Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. nóvember 1973. TÍMINN 3 Fleiri og stærri hitaveitur svo fljótt sem verða má HINN 23. nóvember s.l. fól iðnaö- arráðuneytið verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens að fram- kvæma „könnun á þvi, hvernig unnt sé með sem skjótustum hætti Grein Ólafs R. Grímssonar í GREIN Ólafs Ragnars Grimssonar, sem birtist á siðu S.U.F. i dag, er svo mikið af rangfærslum og missögnum, að það myndi laka mikið rúm i blaöinu, ef hnekkja ætti því öllu. Rit- stjórar blaðsins telja rúmi þe s betur varið tii annars en I elta ólar við slika hugaróra. Grein þessari verður því ekki svarað frekar en fyrri grein sama höfundar á SUF-siðunni um Ólaf Jóhannesson forsætisráð- herra, Kristin Finnbogason og laugardagsbyltinguna, enda af sama toga spunnin. Þess skal aðeins getið, að það var gerð samþykkt af blaðstjórninni með öllum at- kvæðum gegn einu að birta ekki ávarp og fréttatil- ^nningu Möðruvallahreyf- íngarinnar. að nýta innlenda orkugjafa I stað oiiu til húsahitunar og annarra þarfa". Var verkfræðistofunni falið að liafa samráð við opinber- ar stofnanir og aðra aöila, sem hlut eiga aö máli, um fram- kvæmd þessarar könnunar og hraða henni, svo sem kostur er. A sviði hitaveituframkvæmda á könnunin m.a. að beinast að þvi að flýta framkvæmdum i Kópa- vogi, Hafnarfirði og öðrum ná- grannabyggðum Reykjavikur, lögn hitaveitu frá Svartsengi til þéttbýlisstaðanna á utanverðu Reykjanesi, lögn hitaveitu frá Deilartunguhver i Borgarfirði til Akraness og Borgarness og að ýmsum smærri hitaveituáform- um, eftir þvi sem hagkvæmt er talið. A sviði raforkuframkvæmda er verkfræðistofunni ætlað að kanna, hvernig unnt sé að flýta áformum um notkun raforku til húshitunar, m.a. með samteng- ingu orkuveitusvæða, þannig að næg raforka verði fáanleg á sama heildsöluverði um land allt og unntað nota hana til húshitunar á Austfjörðum, Vestfjörðum og i öðrum byggðarlögum, þar sem jarðhiti er ekki tiltækur eða notk- un hans ekki hagkvæm. 1 þvi sambandi er nú unnið i iðnaöar- ráðuneytinu að frumvarpi til laga um heimild til allt að 55 MW jarð- gufuvirkjunar á Kröflusvæðinu til þess að styrkja raforkukerfið á Norðurlandi og Austfjörðum. Þá hefur iðnaðarráðuneytið snúið sér til Seðlabankans og far- ið þess á leit, að bankinn hefji undirbúning að gerð f jármögnun- aráætlunar um sem skjótasta nýtingu innlendra orkugjafa i samvinnu við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens. Slasaðist af völdum hvellhettu ÞAÐ bar við á Stokkseyri fyrir helgina, að 11 ára drengur fann hvellhettu við hús eitt, sem stendur autt. Vissi drengurinn ekki,hvaða hlut- ur þetta var, en fékk sér hamar til að kanna hann nánar. Var þá ekki að þvi að spyrja, að hvellhettan sprakk og slasaðist drengurinn all- nokkuð á höndum og fótum. Eins og dæmin sanna, er aldrei of oft brýnt fyrir fólki að fleygja ekki frá sér hlutum sem þessum. Litli drengurinn frá Stokkseyri er nú á Sjúkrahús- inu á Selfossi. — SB. Leynast krabbameinsvaldar ogönnur skaðleg efni í matvælum hérlendis? Skrá um viðbótarefni í undirbúningi í heilbrigðismálaráðuneytinu A hlÐASTA áratug hefur stór- aukizt notkun viðbótarefna af ýmsu tagi i matvælaiðnaði. Þau efni, sem hér um ræðir, eru bragðefni ýmis, litarefni og rot- varnarefni, svo að nefndir séu höfuðflokkarnir. Með notkun þessara efna hefur mátt gera matvæli mun f jölbreyttari en áður var, en jafnframt hefur auk- izt hættan á því, að slfk efni séu til þess notuð að gera lélega vöru að- laðandi i augum neytenda og villa þeim sýn á þann hátt. Sýnu alvar- legra er þó, að ýmis viðbótarefni, sem áður voru talin hættulaus, hafa við nánari athugun vlsinda- manna reynzt hættuleg. Nokkur hluti þessara efna reyndist valda krabbameini eða óeðliiegum vexti liffæra I tilraunadýrum, og Bandarikjamenn t.d. hafa af þessum sökm bannað um 20 efni frá striðslokum. Flestar þjóðir hafa komið sér upp listum eöa skrám, þar sem greint er, hvaða viðbótarefni er leyfilegt að nota I matvæli. Slík skrá hefur ekki ver- ið til hér á landi, en er nú i smið- um á vegum heilbrigðismála- ráðuneytisins. Timinn hafði samband við Jón Óttar Ragnarsson matvælaverk- fræðing og spurði hann, hvað liði rannsóknum á þessu sviði hér- lendis, en hann hefur umsjón með matvælarannsóknum efnafræði- stofu Raunvisindastofnunar Há- skóla íslands. — Fram til þessa hefur slikum rannsóknum litt eða ekki verið sinnt hér á landi, sagði Jón Óttar, en i starfsgrundvelli matvæla- rannsóknadeildarinnar er svo ákveðið að hún skuli sinna rann- sóknum á efnainnihaldi ýmissa innlendra og erlendra matvæla i þvi skyni að meta næringargildi þeirra. Jafnframt mun þá koma i ljós, hvort notuð eru næringar- snauð fylliefni eða skaðleg við- bótarefni. Brýna nauðsyn ber til, að samin verði skrá af þvi tagi, sem nú er unnið að á vegum heilbrigðis- málaráðuneytisins, þvi að annars er ekki hægt að henda reiður á þvi, hvað leyfilegt er og hvað ekki. Til þess að skrá sem þessi verði annað og meira en pappirs- gagn, er auðvitað nauðsynlegt, að haft verði eftirlit með notkun við- bótarefna i islenzkum matvæla- iðnaði og fylgzt með þvi, hver brögð eru að þeim i innfluttum matvælum. — Er skaðleg efni að finna i matvælum hérlendis, islenzkum eða innfluttum? — Þessu er vandsvarað, þvi að rannsóknir skortir á þessu sviði, en þó er óhætt að segja, að þess eru dæmi, að notuð séu slik efni. Það má nefna efni eins og nitrit, sem viða á Vesturlöndum er notað i kjötvörur ýmsar og getur myndað nitrósamin við vinnslu, en þau valda aftur ýmiss konar meinsemdum. Nitritið er notað af tveimur ástæðum fyrst og fremst, annars vegar er það rotvarnar- efni, og hins vegar gefur það kjöt- vörunum fallegan, bleikrauðan lit. t tilvikum sem þessu finnst mér, að e.t.v. kæmi til greina að leyfa að nota nitrit i matvæli, þar sem það er nauðsynlegt til rot- varnar, en banna notkun þess, þegar þvi er ekki ætlað annað hlutverk en að fegra matinn i augum neytenda. Hvað innflutt matvæli áhrærir, er þess að geta, að reglur um notkun viðbótarefna eru mjög misstrangar eftir löndum, þannig að efni, sem bönnuð eru i einu landi, eru kannski leyfð annars staðar. Þannig er t.d. þráa- varnarefnið BHT bannað i Bret- landi, en leyft viða annars staðar. Rotvarnarefnið hexamin, sem notað er i fiskafurðir á borð við kaviar, er leyft i Danmörku og Noregi, en bannað viðast annars staðar. Einnig má nefna brómað- ar jurta-oliur, sem notaðar hafa verið i gosdrykki, og þannig mætti halda áfram að telja upp efni, sem geta verið skaðleg. Þetta býður auðvitað hættunni heim, þvi að setjum við ekki regl- ur um notkun viðbótarefna og höldum uppi eftirliti á þessu sviði, er hætt við, að ýmis skaðleg efni leynist i vörum, sem fluttar eru til landsins frá þeim löndum, þar sem engar eða vægar reglur gilda um slikt. Auk þess höfum við enga tryggingu fyrir þvi, að út- lendir framleiðendur og útflytj- endur matvæla noti ekki fleiri viðbótarefni i þau matvæli, sem ætluð eru til útflutnings, en leyfö eru i heimalandi þeirra. — Hvaða lönd eru viðsjárverð- ust i þessu tilliti? — Þvi mundi ég viljasvara með þvi að snúa spurningunni við og geta þá þeirra landa, sem strang- astar hafa reglur um þetta og bezt eftirlitið, en það eru án efa Bandarikin, Norðurlönd og löndin i Vestur-Evrópu. — IIIIJ. VERÐUR VERKFALL ÞJONA TIL ÞESS AÐ VEITINGA- HÚSIN BREYTI UAA? Sum þeirra íhuga að taka upp aðra starfsemi og fækka þjónum a11 verulega Klp-Reykjavik. í gær boðuðu veitinga- og gistihúsaeigendur tií fundar með blaða- mönnum, þar sem rædd var deila þeirra við framreiðslumenn. Ekki var annað að heyra á fundinum en að langt yrði að biða þar til samningar næðust, jafnvel eitthvað fram i janúar eða febr- úar og jafnvel lengur. Þó sögðu veitingamenn, að þeir væru til- búnir til að mæta öllum sann- gjörnum kröfum þjóna.en þó ekki þeim, sem þeir nú færu fram á. A fundinum kom það fram, að nokkrir veitingastaðir hér i bænum hafa hug á að gera gjör- breytingu á starfsemi sinni á næstunni, og getur hún m.a. þýtt það, að fjölda þjóna verði sagt upp störfum. Sögðu fundarboðendur, aö ástæðan væri m.a. sú, að þeir gætu ekki lengur starfrækt þessa staði, þegar rekstur þeirra væri stöðvaður hvað eftir annað af litlum hluta starfsfólksins, sem i langflestum tilfellum væru þjónar, enda færu þeir allt að tvisvar sinnum á ári i verkfell, eins og t.d. i ár. Nokkrir staðir, þ.á.m. Hótel Saga, Hótel Holt og Hótel Loft- leiðir hafa talað um að breyta starfseminni þannig, að leigja sali ýmsum félagasamtökum til skemmtanahalds, eins og viða tiðkast með rekstur félags- heimila. Hótel Saga mun i dag eða á morgun auglýsa eftir starfsfólki til að annast þjónustu fyrir gesti. Á fundinum var spurt um, hvort þetta gætu talizt löglegar að- gerðir, og var þvi tilsvarað, að hvergi stæði i lögum, að sá sem afgreiddi vin þyrfti að vera lærður framreiðslumaður. Það hefði fólk séð bezt á veitingastöðum undanfarin ár, þar sem stúlkur, sem ekki væru lærðir þjónar, aðstoðuðu við þessi störf, án þess að nokkuð hefði verið við þvi amazt. Og i flestum tilfellum væru þessar stúlkur á launum hjá fram- reiðslumönnunum við þessi störf. 1 þessum tilfellum munu félagasamtökin sjálf sækja um vinveitingaleyfi til dómsmála- ráðuneytisins, eins og venja hefur verið i slikum tilfellum. Upphæðin nemur 10. milljónum 1 sambandi við yfirstandandi deilu kom m.a. fram á fundinum, að um mörg undanfarin ár hafi verið ágreiningur á milli þjóna og veitingamanna um framkvæmd álagningar á þjónustugjald. Það kom fram, að þjónar hafa talið sér heimilt að reikna sér 15% þjónustugjald af söluskatti þeim og viðlagasjóðsgjaldi, sem Framhald á bls. 15. Skipulag ferðamála Rikisstjórnin hefur nú end- urflutt frumvarpið um heildarlöggjöf um skipulag ferðamála, en það varð ekki útrætt á siðasta þingi. Um tilgang fruni varpsins segir svo i atliugasemdum: „Það er tilgangur frum- varps þessa að koma á skipu- legri vinnubrögðum en áður i ferðamálum islendinga, bæði vegna ferðalaga landsmanna sjálfra og útlendinga, sem til landsins kona, svo og að auka blutdcild islendinga i alþjóð- legum ferðamálum, að þvi marki, sem þjóðbagsleg bag- kvæmni og umhverfis- vernda rsjón a rm ið ley fa ”. t frumvarpinu er sérstakur kafli um eftirlit og umhvcrfis- vernd. í athugasemdum frum- varpsins segir m.a. svo um ákvæði þess: Ferðamál og umhverfisvernd „i gildandi lögum um ferða- inál eru engin ákvæði um þau verkefni, sem talin eru i þess- um lið. Þessi verkefni eru um- hvcrfis- og náttúruvernd, vernd fornminja og annarra menningarverðmæta, svo og nauðsynlegar hreinlætiskröf- ur. A siðustu árum hafa augu heimsins opnast fyrir þeim geigvænlega vanda, sem ógætileg skipti mannanna við náttúruna hafa stofnað til. Ilvarvelna er rætt um nauð- syn breyttrar stefnu. Það er, eins og I 1. gr. frv. segir, stefna þessa frv., að ferða- mannaþjónustan verði skipu- lögð i fullu samræmi við raunsæ umhvcrfisverndar- sjónarmið. Loks er gcrt ráð fyrir, að Ferðamálastofnunin kanni kvartanir, scm berast kunna um ófullnægjandi þjónustu þeirra aðila, sem veita ferða- fólki fyrirgreiðslu , cn svokallaðar kvartanancfndir hafa t.d. verið settar á stofn á Norðurlnhdum til að fjalla um slik mál, og starfa þær ckki siz.t fyrir tilverknað ferða- skrifstofanna sjálfra cða heildarsamlaka þcirra”. Hætturnar af vaxandi ferða- mannastraumi Um hætlurnar samfara vax- andi fcrðamannastraumi seg- ir m.a. svo I athugasemdum frum varpsins: „Nú skal þvi ekki neitað, að miklum straumi erlendra fcrðamanna getur fylgt ýmis- legt miður æskilegt og jafnvel varasamt, einkum fyrir fá- menna þjóð. Þó er málið þannig vaxið, að sýnu hættulegra er að opna allar gáttir fyrir óskipulögð- um fcrðamannastraunii eftir- litslaust, en að vinna skipu- lega að hæfilegri þróun og aukningu á hlutdcild Islands i hinum mikla alþjóðlega ferða- þjónustumarkaði, þvi að naumast aðhyllast margir þá skoðun, að loka eigi íslandi fyrir útlendingum með ein- hvers konar Kínamúr af ótta við mengun og menningar- spjöll. Frumvarp þetta hvflir á þeirri meginskoðun, að is- lendingar eigi að vera stoltir af að sýna erlendu ferðafólki náttúruundur landsins, og leyfa því að njóta töfra is- lenzkrar náttúru, að þvi marki sem eðlileg umhverfisvernd setur. Hafa verður i huga, að Is- lcnzkt atvinnulif er mjög ein- hæft og óliklegt, að hinir hefð- bundnu atvinnuvegir geti til frambúðar tekið við öllum hinurn mikla fjöida fólks, sem árlega bætist við á islenzkum vinnumarkaði. Hins vegar er tækifæri fyrir verulegan hóp fólks til að finna margs konar störf i ferðamannaþjónustu ef ■aö henni er hlúð”. — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.