Tíminn - 12.01.1974, Page 1

Tíminn - 12.01.1974, Page 1
fóðurvörur wotel mimiR SUNDLAUGIN er eitt af mörgu, sem ,,Hótel Loftleiðir" hefur til síns ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En það býður Ifka afnot af gufubaðstofu auk snyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. VISID VINUM A HÓTEL LOFTLEIÐIR. ( Svalbakur fékk 79.40 fyrir kílóið AKUHEYRARTOGAKINN Svalbakur seldi i Grimsby i gær og fékk fyrir aflann mjög gott verð, eins og við mátti búast, þar sem mjög mikill fiskskortur er nú i Brctlandi. Svalbakur seldi 1139 kit eða 72.3 lestir fyrir 29.900 pund, eða sem svarar rúm- lega 5.7 milljónum. Meðal- verðið var kr. 79.40. Meðal- verðið er þannig milli 26 og 27 pund fyrir hvert kit, en til gamans má geta þess, að árið 1961 sló togarinn Fylkir algjört met, sem vakti mikla athygli, en þá fengust 7 pund fyrir hvert kit. Eitt kit eru 62 1/2 kg. Þetta er hæsta verð, sem fengizt hefur fyrir afla úr is lenzkum togara erlendis, frá upphafi. — hs — Eins og uppi í miðjum Esjuhlíðum I.OFTÞRÝSTINGUR hefur verið venju fremur til um- ræðu manna á meðal siðustu daga vegna flóðahættu þeirr- ar, sem verið hefur við ströndina. Hafa ýmsir brugðið fyrir sig reiknings- listinni sér til gamans af þvi tilefni. 1 gær var loftþrýsingurinn i Reykjavik 960 millibör, og var það frávik frá meðallagi, er jafngilti þvi, að sá, sem staddur var á fjórðu hæð i Landspitalanum, væri kom- inn upp i miðjar Esjuhliðar. Hjá veðurstofunni var okk- ur tjáð, að dýpsta lægð hér- lendis hefði mælzt i Vest- mannaeyjum i desember- mánuöi 1929, 919,7 millibör, og jafngilti slik lægð þvi, að maður á jörðu niðri væri kominn nokkurn veginn upp á Esjubrúnir. Mesta lægð, sem vitaö um i veröldinni, mældist á einni af eyjum Japans, er þar gekk yfir fellibylur, 892 millibör. Ekki urðu neinar skemmdir á höfnum á Suðurlandi vegna hins óvenju mikla flóðs að undanförnu. Þó barst nokkurt grjót upp á hafnarbakkann I Þorlákshöfn, eins og sjá má á þessari mynd, sem lckinvar I gærmorgun. Timamynd: Gunnar. REYKINGAR STÓRJUK- UST Á ÁRINU 1973 þótt 2 millj.væri varið til óróðurs VINDLING ASALAN jókst á árinu 1973 þrátt fyrir að rúmum tveim milljónum króna væri varið til áróðurs gegn sigarettureyking- um. Árið 1973 seldi ATVR 297.943.000 vindlinga, en árið áður 1972, 291.056.000 stk. Salan jókst sem sagt um 6.887.000 vindlinga. Vindlingareykingar landsmanna nema þvi sem svarar um 70 slgarettupökkum á ári á hvert mannsbarn f landinu, eða um 1.400 vindlingum. Áróöurinn, sem kostaður var af rikisfé, fólst i viðvörunar- auglýsingum i fjölmiðlum og enn- fremur mun plakötum hafa verið komiöupp, þar sem varað var viö skaösemi vindlingareykinga. Sala á reyktóbaki minnkaði hins vegar um yfir 5000 kg. Hún var 63.762 kg 1972, en 58.280 kg ’73. Vindlasala jókst úr 15.925.244 stk. árið 1972 i 17.724.340 stk. árið 1973. Neftóbakssala hefur minnkað mikið. Hún var 25.139 kg 1972, en 22.144 kg 1973. Afengissala ATVR nam 2,8 litr- um á mann árið 1972, ef miðað er við hreint alkóhól og mun hún ekki hafa minnkað árið 1973 en ekki eru enn komnar fullnaðar- tölur um áfengissölu i landinu i fyrra. Ariö 1970 var salan 2,5 litr- ar á mann af hreinu alkóhóli og 1971 2,7 litrar. Neytum við minna magns af áfengi á mann en nokk- ur önnur Evrópuþjóð, en engin ástæða er þó til að gera litið úr áfengisvandamálinu hér á landi. Innan skamms veröur greint nánar frá sölu og rekstri ATVR i frétum. Jón Kjartansson, for- stjóri Afengis- og tóbaksverzlun- ar rikisins, hefur undanfarin ár haldið blaðamannafundi eftir hver áramót, þar sem hann hefur skýrt frá rekstri stofnunarinnar og reikningum og svarað spurn- ingum. Hann er okkur vitanlega fyrstur forstöðumanna opinberra fyrirtækja til að halda fundi með fréttamönnum árlega. — SJ LEYNI-UTVARPS- STÖÐ Á HÚSAVÍK EINS og fram hcfur komið 1 hlaðinu áður, eru Húsvíkingar injög óánægðir mcö út- sendingar endurvarps- stöðvarinnar á Húsavik. Tveir ungir menn á Húsavik Iétta nú undir mcð mönnum að þola þetta ófremdarástand og hafa hafið útsendingar sjálfir. Þeir senda cingöngu út popptónlist og aðeins á kvöldin og um helgar. Timinn hafði samband viö annan þeirra félaga. — Við sendum út á SM bylgju, sagði hann. — Byrjuöum á þessu um jólin. Tækin höfum viö smiöaö sjálfir i sameiningu, en höfum sina stöðina hvor hérna i bænum. Við erum búnir að fá aðvörun frá Landsimanum að hætta þessum útsendingum og sennilega gerum við þaö einhvern daginn, enda óvist að við nennum sjálfir að halda þessu lengi áfram. Persónu- lega finnst mér allt i lagi með þessar útsendingar, þær trufla ekkert, þvi hér sendum við einir út á SM bylgju. Oðru máli gegnir um Reykjavik og Akureyri, þar sem sent er út á þeirri bylgju. — Er mikið hlustað á út- sendingarnar? — Já. a.m.k. fáum við alltaf kvartanir, ef við látum þær falla niður. —gbk AUGAÐ KOSTAÐI RÍKIS- SJÓÐ 1200 ÞÚSUND KRÓNUR ÞANN 28. desember s.l. var kveð- inn upp dómur i Bæjarþingi Reykjavikur i málinu nr. 5582 1972, máli vistmanns á Kvia- bryggju gegn dómsmálaráð- herra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd rik- issjóðs. Lögmaður stefnanda var Þorvaldur Þórarinsson lög- maður, en stefndu ólafur Stefánsson fulltrúi i fjármála- ráðuneytinu, en málið fyrir hans hönd flutti Gunnlaugur Claessen starfsmaður i fjármálaráðuneyt- inu sem prófmál til að fá héraðs- dómslögmannsréttindi. Dómari i málinu var Magnús Thoroddsen borgardómari með tveim með- dómendum, sérfræðingum i augnlækningum, þeim Pétri Traustasyni og Eiriki Bjarnasyni. Að sögn Magnúsar var dóms- orðið i stuttu máli á þá leið, að dómsmálaráðherra og fjármála- ráðherra eru dæmdir til að greiöa stefnanda 1.200 þúsund krónur i skaðabætur, auk vaxta og máls- kostnaðar. Heilbrigðisráðherra var sýknaður en krafan gegn hon- um byggðist á meintum mistök- um héraðslæknisins i Stykkis- hólmi. Sökinni er skipt i málinu, sem nanar verður vikið að hér á eftir. Vegna ógreidds barns- meðlags Erfitt er að skýra frá málinu i stuttu máli, þar sem það er mjög viðamikið. Voru málsatvik i gróf- um dráttum á þessa leið: Stefn- andi, ungur maður, var i nóvembermánuði árið 1970 úr- skurðaður til dvalar á Kviabryggju vegna ógreiddra barnsmeðlaga, sem hann átti að vinna af sér á timabilinu 1. des. 1970 til 11. júli 1971. Á þessu tima- bili vann hann aðallega i eldhús- inu. Málsatvik — Slysið Er stefnandi var að vinna i eld- húsinu á Kviabryggju þann 11. júnil971,eða réttum mánuði áður en dvöl hans þarna átti að ljúka, fer hann út á hlað til að kalla á mannskapinn i mat. Sér hann þá, að forstjóri hælisins er aö reyna aö skipta um hjörulið á drifskafti mykjudreifara. Gengur stefnandi til hans. Seinna bar þeim ekki saman um, hvað næst gerðist. Stefnandi segir, að forstjórinn hafi beðið sig að hjálpa sér, eða alla vega látið það afskiptalaust, að hann rétti hjálp- arhönd. Forstjórinn segir aftur á móti, að hann hafi ekki vitaö fyrr til, en hann hafi séð tvær hendur, er gripið hafi utan um drifskaftið milli fóta sinna. Þá hafi hann ver- ið búinn að reiða hamarinn til höggs og höggið hafi riðið af á meitil, sem hann brúkaði við við- geröina. Þá hafi hrokkið upp stál- flls (ekki er vitað, hvaðan hún hrökk, hvort það var úr hjöru- liðinum, hamrinum eða meitlin- um), sem lenti í hægra auga stefnanda, vistmannsins. Rak hann upp óp við þetta, og mátti sjá, að dreyrði úr augnalok- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.