Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.02.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. febrúar 1974. TÍMINN 3 Japanir hafa liklega ekki veriö búnir að semja við fslenzka söluaðila á frystri loðnu, þegar þeir sendu skip af stað frá Japan til að sækja hana. Þetta japanska frystiskip lá i gær i Keflavikurhöfn til að taka þar frysta loðnu, en sennilega tekur það svona skip um 1 1/2 mánuð að sigla milli þessara fjarlægu landa, svo að talsverða fyrirhyggju þurfa menn að viðhafa I slikum viðskiptum. — Timamynd: Gunnar. AAagnús Vigfússon, eftirlitsmaður húskólabygginga: „VIÐ HÖFUAA KOMIZT FYRIR UPPTÖK RAKANS" Orsökin vatn, sem lokaðist inni í einangrun úr frauðsteypu í kjallaragólfi Grímsey- ingar kaupa hús frd Siglufirði GSal-Reykjavík — Húsnæðisvandræði hafa hrjáð Grimseyinga að undanförnu. Fyrir stuttu, ákváðu þrír ungir menn, sem búið hafa i leiguhúsnæði, að kaupa tilbúin hús frá Siglu- firði, en þar starfar fyrir- tæki, sem nýlega hefur byrjað framleiðslu tilbúinna húsa. Grimseyingarnir verða fyrstir til að fá hús frá þessum aðilum. Húsin kosta rúmar 2 milljónir króna og nemur útborgun nálægt helming þeirrar upphæðar. Hægt er að fá þau hönnuð i ýmsum stærðum, en húsin, sem flytja á út i Grimsey, verða rúmir 100 fermetrar að flatarmáli og koma til með að risa á miðju næsta sumri. Að öllum likindum sér dráttarbáturinn Drangur um flutningana. Mikil eftirspurn hefur verið um búsetu á eyjunni, og sagði Guðmundur Jóns- son fréttaritari okkar i Grimsey, að sennilega risu fimm ný hús á komandi sumri, að meðtöldum hús- unum frá Siglufirði. „Það eru eingöngu húsnæðis- vandræðin, sem eru þess valdandi að eyjabúar eru ekki fleiri i dag” sagði Guðmundur. Gæftir hafa verið litlar i Grimsey og þvi dauft atvinnulif i þorpinu. „Það hefur verið fjandi óstillt”, sagði Guðmundur, „grá- sleppuveiðar eru nokkrar, þegar gefur á sjó og þrir bátar róa með linu”. —ÉG er sannfærður uni, að við höfum komizt fyrir upptök rakans, sagði Magnús Vigfússon húsasm iðameistari, eftirlits- maður bygginga háskólans, er hann sýndi okkur kjallara Árna- stofnunar á dögunum. Rakamörk eru hér neðst á sumum veggj- anna, I suðausturhlutanum, þvi að rakinn kom fram niðri við gólfið, enda kaldast þar. — Einangrun i gólfinu er úr sjö sentimetra þykkri frauðsteypu, sagði Magnús ennfremur, og þetta stóð lengi opið, meðal annars vegna þess, að upphaflega var ráðgert að hafa vélknúna bókaskápa á gólfinu, en seinna var horfið frá þvi. 1 þessa frauð- steypu hefur safnazt vatn, er- stöðvazt hefur á gólfinu, og lokazt þar inni, þegar sjö sentimetra þykkt gólf úr járnbentri stein- steypu var gert ofan á einangrunina. Siðara hluta sumars boruðum við fjögur göt niður i frauðsteypuna, og við það hefurrakinn i henni gufað upp, og við opna glugga og kynta ofna er hann nú horfinn. Þettaveröur þvi allt komið i bezta lag i vor. En svo mikill hefur rakinn heldur aidrei verið, að korklag á efra gólfi hafi losnað, heldur eingöngu komið fram neðst á veggjum. AAetframleiðsla og hátt útflutningsverð á rækju Magnús sagði, að ventlar á ofnkrönum i húsinu hefðu lika verið lélegir upphaflega og sumir þeirra lekið. Var skipt um þá og kerfið siðan þrýstiprófað. Við það hefði enn komið fram leki á tveim ofnum, er þegar úr göllum þeirra hefði verið bætt, sýndi þrýsti- prófið, að kerfið var i lagi. ÁRIÐ 1973 var rækjuaflinn 7.300 tonn, sem er metafli. Langmestur hluti aflans fór til frystingar, en þó voru framleidd nokkur tonn af niðursoðunni rækju. Hefur verðlag á frystri rækju verið það hagstætt, að ekki er talið borga sig að sjóða hana niður. Útflutningsverð á rækju er nú 25.50 krónur sænskar fyrir hvert kiló, eða rúmlega 460.- islenzkar krónur. Helztu markaðir fyrir is- lenzka rækju eru i Bretlandi og á Norðurlöndum. Um siðustu MARGIT TUURE-LAURILA SUNNUDAGINN 10. febrúar verða hljómleikar i Laugarnes- kirkju og hefjast þeir kl. 17.00. Finnska mezzosópransöngkonan Margit Tuure-Laurila, sem söng i Norræna húsinu á Runebergs- daginn, 5. febrúar s.l„ syngur. Á efnisskránni verða meðal annars lög eftir Bach, Hannikainen og Kuusisto. Undirleik annast organleikari kirkjunnar, Gústaf Jóhannesson, og leikur hann einnig orgelverk eftir Bach og Reger. Aðgangur er ókeypis og öllum heiipill. Gjöfum til Hjálparstofnunar kirkjunnar verður fúslega veitt viðtaka i anddyri kirkjunnar að hljómleik- unum loknum. Nektaratriði daglegt brauð SJ-Reykjavik — Það virðist orðið þykja nauðsynlegt þegar ný islenzk leikrit eru sviðsett, að i þeim sé nektar- sena. t vetur vakti það mikla athygli þegar leikari, sem fór með eitt karlmanns- hlutverk i Klukkustrengjum Jökuls Jakobssonar, birtist kviknakinn á sviðinu. Kvisazt hefur að nektar- sena séiDansleik, nýju leik- riti Odds Björnssonar, sem frumsýnt verður i Þjóð- leikhúsinu á sunnudag, og gérist i páfagarði i tið Borgiaættarinnar, sem höfundi þyki hafa nokkurt svipmót með okkar tima. Loks höfum við fregnað, að tvær leikkonur i Kertalogi, leikriti Jökuls Jakobssonar, sem núer verið að æfa i Iðnó, komi þar fram i nektar- atriðum. — Er ennþá púður i nektaratriðum á. leiksviði? áramót var settur 8% tollur á rækju i Bretlandi, og hefur þetta valdið erfiðleikum á útflutningi þangað. Þar sem viðskipta- samningur Islands við Efnahags- bandaiagið hefur enn ekki komið til framkvæmda aðþvi er snertir sjávarafurðir, settu Bretar og Danir á þennan 8% toll til sam- ræmingar ytri tollum Efnahags- bandalagsins. Við inngöngu Is- lands i EFTA árið 1970 féll niður 10% tollur, sem verið hafði i Bret- landi á frystri rækju frá tslandi, þannig að rækja frá Islandi hefur verið tollfrjáls þar i landi undan- farin 4 ár. Eins og skýrt var frá i Timanum á sunnudaginn, hefur sem betur fer aldrei orðið vart við ráka i handritageymslu Arna- safns og þar eru loftdælur og siur af fullkomnustu gerð og sjálfvirkt tæki, sem stillir rakann, svo að hin fornu handrit hafa aldrei fyrr verið varðveitt á jafntryggilegan hátt og nú. Annars á rakastig á skinnhandritum að vera talsvert hærra en á bókum úr pappir, 55-60 gráður. Annað er það, sem gerir varðveizlu handritanna tryggari hér en i suðlægara landi: Sveppa- gróður er hér minni og þess vegna siður hætt við skemmdum af þeim sökum. Þjóðháftafræðing urinn bað um Rússagrýlusögur gbk—Reykjavik. — i ÚTVARPSÞÆTTI sinum um islcnzka þjóðhætti s.l. miðviku- dagskvöld óskaði Árni Björnsson þjóðháttafræðingur eftir sögum um Rússagrýlur frá hlustendum. Vegna þessarar nýstárlegu beiðni Arna bafði blaðið samband við hann og spurðist nánar fyrir um þetta mál. Árni sagðist einkum hafa borið fram þessa ósk til þess að grennslast fyrir um, hvort Rússa- grýlan væri komin á hjátrúarstig eftir þetta margra áratuga umtal. Hræðslan við Rússa ætti sér ef til vill hliðstæðu i ótta fólks við Skottur, Móra, Blámenn og Tyrki, svo eitthvað væri nefnt. Hann sagðist vilja fá um þetta frásagnir frá venjulegu hrekk- lausu fólki, sem væri haldið slik- um ótta. Ekki sagðist Árni þó vera búinn að fá neina slika sögu i hendur ennþá, enda gæti verið, að fólki fyndist þetta guðlast og gálaus- legt tal um alvörumál. Sundrungariðja í orkumálum Það hefur vakið undrun manna, hversu þingmenn sjálfstæðismanna i Norður- landskjördæmi eystra, aðal- lega Lárus Jónsson, eru iðnir við að ala á sundrung og óánægju vegna timabundinna erfiðleika I raforkumálum á Norðurlandi. Eins og öilum má vera kunnugt, skildu sjálf- stæðismenn þannig við raf- orkumál Norðurlands, þegar þeir fóru frá völdum 1971, að það hlut að taka sinn tima fyrir núverandi rikisstjórn að koma lagi á þau mál. Núver- andi rikisstjórn hefur lagt sig sérstaklega fram um að finna lausn á raforkuvanda Norðlendinga og vinnur af alefli að þessu máli. Siðast liðinn þriðjudag lagði Lárus Jónsson nokkrar fyrir- spurnir fyrir iðnaðar-og orku- málaráðherra um hugsanlega orkusölu frá Landsvirkjun til Norðurlands.en sú lausn yrði til bráðabirgða,meðan verið er að koma upp gufuaflstöð við Kröflu eða Námafjall. i inngangsorðum sinum lét Lárus kveða við gamla úrtölu- tóninn og fullyrti in.a., að Norðlendingar hcfðu „rökstuddan grun” um óheilindi rikisstjórnarinnar i sambandi viö þessi mál. Spruttu af þessu talsveröar umræður, og tóku þátt i þeim þeir Magnús Kjartansson iðanðarráðherra, Ingvar Gislason og Ingólfur Jónsson. Svar Ingvars Gíslasonar ,,Ég get út af fyrir mig ekki sett út á þessar fyrirspurnir. sem fram eru bornar af hátt- virtum fimmta þingmanni Norðurlandskjördærnis eystra, Lárusi Jónssyni. Hins vegar get ég ekki neitaö þvi, að nrér þótti furðulegur tónn i þeirri stuttu ræðu, sem hann flutti fyrir fyrirspurnum sin- um. Hann fullyrti t.d. að Norð- lendingar hefðu „rökstuddan grun” um. aö stefna ríkis- stjórnarinnar i orkumálum myndi leiða ófarnað yfir þá á næstunni, eitthvað i þá átt var fullvrðingin. Mér þykir þetta satt að segja ákaflega furðu- leg fullyrðing, enda algerlega röng. Ég sé ástæðu til að mót- mæla þessu sérstaklega. Norðlendingar gruna rikis- stjórnina ekki um græsku i orkumálum, siður en svo. heldur hygg ég að segja megi, að Norðlendingar yfirleitt treysti aðgerðum rikis- stjórnarinnar i orkumálum, og telji stefnu hennar bæði rétta og jákvæða. Ég vil lika minna á það. að Norðlendingar telja, að það hafi orðið stefnubreyting i orkumálum. siðan núverandi rikisstjórn tók við.” Neikvætt nöldur Ennfremur sagði Ingvar Gislason: „En hitt er annað mál, að orkuvandamál Norðlendinga er orðið að neikvæðu nöldurs- máli nokkurra sjálfstæöis- manna. og þá alveg sérstak- lega háttvirts fvrirspyrjanda. Lárusar Jónssonar. Mér hef- ur stundum fundizt. að þetta nöldur minnti á gamlan máls- hátt, sem segir, að sök biti sekan. Háttvirtiir fyrirspyrj- andi veit mæta vel, að núv. orkuskortur á Norðurlandi er til kominn vegna óstjórnar orkumála i tið fyrrverandi rlkisstjórnar. Það var þá stefna ríkisstjórnarinnar að svelta Norðlendinga i orku- málum og liafa uppi þau viiinubrögð. setn hlutu að leiða til ófarnaðar.” -TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.