Tíminn - 24.01.1974, Qupperneq 4

Tíminn - 24.01.1974, Qupperneq 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 24. janúar 1974. Sovézkur olíuskortur Sovézki oliusérfræðingurinn Ruben Andreasjan hefur i viðtali við timaritið Novoe Vremja visað á bug vestrænum blaðaskrifum um oliuskort i Sovétrikjunum, sem hreinum uppspuna. Sovétrikin eru nú eitt mesta oliuútflutningsland heimsins, segir hann. Á árinu 1972 var útflutningurinn 76.2 milljónir tonna af hráoliu, og við það bætist mikið magn af oliu- vörum. A árinu 1972 voru fluttar inn 7.8 milljónir tonna af oliu til Sovétrikjanna, eða lauslega reiknað 1/10 hluti út- flutningsins. Sovétrikin kaupa oliu frá Arabalöndunum samkvæmt tilmælum frá Arabalöndunum, sem á þennan hátt borga lánin, sem Sovétrikin veita sem vina- aðstoð. Olia, sem keypt er i Arabalönd- unum er flutt aftur út úr Sovét- rikjunum til hinna sósialisku landanna með samþykki Araba. • • Fimmtíu tónlistarskólar t Sovétlýðveldinu Tadsjikistan, sem I eru rúmlega 3 milljónir Ibúa, hefur nýlega verið vigður 50. tónlistarskóli landsins. Hann er I borginni Knorog, og meðal nemenda er stór hópur barna frá Isjkasjimhéraði, sem liggur hátt upp i Pamirf jöllum. Auk al- mennra námsgreina og tón- listarfræði læra börnin i þessum skóla að spila á slaghörpu og ýmis hljóðfæri alþýðutónlistar. Þriðji hver ibúi i Tadsjikistan leggur stund á einhvers konar nám. — Táknrænn árangur, þegar það er haft i huga, að árið 1917 kunnu 98% ibúanna ekki að lesa. Vinna meiri kol Kolanámumenn i Kuznetsk i Siberiu unnu úr jörðu á sl. ári rúmlega 125 millj. tonn af kol- um, og er það 4 millj. tonna aukning frá árinu 1972. Aukn- ingin stafar að mestu leyti af auknum vinnuafköstum. • • Atlas yfir vatns- jafnvægið i heiminum Visindamenn nokkurra rann- sóknastofnana i Leningrad hafa gert atlas yfir vatnsjafnvægi i heiminum, og er það sá fyrsti sinnar tegundar i visindabók- menntum heimsins. 1 honum eru 65 marglitar myndir. Þær sýna árangur rannsókna á úr- komu og uppgufun i öllum álf- um, rennsli ánna, sem falla I höfin, ástand vatnsbirgða i ýmsum heimshiutum og sér- ^kenni hafsins við Antarktiku. íþróttakona snýr aftur Ljúdmila Titova, Olympiu- meistari frá Grenoble, verð- launahafi leikanna i Saphoro og margfaldur Sovétmeistari, hef- ur undanfarið ekki tekið þátt i keppnum i skautahlaupi. ,,Ná- kvæmar sagt, kom ég ekki út á isinn I 500 daga”, segir iþrótta- konan. Ástæðan fyrir þessu langa hléi er skiljanleg, — hún varð móðir og bráðum verður Sasha, sonur hennar ársgamall. En Titova byrjaði á æfingum á ný i sumar. Ljúdmila sagði, að fyrstu skrefin á ísnum hefðu verið erfið, er hún byrjaði æfingar á skautunum á nýjan leik. Mesta uppörvun varð henni aö þvi að lesa dagbækur Valen- tinu Steninu, sem þrisvar sinn- um varð heimsmeistari i skautahlaupi, einkum sá hluti dagbókanna, sem hún skrifaði stuttu eftir, að hún varð móðir. Stefnina náði sinum bezta árangri á isnum eftir fæðingu barnsins. Ég hafði mikið gagn af að lesa dagbækurnar, og hvernig hún segir frá byrjunar- æfingum sinum og erfiðleikum, sem hún varð að yfirvinna til þess að ná aftur fyrri leikni sinni. Eiginmaður Ljúdmilu, Anatoli, var oft viðstaddur æfingar hennar og tók kvik- myndir af fyrstu æfingunum á isnum. Siðan athuguðu þau hjónin mistök, sem hún gerði og skoðuðu myndina aftur og aftur. Þau eru bæði verkfræðingar að mennt og hann hefur mikið yndi af skautaiþróttinni, en leggur ekki stund á hana fyrir alvöru. Ljúdmila hefur skrifað töluvert um iþróttir og fyrir stuttu lauk hún við handrit af bók, sem nefnist ,,Frá ryðguðum skauta til fljúgandi Hollendings”. 1 bókinni er sagt frá æskuminn- ingum hennar og hvetur hún æskuna til að stunda þessa skemmtilegu iþrótt. Hún segir frá æskuheimili sinu i Zabaikal i Austur-Siberiu, þar sem for- eldrar hennar bjuggu og hún og eldri bræður hennar stunduðu mikið skautaiþróttina á veturna. Þeir eru einnig góðir skautahlauparar og voru fyrstu kennarar Ljúdmilu og hvöttu hana mjög, þegar þeir sáu hve dugleg hún var. Nú býr Ljúd- mila i Moskvu ásamt manni sin- um og barni. Foreldrar hennar, semerukominá eftirlaun, hafa flutt til hennar þar. Gæta þau litla drengsins, þegar mamma hans er að æfa sig eða keppa, en nú stundar hún æfingar af miklu kappi til að ná sem beztum árangri á Olympiuleikunum 1976. Eins og við sjáum hér á myndunum er Ljúdmíla hin lag- legasta stúlka og fallegar eru hreyfingar hennar i skaut- ahlaupinu. DENNI DÆMALAUSI Við ætlum að skreppa i burtu i dag, Wilson, svo þú verður að reyna að finna upp á einhverju sjálfur i þetta sinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.