Tíminn - 08.02.1974, Side 12

Tíminn - 08.02.1974, Side 12
12 TÍMINN Föstudagur 8. febrúar 1974. Föstudagur 8. febrúar 1974. TÍMINN 13 GLÆSILEGUR FUNDUR SUNN- LENZKRA BÆNDA Séð yfir fundarsalinn um ráð fram, en framtiðin höfð i huga, þegar reist eru hús, sem ugglaust má telja,að standa muni i marga mannsaldra. Gunnar ræddi einnig um við- hald mannvirkja i sveitum og gerðist þá all-harðorður. Sagði hann það oft dragast furðulengi, aö rifin væru gömul og hálfónýt hús, þótt ný hefðu verið byggð i þeirra stað. Þá taldi hann meiri hirðusemi á vélum og hlöðum æskilega, svo og að bættur yrði frágangur á hliðum. Að lokinni ræðu Gunnars bárust honum margar fyrirspurnir um gerð húsa, málningu og fyrir- komulag ýmiss konar. öllum þessum fyrirspurnum svaraði Gunnar og komu þá fram mikils- verðar og fróðlegar upplýsingar, sem fundarmenn þökkuðu. Þá fór fram afhending um- gengnisverðlauna. Einar Þor- steinsson ráðunautur afhenti verðlaunin og hafði framsögu, en hann er formaður nefndar þeirr- ar, sem falið hafði verið að sjá um þessa hluti. Einar taldi, að á siðast liðnu ári hefðu orðið veru- legar framfarir á þessu sviði á svæði Búnaðarsambandsins. Verölaunin hlutu þeir þrlr hrepp- ar, sem taldir voru hafa sýnt mesta framför i umgengni á slðast liðnu ári, en þeir voru: Austur-Landeyjar, Vestur-Eyja- fjöll og Skeið. Að öðru leyti verður ekki nánar fjallað um þennan dagskrárlið hér, þar sem um þau mál er f jall- að I sérstöku viðtali við Einar Þorsteinsson, og hreppanna þriggja, sem verðlaunin hlutu, hefur sérstaklega verið getið I frétt hér I blaðinu áður. Þá er að þvi komið að segja frá dagskrárlið,sem nefndist Héraðið fært i hátiðabúning á þjóðhátiðar- árinu. Einar Þorsteinsson hafði þar framsögu og var ræða hans öflug hvatning til allra formanna að vinna að þvi, hver i sinni sveit, að stórt átak verði gert i þvi að fegra bæi og umhverfi þeirra. Lögð skyldi áherzla á að girða i kringum ibúðarhús og skapa þannig aðstöðu til þess að hafa skrúð- eða matjurtagarða. Margt fleira ræddi Einar og lagði loks fram tillögu frá um- gengnisnefnd. Tillagan var fyrst og fremst hugsuð sem umræðu- grundvöllur, enda var mjög mikið um hana rætt,og var mikill hugur i mönnum að gera nú stórt átak i þessu efni. Tilraunirnar á Sámsstöðum. — Félagsmál. — Fundarsiit. Næst er þess að geta, að Krist- inn Jónsson tilraunastjóri flutti mjög fróðlegt erindi um nýjustu tilraunir i jarðrækt á Sámsstöð- um. 1 máli hans kom meðal ann- Nokkur hluti fundarmanna, sumir skrifa, aðrir hlusta. Magnús Finnbogason, Lágafelli. Fundarritarar voru tilnefndir þeir Jón Kristinsson i Lambey og Lárus Ag. Gislason, Miðhúsum. Hinn fyrsti eiginlegra dag- skrárliða var skýrsla um ræktun og ræktunarframkvæmdir á ár- inu 1973. Valur Þorvaldsson gerði þvi máli skil, en jarðabótaskýrsl- ur liggja nú allar fyrir og munu þvi vafalaust verða sendar for- mönnum innan skamms. Kristján Bj. Jónsson ræddi aðallega um girðingar, uppsetn- ingu þeirra og úttekt. Um þau mál urðu nokkrar umræður og fyrirspurnir, meðal annars um verðmismun á timbri og járni og annaö, sem snertir gerð og efni girðinga. Það kom fram, að nokk- uð skorti á, að bændur fúaverðu tréstaura, eins og nauðsynlegt er, en um gerð og efni girðinga kváðu þeir sig verða að fylgja gildandi lögum og reglum um þá hluti. Guðmundur Stefánsson naut- griparæktarráðunautur talaði aöallega um nautgriparæktina og árangurinn, sem náðst hefur á þvi sviði á siðast liðnu ári. Sýndi hann fundarmönnum skrár yfir nyt- hæstu kýr á svæði Búnaðarsam- bands Suðurlands og enn fremur mjög fróðlegan samanburð og hliðstæðar tölur um nythæð kúa i Noregi. Annars þurfa íslenzkir bændur ekki að leita alla leið til Noregs til Mánudaginn 28. janúar siöast liðinn var hinn áriegi formanna- fundur búnaðarfélaga innan Búnaðarsambands Suðurlands haldinn i Félagsheimilinu Gunnarshólma i Austur-Landeyj um. Nær allir formenn búnaðar- félaganna á svæðinu voru þar saman komnir, allir ráðu- nautarnir og auk þess gestir og fyrirlesarar. Fundur þessi hófst með borð- haldi klukkan tólf á hádegi. Kaffi- hlé var á milli klukkan 16 og 17, en að fundi loknum gengu menn til kvöldverðar. Veitingar voru hin- ar ágætustu og voru sérstakar þakkir færðar heimamönnum fyrir höföinglegar móttökur og fyrirgreiðslu alla. Og að loknum kvöldveröi buðu Austur-Land- eyingar öllum til kvöldfagnaðar. Blaðamaður og ljósmyndari Tlmans voru þarna staddir, þótt ekki hefðu þeir tök á að sitja þar allan timann. Til þess lágu gildar ástæður, sem ef til vill verður. drepið á siðar, en nú verður þess freistað að gefa nokkra lýsingu á þvi sem fram fór á þessari gagn- merku samkomu. þess að fá ærið fróðlegar tölur um nythæð og afurðagetu mjólkur- kúa. 1 Arsriti Búnaöarsambands Suðurlands eru töflur úr skýrsl- um nautgriparæktarfélaganna árið 19.72 og eru þar teknar niður- stöður frá 27 félögum. Þarna má lesa, að munur á milli hæsta og lægsta félagsins er 854 kg. á „árs- kú”, en milli hæsta og lægsta bús- ins er munurinn 2113 kg. (4734- 2621). A tuttugu kúa búi yrði þessi munur 42.260 kg. eða hvorki meira né minna en 1.111,438 kr. i peningum. „Hvað er milljón?” var einu sinni haft eftir kunnum fjárafla- manni I Reykjavik. Vist hefur ein milljón Islenzkra króna ekki allt- af verið jafnstór eining — að verðgildi — en þó fer manni að þykja hún nokkuð stór, þegar hún táknar afurðamismun tveggja búa jafnstórra, og þó hvorugt sér- lega stórt á nútima mælikvarða. Þrifnaður og aðrir umgengnishættir Einn ræðumanna á formanna- fundinum i Gunnarshólma var Gunnar Jónasson, forstöðumaður Byggingarstofnunar land- búnaðarins. Gunnar taldi meöal annars, að menn gæfu sér ekki nægan tima til þess að velja nýjum bygging- um stað. En það vita jú allir, að miklu skiptir aö þar sé ekki rasað Margs er að gæta Formaður Búnaðarsambands- ins, Stefán Jasonarson I Vorsabæ, setti fundinn með stuttri ræðu. Nefndi hann sem fundarstjóra þá Erlend Arnason, Skiðbakka og ars fram, að'kölkun túna hefði ekki skilaö aukinni uppskeru. Þjöppun á ræktuðu landi hafði minnkað uppskeruna um allt að þrjátiu og þrefn hundraðshlutum, og beitartilraunir á ræktað land um vetur og vor sýndu, að bú- peningur tekur til sin allt að fjörutiu og einum hundraðshluta uppskerunnar. — Einnig ræddi Kristinn um nytsemi og ræktun mismunandi tegunda grænfóðurs. Að loknu erindi Kristins urðu miklar umræður, þar sem margt fróðlegt kom fram, meðal annars um reynslu bænda af notkun brennisteins i kartöflugarða. Einnig komu fram fyrirspurnir, sem Kristinn svaraði vel og greiölega. Loks er að nefna málaflokk, sem kalla mætti félagsmálaþætti. Þau mál reifaði Hjalti Gestsson. Fundarmenn fengu i hendur Árs- rit Búnaðarsambandsins fyrir ár- ið 1972 og skyldu formenn sjá um dreifingú ritsins, hver á sinum stað. Hjalti ræddi dálitið um framkomna tillögu um bænda- klúbba á svæðinu, svo og funda- höld. Þá sýndi hann fundarmönn- um skýrslu um árangur fjár- ræktarfélaganna. Rætt var um áhrif sæðinga á vaxtarlag og vænleika lamba, og varlögð á það áherzla, að nú þyrfti enn sem fyrr að keppa að frjósemi ánna, frem- ur en þunga einlembinga. Að þessu loknu sleit formaður Búnaðarsambandsins, Stefán Jasonarson I Vorsabæ, fundinum og þakkaði mönnum góða fundar- sókn. Landeyjar kvaddar Hér að framan hefur verið reynt að geta hins helzta, sem fram fór á formannafundi Búnaöarsambands Suðurlands 28„janúar siðast liðinn. Vel getur verið að eitthvað hafi skotizt framhjá aðvifandi ferðamanni, sem lika er ókunnugur aðstæðum og þeim mönnum, sem þarna komu við sögu. En sé einhvers ógetið, þá stafar það af ógáti en ekki virðingarleysi, þvi að vissu- lega var allt.sem þarna fór fram, fullrar athygli vert. Þá ber og þess að geta, að frá- sögnin um afurðir mjólkurkúa er að mestu tekin orðrétt úr Ársriti Búnaðarsambands Suðurlands. „Hvað er milljón”, og næstu linur þar á eftir, er þó að sjálfsögðu ekki tekið úr ritinu, heldur er þetta innskot blaðamannsins, (sem sjálfur er gamall sveita- maöur). — Þetta er tekið fram til þess að firra þá, sem saklausir eru,ábyrgðá annarra syndum. — Það var satt að segja allt annað en gaman að þurfa að yfirgefa Gunnarshólma, áður en sjálf kvöldvakan byrjaði. En við þurft- um að komast heim um kvöldið, og nú var löngu komið svarta- myrkur og óneitanlega hávetur, þótt ágætt veður væri austur i Landeyjum. Varúð okkar reynd- ist ekki heldur ástæðulaus, þvi undir Ingólfsfjalli var háarenn- ingur og drjúgt skrið I austan- verðri Hellisheiði, og flughálka. Það var gott að þurfa ekki að fara gamla Kambaveginn, heldur nýj- an veg og ágætan, margfaldan að breidd, með öryggisgrind á nauö- synlegum stöðum. Vist hefði verið gaman að vera á kvöldvökunni. Við vissum, að þar átti meðal annars að leika og að einn leikendanna var ungur bóndi i Austur-Landeyjum, sem við höfðum sótt heim og tekið tali fyrr um kvöldið. En einhvers staðar urðum við að setja ferð okkar takmörk. Ánægjulegur viðburður Sumum þykja það kannski ekki miklar fréttir, þótt forystumenn bændasamtaka komi saman til fundahalds innan sins héraðs. En þegar það gerist með slikri reisn og myndarskap sem hér, þá verð- ur það hinn ánægjulegasti við- burður og frásagnarverður um leið. Það getur vel verið að fleiri bændasamtök en Búnaðarsam- band Suðurlands hafi skipulagt almennt átak til fegrunar og snyrtingar sveitabæja og um- hverfis þeirra i tilefni af ellefu hundruð ára byggð i landinu, — það getur vel verið, og ef svo er, er það vissulega vel farið. Fram- tak sunnlenzkra bænda verður þó ekki siður lofsvert fyrir það, og væri óskandi að sem flestir lands- menn tækju það sér til fyrir- myndar. Siðan er ekki annað eftir en að þakka Austur-Landeyingum frá- bærlega góðar viðtökur. Fátt er bæjabúum hollara en að koma út i sveit, anda þar að sér hreinu lofti og skipta orðum við fólk, sem hef- ur jörð til að ganga á — i fleiri en einum skilningi. Auðvitað kosta slikar ferðir nokkurt fé og fyrirhöfn, en þær eiga lika að geta orðið öllum, sem hlut eiga að máli, til góðs, sé rétt á haldið. —'VS. Frdsögn: Valgeir Sigurðsson Myndir: Gunnar V. Andrésson Fundarmenn fylgjast af athygli með því,sem fram fer V iÆÉk, L /^k ■K Helgi Tryggvason að starfi með nemendum sinum. Tímamyndir Gunnar. Þau binda inn bæk- ur í tómstundunum Stöðugt færist í vöxt, að fólk læri bókband og iðki það sem tómstundastarf sér til gagns og ánægju. Það er dýrt að láta binda inn bækur, enda margt handtakið við það verk, og auk þess hafa bókbindarar nóg að starf a, svo stundum getur verið erfitt að fá bækur bundnar, þótt greiðsla sé á reiðum hönd- um. Bókamenn bregða því margir hverjir á það ráð að læra bókband og verða þannig færir um að hjálpa sér sjálfir. Þess eru jafn- vel dæmi, að karlmenn, sem safna bókum, eru svo vel kvæntir, að konurnar bregða sér á namskeið til að geta bundið bækurnar fyrir mennina sína. Þeir gæta þá kannski barnanna „fyrir þær" á meðan eða elda „fyrir þær" matinn. í Myndlista og handiöaskólan- um i Reykjavik hafa verið fjórir hópar i bókbandsnámi i vetur, og nú i janúar var fimmta hópnum bætt við vegna mikillar aðstóknar. 1 Kópavogi stendur einnig yfir námskeið i bókbandi, og e.t. v. á fleiri stöðum. Að sögn Helga Tryggvasonar, er kennir bókband i Myndlista og handiðskólanum, geta tólf komizt að i einu við bókbandsnámið. Það eru þó fleiri en sextiu manns, sem stunda bókbandsnám i skólanum nú, þvi algengt er, að nemendur, sem nokkuð eru komnir áleiðis i náminu, skipti með sér nám- skeiði, þ.e. komi einu sinni i viku en ekki tvisvar, eins og raunveru- lega er miðað við. Fólk á öllum aldri fæst við að læra bókband. 1 fyrra voru t.d. nemendur Helga á aldrinum þrettán til 71 árs. Margar hús- freyjur sækja bókbandsnám- skeiðin. Mest er þetta fólk, sem er að binda bækur fyrir sjálft sig. Talsvert er um bókamenn og kon- ur þeirra. Stundum koma hjónin bæði. En stundum senda bændurnir eiginkonurnar. Yfir- leitt er þetta fólk, sem á mikið af bókum, en ýmist hefur ekki efni á að láta binda þær inn eða fær það ekki gert. Bókbandsnámskeiðin i Mynd- listaskölanum eru tvisvar i viku, tvær klst. i senn, og standa frá 1. okt. til 20. jan. og frá 21. jan. til aprilloka. Þeir, sem bókbandið liggur vel fyrir, eru oft orðnir góðir bókbindarar eftir veturinn, þ.e. tvö námskeið. Sumir sækja þó námskeiðin árum saman til að halda sér við efnið. Og eins hafa gamlir nemendur fengið að gripa i skurðarhnifa i skólanum. Borgarfell við Skólavörðustig selur áhugafólki bókbandstæki og efni. Þar var okkur sagt, að það minsta.sem hægt væri að komast af með af tækjum til bókbands. kostaði um 3000 kr., og er þá miðað við að fólk komist i skurðarhnifa annars staðar. Nauðsynleg tæki ásamt nokkru af efni kostar um 6000 kr., einnig án skurðarhnifa. Mikið af bókbands- efni og tækjum er lágtollað, sumt er tollfritt en annað með 100% tolli. 1 Borgarfelli var okkur enn ennfremur sagt, að eftirspurn eftir þessum vörum væri alltaf að aukast, og ættu starfsmenn fullt i fangi með að hafa alltaf nóg á boðstólum. Efni fæst keypt i litlu magnis, svo sem ein og ein pappirs- og pappaörk. — Svo virðist sem það sé einkum roskið fólk og aldrað, og svo aftur ung- lingar, sem leggja stund á Framhald á bls. 23 Frá bókbahdsnámskeiði i Myndlista- og handiðaskólanum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.