Tíminn - 24.01.1974, Síða 1

Tíminn - 24.01.1974, Síða 1
Áætlunarstaðir: Akranes - Blönduós Flateyri - Gjögur Hólmavík - Hvammstangi Rif - Siglufjörður Stykkishólmur Sjúkra- og allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Simi 40-102 Ingólfur Arnarson kemurí dag —hs—Rvik. — Hinn nýi skut- togari Bæjarútgerðar Reykjavikur, Ingólfur Arnarson, kemur i dag til heimahafnar, og verður að likindum kominn á innri höfnina um hádegisbiiið. Ingólfur Arnarson er smiðaður á Spáni og er nákvæmlega eins að allri gerðog Bjarni Benediktsson, Snorri Sturluson og Júni frá Hafnarfirði. S.mávægilegar breytingar munu þó hafa verið gerðar til að fyrirbyggja bilanir eins og þær, sem orðið hafa á hinum togurunum, nema Snorra Sturlusyni, svo sem betri oliusiur, og ennfremur var eftirlitið með smíðinni hert til mikilla muna, að sögn skrifstofustjóra Bæjarút- gerðarinnar. var mjög mikil veiöi á ioðnumiöunum Þessa mynd tók ljósmyndari Timans, Gunnar, um borð i loðnuskipinu Faxaborg I fyrrinótt, en skammt undan Stokksnesi. Faxaborg landaði aflanum á Eskifirði i gær, samtals 450 tonnum. Frysting loðnu getur hafizt innan skamms --- hlutfall hrogna komið í 7.7% 21. janúar 16-janúar var þetta sama hlutfall 5.3%. —hs—Rvik. Kynþroski loðnunnar í ár er heldur skemur á veg kominn en á sama tima i fyrra samkvæmt upplýsingum sem blaðiö aflaði sér frá Hafrann- sóknarstofnuninni. Þetta bendir enn frekar til þess, að loðnu- vertiðin verði a.m.k. jafn löng og i fyrra og gæti hugsanlega orðið lengri. Eins og kunnugt er, hefst frysting á loðnu fyrir Japans- markaö ekki fyrr en hlutfall hrogna er orðið 10% af heildar þunga fisksins. Samkvæmt upp- lýsingum frá Sveini Sveinbjörns- syni, fiskifræðingi, var tekið sýnishorn þann 21. jan. s.l. og var hlutfallslegt magn hrogna þá komið upp i 7.7% að meðaltali, en Hæstaréttardómur: Ríkissjóður sýknaður í Laxalónsmálinu —hs—Reykjavik. — Hæsta- réttardómur er failinn I Laxa- lónsmálinu svonefnda, þar sem Skúli Pálsson I Laxalóni var gagnáfrýjandi en land- búnaðarráðherra og fjár- málaráðherra f.h. rikisins, aðaláfrýjandi. Skúla var i undirrétti dæmdar bætur sem námu kr. 119.250,-, en I Hæsta- rétti er ríkissjóöur sýknaður með öllu, af kröfu Skúla um 238.500,- kr. bætur auk vaxta frá 1965. Mál þetta hefur langan að- draganda eða frá árinu 1951, þegar Skúli leitaði leyfis til að rækta regnbogasilung og fékk leyfi Landbúnaðarráðuneytis- ins til að flytja inn hrogn. Ráðuneytið synjaði útflutn- ingi á silungi árið 1964, „vegna mögulegrar smitunarhættu”, en haföi áður leitaö umsagnar veiðimálastjóra, sem sagði I bréfi til ráðuneytisins, að yfir- dýralæknir væri sér sammála um, að fyllsta varfærni væri nauðsynleg I þessu máli. Skúli Pálsson reisti fébótakröfu sina gagngert á reglum um fébótaábyrgö rik- issjóös vegna ólögmætrar úrlausnar stjórnvalds, þ.e. að synjun á umsókn hans um flutning hrogna og eldis- silungs úr fiskræktarstöð hans hafi verið reist á ómálefnis- legum grunni. Rikissjóður reisti sýknu- kröfu sina á þvi, að Skúli hafi ekki sýnt fram á, að hann hafi fullnægt skilyrðum, er land- búnaðarráðuneytiö setti hon- um varðandi innflutning á hrognum og meðferð þeirra árið 1951, einkum er varðar sótthreinsun hrognana. Rannsóknir hafi ekki hnekkt óvissu og mat ráðuneytisins á umsókninni hafi stuðzt við umsagnir sérfróðra manna. 1 hæstaréttardóminum segir: „Vegna reynslu fyrri ára og með tilliti til fræðilegra viðhorfa var eðlilegt, að ráöuneytið teldi, að gjalda bæri varhug við flutning og dreifingu erlendra dýrateg- unda innanlands, ekki sizt vegna smithættu, en hér er um stjórnarathöfn að ræða, sem hlitir mati ráðuneytisins. Er eigi sannað, að ákvörðun ráðuneytisins sé reist á ómálcfnislegum grundvelli né Framhald á 19. siðu 1 sýnishornum sem tekin voru frá 16.-31. janúar i fyrra, aðal- lega þó um og upp úr 20. janúar, var hlutfall hrogna af heildar- þunga 10.6%-11.9%. Hlutfallið er þannig nokkru minna en á sama tima i fyrra, en samt sem áður má búast við þvi, að unnt verði að hefja frystingu innan skamms. Sveinn sagði i viðtali við blaðið, að margar orsakir gætu legið til þess, að kynþroskinn væri minni nú en á sama tima i fyrra, en þyngst á metunum væri liklega sjávarhitinn sem væri minni núna. Hann sagði að lokum, að ekki þyrfti að búast við styttri vertið i ár en siðast liðið ár og benti orðið ýmislegt til þess. Loðnan fer að hrygna þegar hlut- fall hrogna af heildarþunga er orðið 30% og þar yfir, en ekki er þar með sagt að hún hætti að veiðaster þvi marki er náð. Hlut- fallið náði þessu marki i fyrra á timabilinu frá 1-15. marz. Vestfirðingar óttast mikla byggðaröskun — ef ekki verður skjótt brugðið við JH—Reykjavik — Stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða kviðir mjög þeim áhrifum, sem hinn mikli munur á kostnaði við upphitun húsa, eftir þvl hVaða orka er til þess notuð, muni leiða til mikillar og háskalegrar byggðaröskunar. Tlminn hefur áður skýrt frá þvl, hversu háttar um orkumál vestra, og I gær dreifði stjórn fjórðungssambands til f jölmiðla greinargerö um þetta og önnur mál, sem mikils varð- andi eru fyrir Vestfirði. I plöggum þeim, sem blaðið fékk i hendur i gær, er vakin athygli á þvi, að mikil fólks- fækkun hafi orðið á Vestfjörðum á árabilinu 1950-1972, þar á meðal stöðum, sem leggja hlutfallslega mjög mikið i þjóðarbúið. Mikil fólksfækkun hefur orðið á þessu timabili á Hólmavik og Bildudal, en minni á Súðavik og litil á Isa- firði, og á Vestfjörðum i heild hefur fólki fækkað um 1241 — úr 11.166 i 9.925. Bætist nú við stór- aukinn munur á einum megin- þættinum við lifskostnað fólks, húsahitunina, hlýtur enn að siga á ógæfuhlið. Gegn þessu hyggst Fjórðungs samband Vestfjaröa skera upp herör, eins og fram kom i Timanum i gær, og hefur skorað á alþingi og rikisstjórn að taka þessi mál til alvarlegrar at- hugunar og afgreiðslu. Bendir hún i þvi sambandi á þá þrjá val- kosti, er getið var i Timanum i gær — orkuskatt, viðlagagjald til aðstöðujöfnunar og sérstakar skattaivilnanir. Yfir 60 félög hafa samþykkt vinnustöðvun —hs—Rvík.— Um nónbilið i gær höfðu liðlega 50 af aðildarfélögum A.S.l. tilkynnt heimild til vinnu- stöðvunar. Auk þessara 50 voru mörg búin að samþykkja án þess að tilkynna það á skrifstofu A.S.Í. Að sögn Ólafs Hannibals- sonar, skrifstofustjóra A.S.I. I gær, voru rúmlega 60 félög alls búin að fá heimild til vinnustöðvunar, en 50 búin að tilkynna. Allmörg félög boðuðu til funda i gær og sagði Ólafur, að hann bygg- ist viðþvi, að flest yrðu aðildarfélögin búin að fá heimild um helgina. Aöildarfélög A.S.I. eru samtals 155, en mörg þeirra skiptast i smærri einingar og deildir, samtals 225. Sáttafundur hófst i gær kl. 14 og siðasti fundur var i fyrradag og stóð frá 14-19.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.