Tíminn - 08.02.1974, Síða 5

Tíminn - 08.02.1974, Síða 5
Föstudagur X. febrúar H)74. TÍMINN Synir (iisla Kolbeinssonar viö myndir föður sins. w w AAALVERK SJOMANNS Staða konsertmeistara við Sinfóniuhljómsveit íslands er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Rikisútvarpinu fyrir 1. mars næstk. Rikisútvarpið, Skúlagötu 4. Sjómenn Vanan netamann vantar strax á skuttog- arann Drangey SK-1. Upplýsingar i sima 95-5450 og 95-5368. Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f. Sauðárkróki. I BOGASAL ÞJÓÐMINJASAFNS Yfirlitssýning á verkum Gísla Kolbeinssonar UM síðustu helgi var opnuð i Hogasal Þjóðminjasafnsins sýn- ing á málverkum eftir Gísla Kol- beinsson, stýrimann, sem lézt á- seinasta sumri aðeins 4(> ára að aldri. Sýningin er yí'irlitssýning á verkum hans og lýkur henni um helgina. Gisli Kolbeinsson var fæddur 6. júni 1927 i Reykjavik og fyrstu til- sagnar i myndlist naut hann hjá Jóhanni Briem, en fór siðan i Handiðaskólann og sigldi að lok- um til náms við Kunstakademiið i Kaupmannahöfn. Þá var hann um tvitugt og eru margar mynd- anna á sýningunni frá þeim ár- um. Auk myndlistar fékkst Gisli einnig við ritstörf og gaf meðal annars út skáldsöguna RAUÐI KÖTTURINN, fyrir nokkrum ár- um. Þá ritaði hann smásögur og greinar i blöð og timarit. Gisli Kolbeinsson og kona hans Dagmar Guðnadóttir bjuggu i Reykjavik, á Eyrarbakka og úti i Vestmannaeyjum og Gisli var á sjó. Fyrst á alls konar bátum, á vertiðum og i svona brimrössum voru fáar stundir til að mála, eða skrifa fyrir þá, sem sóttu sjó — og myndirnar urðu fáar. Þó bendir sýningarskráin til þess, að ávallt hafi litir og penslar verið með i förinni. Einstaka ár vantar þó alveg á þessa sýningu að minnsta kosti, en hún spannar timabilið 1943-1972. Siðustu árin, sem hann lifði. var hann stýrimaður i langfart á erlendum skipurr. og þá málaði hann með alminnsta móti. enda getur undirritaður borið um það, að litakassar og léreft eru ekki meðal algengustu hluta á dönsk- um farskipum, svo ekki sé meira sagt. Það er auðséð hverjum og ein- um. að Gisli hefur búið yfir hæfileikum sem málari. I myndum hans er formbyggingin oftast hnitmiðuðog hann hefði þvi án efa getað haslað sér völl sem málari, ef hann héfði kosið að gera svo, en það gerði hann ekki. Hann vildi vera á sjó, skrifa og mála, og ef til vill i þeirri röð, sem það er talið upp hér. Oft minnti Gisli mig á heilaga menn, umfram aðra kunningja mina. Svo mikið var látleysið og svo gersamlega var hann laus við kapphiaupið mikla, sem hófst hjá okkur hinum i fermingarfötunum og við hinpum og hlupum eftir metorðum og peningum og öllu mögulegu og við gengum upp og niður af mæði. Gisli hagaði sinu lifi öðruvisi, steig aldrei fæti sinum i met'orðastigann, heldur réri oftast með einhverjum mönnum á litlum bátum gegnum æsandi brimið og enginn maður sá á honum farmannapróf, eða próf úr konunglegum listaskól- um. Siðan lá leiðin út i heiminn, til að skoða öll löndin og álfurnar og seinast sigldi hann fyrir A. R MÖLLER liinn danska sem er litið fyrir málverk, en þeim mun meira fyrir vaska sjómenn. Þar var hann unz yfir lauk. Hann andaðist i hafi. Þeim, sem þekktu Gisla Kolbeinsson. var mögum hverj- um kunnugt um þrá hans til að skrifa og mála. i frásögnum hans er einhver frumstæður kraftur og hann hafði djúpa sjón. Sá hin smáu mynstur, er mynda önnur stærri, er við nefnum þjóðir, eða álfur, eða eitthvað annað. Þegar hann var á Spáni, málaði hann eins og Spánverji og á tslandi eins og Stokkseyringur, sem horfir á brim. Þeir. sem koma auga á þetta, sjá lika, að hann hefði getað náð langt, ef hann hefði einbeitt kröft- um sinum, — staðið föstum fót- um. Á sýningarskrá er þetta skrif- að: ,,Það má segja að þessi sýning sé hinzta kveðja fjölmarga vina og aðdáenda Gisla Kolbeins- sonar, sjóarans, sem hlotið hafði náðargáfu listfengisins i vöggu- gjöf.” Undir þá kveðja vil ég taka. Jónas Guðmundsson. Allir fylgjast með Tímanum Auglýsið í Tímanum OSRAM ljós úr hverjum glugga OSRAM vegna gœóanna Á mánudag verÖurdregiö Í2. ftokki í.900 vinningaraó fjárhæö 3S.OOO& Idag ersióasti endurnýjunardagurírm. 2 000,000 §1 800,000 II 4,000.000 H 9.600,000 ÍÍI 840 - 5,000 — 8 6 50.000 fcr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.