Tíminn - 11.01.1974, Síða 8
8
TÍMINN
Föstudagur 11, janúar 1974
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi:
ER SJÓNVARPIÐ
MENNINGARTÆKI?
NÚ ER alþingi fyrir alllöngu setzt
á rökstóla — og út á yztu skaga
landsins berast fregnir um hug-
myndir þess og uppástungur
landi og lýöi til heilla, ein þeirra
er sú, aö leggja nú i fjárfrekar
framkvæmdir til þess að koma
sjónvarpinu á hvert heimili á
landinu (sem annars vill viö þvl
taka.)
Ekki efa ég, að þeim sem þessa
tillögu flytja, gangi gott eitt til —
og manna siðastur skyldi ég mæla
á móti jafnréttisaðstöðu
dreifbýlisins til alls þess, sem
verða mætti til menningarauka —
en þá hlýtur að vakna sú stóra
spurning: Er sjónvarpið
menningartæki? Svo litur út, sem
meiri hluti þjóðarinnar hafi i
upphafi gleypt þá flugu heila, að
svo hljóti að vera, og siðan aldrei
hugleitt það neitt fremur, a.m.k.
eru þeir fáir, sem eru svo
hreinskilnir við sjálfa sig og
aöra, að grunda pá spurningu,
og reyna að brjota hana til
mergjar.
Ekki dreg ég það i efa —■ svo
augljóst sem það má vera, að
sjónvarpið hefir mikla möguleika
til þess að vera máttugt og mikið
menningartæki — ef það er rekið
og þvi stjórnað með það sjónar-
mið að leiðarljósi — en er það svo
i rauninni? Ég efa það mjög — en
annars væri mér kært, að sem
flestir vildu leggja þá spurningu
fyrir sig i alvöru, og reyna að
svara henni af allri hreinskilni, en
þar sem ég varpa henni hér fram,
þykir máske einhverjum, sem ég
ætti að reyna að svara henni frá
minu sjónarmiði, og skal það
reynt, i sem fæstum orðum: Mér
hefir, frá upphafi, fundizt gallar
sjónvarpsins yfirgnæfa kostina og
mætti nefna ýmislegt til þess.
Margir dást að fréttum þess,
ekki get ég tekið undir það, og
þykja þær siðri en i útvarpi, mest
vegna þess, að þarna er fjöldi
mynda sem ekki eru nefndar að
neinu, og geta þá ekki annað gjört
en glepja fyrir þvi, sem maður er
að reyna að fylgjast með. Þá
hlýtur það að vekja nokkra
undrun, hversu sjónvarpið er oft
litilþægt með það sem ætlaö er og
merkt börnum, lengi var
svokallaður „krummi” mikið
þarfaþing i barnatimum þess.
Konungborið hefði verið að fá að
sjá þar náttúrlegan hrafn, en
þetta skripi mátti varla aumara
vera. Þá er ekki hægt að segja að
,,Fúsi flakkari” væri þar bróður-
betrungur — og eintaliðvið þessi
gerpi einatt i nokkru samræmi
við útlit þeirra. Er fólki það virki-
lega ekki ljóst, að börn geta engu
siður haft ánægju af þvi sem
fagurt er og jákvætt að ýmsu
leyti?
Er nokkur furða þó að eitthvað
verði bágborið lista - og
fegurðarskyn þess fólks, sem frá
bernsku elst upp við það, að varla
sé viðeigandi að hafa, að gamni
annað en það sem ofagurt er,
fáranlegt og helzt sem allra aula-
legast? Mætti nefna til dæmis þá
fegurð og samræmi, sem hvar-
vetna er að finna i riki náttúr-
unnar, frá hinu smæsta til hins
stærsta, oftast þvi dýrðlegra, sem
smærra er, og nákvæmara
skoðað. Má nefna fegurð blóma,
hreiðurgerð smáfugla, vefnað
kongulóar, frostkristalla
snjókorna og frostrósa og svo
mætti lengi telja.
Það er ekki svo litill hluti
sjónvarpsefnis, sem telja má
gagnslaust og meinlitið, nema
hvað heldur er illa varið þeim
tima, sem i það fer, að glápa á
þaö , án áhuga, svo ólikt væri
hyggilegra að lita heldur i góða
bók eftir eigin vali, en að láta
mata sig langtimum saman á
sliku. Enn ískyggilegra er það þó,
hversu mikill hluti sjónvarpsefnis
er reglúlegur óhroði, glæpa-
myndarusl, með undirferli,
óknytti, hnupl, þjófnað, rán,
barsmiðar og hverskyns ofbeldi,
manndráp og morð, að uppistöðu,
satt að segja á ég bágt með að
skilja annars ærukært fólk, sem
kærir sig um þess konar hnoss-
gæti inn i ibúð sina, rétt undir
svefinn. Enntorskildara er þó, að
foreldrar, sem venjulega vilja
börnum sinum allt það bezta,
skuli gjöra sig ánægð með þetta
sálarfóður, börnum sinum til
uppeldisbóta — þvi fremur mun
fágætt, að börnum sé ekki leyft að
horfa á allt, sem sjónvarpið
flytur — svo aðvörun eða bann
þess verkar fremur sem eggjun —
að nú sé von á einhverju
mergjuðu, sem áriðandi sé að
missa ekki af. Liklega eiga þessir
tveir siðastnefndu efnisflokkar að
skoðast sem uppfylling i „eyður
verðleikans.” A það likiega að af-
sakast með þvi, að þetta sé ódýrt
og auðfengið efni, einkum úr
vestrinu, sannast þó liklega það,
sem Þorsteinn Erlingsson kvað
forðum, þegar önnur þjóð sá
okkur að miklu fyrir mishollu
sálarfóðri: ....„hefir handa þeim
hlandforir, sem að aldrei þrjóta.”
En væri stjórnað með
menningarsjónarmið að helzta
leiðarljósi, virðist auðsætt, að
heldur ætti að sjónvarpa minna,
svo ekki þurfi að gripa til svona
uppfyllingar, sem virðist meira i
anda Mammons en Minervu, og
þjóna heldur lágum og litt
göfugum hvötum.
Óliklegt er að nokkur sæki
mikla sálubót i glæpamyndir, en
eðli samkvæmt, má ætla að skað-
legastar séu þær saklausum
börnum og andlega vanþroskuð-
um unglingum, en börnin stækka
smám saman, og unglingarnir
vaxa ört, striðaldir likamlega, en
oft andlega vannærðir, svo fyrr
en varir fara þeir að átta sig á
þvi, að fullkomnara sé að fara að
reyna eitthvað af þessu glæsta
gamni hinna fullorðnu, sem sjón-
varpið lýsir svo lifandi og fjálg-
lega, flesta daga, en að vera að-
eins hlutlaus áhorfandi.
En flestar þær lystisemdir
kosta peninga, það er þvi ekki
ónýtt, að vera búinn að kynnast
fjölda aðferða til að afla þeirra,
án þess að geta uniíið fyrir
þeim,allt frá þvi að ná þeim lið-
lega, með nokkrum klókindum, til
eitthvað karlmannlegri aðferða,
aö dæmi „kaldra” kvikmynda-
garpa. Verður nokkur maður var
við nokkurn „praxis” af þessu
tagi nú á dögum?
t upphafi var sjónvarpi talið
mjög til gildis, að það héldi börn-
unum heima á kvöldin —
fjölskyldunni saman, ekki skyldi
vanmeta þann kost þess, en
fölnar ekki eitthvað sá geisla-
baugur, ef það sér börnum og
unglingum fyrir öllu skaðvænni
óhroða innan veggja heimilisins,
en hversdagslega mætir þeim á
götunni? Ekki veit ég neitt um
hversu sjónvarpi okkar er hægt
um vik að velja myndir til
sýningar, en undarlega eru þær
sumar innantómar, þó að efni sé
ekkert við að athuga. Dýra-
myndir eru meðal þess efnis, sem
mér þykir einna forvitnilegast ,
og jafnframt fróðlegast, ef vel
tekst til, þess vegna tek ég til
dæmis þrjár dýramyndir: Hin
fyrsta þeirra fjallaði um selakyn,
sem aðeins er til á einum stað á
jörðinni — svo ég lagði við bæði
hlustir og augu. Þar fékk maður
að sjá stóra selabreiðu uppi
liggjandi á gizka á 3-400 m færi,
eða mátulega löngu til þess að
maður sá engin sérkenni tegund-
ar eða einstaklinga, og þó aðeins
væri skipt um stöðu var færið
óbreytt, svo maður varð engu
fróðari eftir margra minútna
kvikmynd, en þó brugðið hefði
verið upp sem snöggvast einum
tveim þrem kyrramyndum af sel-
unum I fjarlægð.
önnur átti að vera um
mörgæsirþessa merkilegu fugla,
og hugði ég gott til þess, að fá
bætt verulega við það litið, sem
ég vissi um þær, en ég varð illa
vonsvikinn: Þar gat aðeins að lita
gæsirnar, þar sem þær komu i
dreifðum hópum af hafi, eftir
„vertið” sina, þar sem þær voru
að fita sig undir búskap sinn og
hjúskap, i sinu merkilega þétt-
býlis þjóðfélagi. Þær bar i foráttu
brimi að sæbrattri og hrikalegri
klettaströnd, og börðust
þarr.a i ’orimgarðinum, sem ekki
virtist þesslegur, að þyrma
nokkru lifandi. Þetta var það
eina, sem þessi margra minútna
kvikmynd sýndi, og mót von, sá
maður nokkra fugla skreiðast lif-
andi á land, en öðrum fróðleik
tJr myndinni Strið og friður.
gat þessi ,,fræðslu”-mynd ekki
miðlað um áhugavert efni.
Hin .þriðja var um elgsdýr i
Sviþjóð sem öll ástæða var til að
gefa gaum. En þvi miður var
hæfni höfundarins engu meiri en
hinna og myndin jafn fátækleg.
Maður sá grisja i nokkur ungdýr
á strjálingi, oftast að mestu hulin
kjarrskógi, einum þrisvar sinn-
um sá maður bregða fyrir
fullorðinni kú, en aldrei horn-
prýddum tarfi. 1 sem styztu máli
sagt. Ekkert efni i margra
minútna kvikmynd. Gagnstætt
þessum vesaldómi mætti nefna
kvikmyndina „Villimenn við
Dauðafljót”, sem sænskur land-
könnuður tók i frumskógum
Suður-Ameriku, af þvi mannviti
og prúðmennsku, sem ætti að
nægja til að lofa höfund sinn, á
meðan myndin er við lýði, hún
var sýnd fyrir nokkrum árum i
kvikmyndahúsi i Reykjavik.
Ekki hentar sjónvarpsskjárinn
vel til að flytja allar kvikmyndir,
þó annars séu allgcðar, s.s.
hópmyndir, t.d. knattspyrnuleiki,
sem njóta sin mun betur á tjaldi.
Þá er það ekki bætikostur, að
flestum gengur mjög illa að vinna
nokkuð með sjónvarpi (nema
einstöku iðnum prjónakonum)
þessu er öðruvisi varið með út-
varp með þvi er hægt að vinna
fullum fetum, hvað sem vera skal
i höndum sér. Um þetta tvennt
verður enginn sakaður, það ligg-
ur aðeins i hlutarins eðli. Ég hefi
hér fundið ýmislegt að sjón-
varpinu, aðallega efni þess, en
ekki er þá viðeigandi að ganga
alveg framhjá alvarlegum tækni-
göllum þess, sem ætti að vera
hægast að bæta, er þá fyrst að
nefna, að nauðsynlegar
skýringargreinar við efnið fá
ekki að nema staðar á skjánum,
nema svo fáar sekúndur, að ek'ki
nægir öðrum til að lesa þær, en
þeim sem kennt hefir verið að
lesa með þeim hraða, sem helzt
virðist við það miðaður að gilda
einu hvort mikið eða litið tollir i
minni, af þvi sem yfir er farið.
Svo kemur greinin stundum aft-
ur, og er þá miklu lengur en þörf
er á, og enn fremur langar eyður
á milli skýringargreina. Þetta
ætti að vera auðvelt að laga, ef.
góður vilji er til staðar.
Engu betra er svo það, að alveg
er háð lit hverrar myndar, hvort
nokkuð er hægt að lesa eða
ekkert, þegar ekki er séð fyrir
dökkum borða undir lesmálið.
Ennfremur mætti sjónvarpið
sýna meiri sjálfvirðingu i
meðferð móðurmáls okkar, bæði
mæltu máli og engu siður þýðing-
um I lesmálsgreinar, til skýringa.
Ég stakk hér niður penna til
þess að benda á nokkra galla
sjónvarpsins, og þótt ég telji þá
ekki öllu fleiri vona ég að skiljist
að mér virðist sem við höfum i
mörg horn að lita á miklu brýnni
vandamál til úrlausna, en að taka
nú stórfúlgu af naumu fram-
kvæmdafé alþjóðar, til þess að
þenja út meira en orðið er,
þennan gallagrip, a.m.k. þar til
sniðnir hafa verið af honum
verstu vankantarnir. Nefni ég
fyrst af nauðsynjum, hjúkrun og
hjálp handa þvi ógæfufólki, sem
meinsemdir þjóðfélagsins
keppast við að gjöra að sjúkling-
um og örvrkjum.
Allt hugsandi fólk veitað hvar-
vetna biða nauðsynleg verkefni
fjármagns og vinnufúsra handa,
sem okkar dýra skóla-bákn —
þvi miður — bregðast alvarlega
skyldu sinni að hjálpa til að
framleiða, i stað margs annars,
sem er miklu ónauðsynlegra.
Þegar frá er talið allt, sem ég
taldi hér að framan, er miklu
færra eftir, sem ég gæti talið
eftirsóknarvert við sjónvarpið, en
svo, að nokkur geti fengið mig til
að taka það inn á mitt heimili, þó
einhver sýndi af sér þá rausn að
gefa mér tæki, sem vel gæti
hugsast, og jafnvelþó sjónvarpið
vildi gjöra mig að gjaldfrium
heiðursglápara, sem engar likur
eru til, nema það bætti mjög efni
og þjónustu.
Ekki væri ólfklegt, eftir þvi
hversu þjóðin gleypti við sjón-
varpi, að einhver vildi bregðast
við og telja fram kosti þess. Um
raunverulegarvinsældir þess veit
ég litið, þvi margir heyrast mér
vera sáraóánægðir, þó framtaks-
semi vanti, og máske dirfsku, til
að kvarta opinberlega og skorin-
ort um það, sem áfátt þykir, sem
er þó fyrsta stigið til úrbóta, og
miklu sæmra frjálsu fólki, en að
Framhald af 12 siðu