Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.01.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 24. janúar 1974. IIMIII ■ Varnir gegn heilsutjóni af völd í samkomuhúsum um AGÚST Þorvaldsson hefur lagt fram á Alþingi ásamt þeim Oddi Ólafssyni, Geir Gunnarssyni, Júni Armanni Héðinssyni og Karvel Pálmasyni tillögu lii ■ Verndun Mývatns Magnús Torfi Ólafsson mælti i neðri deild i gær fyrir frumvarpinu um verndun Mývatnsog Láxár. Áður hefur verið skýrt itarlega frá efni þessa frumvarps hér i blaðinu. Málinu var visað til 2. um- ræðu og nefndar. Viðskiptamenntun á framhaldsstigi Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, mælti i efri deild i gær fyrir frum- varpi um viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi. Áður hefur verið gerð itarleg grein fyrir efni frumvarpsins hér i blaðinu. Auk ráðherrans talaði Halldór Blöndal, en málinu var síðan visað til 2. umr. og menntamálanefndar. Fyrirspurnir Eftirfarandi fyrirspurnir hafa verið lagðar fram i sam- einuðu þingi: Til samgönguráðherra um ábyrgð vegna mistaka við hönnun hafnarmannvirkja á Akureyri Frá Lárusi Jónssyni 1. Hverjar eru helstu niður- stöður nýútkominnar skýrslu danskra sérfræðinga um burðarþol og hagnýtt gildi nýrra hafnarmannvirkja við Oddeyrartanga á Akureyri? 2. Hyggst ráðherra láta kanna til hlitar, hver beri ábyrgð á mistökum við hönnun mann- virkjanna, svo að réttur aðili beri kostnað, sem af þeim stafar? Til iönaðarráðherra um orku- sölu Landsvirkjunar til Norð- iendinga. Frá Lárusi Jónssyni. 1. Hvenær telur ráðherra, að Landsvirkjun geti selt Norð- lendingum örugga raforku um fyrirhugaða háspennulinu frá Landsvirkjunarsvæðinu til orkuveitusvæðis Laxár- virkjunar? 2. Telur ráðherra, að for- maður stjórnar Lands- virkjunar hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann sagði i fjöl- miðlum, að Landsvirkjun væri ekki aflögufær með orku til Norðlendinga fyrr en á árinu 1977? 3; Telur ráðherra, að Lands- virkjun geti selt Norðiend- ingum orku við svipaðar að- stæður og sköpuðust i nóvem- ber og desember s.l? 4. Hefur ráðherra i hyggju að gera bindandi samning við stjórn Landsvirkjunar um orkusölu til Norðlendinga, ef háspennulina norður verður reist, og að fyrst og fremst verði stefnt að þvi á næstu árum að afla Norðlendingum innlendrar raforku á þann hátt? Til iandbúnaðarráðherra um mjólkursölumál Framhald á 19. siðu þingsályktunar um varnir gegn heilsutjóni og heyrnarskemmd- um af völdum hávaða i sam- komuhúsinu. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á rik- isstjórnina að láta rannsaka, hvort heilsutjón og heyrnar- skemmdir geti orsakast af há- vaða hjá hljóðfærum danshljóm- sveita á skemmtistöðum. Komi i ljós við slika rannsókn, að þessi hávaði sé heilsuspillandi, skal rikisstjórnin leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um varnir gegn hávaðameníun á skemmtistöð- um.” 1 greinargerð með tillögunni segir: „Það er kunnugt, að mikill hávaði er talinn vera heilsuspill- andi og geta orsakað heyrnar- skemmdir. Af þeim sökum munu viða gilda ákveðnar reglur um varnir gegn miklum hávaða á vinnustöðum. A siðustu árum hefur gætt auk- ins hávaða i samkomuhúsum, þar sem hljómsveitir leika fyrir dansi. Er það álit að minnsta kosti sumra löggæslumanna, sem alllanga reynslu hafa af eftirliti á danssamkomum, að hávaðinn frá hljóðfærum þeim, sem þar eru notuð og tengd eru við magnara til að auka hljómstyrkinn, auki greinilega á hegðun margra sam- komugesta til hins verra og að auki hljóti slikur hávaði að vera stórhættulegur fyrir heyrn manna. Fyrir nokkrum árum lét lög- reglan i Arnessýslu mæla tón- hæðina i nokkrum samkomuhús- um þar, og reyndist hún vera fyrir ofan þau mörk, sem hættulaus geta talist. Agúst Þorvaldsson - maður tillögunnar. ■ 1. flutnings- Félag áfengisvarnanefnda i Arnessýslu hefur fyrir allmörg- um árum tekið þetta mál til um- ræðu, og i vetur gerði það eftir- farandi ályktun um það: „Aðalfundur Félags áfengis- varnanefnda i Arnessýslu, hald- inn á Selfossi 16. desember 1973, leggur að marggefnu tilefni áherzlu á hættu, er fólki, sem sækir opinberar samkomur, er búinn af þeim gegndarlausa há- vaða, sem ýmsar danshljóm- sveitir temja sér. Þvi beinir fund- urinn þeirri áskorun til stjórn- valda, að þau hlutist til um, að hið fyrsta verði sett lög, sem tryggi, að fólk biði ekki heilsutjón af völdum hávaðamengunar i sam- komuhúsum.” Skattalækk- anir og vísitölumál I NEÐRI DEILD var i gær framhaldið 1. umræðu um frumvarp Sjálfstæðismanna um lækkun tekjuskatts, en umræðan hafði hafizt fyrir jólahlé. Gunnar Thoroddsenræddi ýmis atriði frum- varpsins og taldi að i þvi fælist hliðstæð breyting og viðreisnar- stjórnin hefði beitt sér fyrir 1960. Þá sagði Gunnar, að annað hvort yrðu bæði beinir og óbeinir skattar að vera inn i visitölunni eða þeir báðir óháðir visitölunni. Nú eru óbeinir skattar inni i visitölunni en ekki beinir skattar. Halldór E. Sigurösson, fjármálaráðherra, sagði, að það væri rétt, að beinir skattar, hefðu verið lækkaðir með skattalaga- breytingunni 1960. En fram hjá hinu væri ekki unnt að horfa, að á 12 ára valdaferli viðreisnarstjórnarinnar hefði orðið á þessu mikil breyting og ekki sérstaklega til að hrósa sér af. En ef gera ætti samanburð við þær skattalagabreytingar, sem núverandi rikisstjórn hefði beitt sér fyrir við skattlagninguna 1972 þá yrði að hafa í huga, að þá voru lagðir niður persónuskattarnir og sjúkrasamlagsgjöldin. Skv. fjárlögum þessa árs að óbreyttum skattalögum hefðu einstaklingar orðið að greiða i persónuskatta 2.300 milljónir króna og sveitarfélögin hefðu orðið að greiða 1150 milljónir vegna þeirra pósta, sem af þeim var létt með skatta- lagabreytingunni 1972. Samtals eru þetta 3450 milljónir króna. Þetta verður að taka með i samanburði við fyrri skattalög og væri það gert i samanburði milli áranna 1971 og 1972 hefði tekju- skattur aðeins hækkað um 1230 milljónir króna hjá einstakling- um, en tekjuaukning hjá þeim milli þessara ára varð mikil. Þá sagðist fjármálaráðherra taka undir við Gunnar Thorodd- sen um nauðsyn þess að bæði óbeinir skattar og beinir skattar væru utan visitolu. Ráðherrann upplýsti, að innheimta skatta hefði farið batnandi i tið núverandi rikisstjórnar og hefði innheimtuprósentan komizt i 75% á árinu 1972 og hefði aldrei orðið hærri. Þá itrekaði hann að gefnu tilefni það meginatriði i sambandi við hugmyndir þær, sem fram hefðu komið um að gera tekju- skattinn að brúttóskatti, að ekki væri meiningin að fella alla frá- dráttarliði niður, heldur væri hugsunin sú, að þeir kæmu ekki til frádráttar fyrr en eftir að skattlagning færi fram en ekki á undan eins og nú ætti sér stað. Ráðherrann sagði, að i þeim viðræðum, sem fram hefðu farið milli rikisstjórnarinnar og fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar um lækkun beinna skatta og upptöku óbeinna skatta I staðinn hefði verið lögð áherzla á, að það yrði liður i breytingum yfir til skyn- samlegri skipunar visitölumálanna. Hömlur á vínveiting- um á vegum ríkisins Frumvarp Ingvars Gíslasonar og Heimis Hannessonar: Ingvar Gislason og Heimir Hannesson lögðu fram skömmu fyrir jól frumvarp um hömlur á vinveitingum á vegum rikisins. Frumvarp þetta var á dagskrá neðri deildar i gær, en var tekið út af dagskrá. Verður það væntanlega tekið tii umræðu einhvern næstu daga. Efni frum- varpsins er svohljóðandi: 1. g. Gæta skal hófs i veitingum áfengra drykkja i gestaboðum og öðrum samkvæmum á vegum rikisins. Islenska rikinu er óheimilt að standa fyrir sérstökum vinboðum (cocktailboðum) hér á landi, en heimilt er að veita vin i opinberum matarveislum. 2. gr. Ákvæði 1. gr. eiga einnig við um Alþingi og rikisbanka, svo og hvers kyns stofnanir, fyrir- tæki, ráð og nefndir, sem heyra undireða eru i tengslum við rikið. Dómsmálaráðuneytið sker úr, ef ágreiningur ris um gildissvið laga þessara. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. I greinargerð segja flutnings- menn: Almenn áfengisneysla fer mjög vaxandi hér á landi og veldur mörgum verulegum áhyggjum. Ekki þarf að fara i grafgötur umþað, að viðtæk misnotkun áfengis er fylgifiskur hinnar al- mennu neysluaukningar og viðteknu drykkjutisku i landinu. Afengisböl er mikið á tslandi og birtist i ýmsum myndum. Afengissýki er útbreiddur sjúkdómur, áfengi er slysavaldur og ofneysla þess orsök vanrækslu i störfum og undirrót margs konar ógæfu i þjóðfélaginu. Auk þess er óhófsdrykkja illþolandi smekkleysi og menningar- skortur. Þótt flm. þessa frumvarps telji naumast raunhæft að ræða algert vinbann eða óskorað vinbindindi meðal Islendinga, þá teljum við tima til þess kominn, að ráða- menn þjóðarinnar gefi fullan gaum að ástandi áfengismálanna og geri sitt til þess að koma i veg fyriróhóflega vinnautn, m.a. með þvi að setja meiri hömlur en nú gerist á vinveitingar hins opinbera. Má ætla, að slikar hömlur verði öðrum fordæmi um takmörkum vinveitinga, þ.á.m. sveitarfélögum. Með þessu frv. er mörkuð sú almenna stefna, að rikið skuli gæta hófs i vinveitingum. Þar með er þó ekki verið að gefa i skyn, að opinberir aðilar ástundi óhóf i þessum efnum. Slik ásökun er fjarri flm., enda á hún ekki við rök að styðjast. Hins vegar mun það henda i opinberum gesta- boðum, sem algengt er á íslandi yfirleitt, að áfengis sé neytt i óhófi, ef það er um hönd haft á annað borð. Einkum er hætta á óhóflegri drykkju i hinum sér- stöku vinboðum (cocktail- boðum), sem nú er algengt form gestamóttöku, bæði hjá riki og einkaaðilum. Flm. telja það spor i rétta átt, að vínboð séu aflögö sem þáttur i risnu hins opinbera. í rauninni eru vinboð fánýt samkvæmi og Ingvar Gislason ekki þess virði, að þeim sé við haldið. Það er helsta nýmæli þessa frv., að islenska rikinu skuli óheimilt að efna til cocktail- boða hér innanlands, en yrði eftir sem áður leyfilegt að halda vinboð erlendis, enda erfiðleikum háð að láta islensk lagafyrirmæli gilda i útlöndum. 1 1. gr. frv. er að finna almenna stefnuyfirlýsingu um hófsemi i vinveitingum hins opinbera. Flm. er ljóst, að einhver vandkvæði kunna að vera á framkvæmd hennar, en þó verður ekki hjá þvi komist að hafa uppi slika stefnu- Heimir Ilannesson mörkun, enda felst m.a. i henni mikilvæg viljayfirlýsing Alþingis. Auðvitað dettur flm. ekki i hug, að ekki verði einhver smuga að misnota vinveitingar á vegum rikisins. Þessu frumvarpi er ekki heldur ætlað að koma i veg fyrir öfgafyllstu afbrigði af drykkju- skap, enda mun það ógerningur hvort sem er. Frv. hefur þann tilgang að draga úr vinveitingum hins opinbera og tryggja svo sem unnt er eins takmarkaða neyslu og tök eru á, ef áfengi annars er um hönd haft I opinberum veislum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.