Tíminn - 12.01.1974, Qupperneq 9
Laugardagur 12. janúar 1974
TÍMINN
9
islendingar liafa löngum státað af
þvi að vera mesta bókaþjóð i
heimi — miðað við fólksfjölda.
Hvað sem um það tná segja, er
hitt vist, að prentlistin hóf
snemrna innreið sina eftir að upp-
finning Gutenbergs kont til sög-
unnar 1454. Talið er liklegt, að
fyrsta bók, sem prentuð var á
islandi og jafnframt sú eina, sem
prentuð var fyrir siðabót, hafi
verið Brevoritum Nidrosience,
sem út kom árið 1534, þó að ekki
séu nú til af henni nema tvö blöð,
sem eru i Sviþjóð.
A 16. öld er talið að út hafi
komið milli 40 og 50 bækur á
islenzku og ber þar fyrst að nefna
Nýja testament Odds Gott-
skálkssonar biskups, sem prentað
var i Hróarskeldu 1540, og um 30
árum siðar kom út Guðbrands-
biblia, vafalaust mesta gersemi
islenzkrar prentlistar fyrr og
siðar, prentuð i Hólum.
Á 17. öld koma út um 225
islenzkar bækur, 134 prentaðar á
Hólum, 62 i Skálholti, en hinar
erlendis.
Á 18. og 19. öld fór bókaútgáfa
jafnt og þétt vaxandi, að visu
hægt framan af, en þegar liður á
19. öldina, einkum siðari hluta
hennar, fer bókaútgáfa og jafn-
framt blaðaútgáfa mjög i vöxt.
Fyrstu bóksalar á tslandi voru
farandsalar, sem ferðuðust með
bækur, ýmist á hestum eða ber-
andi bókapinkla á sjálfum sér.
Skipulag komst ekki á þessa
dreifingu fyrr en þrir framtak-
samir bókaútgefendur i Reykja-
vik tóku sig saman og stofnuðu
Bóksalafélag tslands 12. janúar
1889. Menn þessir voru: Björn
Jónsson, ritstjóri, Sigfús
Eymundsson, bókaútgefandi og
ijósmyndari, sem var formaður
og Sigurður Kristjánsson.
Fundargerðarbækur félagsins
eru allar til frá upphafi. t fyrstu
fundargerðinni er greint frá
reglum, sem samykktar voru
fyrir félagið. Þá eru þar bókuð
„viðskiptaskilyrði Bóksala-
félagsins við útsölumenn sina,”
og jafnframt er birt skrá yfir út-
sölumennina, 27 talsins.
1 dag eru útsölumenn Bóksala-
félags tslands milli 90 og 100.
Allt fram til ársins 1952 var
félagið sameiginlegt fyrir bók-
sala og bókaútgefendur, en þá var
lögum félagsins breytt þannig, að
félagar gátu einungis verið bóka-
útgefendur, enda höfðu bóka-
kaupmenn áður stofnað með sér
sérstakt félag.
Það er ljóst að þegar við
stofnun Bóksalafélags lslands
var lagður sá grunnur að starf-
semi félagsins, sem það byggir á
enn þann dag i dag.
Meginverkefnið hefur alla tið
verið að gera samninga við út-
sölumenn félagsins og hafa eftir-
lit með starfsemi þéirra. Annað
verkefni félagsins hefur jafnan
verið að standa vörð um hags-
muni bókaútgefenda og stuðla að
viðgangi bókagerðar i landinu.
Það hefur eftir föngum reynt að
fylgjast með þróun mála i
bókaútgáfu i öðrum löndum, sér-
staklega hjá þeim þjóðum, sem
okkur eru skyldastar, og reynt aö
hafa áhrif á löggjafarvaldið
þannig að aðstaða islenzkrar
bókaútgáfu væri ekki lakari en
þar tiðkast, þó það verði þvi
miður að segjast, að i þvi efni hafi
oft verið talað fyrir daufum
eyrum og ekki náðst sá árangur
sem skyldi.
Sem dæmi um þessa mismun-
andi aðstöðu má geta þess, að i
Noregi hafa stjórnvöld talið sér
skylt að styðja við bakið á
bókaútgáfu með margskonar að-
gerðum á þeirri forsendu, að
norska þjóðin, sem telur fjórar
milljónir manna, sé svo litið mál-
samfélag, að þvi sé hætta búin ef
bókaútgáfa og bókalestur drægist
verulega saman, en hér á landi, i
200.000 manna málsamfélagi hafa
stjórnvöld á umliðnum áratugum
jafnan skellt skollaeyrum við
óskum islenzkra bókaútgefenda
um hliðstæðar aðgerðir.
Það hefur alla tið verið eitt af
baráttumálum félagsins að felldir
yrðu niður tollar af bókagerðar-
efni og skal það viðurkennt, að
nokkuð hefur áunnizt i þeim
málum.
Hins vegar hefur þeirri mála-
leitan félagsins ekki verið sinnt
að fella niður söluskatt af bókum,
sem talið er sjálfsagt i ýmsum
menningarlöndum og alls staðar
hefur verkað örvandi á bóksölu.
Á siðasta alþingi var samþykkt
að endurgreiða til höfunda
upphæð, sem svarar til söluskatts
af bókum. Það er meginstefna
Bóksalafélags lslands, að á
meðan söluskattur er lagður á
bækur og honum ætlað að renna
tii höfunda, þá eigi það að vera i
réttu hlutfalli við sölu bóka hvers
höfundar.
Þrátt fyrir það orð, sem fer af
tslendingum sem bókaþjóð, þá er
ekki til i landinu neinar öruggar
tölulegar upplýsingar um þróun
bókaútgáfu og bóksölu siðustu
áratugina, en slikt er nauðsynleg
forsenda fyrir þvi að unnt sé að
ger-a sér grein fyrir hvert stefnir i
þessum efnum. Af þeim sökum
hefur Bóksalafélag lslands farið
þess á leit við alþingi, að það veiti
fé tii rannsókna á þessu sviði.
Þvi er ekki að neita, að i
nútímaþjóðfélagi hefur aðstaða
bókarinnar breytzt mjög, ekki
sizt fyrir tilkomu sjónvarps og
annarra mikilvirkra fjölmiðla.
Þetta atriði er mjög á dagskrá
innan félagsins og hefur félagið
ákveðið i tilefni afmælisins að
efna innan tiðar til ráðstefnu
meðal bókaútgefenda um stöðu
bókaútgáfu i landinu.
Svo sem áður segir var Sigfús
Eymundsson fyrsti formaður
félagsins, siðan gegndi
formennsku i félaginu Olafur
Runólfsson, Arinbjörn Svein-
bjarnarson, Pétur Halldórsson,
Gunnar Einarsson, Ragnar
Jónsson, Oliver Steinn og
Valdimar Jóhannsson. Núverandi
stjórn félagsins er þannig skipuð:
örlygur Hálfdanarson. form.,
Arnbjörn Kristinsson, varaform.,
Gisli ólafsson, ritari, Hilmar
Sigurðsson, gjaldkeri og með-
stjórnendur þeir Valdimar
Jóhannsson, Böðvar Pétursson og
Björn Jónsson. Lögfræðilegur
ráðunautur félagsins er Knútur
Bruun.
A sjötiu og fimm ára afmæli
félagsins gaf það út myndarlegt
afmælisrit, sem Sveinn Sigurðs-
son tók saman og er þar margan
fróðleik að finna bæði um sögu
félagsins og bókaútgáfu almennt.
Féiagið hefur nýlega keypt sér
húsnæði fyrir framtiðarstarfsemi
sina að Laufdsvegi 12, Reykjavik.
Setið við sjónvarp
ÞAÐ er ætlun þessa þáttar að
fjalla um sjónvarpsefni liðinnar
viku, frá sjónarhorni hins al-
nienna áhorfanda. Skal nú vikið
að sjónvarpsdagskránni fyrstu
viku ársins. Dagskráin hófst á
nýársdag með ávarpi forseta is-
lands, dr. Kristjáns Eldjárns,
hátíðlegt og smekklegt, svo sem
vænta mátti.
Að sjónvarpa frá fimleikahá-
tiðinni i Laugardalshöll á þess-
um tima, þótti mér vel til fund-
ið, einkum með tilliti til yngri
kynslóðarinnar, sem mér þykir
liklegt að hafi kunnað að meta
slikt. Erlendar og innlendar
svipmyndir frá liðnu ári voru
siðan endurteknar, vel unnir og
fróðlegir þættir. Að loknum
fréttum og veðurfregnum var
svo sýnd kvikmynd, sem sjón-
varpsmenn hafa gert um lif
fólks og fugla i Grimsey. Þessi
mynd er sannarlega áhugavekj-
andi og góð að allri gerð. Is-
lenzkir sjónvarpsmenn hafa
þegar náð góðum tökum á gerð
kvikmynda, en þessa álit ég
verðskulda sérstaka viðurkenn-
ingu.
Dagskránni lauk svo með
leikritinu „Kaupmaðurinn i
Feneyjum” eftir sjálfan Shake-
speare. Frá hendi BBC þótti
mér þetta verk einkar vel unnið,
en öðru máli gegndi um undir-
búningsvinnu islenzka sjón-
varpsins. tslenzki textinn þótti
mér eiga iila við, þótt ég þykist
viss um að þýðing Sigurðar
Grimssonar sé mjög góð. Krist-
mann Eiðsson er sagður bera á-
byrgð á þessu. Hann hefur sýnt
það og sannað, að hann er góður
þýðandi, en þarna geigaði. Hið
bundna mál naut sin ekki á
skerminum, þótt það sjálfsagt
geri það i lifandi töluðu orði á
ieiksviði.
Þáttur Bessa Bjarnasonar,
„Heyrðu manni”, hæfð+ lika
var sýndur þetta kvöid. Þar
var almenn þekking keppenda
vegin, og þvi miður hjá ýmsum
þeirra léttvæg fundin.
Auðfundið var, að reynt hafði
verið að vanda til dagskrár
þennan fyrsta dag ársins, og er
það vel.
Miðvikudaginn 2. janúar var
„Kötturinn Felix” og „Skippi”
á dagskrá. Enda þótt þessar
myndir séu einkum ætlaðar
börnum og unglingum, hygg ég
að allir geti haft ánægju af
þeim, sérstaklega áströlsku
myndunum um kengúruna
„Skippi”. Þessi myndaflokkur
er að minu viti hollt sjónvarps-
efni, afstaðan en glöggt tekin
gegn hinu illa og ranga en með
hinu góða og rétta.
Eftir fréttir og veðurfregnir
var „Lif og fjör i læknadeild” á
dagskrá, spaugilegt að vanda.
Brezka söngvamyndin „A
Hard Day’s Night” þótti mér
efnislitill og frekar litið spenn-
andi. Þótti mér samt söngur
þeirra félaga fágaður og iögin
ljúf. Bitlarnir eru sagðir upp-
hafsmenn þessarar siðu hár-
tizku karlmanna, sem sögð er
orsök vandamáls, er upp kvað
vera að koma hjá vorri þjóð.
Föstudaginn 4. janúar var
sýnd einkar fróðleg mynd um
Norður-trland, sem mér þótti
góð. Þættirnir Landshorn og
Heimshorn eru hreinasta af-
bragð, það efni vildi ég einna
sizt missa.
„Mannaveiðar” voru á dag-
skrá, spennandi að vanda, en
alls ekki við hæfi barna. Það
mætti sjónvarpið taka fram, til
h jálpar barneigendum. Þvi
miður hafði ég ekki aðstöðu til
að horfa á laugardagsskrána.
Þar hóf göngu sina fræðsluþátt-
ur um Kina, sem ég gæti trúað
að væri áhugaverður.
Læt ég þá þessu spjalli lokið
að sinni.
Kjartan Sigurjónsson