Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 28. nóvember 1973. TÍMINN 19 @ Wrnmm sakir. Greinin birtist á sama tima og Baldri Kristjánssyni er neitað um aðgang að blaðinu. Greinin er brot á þeirri reglu blaðstjórnar, sem gerð var i september s.l., að ekki eigi að birtast ómálefnaleg skrif um framsóknarmenn á síð- um Tfmans, þar eð greinin er ein- stakt samansafn af ósannindum og óhróðri um ungan mann, sem hefur getið sér gott orð i flokks- starfi. Þrátt fyrir samþykkt rit- stjóranna um, að engar greinar um stjórnmálaleg efni utan leiðarar eigi að birtast i sunnu- dagsblöðum Timans nema hinar föstu greinar, Menn og málefni, beitti Tómas Karlsson, ritstjóri, sér samt fyrir þvi, að árásargrein Alfreðs fengi tvær siður i sunnu- dagsblaði. Þessari reglu um bann á pólitísku efni i sunnudagsblaði hefur verið stranglega framfylgt, þegar SUF hefur óskað eftir þvi að fá siðu sina birta i sunnudags- blaði. En þegar þarf að koma á framfæri árásum á Baldur Kristjánsson og nokkra af for- ystumönnum SUF, þá er ekki hik- að við að brjóta regluna. Starfs- reglur Timans gilda greinilega ekki um þá, sem eru undir pils- faldi þeirra, sem stjórna blaðinu. 14) Grein Baldurs Kristjánssonar birt með athugasemdum Þegar grein Alfreðs Þorsteins- sonar hafði birst i sunnudags- blaðinu sá Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, sem áður hafði stáðið i vegi fyrir birtingu á grein Bald- urs Kristjánssonar, að það var ill- mögulegt að meina honum lengur að birta greinina, enda var hinn ritstjóri Timans, Tómas Karls- son, tvisvar sinnum búinn að beita sér fyrir birtingu á sérstöku árásarefni um Baldur Kristjáns- son. Þótt Baldur Kristjánsson fengi nú loks inni gátu rit- stjórarnir ekki setið á sér. Þeir birtu aftan við greinina athuga- semd, þar sem réttur Baldurs Kristjánssonar til að bera for- mannstitil i FUF var dreginn i efa. Ritstjórarnir höfðu þvi enn einu sinni tekið afstöðu með öðr- um deiluaðilanum. 15) ölafur Jóhannesson brýtur samkomulagið við SUF Það samkomulag, sem SUF hafði gert við framkvæmdastjóra Timans um fjölda siðna i blaðinu, reyndist skammgóður vermir. Samkvæmt samkomulaginu átti SUF að eiga rétt á tveimur siðum I viku. Þegar SUF ætlaði fyrir tveimur vikum að hagnýta sér þennan rétt, var tilkynnt, að for- maður blaðstjórnar, Ólafur Jó- hannesson, hefði upp á eigin spýt- ur ákveðið, að SUF fengi aðeins eina siðu i viku. Framkvæmda- stjóri blaðsins taldi sig verða að hlýta þeim úrskurði. Enn á ný var þvi búið að brjóta samkomulag, sem SUF hafði gert i góðri trú, og það af sjálfum formanni blað- stjórnar, Ólafi Jóhannessyni. A meðan SUF býr við þrengri og þrengri kost i blaðinu eru siður þess fylltar af efni, sem virðist sótt til danskra heimilisblaða á borð við ,,,Hjemmet” og „Fámilie Journal”. Vonandi verður þetta danska fóður Fram- sóknarflokknum til framdráttar. 16) Tómas Karlsson ræðst i leið- ara á Möðruvallahreyfinguna Fyrir tveimur vikum skrifaði Tómas Karlsson leiðara, sem vakið hefur athygli alþjóðar. t leiðaranum birtir hann kafla úr bréfi, sem sent hafði verið tæp- lega 300 trúnaðarmönnum Fram- sóknarflokksins. Fullyrti Tómas i leiðaranum, að bréfinu hefði ver- ið dreift i þúsundum eintaka um allt land. Nafngreindi hann siðan forystumenn Möðruvallahreyf- ingarinnar og varaði alla flokks- menn við eftirtöldum mönnum: Arnóri Karlssyni, Kristjáni Ingólfssyni, Magnúsi Gislasyni, Eyjólfi Eysteinssyni, Friðgeiri Björnssyni, Hákoni Hákonarsyni, Eliasi S. Jónssyni og Ólafi Ragn- ari Grimssyni. Allir þessir menn hafa ýmist i sinni heimabyggð eða á flokksþingi verið kjörnir i trúnaðarstöður innan Fram- sóknarflokksins. Striösleiðari Tómasar Karlssonar verður varla skilinn á annan veg en sem óbein tilkynning um, að æskileg- ast væri að reka hina nafngreindu menn úr Framsóknarflokknum, enda hefur fjöldi manna skilið leiðarann á þann hátt, Leiðari Timans hafði þannig verið notað- ur til einhverra ósvifnustu árása á samflokksmenn, sem um getur i sögu leiðaraskrifa á tslandi á sið- ari árum. 17) Neitað að birta fréttatilkynn- ingu Möðruvallahreyfingarinnar Þegar Tómas Karlsson hafði i leiðara ráðist á Möðruvallahreyf- inguna, m .a. með þvi að slita einn kafla úr stefnuávarpi hreyfingar- innar út úr samhengi, taldi fram- kvæmdanefnd hreyfingarinnar rétt að gefa út fréttatilkynningu til að skýra sina afstöðú. Þessi fréttatilkynning var send dag- blöðunum og gerðu sum henni góð skil. Fréttatilkynningin fékkst hins vegar ekki birt i Timanum. Þórarinn Þórarinsson tjáði tals- manni Möðruvallahreyfingarinn- ar, að ritstjórarnir vildu ekki birta fréttatilkynninguna og hefðu visað henni til formanns blaðstjórnar, Ólafs Jóhannesson- ar. 18) Neitað að birta stefnuávarp Möðruvallahreyfingarinnar Til að gefa öllu framsóknarfólki kost á þvi að mynda sér sjálfstæð- ar skoðanir á Möðruvalla- hreyfingunni og réttmæti árása Tómasar Karlssonar i leiðara Timans, taldi framkvæmdanefnd hreyfingarinnar rétt að birta stefnuávarpið i heild i Timanum. Þá gætu allir séð, hvað hér var á ferðinni. En ritstjórar Timans vildu ekki leyfa framsóknarfólki að kynna sér málin á þennan hátt. Þeir vildu sjálfir fá að segja flokksmönnum fyrir verkum, til- kynna hvaða skoðanir flokks- menn ættu að hafa, hvaða menn væru góðir, hvaða menn væru vondir. Þeir neituðu þvi að birta stefnuávarp Möðruvalla- hreyfingarinnar i heild og visuðu þvi máli einnig til Ólafs Jó- hannessonar. 19) Lýst yfir i leiðara, að Þórar- inn Þórarinsson og Ólafur Jó- hanncsson styðji árásir Tómasar Karlssonar á Möðruvalla- hreyfinguna. Á sama tima og neitað var að birta bæði fréttatilkynningu og stefnuávarp Möðruvalla- hreyfingarinnar var þó talið sjálfsagt að halda áfram i leiður- um Timans árásum á hreyfing- una. Tómas Karlsson skrifaði nýjan árásarleiðara og birtist i honum tilkynning um, að formað- ur þingflokksins, Þórarinn Þórarinsson og formaður flokks- ins, ólafur Jóhannesson, væru samþykkir slikum árásum á Möðruvallahreyfinguna. I þess- um leiðara var haldið áfram að vara flokksmenn við forystu- mönnum hreyfingarinnar. For- maður flokksins og formaður þingflokksins hafa þvi ásamt Tómasi Karlssyni stimplað i leið- ara Timans stóran hluta miö- stjórnar flokksins hættulegan flokknum. Málgagn flokksins er þannig notað beinlinis til árása á fjölda trúnaðarmanna flokksins um land allt. 20) Blaðstjórn ekki kölluð saman Þegar þessi grein er skrifuð, eru liðnar tvær vikur siðan neitað var að birta fréttatilkynningu og stefnuávarp Möðruvalla- hreyfingarinnar. Liðnar eru þrjár vikur siðan ólafur Jóhannesson, upp á sitt eindæmi, rauf það sam- komulag, sem gerthafði verið um fjölda SUF-siðna i Timanum. Ekkert bólar þó á þvi, að þeir sem þessar ákvarðanir hafa tekið, telji nauðsynlegt, að kveðja blaö- stjórn saman til að staðfesta ákvarðanirnar. Blaðstjórnin er þó sá aðili, sem flokksmenn hafa kosið til að fara með vald af þessu tagi. 21) Illgresi-leiöarinn Þótt ekki sé talið nauðsynlegt að kalla blaðstjórn saman, mega árásir á ýmsa trúnaðarmenn flokksins ekki biða. Tómas Karls- son skrifaði með aðstoð Hannesar Jónssonar, blaðafulltrúa og trúnaðarmanns forsætisráð- herra, nýjan striðsleiðara. I leiðaranum var lýst yfir, að innan Framsóknarflokksins væri ill- gresi, sem þyrfti að rifa upp frá rótum. Greinilega var hér átt við forystumenn Möðruvalla- hreyfingarinnar og forystumenn SUF. t þessum leiðara var gengið skrefi lengra en i hinum fyrri. Nú var um fjórðungur kjörinnar mið- stjórnar Framsóknarflokksins og fjölmargir trúnaðarmenn flokks- ins um allt land kallaðir illgresi. Björgunar-og sjó- slysasaga Islands — fimmta bindi komið út Slika menn yrði að reita burt eins og arfa. Þessi illgresis-leiðari hefur vakið mikla athygli. Hann hefur af mörgum verið talinn óbein dagskipun um brottrekstur. 22) Andrés Kristjánsson rekinn Fyrir rúmri viku skrifaði Andrés Kristjánsson mjög hóg- væra og málefnalega grein um Möðruvallahreyfinguna i Sunnu- dagsblað Timans. Andrés hafði tekið að sér að ritstýra Sunnu- dagsblaðinu til 1. desember. Dag- inn eftir að greinin um Möðru- vallahreyfinguna birtist var Andrési tilkynnt að störfum hans væri þar með lokiö. Um leið og honum var umsvifalaust visað frá var látinn i Ijós sá úrskurður, að slikar greinar ættu ekki að birt- ast. Brottrekstur manns, sem um áraraðir hefur helgað Timanum krafta sina og á sæti i miðstjórn flokksins og nýtur mikils álits um allt land, sýnir glögglega hvers eðlis siðir hinna nýju herra Tim- ans eru i raun og veru. Lokaorð Þau 22 dæmi, sem rakin hafa verið hér að framan, sýna greini- lega, að það er kominn timi til þess, að allt framsóknarfólk velti þvi fyrir sér i mikilli alvöru, hvernig komið sé fyrir málgagni flokksins. Timinn er ekki lengur opinn öllum framsóknarmönnum jafnt. Hann er varla lengur það sameiningartákn flokksmanna, sem hann áður var. Fámennur hópur virðist beita blaðinu til þess aö sundra flokksmönnum og skapa illdeilur innan Fram- sóknarflokksins. Er ekki kominn timi til þess, að allir þeir, sem i raun og veru vilja Framsóknar- flokknum vel og hag hans sem mestan, gripi i taumana? Bók um skyndi hjálp Almenna bókafélagið gefur bókina Skyndihjólp eftir Axel IJebmann út i samvinnu við Rauða kross Islands. Þessi bók hefur verið viðurkennd sem fræðslurit um skyndihjálp fyrir almenning af Rauða krossinum, Slysavarnarfélagi íslands, Al- mannavörnum rikisins og Lands- sambandi hjálparsveita skáta. 1 forrnála bókarinnar segir Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri m.a.: ,,t þessari bók er, eins og við má búast, höfuöáherzla lögð á að lýsa meðferð þeirra slysa, sem fyrir geta komið i hinu daglega lifi, svo sem losti, köfnun, drukknun, blæðingu, beinbroti, bruna og eitrunum, en einnig er minnzt á bráða sjúkdóma, fæðingar og bráða geðveiki. t heild tel ég bókina vel upp- byggða . —- Hún er ekki skrifuð sem fjörlegt lestrarefni, heldur meir sem handbók og fræðari, og ég geri ráð fyrir að flcstir sem liana eignast og lesa, telji sig iiruggari aö hafa hana með i bil sinum eða' hakpoka á ferða- lögum”. Jón O. Edwald þýddi bókina og hún hefur verið staðfærð miðað við islenzkar aðstæður. 1 bókinni er mikill fjöldi skýringamynda. BÓKAÚTG AFAN örn og örlvgur hefur sent frá sér fimmta bindi Björgunar- og sjóslysasögu ts- lands, eftir Steinar J. Lúðviksson. Þetta bindi nær vfir árin 1953- 1958 og með útkoniu þess hafa verið raktir atburðir áranna frá 1928, þegar Slysavarnafélag ts- lands var stofnað, eða samfelld þrjátiu ára saga. 1 formálsorðum Steinars J. Lúðvikssonar segir m.a. : ,,Má geta þess.að samkvæmt skýrslum félagsins fórust á þessum árum 1361 islenzkir menn i sjóslysum, en samtals 5683 mönnum var bjargað frá drukknun eða úr sjávarháska. t þessum hópi voru 1049 menn, sem bjargað var af björgunarsveitum Slysavarna- félagsins. A sama árabili drógu björgunar- og varðskip 1623 hjálparþurfi skip að landi með samtals 10.045 manns innanborðs. Af þessum tölum einum má marka, hversu gifurlega um- fangsmikið starf hefur verið unnið að björgunarmálum hér- lendis á þessum bernsku- og þroskaárum Slysavarna- félagsins. Tölurnar segja þó ekkert til um það erfiði og þá fórnfýsi og hetjulund, sem björgunarfólk hefur oftsinnis sýnt við bjarganir, þegar það lagði stundum lif i hættu til þess að bjarga öðrum.” Ýmsir minnisstæðir. atburðir gerðust á árunum 1952-1958, t.d. strand togaranna Jóns Baldvins- son, Egils rauða, Goðaness og King Sol, og á þessum árum fórust brezku togararnir Lorella og Roderigus. Kæaputeikningu gerði Hilmar Helgason eftir ljósmynd Rudolfs Stolzenwalds af siðasta róðri úr Þykkvabæ. Þrautgóðir á raunastunder sett i prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i prentsmiðjunni Viðey og bundin i Arnarfelli. Svefnstóll er lausnin Nýr, vandaður svefnstóll á hjólum með rúmfata- geymslu. Fáanlegur I gulum, rauðum, græn- um og hvitum lit. Aklæði f stil. r SVEFNBEKKJA I HöfOatúnl 2 — Sfml 15581 Reykjavík IMW ítit'ffifil Flokksfundir ó Norðurlandi 30. nóvember til 3. desember Framsóknarflokkurinn efnir til funda á Norðurlandi um störl og stefnu flokksins. Framsöguræður flytja Steingrimur Hermanns- son alþingismaður og Guðmundur G. Þórarinsson borgarfull- trúi. Framsögumenn af hálfu SUF: Elias S. Jónsson form. SUF og Ólafur Ragnar Grimsson. Fundirnir veröa á eftirtöldum stöðum. Akureyri föstudaginn 30. nóv. kl. 21 að Hótel KEA Siglufirði laugardaginn 1. desember kl. 15aö Aðalgötu 14 Sauðárkróki sunnudag 2. desember kl. 14 Framsóknarhúsinu. Blönduósi sunnudaginn 2, desember kl. 21 i félagsheimilinu. Hvammstanga mánudaginn 3. desember kl. 21 i félagsheimilinu. Allt framsóknarfólk velkomið InnlánKVÍðwkipti leið $|ktil lánsvið.skiptn ÍBIJNAÐARBANKI ÍSLANDS Hraðkaup Fatnaöur i fjölbreyttu úrvali á alla fjölskylduna á lægsta fáanlegu verði. Opið: þriðjud., fimmtud., og föstud. til kl. 10, mánud., miðvikud. og laugardaga til kl. 6. HRAÐKAUP Silfurtúni, Garöahreppi, v/Hafnarfjaröarveg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.