Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 28. nóvember 1973.
TÍMINN
13
Umsjón og ábyrgð: Samband ungra framsóknarmanna.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: Ólafur Ragnar
Grimsson, Pétur Einarsson.
Greinin sem hér birtist, var skrifuð fyrir hálfum mánuði. Höfundur vildi
birta hana i hinum almenna hluta Timans, þ.e. ekki á SUF-siðunni. Hann
óskaði þess við Þórarin Þórarinsson, ritstjóra, að greinin yrði birt.
Þórarinn vildi ekki samþykkja það og visaði greininni til blaðstjórnar.
Meirihluti blaðstjórnar ákvað að banna birtingu greinarinnar.
Þar eð SUF ræður sjálft efni á siðu sinni, en ekki blaðastjórn, var brugðið
á það ráð að birta greinina á SUF-síðunni. Um leið og greinin birtist hér
vill höfundur koma á framfæri þökkum til minnihluta blaðstjórnar, sem
vildi birta greinina. Þann minnihluta skipuðu Eysteinn Jónsson, Friðgeir
Björnsson og Þorsteinn Ólafsson. Saga Framsóknarflokksins mun geyma
nöfn þeirra sem talsmanna skoðanafrelsis og ritfrelsis innan flokksins á
þvi herrans ári 197;}.
Fyrir tæpum tveimur árum var
þaö rikjandi skoðun meðal fram-
sóknarfólks, að Timinn stæði op-
inn öllum flokksmönnum jafnt.
Stjórnendur blaðsins störfuðu i
þeim anda, að málgagn flokks
þyrfti að gæta jafnvægis gagn-
vart öllum aðilum i flokknum.
Fátt er stjórnmálaflokki hættu-
legra, en sú þróun, að málgagn
hans verði aðeins tæki fámenns
hóps, sem notar málgagnið i eigin
valdabaráttu innan flokks og ut-
an. t islenskum stjórnmálum
er málgagnið eitt helsta samein-
ingartákn flokksmanna. Boðið er
heim hættu sundurlyndis og
sundrungar, þegar sliku samein-
ingartákni er beitt miskunnarlitið
i baráttu um völd og málefni inn-
an flokks. Þótt hart kunni að vera
barist á ýmsum vigstöðvum i
flokki, mega stjórnendur flokks-
málgagnsins ekki falla i þá
freistni að beita málgagninu fyrir
vagn eigin hagsmuna. Slikt er
brot á trúnaði við flokksmenn og
háttur liti lsigldra. Málgagn
flokks verður öðru fremur að
gæta þess jafnvægis, sem rikja
verður i stórum stjórnmálaflokki,
annars er voðinn vis.
Sé litið um öxl blasir við, að
stjórnendur Timans skildu fyrr-
um þá ábyrgð, sem þeim var fal-
in. Þeir ræktu störf sin þannig. að
flokksmenn allir báru til þeirra
traust. Á siðustu tveimur árum
hefurorðið breyting á stjórn Tim-
ans. Framkvæmdastjóri blaðsins
og tveir ritstjórar létu af störfum.
Þeir höfðu allir getið sér gott orð
meðal flokksmanna. Timanum
vegnaði vel i þeirra höndum. 1
stað þeirra komu nýir herrar og
þeim fylgdu nýir siðir. Hinir nýju
stjórnendur hafa mótað Timann
um nokkuð skeið. Störf þeirra
hafa smátt og smátt leitt til þess,
að stór hópur flokksmanna,
trúnaðarmenn flokksins um allt
land, velta þvi nú fyrir sér i fullri
alvöru hvort Timinn sé nú i raun
málgagn flokksmanna allra. Hin-
ir nýju stjórnendur virðast beita
Timanum i æ rikara mæli til þess
að skerða hlut þeirra aðila innan
flokksins, sem stjórnendur Tim-
ans álita andstæðinga sina. Sú
spurning hefur því vaknað, hvort
Timinn sé nú i reynd málgagn
allra framsóknarmanna. Hvort
hann sé aðeins málgagn ákveðins
valdahóps innan flokksins? Til að
réttlæta slika spurningu skulu hér
rakin 22 dæmi um samskipti mál-
gagnsins og ýmissa aðila innan
flokksins á siðustu mánuðum.
1) Neitað að birta byggðastefnu
SUF
Á siðastliðnum vetri var mótuð
á vegum SUF itarleg byggða-
stefna, sem siðan hefur vakið al-
þjóðarathygli. Þegar stjórn SUF
hafði gengið frá byggðastefnunni
ákvað hún, eins og eðlilegt var, að
birta hana i Timanum. Byggða-
stefnan var hins vegar þannig úr
garði gerð, að fjórar siður þurfti
til að birta hana i heild. Stjórn
SUF taldi, að slikt ætti þó ekki að
valda neinum erfiðleikum, þar
eð SUF hefði oft á undanförnum
árum fengið fjórar siður i blað-
inu, þegar sérstaklega stóð á og
efni frá SUF þurfti að birta á
þann hátt. Stjórnendur blaðsins
höfðu ætið tekið slikum beiðnum
með velvild og skilningi. Þegar
þess var óskað i janúar sl. að fá
að birta byggðastefnuna, brást
ábyrgðamaður blaðsins, Þórar-
inn Þórarinsson, ritstjóri, þannig
við, aðhann sagðist ekki geta tek-
ið ákvörðun um slikt, heldur yrði
SUF að fara með beiðni sina til
hins nýja framkvæmdastjóra
Timans, Kristins Finnbogasonar.
Um þessar mundir stóð nýi fram-
kvæmdastjórinn fyrir mikilli
stækkun á blaðinu. Hefði mátt
ætla, að nú yrði jafnvel auðfengn-
ara en áður að fá fjórar siður fyr-
irefni af þessu tagi. Byggðastefn-
an væri þó alltént eitt af grund-
vallaratriðunum i tilveru Fram-
sóknarflokksins. Reyndin varö þó
önnur. Nýi framkvæmdastjórinn
neitaði algjörlega að birta
byggðastefnu SUF. Hann bar þvi
við, að þrátt fyrir stækkunina
hefði Timinn ekki efni á þvi að
leggja fjórar siður undir byggða-
stefnu. Fjórar siður voru þó að-
eins fáein prósent af vikustærð
blaðsins. Málgagni flokksins,
Timanum, var þvi lokað fyrir
byggðastefnu SUF. Nú var úr
vöndu að ráða. Sem betur fer var
til litið landsbyggðarblað, Þjóð-
óifur á Suðurlandi, sem bauðst til
að birta byggðastefnuna. Þannig
gat SUF komið stefnu sinni á
framfæri, þótt Timanum hefði
verið lokað.
2) Dregið i tvo mánuði að ákveöa
rétt SUF
Stjórn SUF vildi ekki sætta sig
við neitun framkvæmdastjórans.
Hún skrifaði blaðstjórn Timans
og óskaði eftir þvi, að ákveðinn
yrði réttur SUF i Timanum : SUF
fengi heimild til að hafa ákveðinn
fjölda af siðum i blaðinu. Blað-
stjórnin vfsaði þessari málaleitan
til undirnefndar þriggja blað-
stjórnarmanna til ákvöröunar.
Að lokum visaði sú nefnd málinu
til ákvörðunar framkvæmda-
stjórans og eins þeirra blað-
stjórnarmanna, sem sátu i nefnd-
inni. Tókst með þeim samkomu-
lag sama dag og siðasti mið-
stjórnarfundur flokksins hófst.
Þá hafði afgreiðsla málsins tekið
rétt um þrjá mánuði. Skemmri
tima hafði þó oft tekið að afgreiða
ýmis mál blaðsins.
3) Fyrsta samkomulag um rétt
SUF brotið
Samkomulagið, sem gert var
að morgni miðstjórnarfundarins
um fjölda þeirra siðna, sem SUF
ætti rétt á og hvenær þær mættu
birtast, reyndist þvi miður
skammgóður vermir. Þegar
stjórn SUF ætlaði að birta SUF-
siðuna i samræmi við þetta sam-
komulag kom fljótlega i ljós, að
við það var ekki staðið. Fram-
kvæmdastjóri blaðsins kom sér
hjá þvi að standa við það sam-
komulag, sem við hann hafði ver-
ið gert. Réttur SUF hékk þvi
áfram i jafnlausu lofti og áður.
Það skal tekið fram, að ekki voru
vitni að gerð samkomuiagsins og
um það stendur staðhæfing gegn
staðhæfingu, staðhæfing fram-
kvæmdastjórans gegn staðhæf-
ingu Friðgeirs Björnssonar, lög-
fræðings, sem gerði samkomu-
lagið við framkvæmdastjórann.
4) Gert nvtt samkomulag um rétt
SUF
Stjórn SUF vildi ekki una slik-
um kostum og beitti sér fyrir þvi,
að enn á ný var gengið fyrir fram-
kvæmdastjórann. Beiðni SUF um
ákveðinn rétt i blaðinu yrði að fá
viðhlitandi meðferð, enda hafði
dregist i marga mánuði að fá úr-
slit i þvi máli. Sá framkvæmda-
hraði, sem einkenndi ýmsa aðra
þætti i starfsemi Timans náði
greinilega ekki til erinda SUF.
Nýtt samkomulag var gert við
framkvæmdastjórann seinnipart-
inn i júni s.l.. t þvi samkomulagi
var ákveðið hve margar siður
SUF gæti fengið og hvenær þær
Vegna lengdar
greinarinnar, sem
hér birtist, og þess
skammtaða rúms,
sem SUF hefur i
blaðinu, fellur rit-
stjórnargrein
SUF-siðunnar niður
að þessu sinni.
gætu birst. Hefði SUF fengið að
njóta þessa samkomulags hefði
mátt sæmilega við það una. En
það kom fljótlega i ljós, að enn á
ný reyndist samkomulagið
skammgóður vermir.
5) SUF-siðan stöðvuð
Skömmu eftir að þetta sam-
komulag var gert var ákveðið að
birta á SUF-siðunni fréttir af af-
mælisriti SUF, sem þá hafði ný-
lega komið út. Átti að birtast á
siðunni lýsing á afmælisritinu og
kaflar úr tveimur greinum þess.
Þegar SUF-siöan með þessu efni
lá tilbúin á skrifstofum blaðsins,
kom Ólafur Jóhannesson, for-
maður flokksins, sem einnig er
formaður blaðstjórnar, skyndi-
lega til sögunnar og skipaði rit-
stjórum að stöðva birtingu SUF-
siöna um óákveðinn tima. Bannið
á birtingu SUF-siðnanna stæði
þar til blaðstjórn hefði tekið af-
stöðu til tillagna formannsins um
framtiðarskipan þessara mála.
(>) Blaðstjórn setur SUF úrslita-
kosti
Þegar blaðstjórn var loksins
kölluð saman til fundar bar Ólaf-
ur Jóhannesson, formaður henn-
ar, fram tillögu um, að SUF
skyldi setja ákveðna ritstjóra og
ábyrgðarmenn fyrir SUF-siðunni.
Stjórn SUF gæti þó ekki sjálf ráð-
ið þessum ritstjórum og
ábyrgðarmönnum, heldur skyldi
blaðstjórnin þurfa að samþykkja
hverjir það væru. Eftir umræður i
blaðstjórninni var fellt með jöfn-
um atkvæðum að blaöstjórnin
skyldi þurfa að samþykkja rit-
stjóra SUh"-siðunnar, en hinn
hluti tillögunnar var samþykktur.
Hann fól i sér, að ritstjórar Tim-
ans skyldu hafa eftirlit með efni
þvi, sem birtist á SUF-siðunni.
7) Kitskoðun mótmælt
Þegar st jórn SUF bárust þessar
ákvarðanir blaðstjórnar, ákvað
hún að verða við þeim tilmælum,
að tilgreina sérstaka ritstjóra og
ábyrgðarmenn aö siðunni, en áð-
ur hafði hún verið gefin út á
ábyrgð stjórnar SUF. Jafnframt
var tilkynnt, að SUF myndi ekki
sætta sig við ritskoðun á siðu, sem
væri undir stjórn sérstaks rit-
stjóra og ábyrgðarmanna, sem
SUF hefði tilgreint.
8) SUF-siðan stöðvuð iiðru sinni
Þegar Ólafi Jóhannessyni bár-
ust mótmæli SUF gegn rit-
skoðunarsamþykkt blaðstjórnar
ákvað hann að stöðva enn birt-
ingu SUF-siðna i Timanum.
Fréttir af afmælisriti SUF urðu
þvi aftur að biða birtingar nokkra
hrið. ólafur Jóhannesson hafði
ákveðið að taka málið upp að nýju
i blaðstjórn.
9) Akviirðun blaðstjórnar
Þegar blaðstjórn var kölluð
saman á nýjan leik, bar formaður
upp tillögu, sem fól i sér, að i stað
ritskoðunar á SUF-siðunni var
ritstjórum blaðsins falið nýtt
verkefni. SUF skyldi sjálft bera
ábyrgð á sinni siðu. Hins vegar
skyldu ritstjórar blaðsins sjá um,
að vikulega birtist i blaðinu nýr
dálkur, sem helgaður væri efni
frá þeim ungu mönnum, sem nytu
sérstakrar náðar flokksforyst-
unnar. Dálkurinn skyldi bera
heitið „Raddir ungra fram-
sóknarmanna”. Hann hefur nú
birst nokkrum sinnum, en „fram-
sókn” hefur verið tekin burt úr
vörumerkinu.
1(1) Kréttatilkynning formanns
KUF fæst ekki birt I hcild
Þegar barátta SUF' fyrir rétti
sinum i blaðinu virtist hafa skilað
nokkrum árangri, skeðu þeir at-
burðir i FUF i Reykjavik, sem
varpað hafa nýju Ijósi á það,
hvernig Timanum er beitt fyrir
hagsmunavagn ákveðinna aðila i
flokknum. Eins og kunnugt er
lauk aðalfundi FUF i Reykjavik
þannig, að um 150 menn gengu af
aðalfundinum eftir að skýrt hafði
komið i ljós, að meirihluti fráfar-
andi stjórnar hafi haft margvis-
leg lögbrot i frammi við undir-
búning og Iramkvæmd aðal-
fundarins. Tvær stjórnir voru
kjörnar. Stjórn sú, sem kjörin var
af þeim, sem af aðallundinum
gengu, kærði margvisleg lögbrot
og misferli til formanns flokksins
og stjórnar SUF. Skulu þau mál
ekki rakin nánar hér. Hitt er aftur
á móli athyglisvert, að þegar sú
stjórn sendi frá sér fréttatilkynn-
ingu um atburðina fékkst hún
ekki birt i heild i Timanum og var
hún þó aðeins tvær vélritaðar sið-
ur að stærð. Á sama tima reyndist
þó vera nóg rúm i Timanum fyrir
hina stjórnina.
11) Kitstjórar taka afstöðu i KUK
deilum
Aðalfundi FUF i Reykjavik
lyktaði með kærum um lögbrot og
margvislegl misferli og tvær
stjórnir voru kosnar. Þótt báðar
geri tilkall til lorræðis i félaginu,
ákváðu ritstjórar Timans aö taka
skýra og greinilega afstöðu með
annarri stjórninni, hampa mál-
flulningi hennar á ýmsa vegu, en
meina hinni stjórninni um aðgang
að blaðinu. Tómas Karlsson, rit-
stjóri, skrifaði itarlega frétt og
hafði langt viðtal við Ómar
Kristjánsson, sem aö mestu leyti
einkenndist af árásum á stjórn
Baldurs Kristjánssonar. A sama
ttma var fréttatilkynning stjórn-
ar Baldurs skorin niður á fáeina
dálksentimetra.
12) Neitað að birta grein Baldurs
Kristjánssonar
Til að leiðrétta missagnir i frétt
Tómasar Karlssonar, ritstjóra,
og svara árásum ómars
Kristjánssonar, sem birst höfðu
með þe;rri frétt, skrifaði Baldur
Kristjánsson grein og óskaði þess
við Þórarin Þórarinsson, að hún
yrði birt i blaöinu. Þórarinn taldi
ýmis vandkvæði á þvi að birta
greinina, m.a. væri ekkert rúm i
blaðinu, hvorki i laugardagsblaði
né sunnudagsblaði. Baldri
Kristjánssyni var þvi i fyrstu
neitað um birtingu á greininni.
En viti menn! t Timanum reynd-
ist þó þrátt fyrir allt vera rúm, en
aðeins fyrir efni að vissu tagi. 1
sunnudagsblaðinu birtist tveggja
siðna árás Alfreðs Þorsteinssonar
á Baldur Kristjánsson. Þótt ekki
væri rúm fyrir grein Baldurs
Kristjánssonar i Timanum stóð
Timinn opinn árásum á hann.
13) Grein Alfreðs Þorsteinssonai
Arásargrein Alfreðs Þorsteins-
sonar á Baldur Kristjánsson er
athyglisverð fyrir margra hluta
Framhald á bls. 19
Ólafur Ragnar Grímsson:
Málgagn hverra?
Blaðstjórn Tímans bannaði þessa grein
með fjórum atkvæðum gegn þremur
O