfirlit yfir byggingarkostnað Fellsmúla 14- 22. Yfirlit þetta byggir hann á kostnaðaryfirliti, sem ekki er lagt til grundvallar i málinu. Þá leið- réttir hann i yfirlitinu byggingar- reikning á þann hátt, að taka eitt ár út úr og telja það heildarkostn- að yfir ákveðinn kostnaðarlið byggingarinnar og krefjast lækkunar þess vegna, en taka ekki tillit til kostnaðar við þann byggingarlið á öðrum árum. Erfitt er að sjá, hvaða tilgangi þetta eigi að þjóna, öðrum en þeim að villa um fyrir dómstóln- um. Þegar á allt þetta er litið, verður ekki hjá þvi komizt að finna alvarlega að málatilbúnaði stefnda. Lögmenn voru Hilmar Ingimundarson hrl. fyrir stefn- anda og Kristinn Sigurjónsson hrl. fyrir stefnda. Dóm þennan kvað upp Hrafn Bragason, borgardómari, ásamt meödómendunum Guðmundi Skaftasyni, endurskoðanda og hæstaréttarlögmanni og Ragnari Ingimarssyni, dósent. Dómsorð: Stefndi Ármann Magnússon, greiði stefnanda, Byggingarsam- vinnufélagi atvinnubifreiðastjóra I Reykjavik og nágrenni (B.S.A.B.) kr. 84.079.92 með 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1969 til greiðsludags og kr. 35.000.00 i málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Hrafn Bragason, Guðmundur Skaftason, Ragnar Ingimarsson”. Mál Armanns gegn B.S.A.B. og gagnsök (nr. 79/1973) kemur fyrir Hæstarétt i janúar 1974. Þar má ætla að skorið verði endanlega úr öllum deilum á milli aðilanna. Já, — ég gleymdi að nefna það sem ætti e.t.v. ekki að þurfa — að ég sé um mál B.S.A.B. gegn Ar- manni, en fulltrúi minn, Hilmar Ingimundarson,hrl., flutti það i héraöi, sbr. framangreint endur- rit. öllum hugsanlegum kvörtun- um ber þvi að beina gegn mér persónulega út af þessu máli, þvi að eigi tjáir að deila við dómar- ann. — Og guöi sé lof að til er Hæstiréttur. Einnig veitti ég þvi athygli, að hafðar eru eftir Grétari Andrés- syni i sama viðtali meiriháttar getsakir gegn B.S.A.B. og mér. Gera má ráð fyrir, að umbj.m gæti réttar sins i hvivetna, en þyki nauðsynlegt að kæra mig vegna afskipta skrifstofu minnar af máli Grétars. Leyfi ég mér fastlega að óska þess, að ákæran og meðferð sakadóms fái skjótari afgreiðslu en mál formanns blað- stjórnar Timans á hendur hinum brezku og þýzku landhelgisþjóf- um. Ég veit aö þér er ljóst, að ekki er til þess ætlazt að starfandi lög- menn reki mál sin i blöðum. Þess vegna lét ég mér nægja að senda þér þennan stutta útdrátt úr dómi B.S.A.B. gegn Armanni Magnús- syni án frekari skýringa. Með þökk fyrir birtinguna. Þorvaldur Þórarinsson, hrl. Undirritaður vill benda á til skýringar, að tiiefni það, sem bréfritari nefnir i upphafi bréfs sins, til ritstjóra, var I Timanum, laugardaginn 17. þ.m. og hljóðar svo: „Fulltrúi 3. byggingar- flokks, Armann Magnússon, sagði blaðamanni fyrir fundinn (I ráðuneytinu), að á aðalfundi i félaginu hafi verið samþykkt reglugerð, sem bryti I bága viö samþykktir þess, en slfkar breyt- ingar má ekki gera nema með samþykki ráðuneytis. Hann sagð- ist hafa miklu meira um þetta mál allt að segja og myndi rgyna að koma þvi á framfæri siöar”. Ekki verður séð, að þessi um- mæli Armanns gefi tilefni til birtingar þessa dómsmáls, þar sem hann nefnir aðeins brot á samþykkt félagsins, en að þvi er ekkert vikið i þessu bréfi. Hallast undirritaður að þeirri skoðun, að veriö sé að gera Ármann tor- tryggilegan með þessu bréfi, svo og með bréfi stjórnar B.S.A.B., sem birt var á 3. siðu i Tímanum þ. 20. nóv. s .1., en það var fundur, sem boðað var til i félagsmála- ráðuneytinu, vegna ásakana I garð stjórnar B.S.A.B. t þessum tveimur bréfum eru skrif undirritaðs um málið nefnd áróðursskrif og einhliða frétta- flutningur, en þess bera að geta, að óskari Jónssyni fram- kvæmdastjóra B.S.A.B, var á sama hátt og Armanni Magnús- syni gefinn kostur á þvi að tjá sig um málið. Sagði hann þá, að frá sinum bæjardyrum séð væri mál- ið alls ekki fréttnæmt og vildi ekki tjá sig um það. — hs — / Aðalfundur Landssambands stangaveiðimanna: Enga útlendinga, sótthreinsun stanga AÐALFUNDUR Landssambands stangarveiðifélaga 1973 var haldinn laugardaginn 24. nóv. i f éla gs heim ili 'naðarmanna Hafnarfirði. Formaður sam- bandsins, Jón Finnsson flutti skýrslu stjórnar og varafor- maður, Hákon Jóhannsson, ræddi um Nordisk Sportfiskerunion. Við umræður kom fram, að fundar- mönnum þótti stjórnin hafa haldið vel og viturlega á málum. Fjölmargar tillögur og álykt- anir voru samþykktar og voru þessar helztar: — Áskorun til Alþingis um að afnema með öllu heimild laga til þess að leigja erlendum aðilum veiðiár og vötn. — Tilmæli til landbúnaðarráð- herra um að hert verði mjög eftirlit með þvi, að stangaveiði- menn, sem notað hafa veiðitæki sin og búnað erlendis, láti sótt- hreinsa þau áður en þau eru notuð i islenzkum ám eða vötnum. — Áskorun til landbúnaðar- nefnda Alþingis um að breytingar verði gerðar á lögum og reglu- gerð um lax og silungsveiði þannig að: — Veiðihús njóti sömu lánaað- stoðar úr stofnlánadeild land- búnaðarins og önnur hús eða tæki til rekstrar landbúnaðar. — Bygging veiðihúsa og útsetn- ing fiskræktarseiða i ár og vötn verði styrkhæf úr fiskræktunar- sjóði á sama hátt og fiskvegir, klakhús og eldisstöðvar. — Bönnuð verði öll netaveiði á iaxi i straumvötnum á timabilinu frá 20. júni til 3. júli, ennfremur öll netaveiði á laxi á ósasvæðum ótimabundið. Vikulegur friðunar- timi netaveiði á laxi i stóránum verði lengdur upp i 108 stundir. — Fundurinn skorar á land- búnaðarráðherra að nota sem fyrst heimild laga um lax og silungsveiði til að ráða sérfræðing i fiskasjúkdómum við Tilrauna- stöð háskólans i meinafræði að Keldum, til aðstoðar og ráðu- neytis fisksjúkdómanefnd. — Fundurinn skorar á Alþingi að samþykkja framkomið frum- varp til breytinga á lögum um lax og silungsveiði, þar sem af- numdar eru allar undanþágu- heimildir um laxveiði i sjó og jafnframt kveðið svo á, að hert skuli eftirlit með ýsu- og hrogn- kelsanetaveiðum og ádrætti við strendur landsins. Aug]ýsi<r i Timanum BÓK UAA FISK- VINNSLU Á fSLANDI BÓKAVERZLUN Sigfúsar Eymundssonar hefur nýlega sent fra sér bókina FISKVINNSLA A ÍSLANDI — sem hefur að geyma 7 erindi, er voru flutt i Rikisútvarpinu á vegum Rannsóknarstofnunar fiskiönaðarins i byrjun árs 1973.1 Bókinni eru erindin birt I þeirri röð, sem þau voru flutt. Þórður Þorbjarnarson fjallar um fiskiðnaðinn og rannsóknarstofnanir hans. Geir Arnesen um slat og salt- fisk. Páll Pétursson um niöur- suðu og niðurlagningu sjávar- afurða, Björn Dagbjartsson um frystingu og frysti- geymslu, Páll ólafsson um framleiöslu og notkun fiski- mjöls og lýsis, Jónas Bjarns- son um næringjargildi sjávar- afurða og Guðlaugur Hannes- son um ferlarannsóknir á freðfiski. 1 bókinni hefur erindunum ekkert verið breytt efnislega frá flutningi þeirra I útvarp, hins vegar hafa töflur verið settar, þar sem þær eiga við, og höfundar hafa tekið saman skrár yfir heimildir sinar. einnig eru nokkrar skýringa- myndir I bókinni. Bókin FISKVINNSLA A ISLANDI er 139 bls, hún er sett og prentuð i Rikisprent- smiðiunni Gutenberg en bundin i Sveinbókbandinu hf, auglýsingarstofa Torfa Jóns- sonar teiknaði kápu. Rithöfundafélag íslands heldur framhaldsaðalfund i Norræna hús- inu föstudaginn 30. þ.m. kl. 8.30. Áriðandi mál á dagskrá. Stjórnin. Nauðungaruppboð Annað og siðasta uppboð á húseigninni Eyrarvegi 31-33 með 4464 fermetra lóðar- réttindum á Selfossi, þinglesinni eign Guðmundar Hj. Ákasonar, áður auglýst i Lögbirtingarblaði 26. janúar, 2. og 7. febrúar 1973, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 29. nóvember n.k. kl. 15. Sýslumaður Árnessýslu. Umsóknarfrestur um ársdvöl erlendis á vegum nemendaskipta þjóð- kirkjunnar 1974-75 rennur út 30. desember n.k. — Mörg lönd koma til greina. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Biskupsstofunni, Klapparstig 27, Reykja- vik, simi 12445. Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. ss Sjúkraliðaskóli XTt Verður starfræktur á vegum Borgarspitalans og hefst 1. marz 1974. Námstími er 12 mánuðir. Upplýsingar gefnar og umsóknareyðublöð afhent á skrifstofu forstöðukonu, mánudaga - föstudaga frá kl. 9.00 - 16.00. Umsækjendur skulu vera fullra 18 ára og ly*:; hafa lokið lokaprófi skyldunámsins. Umsóknir skulu hafa borizt forstöðukonu spftalans fyrir 20. desember n.k. Reykjavik, 27. nóv. 1973. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar Íg« m g ■ •*ít '0 rf'! ¥- )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.