Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 20
Auglýsingosími
Tímans er
fyrir góöan mat
^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS
Orkuskorturinn í heiminum hvarvetna á dagskrd:
93% virkjanlegs vatnsafls og
varmaorku á íslandi ónytjuð
Margar leiðir til hagkvæmrar nýtingar á þessum
orkuauði, segir Baldur Líndal efnaverkfræðingur
„FRAMLEIÐSLUVERD á
raforku i stórum virkjunum hefur
vcrið lágt hér á landi. Sama er að
serja um jarövarmann, sem
getur kostað litið brot af þvi, sem
samsvarar varmaverði almennt.
Útlfutningsmöguleikar islend-
ingar á orku eru greinilega svo
miklar, að þcirra getur gætt i
orkubúskap nágrannalandanna”.
Þannig komst Baldur Lindal
efnaverkfræðingur að orði i
fyrirlestri, sem hann flutti nýlega
á fundi i félagi þýzklærðra manna
hérlendis.
I upphafi lýsti hann, hvernig nú
væri komið orkubúskap heimsins.
Að undanförnu hefur framleiðsla
tvöfaldazt á hverjum áratug og
jarðolia og gas hafa á þessum
tima veriö langmikilvægustu
orkulindirnar. Aukningin hefur
verið langt umfram fjölgun
mannkyns og austur úr þessum
orkulindum svo hemjulaus , að
þær fá ekki staðizt hann. Um
þetta efni vitnaði hann til álits
viðurkenndra visindamanna er-
lendis. Þótt stutt sé siðan farið
var að nota kol og oliu, blasir nú
viö, að þessi jaröefni eru að
ganga til þurrðar, sagði hann.
Viðurkenndir útreikn. gefa til
kynna, aö 90% jarðolia af banda-
riskum uppruna verður uppurin
árið 2000. Alþjóðleg olia fæst ekki
eftir árið 2025, þegar sam-
svarandi hjöðnun birgða hefur átt
sér stað annars staðar. Að þess-
um áratugum liðnum, og senni-
lega mun fyrr, verður olia orðin
svo dýr sem hráefni við ýmiss
konar efnaframleiðslu, að henni
verður ekki lengur brennt vegna
orku sinnar. Náttúrlegt gas mun
ekki endast lengur en olia.
Framundan er þvi sivaxandi
skortur og hækkandi verð á oliu i
heiminum.
Af kolum er talsvert meira til,
og notkun þeirra mun ekki ná
t gær árituöu Guðrún A. Simonar og Gunnar M. Magnúss ævisögu söngkonunnar i tveim bókabúðum í
Reykjavik, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Mals og menningar. Pennarnir voru
oftast á lofti á meðan þau stóðu við f þessum búðum, og voru bækur áritaðar af kappi, jafnóðum og þær
seldust. Guðrún segist hafa sett sér það mark að standa jafnfætis Ragnheiði Brynjólfsdóttur I jólasöl-
unni. Að sögn framkvæmdastjóra Bókaverzlunar S.E. hafa þegar selzt 200 eintök af bókinni, en hún
kom fyrir tæpri viku. A föstudaginn verða þau Guðrún og Gunnar i sömu verziunum og árita, kl. 2-3 i
þeirri fyrrnefndu, kl. 3,30 til 5i þeirri siðarnefndu. (Timamynd: Gunnar).
Smygl
í Seld
— 389 flöskur og
27 þús. vindlingar
Tollverðir fundu i gær i m/s
Selá 389 flöskur af áfengi og 27.400
vindlinga, sem smygla átti til
landsins. Varningur þessi var fal-
inn bak við falskan vegg i
geymslu undir stýrishúsi. Meiri-
hluti áfengisins, eða 372 flöskur,
var 75 % vodka.
Eigendur smyglvarningsins
reyndust vera einn stýrimanna
skipsins, tveir vélstjórar, mat-
sveinn, bátsmaður og tveir
hásetar.
hámarki fyrr en á 22. öld. Oliu má
að visu vinna úr kolum, en slik
olia yrði óhjákvæmilega miklu
dýrari en olia er nú. Úranium til
kjarnorkuframleiðslu mun
endast eina öld með þeirri tækni,
sem nú er beitt, en með full-
komnun atómorkuvera má gera
ráð fyrir tifaldri endingu
úraniums. En þær birgðir af
úranium, sem við vitum nú
sannanlega um, munu ekki
endast nema til aldamóta, þannig
að ný og auðug úraniumlög og
fullkomnari tækni verður að
koma til, ef atómorkustöðvarnar
eiga ekki að dragast saman fyrir
aldamót. Beizlun sólarljóss og
annað fleira, sem til greina getur
komið til orkumiðlunar, verður
sennilega mun óhagkvæmara en
það, sem á undan er farið.
Baldur Lindal sagði, að vatns-
afl , sem virkjanlegt væri á
tslandi, næmi 35 milljörðum kiló-
vattstunda á ári. Af þessu hefði
nú verið virkjuð um 7%,Virkjan-
legur jarðvarmi er talinn svip-
aður að orku, og álika mikið hefur
verið virkjað af honum. „Við
vitum”, sagði Baldur ,,að við
islendingar höfum ekki þörf fyrir
nema litinn hluta þessarar
heildarorku vatnsafls og jarðhita,
til almennra nota á næsta aldar-
fjórðungi, svo að við ættum að
geta miðlað öðrum á einhvern
hátt”.
Hann ræddi siðan um, hvernig
við gætum hagnýtt vatnsaflið, og
minnti á að álframleiðsla, málm-
blendiiðnaður og fleira væri ekki
annað en útflutningur raforku. En
margt annað kæmi til greina, og
gat fyrst um beinan útflutning
raforku frá tslandi með sæstreng.
Gerð var fyrir tuttugu árum
áætlun um slikan sæstreng til
Skotlands, sjö hundrujð kilómetra
langan, og kom i ljós að slikur
orkuflutningur er framkvæman-
legur tæknilega og gæti skilað
hagnaði. En málið komst ekki
Framhald á bls. 15.
straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg-
um mynztrum og litum.
Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj-
um sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og
lifgið upp á litina í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Innflutningsdeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080