Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 28. nóvember 1973. TÍMINN 15 Hækkar olía 1. des.? FORSTJÓRAR oliufélag- anna fóru á fund verðlags- stjóra i gærmorgun og lögðu fram umsóknir þess efnis, að þeir fái að hækka oliuverð, i samræmi við hækkanir á heimsmarkaði. i umsóknun- um kemur fram, að þeir vilja að hækkunin komi til fram- kvæmda frá og með 1. desember. Verðlagsstjórinn, Kristján Gislason, sagði i gær, að af- greiðsla þessa máls gæti tek- ið nokkuð langan tima, en ef til vill væru likur til þess, að málinu yrði flýtt. önundur Asgeirsson forstj. BP, vildi ekkert um það segja upp á hvað umsóknirn- ar hljóðuðu. Hann gat þess, að það væri hverjum manni ljóst, að oliufélögin þyrftu að fá hækkun, og nefndi 65-100% i þvi sambandi. Um það, hve mikil hækkunin yrði og hvenær hún kæmi iil fram- kvæmda, væri ómögulegt að segja, að svo komnu máli. — hs — Listakona höfundur barnabókar O Verkfali veitingahúsunum er gert að inn- heimta og greiöa til hins opin- bera, og nú er 13%. (11% + 2%). Þjónar hafa með þessum hætti dregið sér 13% meira fé, en veitingamenn telja sig hafa samið um, og hafa veitingamenn orðiðaðendurgreiða til rikisins fé þaö, sem þjónar hafa meö þessum hætti dregið sér, og neitað að skila, en sú fjárhæð nemur samtals liölega 10 mill- jónum króna yfir timabilið 22/8 1972 — 31/10 1973 fyrir veitinga- húsin. Ot af ágreiningi þessum, svo og verkfalli þvi, sem þjónar hófu þann 2. april 1973, höfðaði S.V.G., mál fyrir Félagsdómi, til þess að fá skorið úr um lögmæti verk- fallsins, svo og þeim ágreiningi, sem verið haföi um framkvæmd álagningar þjóna á þjónustugjaldinu. Félagsdómur kvað upp dóm sinn um ólögmæti verkfalls þjóna þann 13. april s.l., og hófst þá vinna á ný, en um hinn þátt málsins kvað Félagsdómur upp dóm sinn þann 29. okt. s.l. og fellst dómurinn á þá skoðun veitinga- manna, að álagningarstofn þjónustugjalds til framreiðslu- manna sé verð veitinga án sölu- skatts, og söluskatt bæri að reikna af verði veitinga að við- bættu þjónustugjaldi. Mun niðurstaða Félagsdóms hafa verið kynnt á fundi i Félagi framreiðslumanna, miðviku- daginn 31. okt., og mun á þeim sama fundi hafa verið gengið frá kröfum þjóna vegna nýrra kjara- samninga, en samningar aðilja gengu úr gildi einmitt þennan dag. Bárust skrifstofu S.V.G., kröfur F.F., þann 1. nóv., s.l., en daginn eftir þann 2. nóv., boðuðu þjónar siðan verkfall, sem kom til fram- kvæmda þann 9. nóv., á hádegi. Hefir stjórn F.F., viðurkennt, að verkfallið sé boðað vegna úrslita málsins i Félagsdómi, og hafa haldið þvi á lofti sem röksemd fyrir verkfallinu, að kjör þeirra hafi með dómi Félagsdóms verið rýrð um 11.5%. Það yrði þvi að telja furðulegt siðgæði, þegar stjórn F.F., vill reyna að telja almenningi trú um það, að ólögmæt sjálftaka þjóna á fjármunum annarra, hafi verið hluti af kjörum þeirra. Ber ekki saman um launin Þá var rætt um þær kröfur, sem þjónar gera nú og telja veitingamenn ógerlegt að ganga að þeim, þar sem þær séu m.a. úr öllu samhengi við það, sem hæst þekkist með öðrum þjóðum, og telji þeir einnig, að þjónar hafi hlotið fyllilega sambærilegar launahækkanir og aðrar launa- ste'ttir i landinu á siðasta samningstimabili i gegnum verð- hækkanir á mat og áfengi á veitingahúsunum. Þá kom til tals, hver séu raun- veruleg laun þjóna, og rætt um þá fullyrðingu blaðafulltrúa þjóna, i útvarpinu s.l. laugardagskvöld, þar sem hann sagði að laun þeirra væru frá 330 til 550 þúsund króna á ári. I því sambandi hefði S.V.G. kannað launagreiðslur veitinga- húsanna á timabilinu 1.1 til 31. 10. 1973 til þeirra, sem hafa verið i fullu starfi á þessu timabili. Kom þar fram að lægstu laun á mánuði eru frá 57.000 krónum i 96.000 krónur og hæstu laun frá 107.000 krónum i rúmlega 206,000 þúsund krónur á mánuði. Hæstu meðallaun séu 149.500 krónur og þau lægstu 82.000 krónur rúmar á mánuði. Af þessum launum þurfi þjónar að greiða aðstoðarstúlkum sínum og sé það mismunandi upphæð. Hins vegar renni 15% þjónustu- gjalds slikrar aðstoðarstúlku i vasa þjónsins. 1 sambandi við vinnutimann O Gamla fólkið spyrja sig þess hér, hvort það hafi verið nokkurt vit að hleypa vatn- inu á án þess að yfirfara allt kerfið. Það er misjafnt hversu mikið kuldinn kreppir að eftir þvi hvar i þorpinu menn búa. Fólk hefur reynt aö bjargast við rafmagns- ofna, en viða hefur þetta valdið basli og bágindum, ekki sizt á elliheimilinu, sagöi Þórður. Yljuðu sér við raf- magnsofna Þessu næst hringdum viö i elli- heimilið og höfðum tál af önnu Jónsdóttur starfskonu á heimilinu.__________________ ® Vatnsafl lengra áleiðis, þar eð raforku- málastjórn Bretlands aftók að ljá máls á þessu. önnur leið væri, að Islendingar virkjuðu orku sina til framleiðslu á vetni, sem notað yrði til þess að knýja bifreiðir. Vetni er þrisvar sinnum orkumeira en bensin, miðað við þunga, og nothæft á léttustu gerð hreyfla, auk þess sem það veldur ekki mengun. öll þessi atriði eru mikilvæg. Hinu er ekki að leyna, að grunnverð á vetni verður að hækka töluvert til þess, að slik framleiðsla borgi sig til jafns við aðra sölumöguleika á raforku. Baldur taldi, að þróunar i þessa átt mætti vænta á næsta áratugi, þótt ekki gerðist hún i skyndi, og vist væri það, að tiu sinnum ódýrara væri að flytja út vetni i tankskipum en sam- svarandi orku með sæstreng. Hér væri þó ef til vill leitað langt yfir skammt, þvi að yrði framleiðsla á vetni samkeppnisfær, mætti einnig flytja það út sem ammoniak eða jafnvel fullfram- leiddan köfnunarefnisáburð. Jarðvarmi, sagði Baldur, lýtur öðrum lögmálum en vatnsorkan. Þess er ekki að vænta að nema litill hluti jarðvarrhans verði nýttur til raforkuframleiðslu, og þá helzt þar, sem ekki verður annarri nýtingu við komið. Hann verður ekki fluttur með neinum sæstreng. Útflutningur slikrar orku byggist þvi i meginatriðum á notkun hennar við varmafrekan iðnað, og var jarðvarmi fyrst notaður á þann hátt, svo að nokkuð kvæði að, við kisilgúr- vinnsluna við Mývatn. Næst verður jarðvarminn væntanlega notaður á svipaðan hátt við þang- vinnslu i Reykhólasveit. íjiðan er i undirbúningi efnavinnsla á Reykjanesskaga, þar sem orka og hráefni verða einvörðungu fengin úr jarðhitanum og fram- leitt salt, kali og kalsiumklórið. 1 framhaldi af þvi er vonast til, að kleift verði að framleiða fleiri varmafrek efni, svo sem magnesiumklórið og sóda. Loks er möguleiki á framleiðslu magnesiummálms úr magnesiumklóriði. Iðnaðurinn á Reykjanesskaga ' yrði þannig einhver orkufrekasti iðnaður, sem hugsazt getur, og slik framleiðsla á færi þeirra einna, sem hafa mikla og ódýra orku. Margt fleira hefur verið hug- leitt, sagði Baldur, með útflutn- ingsframleiðslu i krafti jarð- hitans i huga. Þar má nefna framleiðslu súráls, orkufreka vinnslu ýmissa efnasambanda úr oliu, fúkalyf, ræktun lyfjajurta i gróðurhúsum, framleiðslu lif- rænna efnasambanda með gerjun, framleiðslu mótaðra byggingarefna, fiskrækt og blómarækt, að ógleymdu þungu vatni, sem notað er við sumar gerðir úranium-kjarnorkuvera. — JH. kom fram, að hann væri frá 24 klukkustundum og allt að 44 klukkustundum á viku, þar sem þessi útreikningur hafi verið gerður, — eða hjá sjö veitinga- stöðum. — Já, þetta var viða anzi slæmt sagöi Anna. Manni skilst, að hleypt hafi verið á kerfiö, áöur en búið var aö skipta um leiðslur. A laugardaginn var mjög kalt hérna i húsunum, enda var mikill gaddur úti. Við reyndum að bjargast við rafmangsofna, bæði þá, sem viö áttum sjálf og svo fengum við ofna að láni. Mjög slæmt — mikil óánægja — Það hefur verið mikið ólag á þessu og mjög kalt viða i húsum, sagöi Elin Sveinsdóttir. Mér skilst, að alltaf séu að springa rör i gömlu lögninni. Viö höfum engan hitamæli hér á heimilinu, svo aö ég veit ekki hversu kalt var, en slæmt var það — svo mikið er vist. 1 dag er hitalaust hérna hjá okkur og á sunnudaginn var svo litill þrýstingur á vatninu, að ofnarnir hitnuðu varla eða ekki, þótt búið væri að gera viö bilunina, sem varð á laugar- daginn. Ég vinn á dvalarheimilinu að Asi og þar var ástandið slæmt og það hefur að skilja aö þetta er ekki heppilegt fyrir aldrað fólk og raunar engan, enda er mikil óánægja meðal fólks vegna þessa. Einn hreppsnefndarmannanna sagði manninum minum, að lik- lega kæmist þetta ekki i lag fyrr en eftir tvö ár, en ég vona nú, að hann hafi veriö að gera að gamni sinu, sagði Elin að lokum. Voðaleg heimkoma — Ég kom heim af sjúkrahúsi á laugardaginn og það var voðaleg heimkoma, sagði Ragnheiður Björnsdóttir. Og ekki tók betra við, þegar hitinn kom loksins, þvi að þá fór rafmagnið. Auðvitað er mikill urgur i mönnum út af þessu. Það vill til, að frostið er minna núna er veriö hefur. Hérna við hliðina á okkur er hann Kristinn Bjarnason með gróður- hús og þar fraus allt um siðustu helgi. Fimm stiga frost Það var fimm stiga frost i gróðurhúsinu hjá mér þegar kaidast var, sagði Kristinn Bjarnason. Ég held að ég hafi farið verst út úr þessu og að ástandið hafi ekki verið eins alvarlegt annars staðar. Ég er með rósaplöntur i þessu gróður- húsi, Hvert tjónið verður veit ég ekki ennþá, þvi að úr þvi fæst ekki skorið fyrr en þiönar. Hinn eru allar leiðslur fullar af klaka. Fari svo að rósirnar reynist dauðar og miðstöðin ónýt er tjóniö um 200 þús. Þetta er ófremdarásiand og það er varla hægt að vera með ræktunarbúskap hér, ef menn eiga annað eins og þetta sifellt yfir höfði sér og mörg undanfarin ár hefur ríkt mikil óánægja meðal garðyrkjubænda. Það ÞESSA dagana er að koma i bókaverzlanir ný barnabók, „Rauði fiskurinn" eftir Rúnu (Sigrúnu Guöjónsdóttur). Bókin er mjög skrautleg, prentuð i sex litum, og er vel ADALFUNDUR Landssambands isl. útvegsmanna befst kl. 14 i dag að Ilótel Ksju. en hann munu sækja nálægt 100 útvcgsmenn, viðs vegar að af landinu. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri L.l.ú. sagði i gær, að fundurinn myndi standa fram á föstudag. Aðspurður sagði hefur mörgum sinnum orðið hita- laust, ekki sizt á þeim árum, þegar dælurnar gengu fyrir raf- magni. Siðar var svo komið fyrir bensindælum til þess að bjarga málunum þegar rafmagnslaust yrði. Mér skilst, að hreppsnefndin geri það sem stendur i hennar valdi til þess að bæta úr þessu, sagði Kristinn að lokum. Kappklædd i rúminu — Þetta er vægast sagt ekki gott, sagði Barbara Björnsdóttir. Eina nóttina var svo kait hjá mér, að ég varð að sofa kappklædd til þess að halda á mér hita. Ofan á þetta bætist lika, að sums staðar liggja heitavatnsleiöslur svo nærri leiðslum með köldu vatni, að kalda vatnið hitnar, svo að ekki er hægt að þvo 40 gráðu þrott i sjálfvirkum þvottavélum. Hættu kennslu vegna kulda. — Um hádegi á mánudag var hitinn kominn niður i ellefu stig i barnaskólanum, sagði Trúmann Kristiansen skólastjóri, og þá treystumst við ekki til þess að fallin til upplestrar fyrir yngstu börnin. Sigrún er kunn fyrir bóka- skreytingar og leirmunagerð, og eins og flestir muna, vann hún samkeppni um veggskildi Þjóðhátiðarnefndar 1974. hann, að á þessum fundum yrðu oft heitar umræður, þvi að menn væru ekki á eitt sáttir um öll þau mál, sem þar væru rædd, eins og gengur og gerist. Aðalfundurinn hefst með þvi að framkvæmda- stjóri sambandsins flytur ræðu, þar sem hann reifar væntanlega helztu vandamálin, sem sjávar- útvegurinn á við að striða. —lis — halda börnunum lengur i skól- anum heldur sendum þau heim. A þriðjudaginn var lika kalt, en núna er að hitna, svo að líklega getum við farið að kenna aftur. Barnaskólinn er tengdur við gamla gufukerfið og þetta er i annað sinn i vetur, sem við verðum að hætta kennslu vegna kulda. Likiega kemst þetta ekki i lag fyrr en á næsta ári. Timabundnir örðug- leikar Þá höfðum viö tala f Ölafi Steinssyni oddvita. — Það er rétt að á fimmtu- daginn bilaði skilja, vegna þess að krafturinn á holunum er svo mikill, að vatnið át sig blátt ál'ram i gegn, en það var gert viö þetta samdægurs. Það er verið að leggja nýja hitaveitu i þorpið og að þvi verki loknu fá menn sjálfrennandi vatn heim i hús. Fyrir er i þorpinu gamalt tvöfalt hitaveitukerfi og skilyröin eru lakari, þar sem hún er. A næsta hausti á framkvæmdum við nýju hitaveituna að vera lokiö og þá á allt að vera komið i gott horf. —HHJ Aðalfundur útvegsmanna Góðfúslega endurnýið fyrir helgina. Dregið í8. fl. Kl. 5.30ámánudag. Happdrœtti DAS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.