Tíminn - 24.01.1974, Side 16

Tíminn - 24.01.1974, Side 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 24. janúar 1974. Frá borgarstjórnarfundi: Dvalarkostnaður barna á einkaheimilum Greinargerð Gerðar Steinþórsdóttur um tillögur hennar A SIÐASTA borgarstjórnarfundi bar Gerður Steinþórsdóttir fram svolátandi tillögu: „Borgarst jórn Reykjavikur samþykkir: 1. Að félagsmálastofnunin eða Sumargjöf annist innritun barna á einkaheimili. 2. Að settar verði reglur um niðurgreiðslu á dvalarkostnaði barna á einkaheimilum, tii dæmis i samræmi við reglur Sumargjaf- ar. 3. Að haidin verði námskeið fyrir konur, sem taka börn I fóst- ur. 4. Að komið verði á fót leik- fangaútláni.” Adda Bára Sigfúsdóttir lagði til, að öðrum lið tillögunnar yrði breytt á þann veg, að borgarsjóð- ur tæki að sér niðurgreiðslu á dvalarkostnaði, og var breyting gerð i samráði við Gerði. Sigurlaug Bjarnadóttir einn af borgarstjórnarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, bar fram tillögu svipaðs efnis, þar sem málinu var visað til félagsmálaráðs bæjar- ins, og mælt svo fyrir, að fram- kvæmdin skyldi gerð i samráði við menntamálaráðuneytið. Á borgarstjórnarfundinum gerði Gerður Steinþórsdóttir svo- látandi grein fyrir tillögum sin- um: „Það var i nóvember 1972, að ég flutti tillögu svipaðs efnis en þá I athugunarformi. Samþykkti borgarstjórn einróma að visa henni til félagsmálaráðs. Siðan gerist það, að Adda Bára Sigfús- dóttir flutti tillögu i mai 1973 um niðurgreiðslu á dvalarkostnaði allra barna, sem eru i dagfóstri á einkaheimilum og var samþykkt að taka málið til annarrar um- ræðu, en úr þvi hefur ekki orðið. Umræður um dagvistun barna á einkaheimilum eru ekki nýjar af nálinni i borgarstjorn og má hér m.a. geta um merka tillögu öddu Báru i september 1970, þar sem hún fjallaði um það mikla jafnréttismál að allir foreldrar VEGNA skrifa Grétars Andrés- sonar i Timanum 8. jan. sl., þar sem hann heldur áfram rógi sin- um um B.S.A.B. og starfsemi þess, vill stjórn B.S.A.B. taka fram eftirfarandi. Eins og áður hefur komið fram byggði B.S.A.B. fjögra herbergja ibúð fyrir Grétar og nam byggingarkostnaður hennar 1 millj. 65 þús. kr. Nokkrum mánuðum eftir að siðustu framkvæmdum við húsið lauk selur hann ibúðina á 2,5 millj. kr., án þess að greiöa eftirstöðvar byggingarkostnaðar að upphæð 365 þús. kr. Fyrir rétti i inn- heimtumáli út af þessari skuld gerði hann enga athugasemd við byggingarkostnaðarreikning, en nú vill hann fá samþykki stjórn- arinnar á sölu ibúðarinnar, án þess að þurfa að standa skil á byggingarkostnaði. eigi kost á dagvist fyrir börn. Hún gerði að tillögu sinni, að leitað yrði eftir heimilum og innritun hafin. Jafnframt yrði komið á fót dagvistun i tengslum við vinnu- staði. í þessari tillögu öddu Báru fólst mikil stefnubreyting er hún hlaut dræmar undirtektir meiri- hlutans á sinum tima. Siðan eru liðin rúm þrjú ár og miðar mjög i rétta átt. Þvi ber að fagna að meirihluti borgarstjórnar hefur i mörgum atriðum fallizt á inntak tillagna, sem minnihlutinn hefur flutt um dagvistunarmál sbr. greinargerð Sigurlaugar Bjarna- dóttur, sem birtist i Mbl. 15. jan. sl. Við væntum þess, að við þau fyrirheit verði staðið. Dagvistun á einkaheimilum hefur lengi tiðkazt hér, en i júni 1970 var sett reglugerð um eftirlit og var fóstra ráðin til að annast það á vegum félagsmálastofnun- arinnar. Á þvi hálfa fjórða ári, sem siðan eru liðin, hefur starf- seminni vaxið fiskur um hrygg: heimilin eru um 130 en börnin um 300. Ég tel að málið sé komið á það stig, að nauðsynlegt sé að borgarstjórn ákveði hvort hún vill koma á úrbótum, en að þvi beinist tillaga min. Ég skal fýrst i stuttu máli lýsa i hverju eftirlitið er nú fólgið. Mar- gret Sigurðardóttir fóstra fer i KENNARASAMBAND VESTUR- LANDS gekkst fyrir 7. námskeiði sinu á þessuni vetri um siðustu helgi. Sambandið mun vera nokk uð sérstakt ef ei einsdæmi hér á landi þar sem það er frjáls samtök kennara við ALLA SKÓLA, hvers kyns sem þeir eru, i Vesturlandskjördæmi. Er óhætt 1 nóvember sl. hóf Grétar ásamt félaga sinum, Ármanni Magnússyni, rógsherferð gegn stjórn og framkvæmdastjóra B.S.A.B. Nú bætir hann gráu ofan á svart með þvi að þjófkenna lögmann félagsins og fasteigna- salann, sem annaðist söluna fyrir hann (sjálftaka peninga). Þá þegar (1. nóv.) kærði stjórn B.S.A.B. þá Grétar og Armann til sakadóms fyrir rangar sakargift- ir og er nú beðið eftir niðurstöðu þeirrar rannsoknar. Að þeirri rannsókn lokinni erum við reiðubúnir að ræða þessi mál nánar viö Grétar Andrésson i dagblöðunum eða hvar annars- staðar sem vera skal, en þangað til verður þetta siðasta orð okkar i þessari biaðadeilu. Stjórn B.S.A.B. Gerður Steinþórsdóttir. gegnum auglýsingar dagblað- anna en einnig færist i vöxt að konur hafi beint samband við hana. Siðan leggur Margrét leið sina á staðinn, talar við húsmóð- ur, kynnir sér aðstæður hennar og leikaðstöðu fyrir börn inni og úti. Þessar upplýsingar leggur hún siðan fyrir barnaverndarnefnd með ósk konunnar um að taka ákveðinn fjölda barna i daggæzlu. að segja, að starfscmi þessa sam- bands, scm stofnað var 1972 hafi veriö afar lífleg og gagnsöm. Uin hið siöarnefnda vitnar m.a. hin niikla aðsókn á námskeiðin. Þetta siðasta námskeið var haldið i barnaskólanum að Varmalandi i Borgarfirði. Skóla- stjóri þess skóla, Valgeir Gests- son, á sæti i stjórn sambandsins. Inntum við hann fyrst eftir þvi, hvað hefði farið fram á þessu námskeiði. Að sögn Valgeirs voru á þessu námskeiði 72 þátttakendur, sem er mikil þátttaka, þar sem kennarar á svæðinu, að stunda- kennurum meðtöldum, eru allt i allt ekki nema um 230. Nám- skeiðin 7 i vetur hafa þá sótt 179 kennarar. Aðaileiðbeinendur námskeiðsins um helgina voru Þórir Sigurðsson, sem ieiðbeindi um leirmótun, Hólmfriður Arna- dóttir, er leiðbeindi um föndur, hnýtingar og saumagerðir, Jón E. Guðmundsson.sem leiðbeindi um leikbrúðugerð og dúkskurð, og loks leiðbeindi lljálmar Þor- steinsson um liti og litameðferð. Voru þátttakendur starfandi allan timann, þ.e. frá klukkan fjögur á föstudag og til hádegis á sunnudag. Eins og sjá má var þetta námskeið i handavinnu ýmiss konar, en þátttaka þó engan veginn bundin við handa- vinnukennara, enda eru þeir ekki nema um 20 i Vesturlandskjör- dæmi. Námskeiðið var i þeim greinum, sem eru i endurskoðaðri námskrá og kallast myndíð, mynd- og handmenntir. Myndið er nýyrði. Fyrri námskeið hafa verið i ýmsum greinum. 1 september s.l. voru tvö námskeið, annað i meðferð myndvarpa og hitt i „mimc” eða leikiænni tjáningu. Siðan var námskeið fyrir umsjónarmenn skólahókasafna og þá tvö námskeið i féiagsmála fræðslu fyrir kennara og sjötta námskeið Kennarasambands Vesturlands i vetur var fyrir lestrarkennara. Einstætt fyrirbrigði meðal kennara Að sögn Valgeirs er þessum námskeiðum haldið gangandi fjárhagslega þannig, að fyrst og fremst er þátttökugjald á Að fengnu leyfi reynir Margrét að hafa eftirlit með höndum og er það ærið verkefni. Hún vinnur núna að þvi að heimsækja öll heimilin og safnar upplýsingum og verður fróðlegt að kynna sér heildarniðurstöður. Nú mun ég fjalla um þau atriði sem ég hef sett fram i tillögunni og tel að séu til úrbóta: Tðimabært er að innritun verði hafin til að gera starfsemina markvissari. Með þvi móti fáum við upplýsingar um börnin og for- eldrana. Eins og nú háttar skiptir félagsmálastofnunin sér ekki af þessari hlið málsins. Félagsráð- gjafi hjá Sumargjöf sagði mér t.d., að slæmt væri að geta ekki fengið upplýsingar um það hvort barn, sem er á biðlista hjá Sum- argjöf, sé i einkafóstri. Innritunin er forsenda fyrir öðrum lið tillögunnar, þar sem kveðið er á um, að settar verði reglur um niðurgreiðslu á dvalar- kostnaði barna, t.d. i samræmi við reglur Sumargjafar. Það þarf ekki að fjölyrða um þann mikla hörgul á dagheimilisplássum og þó komast aðeins á biðlista ákveðnir forgangshópar. Um áramótin siðustu voru 127 börn á biðlista hjá sumargjöf og eru þá ekki meðtalin stúdentabörnin, en félagsmálastofnun stúdenta sér námskeiðin. Siðan borga þeir árgjald til sambandsins. I þriðja lagi sagði Valgeir, að rikið og Samband sveitarfélaga á Vestur- landi hefðu veitt örlitinn styrk til þessa. Kennarasamband Vestur- lands er á öðru ári og var einnig með nokkur námskeið i fyrra. Að sögn Valgeirs verður þetta siðasta námskeið það siðasta á þessum vetri. En þráðurinn trúlega tekinn aftur upp siðari hluta næsta sumars. Sagði Valgeir, að stefnt væri að þvi að halda námskeiðin fyrri hluta vetrar, þannig að þau kæmu að gagni á þvi starfsári. Kennarasamband Vesturlands er liklega einstætt fyrirbrigði að þvi leyti, að ekki mun annars staðar þekkjast á landinu, að kennarar við öll skólastig starfi i einu félagi. Hin ýmsu stéttarfélög kennara eiga að sjálfsögðu sinar deildir á svæðinu, en Kennara- samband Vesturlands, er alveg utan þess. Innan þess eru allir skyldunámsskólar á svæðinu, menntaskóli, tveir húsmæðra- skólar, tónlistarskólar, iðnskólar, Samvinnuskólinn að Bifröst o.fl. Geysilega ánægðir með áhugann Formaður sambandsins er Sigurður Guðmundsson i Leirár- skóla. í stjórn með honum er Valgeir Gestsson á Varmalandi og Ingi Steinar Gunnlaugsson á Akranesi. — Jú, við i stjórninni erum alveg geysilega ánægðir með þann áhuga, sem sambandinu og starfi þess hefur verið sýndur, sagði Valgeir. — Og það má geta þess lika, er vitnar um áhugann, að á tveggja daga ársþingi sam- bandsins siðastliðið haust i Munaðarnesi mættu hundrað manns, þ.e. uppundir helmingur kennara svæðisins. Rúmur helmingur kennara svæðisins er i sambandinu. Hinum er einnig heimiit að sækja námskeiðin, en verða að greiða heldur meira þátttökugjald. Hér er augsjáanlega um mjög athyglisverða og ánægjulega starfsemi að ræða, og mættu kennarar viðar um land af þessu læra og beina þróun sinna mála inn á viðlika braut. —Step. nú um innritun þeirra (um 100 á biðlista). Sumargjöf hefur alloft bent foreldrum eða forráðamönnum á félagsmálastofnunina á þá úr- lausn að koma barni fyrir á einkaheimili meðan beðið sé eftir dagheimilisplássi. Mér finnst það réttlætiskrafa, — ég endurtek réttlætiskrafa — að þeir foreldr- ar, sem búa við sömu kjör og þeir, sem eiga börn á dagheimilum, fái kostnaðinn greiddan að hluta frá borginni. Ef til vill má vænta ein- h'verra úrbóta i þessu efni og langar mig til að vitna i fyrr- nenfda greinargerð Sigurlaugar Bjarnadóttur: „Borgarstjórn telur eðlilegt að taka tillit til efnahags aðstand- enda barna, sem vistar njóta á dagvistunarstofnunum borgar- innar, við ákvörðun á greiðslu vistgjalda. Og taki það einnig til vistunar á einkaheimilum.” Eins og nú háttar er ekkert eft- irlit eða neinar reglur um hámarksgjald i einkafóstrinu en slikt er bráðnauðsynlegt. Meðal- greiðsla fyrir barn á mánuði er 8000.00 kr. Reyndar er hægt að sækja um fátækrastyrk til félags- málastofnunarinnar, en slikt eyk- ur ekki sjálfsvirðingu fólks. Ekki er vitað hversu stór hópur tilheyrir tittnefndum forgangs- flokkum Sumargjafar, en Mar- grét Sigurðardóttir hefur áætlað að um sé að ræða 25-30%. Ég itreka, að mér finnst það sann- gjarnt svo ekki sé meira sagt, að koma til móts við þennan hóp, sem ekki kemur börnunum fyrir á dagheimilum vegna plássleysis en býr við sömu kjör. 1 tillögu minni i nóv. 1972 fjall- aði ég nokkuð um námskeið eða fræðslu fyrir konur, sem taka börn i dagfóstur. Til að byrja með mætti bjóða konunum að koma eitt eða tvö kvöldi fósturskólann til að hlýða á erindi og taka þátt i umræðum. Megináherzla yrði lögð á gildi leiksins fyrir börn og þeim kennt að velja rétt leikföng og notkun þeirra. Einnig væri ágætt að gefa þeim kost á að heimsækja barnaheimili til að kynnast þeirri starfsemi sem þar fer fram. Otgáfa bæklings kemur sterklega til greina. Hér langar mig að vitna i grein S. Bj. Mbl. 15. jan. „Til þess að tryggt sé, að hagsmunir barnsins séu i fyrir- rúmi i þessum málum, þarf að búa sem bezt að Fósturskóla rik- isins og auka fræðslu og leiðbein- ingarstörf fyrir einkaaðila, sem taka að sér barnagæzlu.” Þá er komið að fjórða lið tillög- unnar varðandi leikfangaútlán. Margret Sig. hefur tjáö mér að það sem henni finnist mest á skorta á einkaheimilunum séu góð leikföng. Þess vegna er mjög áriðandi að úr þessu verði bætt. Þar sem góð leikföng eru dýr . finnst mér eðlilegt, að borgin veiti fyrirgreiðslu. Hún getur keypt inn leikföng, barnaborð og stóla og lánað út. Aðrar leiðir koma til greina t.d. sú að borgin kaupi sjálf inn góð leikföng og selji þau á heildsöluverði. Markmiðið ætti að vera, að dvöl barna á einka- heimilum hafi sem mest upp- eldisgildi og þvi mikilvægt að vel sé að þeim búið. Uppbygging dagheimila og leikskóla gengur nú nokkru greið- ar en áður, en eftirspurnin vex að sama skapi.Meir en helmingur giftra kvenna starfar utan heim- ilis. Einkafóstrið er vissulega ótryggara en dagheimilin, en Margrét Sig. sagði mér, að i mörgum tilvikum gæti það verið heppilegra fyrir yngstu börnin. Adda Bára lagði til í tillögu sinni I mai i fyrra, að borgin greiddi niður kostnað allra barna, sem eru i dagfóstri. Vissulega væri sllkt æskilegt, en ég hef valið að fara millileið. En sá timi mun koma að það þyki jafn sjálfsagt að greiða þessa þjónustu af al- mannafé og skólaköstnað. Ég vænti þess að þessari tillögu verði vel tekið og hún nái fram að ganga.” Skrifstofustúlka Orkustofnun óskar að ráða til sin vana skrifstofustúlku Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æski- leg. Eiginhandarumsókn með upp- lýsingum um aldur menntun og fyrri störf, sendist Orkustofnun Laugavegi 116, fyrir 30. janúar. Orkustofnun. Athugasemd frá stjórn B.S.A.B. Öflug starfsemi Kennara- sambands Vesturlands

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.