Tíminn - 24.01.1974, Qupperneq 3

Tíminn - 24.01.1974, Qupperneq 3
Fimmtudagur 24. janúar 1974. TÍMINN 3 Almennur fundur her- stöðva- andstæðinga SAMTÖK herstöðvaandstæðinga gangast fyrir almennum fundi i Háskólabiói n.k. sunnudag þ. 27. jan. kl. 2.30 e.h. Fundurinn er haldinn til að leggja áherzlu á kröfuna um að herstöðvasamningnum verði tafarlaust sagt upp og herstöðvarnar lagðar niður. Herstöðvaandstæðingar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Dagskrá hans verður nánar auglýst næstu daga. Skákþingið: Lokaumferð sennilega á sunnudag NÍUNDA UMFERÐIN á skák- þingi Reykjavíkur var tefld i fyrrakvöld. Þar vann Gunnar Gunnarsson Jóhann Þóri Jónsson. Leifur Jósteinsson vann Andrés Fjeldsted. Július Friðjónsson vann Björgvin Viglundsson, og Bragi Ilalldórsson vann Björn Halldórsson. Skákin hjá Benóný Benedikts- syni og Ómari Jónssyni fór i bið, og einnig skák þeirra Jóns Þ. Þór og Björns Jóhannessonar. Jón Þ. Þór er ennþá efstur með 6 1/2 vinning og biðskák. f. 2.-3. sæti eru Leifur Jósteinsson og Bragi Halldórsson með 6 vinninga. 1 b- riðlinum er Helgi ólafsson efstur með 7 vinninga. í öðru sæti þess riðils er Gylfi Magnússon með 6 vinninga og tvær biðskákir. Tiunda umferðin verður tefld i kvöld, fimmtudagskvöld. Að sögn heimildarmanns blaðsins, Jóns Pálssonar, verður siðasta umferðin sennilega tefld á sunnu- daginn kemur, 27. febrúar. Biðskákir verða þá tefldar á föstudag og laugardag, ef þörf krefur. Skipað í Kjaranefnd EFTIRTALDIR menn hafa verið skipaðir i Kjaranefnd til næstu fjögurra ára frá 1. janúar 1974 að telja, sbr. 24. gr. 1. nr. 46/1973 og ákvæði til bráðabirgða i þeim lög- um: Páll S. Pálsson, hrl. formaður Ragnar ólafsson, hrl. varafor- maður og Ólafur Björnsson, prófesor skipaðir af Hæstarétti, en til vara: Arni Vilhjálmsson, prófesor, Soffia Ingvarsdóttir, frú, og Árni Guðjónsson, hrl. Fjármálaráðherra hefur skipað Baldur Möller, ráðuneytisstjóra, sem nefndarmann og Brynjólf Ingólfsson, ráðuneytisstjóra sem varamann. BSRB hefur tilnefnt Kristján Thorlacius, deildarstjóra, sem nefndarmann og Sólveigu Ólafs- dóttur, frú, sem varamann. BHM hefur tilnefnt Stefán Her- mannsson, verkfræðing sem nefndarmann og Ragnar Aðal- steinsson, hdl, sem varamann. Vélar tor- fengnar frá Bretlandi ILLA horfir með innflutning véla frá Bretlandi á þessu ári, segir i fréttabréfi Sam- bands islenzkra samvinnu- félaga. Orsökin er sú, hversu atvinnuástand hefur verið þar örðugt að undanförnu, og er alll í óvissu, hvenær úr rætist. Arnór Valgeirsson, fram- kvæmdastjóri Dráttarvéla, ráðleggur mönnum ein- dregið að ráða það við sig hið allra fyrsta, hvaða vélar þeir hyggjast kaupa. Það er von að þau séu hýr á svipinn, því sildarréttirnir smakkast aideilis stórkostlega. F monsen, veitingastjóri, Sylvia Jóhannesdóttir, yfirsmurbrauðsdama, Gunnar Friðjóns sveinn og Magnús Björgvinsson, framreiðslumaður. (Timamynd GE) Síldarborðið á Hótel Esju fjölbreytt og vinsælt SB—Reykjavik — Hótel Esja býður þessa dagana og á næst- unni upp á síldarrétti i hádeginu á virkum dögum. Þarna er úr sautján tegundum að velja, en ekki verða þó nema 8-10 tegundir á borðum hvern dag. Með er borið brauð, og heitar kartöflur. Þetta er i annað sinn, sem Esja hefur sildarrétti sina á boðstóln- um, en þessi nýbreytni var ákaf- lega vinsæl i fyrravetur. Máltiðin kostar 550 krónur og má hver borða eins og hann getur i sig látið. Meðal réttanna má nefna Marineraða sild, Tómatsild, Rússneskt sildarsalat, Sherry- sild, Dillsild, Rjómasild, Mintsild, Loðnu og sardinur og svo fjórar tegundir sem hvergi eru á borðstólnum nema á Esju: Hvannarótarsild, skyrsild, fær- eyska sild og norskt sildarsalat. Það eru þau Sylvia Jóhannesdótt- ir, yfirsmurbrauðsdama og Gunnar Friðjónsson, yfirmat- sveinn, sem eiga heiðurinn af þessum Ijúffengu réttum. Sylvia er færeysk og var i fjögur ár i Danmörku við nám i tilbúningi kaldra rétta og þess háttar. Þess má geta, að hægt er einnig að fá sildarrétti á kvöldin og um helgar, en þá er ekki allt þetta úrval á boðstólnum. AAjög mikil lodnuveiði — heildaraflinn orði allar þrær að fyllast —hs—Rvik. Frá þvi á miðnætti i fyrrinótt og fram til kl. 19 i gær höfðu 35 skip tilkynnt um afla, samtals 10505 lestir. Auk þess til- kynntu 26 skip um afla á tima- bilinu frá kl. 19 i fyrradag, er Timinn hafði siðast samband við Loðnunefnd, til miðnættis, sam- tals 6570 lestir. A einum sólar- hring höfðu þvi 61 skip tilkynnt in 36.000 lestir og fyrir austan um afla, samtals 17.075 lestir. Um kl. 19 i gær var búið að tilkynna um samtals 36.000 lestir frá þvi að loðnuvcrtiðin hófst. Að sögn Jóhanns Guðmunds- sonar, eins af nefndarmönnum Loðnunefndar, var veiðisvæðið rétt við Stokksnes. Hann sagði, að þróarrými væri að fyllast á suðurfjörðunum en i gærmofgun losnaði 1000 tonna rými i Nes- kaupstað. Ennfremur væri eitt- hvaðrými á Seyðisfirði og minna á Reyðarfirði. Má þvi búast við þvi að hvað úr hverju verði löndunarbið á höfnunum. Fréttarritari blaðsins á Horna- firði, Aðalsteinn Aðalsteinsson, sagði i gær, að menn teldu al- mennt að orkumálum staðarins væri nú borgið, og væri unnt að bræða og frysta loðnu þess vegna. Bræðsla hefst þar um helgina. Framhald á bls. 19 Mývatnsbotnsmálið: Héraðsdómara bar að synja um útgáfu stefnunnar Lögmæt skilyrði til þess, að sóknaraðilar höfðuðu þetta mál og rækju sem eignardómsmál, hafa brostið S.P.—Reykjavik — Ekki gerist það oft, en kemur þó fyrir, að fyrir llæstarétti sé hinn kærði dómur og meðferð máls i héraði dæmd ómerk og málinu visað frá héraðsdómi. Slik varð þó raunin á i Mývatnsbotnsmálinu marg- fræga, en dómur á þá leið var kveðinn upp i Hæstarétti á föstu- daginn i siðustu viku, 18. janúar. Stefnandi i málinu er eins og kunnugt er eigendur og ábúendur jarða, er lönd eiga að Mývatni, en stefndu fjármálaráðherra f.h. rikissjóðs, hreppsnefnd Skútu- staðahrepps f.h. hreppsins og i þriðja lagi eigendur og ábúendur lögbýla i Mývatnssveit, sem ekki eru talin eiga lönd að Mývatni. Lögmaður stefnanda er Páll S. Pálsson hrl, en stefndu Guðmundur Skaftason hrl. 1 dómi Hæstaréttar segir, að telja verði, að lögmælt skilyrði til þess, að sóknaraðilar höfðuðu þetta mál og rækju sem eignar- dómsmál samkvæmt 220. gr. laga nr. 85 frá 1936, hafi broslið, og hafi héraðsdómara borið að synja um útgáfu stefnu. Af gögnum málsins verði ekki séð, að sóknaraðiljar hafi óskað leyfis héraðsdómara til höfðunar máls- ins með þeim hætti, sem boðið er i fyrrnefndri lagagrein, og lagt fyrir hann nauðsynleg gögn til stuðnings beiðni sinni um útgáfu eignardómsstefnu. Segir i dómn- um, að héraðsdómara hafi ekki verið heimilt að gefa út eignar- dómsstefnuna fyrr, en hann hafi kynnt sér beiðni sóknaraðilja og þau gögn, sem henni áttu að fylgja og gengið þannig úr skugga um, að fullnægt væri laga- skilyrðum til höfðunar eignar- dómsmáls, bæði að þvi er varðaði form og efni (Leturbr. blaða- manns). Máliö rakiö sem eignar- dómsmál Málið var upphaflega höfðað með opinberri stefnu, sem gefin var út 13. september 1971 og birt i Lögbirtingablaöinu. 1 stefnunni er stefnandi talinn ..Veiðifélag Mývatns vegna eigenda og ábú- enda jarða við Mývatn" og er þvi lýst, að hann. þ.e. stefnandinn, þurfi að höfða ..eignardómsmál". Ilefur málið siðan verið rakið sem slikt. Framhald á bls. 19 Kosningarnar í Einingu i forystugrein i Ilegi á Akur- eyri sl. laugardag er fjallað urn kosningarnar i Verkalýðs- félaginu Einingu i Akureyri og þá kjarasamninga, sem fyrir dyrunt standa. Greinin er skrifuð fyrir kosningarnar i Einingu, cn eins og kunnugt er beið stjóru félagsins afhroð i kosningunum, en listi Jóns Helgasonar og fl. vann mikinn sigur. i greininni segir: „Talið er, að um það bil helmingur af öllu vinnuafli þjóðarinnar sé innan vébanda Alþýðusambands islands. Þar að auki eru aðilar til hliðar við það, starfsmenn rikis og bæja, opinbcrir starfsmcnn, far- og fiskimenn. Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri er langstærsta verkalýðsfélagið utan Reykja- vikur og telur á átjánda hundrað félagsmenn. Af þeim eru 11-1200 á Akureyri en siðan dcildir á Dalvik, Ólafsfirði, llrisey og svo eru félagsmenn á við og dreif á félagssvæðinu. Eining er svo fjölmennt félag, að ef þvi er vel og röggsam- lega stjórnað, er það eitt af I y k i 1 f é I ö g u m v e r k a I ý ð s - hreyfingarinnar og getur haft þar úrslitaáhrif, svo sent dæmin hafa sýnt, bæði með stefnumótun og i þvi að leysa harða kjarabaráttu fyrst félaga. i stöðu verkalýðsfélaganna nú i samningamálum. er gott að minnast þeirra miklu umskipta á kjörum fólks, er varð þegar núverandi riki- . stjórn tók við völdunt 1971. Þá voru litlu siðar eða 4. desember gerðir þeir stærstu kjarasamningar, sem nokkru sinni höfðu verið gerðir. Þá varsamiðum 40 stunda vinnu- viku og kaupið hækkað á tveggja ára timabili uni 14%. Niðurstaðan af þessu er sú, að i tið núverandi stjórnar hefur orðið nteiri kaupmáttar- aukning verkafólks en á nokkru öðru jafnlöngu tima- bili. Breytt víðhorf Samkvæmt þessu átti grundvöllur að vera góður til þess að framlengja þessa samninga með hófsamlegum hækkunum, sem þjóðarbúið og a t v í n n u r e k e n d u r g æ t u sannanlega staðið undir. Megin stefna kröfugerðar- innar er sú, að bæta laun þeirra lægst launuðu, og ríkis- stjórnin hefur fyrir sitt leyti fallist á þá stefnu og atvinnu- rekendur nú einnig að nokkru. Þessi aðalstcfna á þvi fylgi að fagna. Hitt greinir ntenn á um, hve mikil kauphækkun sé möguleg og skynsantleg. Þær kröfur, sem verkalýðs- hreyfingin gerðu nú. eru, ef allt er reiknað um 130-150% hækkun á rauntekjum, en slik- ar kauphækkanir eru óþekktar i öllum löndum og eru þvi óraunhæfar. En þessar ntiklu kröfur hafa m.a. tafið mjög samningaviðræður. en þeint er að sjálfsögðu einkuin stefnt að atvinnurekendum en einnig að rikisvaldinu. Nú hefur samningstaðan breytzt mjög til hins verra, vegna versnandi viðskipta- kjara þjóðarinnar og niá þar minna á oliukreppuna. Þó inun vera svigrúm til þess að hækka laun láglaunafólks verulega". —TK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.