Tíminn - 28.11.1973, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Miövikudagur 28. nóvember 1973.
ELLEN
DUURLOO:
Geymt
en
ekki
V,
gleymt
_____________ 36
og bæöi hann um skýringu. Ekki
slzt sú staðreynd, að Jean Pierre
og Bella höfðu hana að fífli á
vissan hátt,ýtti undir,að hún bæði
um skýringu. En hún stillti sig.
Heilbrigö skynsemi hennar sagði
henni að sú staöreynd, að Jean
Pierre hefði verið elskhugi Bellu
endur fyrir löngu og faðir barns
hennar, en yfirgefið hana, gæfi til
kynna, að hann fengi fljótt leiö á
henni núna. Fengi hann aðeins
tlma til þess að átta sig, félli þetta
allt saman ábyggilega I ljúfa löð.
Lena var fáfróð á mörgum
sviðum, en ekki svo fáfróð, að
henni heföi dottið I hug, að Jean
Pierre hefði hagaö sér eins og
munkui; áður en hann kvæntist
henni. Henni var það einnig ljóst,
að hún gat prlsað sig sæla yfir
þvi.að hún gat sagt með vissu,að
Jean Pierre hafði ekki veriö henni
ótrúr, eftir að þau giftu sig, hve
margar konur gátu státað af
slíku? Hún varð þvi að taka þvi
sem sjálfsögðum hlut að hann
félli nú fyrir freistingunni. Þvi
minna sem hún gerði úr þessu
öllu, þvi meiri möguleikar að
þetta liöi hjá.
Og ef ekki...?
Hjarta hennar hlyti þá að vlsu
ólæknandi sár, en hún heföi þó
börnin og heimilið.
1 stuttu máli sagt, hvernig sem
allt færi, yrði hún að láta á engu
bera.
Allt fór betur en hún hafði
nokkurn tima þoraö aö vona.
Dag nokkurn kom Jean Pierre
og sagöist vera oröinn þreyttur á
þessum útreiðartúrum og sagði,
að þaö hlyti auk þess aö vera
leiöinlegt fyrir Lenu að vera
svona mikið eina.
— Kæri Jean Pierre, mér liður
ágætlega, og ég fer i gönguferðir.
— Já, en væri ekki gaman,ef viö
færum saman I ökuferðir, stakk
hann upp á. Þú kæmist þá dálitiö
lengra út I sveitina.
— Langar þig raunverulega til
þess, Jean Pierre? Hún átti fullt I
fangi með að stilla sig um að
hlaupa ekki upp um hálsinn á
honum.
— Auðvitað, annars myndi ég
ekki stinga upp á því við þig.
Hamingjunni sé lof. Þetta datt
út úr henni áður en hún vissi af.
Jean Pierre starði á hana
undrandi á svip.
— Hvað áttu eiginlega við?
— 0, ekkert sérstakt, ég varð
bara svo glöö, konur eru oft
taugaóstyrkar og litið þarf til
þess aö koma þeim úr jafnvægi,
þegar þær eiga von á barni. Þetta
væri ákaflega skemmtilegt, ég
þarf sjálfsagt á tilbreytingu aö
halda. Ég get treyst Lisu fyrir
börnunum, svo ég þarf ekki að
hafa áhyggjur þvi.
Þannig varð þetta. Lena naut
þessara feröa og þau hittu ekki
v. Luttens hjónin I fleiri vikur.
Þegar Lenu fannst það vera að
verða áberandi, stakk hún upp á
þvl við hann að þau færu í heim-
sókn til Liittendal.
— Það er svo langt siðan við sá-
um þau slðast, sagöi Lena, ég er
hrædd um að þau haldi,aö ég geti
ekki lengur tekið á móti gestum,
ég sem er I fullu f jöri. Þar að auki
sakna ég Bellu, hún var alltaf svo
elskuleg.
— Finnst þér að við ættum ....æi
ég veit það ekki.
— Já, þaö finnst mér svo sannar-
lega, og þvi ekki það. Þau eru ná-
grannar okkar og komu oft til
okkar áður. En segðu til, ef þú
hefur eitthvað á móti, þvl ég veit,
að ég er ekki upp á mitt bezta
núna, sagði hún brosandi. En mig
langar reglulega til þess að hitta
Bellu, það væritilbreyting, ef ég
hefði kvenmann til þess að tala
við.
— Eins og þú vilt, Lena min, ég
hélt aðeins að þú vildir helzt fá að
vera I friði, þangað til....
— Astin mln það eru þrir heilir
mánuöir þangað til, og þó svo að
ég sé kannski ekki upp á mitt
bezta, eins og ég sagði áðan, þá
er ég fullkomlega heilbrigð, og
mér finnst,að nánustu vinir okkar
ættu að þola að sjá mig svona á
mig komna.
Þannig hófst á ný næstum dag-
leg umgengni við barónshjónin á
Lúttendal.
Bella hafði verið jafn elskuleg
og hún var vön, en hafði haft
mest við Lenu saman að sælda,
Jean Pierre og Herbert töluðu
hins vegar um hesta og
veiðihunda.
Karlmennirnir tveir voru nú
farnir til Gyllenlund til þess að
taka þátt I þriggja daga veiöum.
Lena gat af eðlilegum ástæöum
ekki farið með, og Bellu langaði
ekkert til þess að fara. Það var
tekið að hausta og Bella var ekki
ákaflega hrifin af sveitallfinu að
haustlagi. Eftir nokkrar vikur
var áætlað að barónshjónin færu
til Kaupmannahafnar og dveldust
þar mestallan veturinn.
Lena fann til friðar og léttis hið
innra með sér. Astarævintýri
Jean Pierre virtist liðið hjá án
nokkurra vandræða. Þar að auki
hugsaði hún með sér, að ef þau
hefðu þekkt hvort annað endur
fyrir löngu, þá kæmi það henni
ekkert við. Slikt skyldi maður
aldrei minnast á.
Eldurinn skíðlogaði i arninum,
börnin löngu háttuðog hún sat hér
ásamt Bellu. Ró og friðsæld hvildi
yfir húsinu. Hún haföi boðið Bellu
að dveljast á Sct Jans Minde, á
meðan eiginmenn þeirra væru i
burtu. Bella þáði boðið með þökk-
um.
— Bella, taktu gitarinn með þér,
bað hún hana.
Slðla sumars staðfestu þær
vináttu slna og byrjuðu að þúast,
og þvi var Lena fegin. Hún virtist
ekki hafa ástæðu til þess aö hafa
áhyggjur af Jean Pierre og Bellu
Iengur.
Bella sat I sömu stellingum og
starði inn I eldinn.
— En hvað þú ert hugsi, sagði
Lena brosandi.
— Er þaö, nei, ég virði einungis
eldinn fyrir mér, hann hrifur mig
á vissan hátt, hann er svo fallegur
og ögrandi.
— Vissulega... — En — æi gættu
að þér — Lena rétti höndina fram
I varnarskyni, glóð haföi hrotið
yfir á teppiö fyrir framan
arininn.
Bella slökkti glóðina sam-
stundis. •
— Þessir arnar eru alltof
grunnir, sagði Lena, ég hef oft
hugsað um eldhættuna, sem
stafaöi af þeim.Húsið hér er með
stráþaki, svo ég þori ekki að
hugsa hugsunina til enda, ef það
kviknaði I hérna.
Bella ýtti sprekunum lengra inn
I arininn meö skörungnum.
— Svona nú ætti þetta að vera I
lági.
— Þakka þér kærlega fyrir, þú
veizt ekki hvað mér finnst
ánægjulegt að hafa þig hérna
þessa daga. Ég hringi eftir kvðld-
kaffinu okkar núna, klukkan er
orðin margt.
— Ertu þreytt?
— Dálitið, ég þreytist af að sitja
lengi.
— Bella ætlaði að standa á fætur
og hringja bjöllunni, en Lena
stöðvaöi hana.
— Nei, nú stend ég upp, ég þarf á
hreyfingu að halda. Hún lagði frá
sér handavinnuna, gekk að dyr-
unum og dró i klukkustrenginn.
Július birtist skömmu siðar með
kaffibakkann.
— Þakka þér fyrir, Júlfus, ég
þarf ekki frekar á þér að halda i
kvöld, svo að þú getur farið að
hátta. Ég vona aö stúlkurnar séu
háttaðar.
— Já, frú.
— Góða nótt, Július.
Bella og Lena sátu andspænis
hvor annarri og drukku kaffi.
Bella leit á Lenu, hún virtist
þreytt og ekki I skapi til
samræðna. Þegjandi drukku þær
sjóðheitt kaffið og boröuðu kex
með. Eldurinn skiðlogaði enn i
arninum og þegar vindhviöa fór
um reykháfinn, þá blossaði eldur-
inn upp. Skyndilega kastaði Bella
sprekum á eldinn.
— Ö,sagði Lena.áður en hún vissi
af.
— Æi, þetta var vist ákaflega
heimskulegt af mér, þar sem við
förum að hátta, þegar við höfum
lokið við kaffið.
— Já, ég kæri mig ekki um,að það
logi I arninum, eftir að fólk er
sofnað.
— Við skulum ýta sprekunum
langt inn, þá er sjálfsagt öllu
óhætt, sagði Bella.
Get ég ekki hjálpaðlþér með eitt
hvað, spurði Bella. Þær stóðu i
svefnherbergisdyrunum við
endann á ganginum. f öðrum
endanum var svefnhverbergi
Jean Pierre og Lenu, barnaher-
bergið var við hliðina á þvi, svo
var herbergi barnfóstrunnar, og
aö lokum fataherbergi. Hinum
megin við ganginn lá nýtizkulegt
svefnherbergi, næst hjónaher-
berginu, siðan tvö gestaherbergi.
1564
Lárétt
1) Sleikir.- 6) Fugl,- 8) Fugl.-
10) Sagt,-12) Nhm,-13) Tónn,-
14) Nóasonur,- 16) Hlé.- 17)
Strák.- 19) Hætta,-
Lóörétt
2) Fæða.- 3) Friður,- 4)
Héraö.-5) Lélega,- 7) Stétt,- 9)
Brjálaða.- 11) Hriöarkófi.- 15)
Mjálm,- 16) Hryggur,- 18)
Armynni,-
Ráöning á gátu nr. 1563
Lárétt
1) 1) Elgur,- 6) Agi.- 8) Lok,-
10) Nón,- 12) Ok,- 13) Tý,- 14)
Kal,- 16) Att,- 17) Ælu,- 19)
Skart.-
Lóðrétt
2) Lak,- 3) GG.- 4) Uin,- 5)
Blokk,- 7) Hnýta.- 9) Oka.-11)
Ótt.- 15) Læk,- 16) Aur,- 18)
La,-
■
ll
!:
MIÐVIKUDAGUR
28, nóvember
7.00. Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Sfðdegissagan: ,,Saga
Eldeyjar-Hjalta” eftir Guö-
mund G. Hagalin Höfundur
les (14).
15.00 Miðdegistónleikar: is-
lenzk tónlista. Þrjár fúgur
eftir SkúlaHalldórsson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Mamma skilur allt” eftir
’Stefán Jónsson Gisli
Halldórsson leikari les (14).
17.30 Framburðarkennsla I
spænsku.
17.40 Lestur úr nýjum barna-
bókum. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá Bein lina
Bjarni Guðnason alþingis-
maður svarar spurningum
hlustenda. Umsjónarmenn:
Arni Gunnarsson og Einar
Karl Haraldsson.
19.45 Húsnæðis- og byggingar-
mál Ólafur Jensson ræðir
við Hörð Jónsson verk-
fræðing hjá Iðnþróunar-
stofnun Islands um staðla
20.00 Kvöldvaka
21.30 Ú t v a r p s s a g a n :
„Dvergurinn” eftir Par
Lagerkvist Málfríður
Einarsdóttir þýddi Hjörtur
Pálsson les sögulok (14).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Fram-
haldsleikritið: „Snæbjörn
galti” eftir Gunnar Bene-
diktsson Fjórði þáttur
endurfluttur. Leikstjóri:
Klemenz Jónsson.
22.45 Nútlmatónlist
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
28. nóvemberi!973
18.00 Kötturinn Felix. Tvær
stuttar teiknimyndir. Þýö-
andi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir.
18.15 Skippi Astralskur
myndaflokkur. Hafliffræð-
ingurinn. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.40 Gluggar. Breskur
fræösluþáttur með blönduðu
efni við hæfi barna og ung-
linga. Þýðandi og þulur
Gylfi Gröndal.
19.00 Ungir vegfarendur.
Fræðslu- og leiðbeininga-
þáttur um umferðarmál
fyrir börn á forskólaaldri.
19.15 Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.35 Lif og fjör I læknadeild.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Hvaða vandræði.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
21.00 Nýjasta tækni og visindi.
Nýjungar i kennsluháttum.
Gervihandleggir. Hús úr
sorpi.Umsjónarmaður örn-
ólfur Thorlacius.
21.25 Geðveikrahælið. (Bed-
lam). Bresk biómynd frá
árinu 1946. Aðalhlutverk
Boris Karloff og Anna Lee.
Þýðandi Ellert Sigurbjörns-
son. Myndin gerist i Lund-
únum á 18. öld. Aðalpersón-
an er ung stúlka, Nell
Brown að nafni. Hún kynn-
ist ástandinu á geðveikra-
hæli, þar sem fremur er litið
á sjúklingana sem skyn-
lausar skepnur en fólk. Hún
reynir sem hún getur að
bæta hag vistfólks á hælinu,
en óvildarmenn hennar
svifast einskis til að eyði-
leggja starf hennar.
22.45 Dagskráriok