Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 1
ÆNGIRf
Aætlunarstaðir:
Akranes - Blönduós
Flateyri - Gjögur
Hólmavík - Hvammstangi
Rif - Siglufiörður
Stykkishólmur
Sjúkra- og ieiguflug um
allt land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
£2
42. tölublað — Föstudagur 22. febrúar 1974 — 58. árgangur
W APÓTEK
'Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga kl. 1 til 3
Sími 40-102
Gífurlegt vatnsflóð í Þorlákshöfn:
,Ég kom á báti úr vinnunni
og reri sjálf'
JH-Reykjavik. 1 gær var heldur
óvenjulegt um að litast i Þorláks-
höfn. Leysingarvatn, sem
streymdi fram sandinn ofan við
kauptúnið, stiflaðist við þjóðveg-
inn, og myndaðist gifurlega mikið
stöðuvatn vestan hans. Það náði
langt upp eftir og mun hafa verið
á aðra mannhæð, þar sem það er
dýpst. Mörg hús I Þorlakshöfn
voru umflotin vatni, og i sim-
stöðina varð að fara á bátum sið-
degis i gær.
Stöðvar VR
þátttöku
íslands í HAA-
keppninni?
Kemur Verzlunarmanna-
félag Reykjavikur i veg
fyrir að landslið tslands i
handknattieik karla geti
mætt til leiks i Heims-
meistarakeppninni, sem
hefst i Austur-Þýzkalandi á
fimmtudaginn i næstu viku?
Sjá nánar iþróttafréttir á bls.
21.
— Þetta byrjaði rétt fyrir há-
degið, sagði Guðbjörg Magnús-
dóttir, stöðvarstjóri i Þorláks-
höfn, og þegar skipt var um vakt i
stöðinni, urðu stúlkurnar að fara
til vinnu sinnar á báti. Og ég kom
á báti úr vinnunni i kvöld og réri
meira að segja sjálf. Það var ekki
viðlit að komast þetta öðru visi.
Dæla var notuð til þess að
varna þvi, að kjallari simstöðvar-
innar fylltist. Þó nokkur hús við
C-götu er verst hefur orðið úti,
eru umflotin vatni. Hefur runnið i
kjallara þeirra og vatnið valdið
þar verulegum skemmdum, til
dæmis á frystikistum.
Dælubill er kominn hingað frá
Hveragerði, sagði Guðbjörg enn
fremur, og þegar ákveðið var að
rjúfa Þorlákshafnarveginn svo
aö vatnið fái framrás til sjávar,
komu hingað menn bæði frá Sel-
fossi og Reykjavi; þvi að þarna
eru bæði rafstrengir og sima-
strengir, svo að gæta verður
allrar varúðar.
Guðbjörg kvaðst vita til þess,
að svona flóð hefði komið i Þor-
lákshöfn einu sinni, en þá var
ekki risin þar byggð.
OFBELDI OG
HÓTANIR
— segja Loftleiðamenn um aðgerðir
verkfallsvarða á Keflavíkurflugvelli
-hs-Rvik. — Vegna endurtekins
fréttaburðar i útvarpi og blöðum
um verkfallsbrot af hálfu Loft-
leiða hf., vil ég taka það fram, að
þar er farið með hreinar stað-
leysur, sagði Kristján Guðlaugs-
son, stjórnarformaður Loftleiða,
er hann hringdi I biaðið I gær.
— Hins vegar hafa verkfalls-
verðir og samansafnað lið af
Suðurnesjum hindrað með of-
beldi, að starfsmenn Loftleiða á
Keflavlkurflugvelli, sem hvorki
eru i verkfalli né vinna störf um-
fram það, sem að venju lætur,
gætu sinnt störfum sinum, sagði
Kristján. — Jafnframt hafa þeir
haft i hótunum um að hindra
flugliða i störfum.
Kristján sagði enn fremur, að
ástæðulaust væri að munnhöggv-
ast um ólögmætar aðgerðir i
þessu sambandi enda yrðu úr þvi
skorið af dómstólum á sinum
tima. Hann bætti þvi við, að
Landssamband Isl. verzlunar-
manna hefði gefið undanþágu til
að flytja farþega, 30-40 manna
hóp, til Luxemborgar og
Ameriku, en Verzlunarmanna-
félag Suðurnesja hindraði að sú
undanþága fengi fram að ganga.
Blaðið hafði samband við Óttar
óktósson, sem er I verkfallsnefnd
VR, og spurði hann álits á
þessum ummælum Kristjáns.
Hann sagðist ekki kunna skil á
verkfallsbrotum suður á Kefla-
vikurflugvelli, en taldi að
undanþágan hefði verið dregin til
baka vegna brots, sem þar hefði
veriö framið, og auk þess brota,
sem framin hefðu verið á skrif-
stofunum á Reykjavikurflug-
velli, sem væru ótviræð, s.s.
vinna á telex og fleira, sem þegar
hefði komið fram.
Ekki reyndist unnt að fá stað-
festingu réttra aðila á verkfalls-
brotum á Keflavikurflugvelli i
gær,eða hvort Verzlunarmanna-
félag Suðurnesja gæti afturkallað
undanþágu, sem LIV hefði gefið.
Friðrik Þórðarson, Friðfinnur Kristinsson og Guðmundur J. Guðmundsson útskýra fyrir blaðamönn-
um skattatillögunnar og i hverju rangfærslur stjórnarandstöðunnar eru fólgnar.
Hnekkt rangfærslum
stjórnarandstöðublaðanna um skattamálin
-hs-Rvik. Vegna frétta i stjórnar-
andstöðublöðunum um það, að
ASÍ hefði samið af sér, með þvi að
samþykkja skattatiiiögur rikis-
stjórnarinnar, og vegna stór-
legrar „misþyrmingar á tölum,”
eins og Guðmundur J.
Guðmundsson, einn af skatta-
nefndarmönnum ASt orðaði það,
boðaði hann blaðamenn á sinn
fund i gær, til að koma fram leið-
réttingum. Asamt með honum á
fundinum voru þeir Friðfinnur
Kristinsson og Friðrik Guð-
mundsson, sem verið hafa starfs-
menn og sérfræðingar nefndar-
innar i þessum málum.
A þessum fundi kom það fram,
að stjórnarandstaðan hefur
haldið þvi fram, að rikið
hagnaðist stórlega á þessu sam-
komulagi, þar sem söluskatts-
aukningin væri hærri en tekju-
skattslækkunin. Reiknimeistarar
þessirreikna með 5% söluskattin-
um til héils árs sem er auðvitað
alrangt þvi aðeins er miðað
við 9 mánaða timabil. Ef
söluskattshækkunin reynist meiri
en tekjuskattslækkun i þjóðhags-
spá fyrir árið 1975, kemur sú
hækkun söluskatts sem umfram
verður, inn i kaupgjaldsvisi-
töluna, eða sem bein söluskatts-
lækkun. Ennfremur er sá mögu-
leiki fyrir hendi að breyta skatt-
visitölu eða persónufrádrætti.
Tölurnar gilda sem sagt ekki
fyrir árið 1975, heldur aðeins fyrir
9 mánuði af yfirstandand ári. Ef
útlit er fyrir hagnað riksins þá
verða metin jöfnuð. Auk þess hef-
ur komið fram af hálfu rikisins
algjör viljayfirlýsing þess efnis,
að ef tekjuöflunarleiðir þess
verði endurskoðaðar, verði haft
um það full samráð við launþega-
samtökin i landinu.
Dæmið litur þannig út, að rikið
lætur af hendi með tekjuskatts-
lækkun 2.874 milljónir auk u.þ.b.
500 milljóna i bætur til þeirra,
sem minnst hagnast á
lækkuninni, samtals 3.370
milljónir. Rikið fær með 5% sölu-
skattsaukningu til áramóta 1974-
1975, 2.730 milljónir. Dragi menn
2.730 frá 3.370, fást 640 milljónir,
sem tæplega verður hægt að
Framhald á bls. 23
■ Listamanna launin
5 — sjá bls. 3
n
Við viljum ekki deyja
við viljum lifa lengur"
— heyrðu lögreglumennirnir barnið segja fyrir innan læstar dyrnar
Klp-Reykjavik. Um klukkan
tvö i fyrrinótt var hringt til
lögreglunnar úr fjölbýlishúsi
i vesturbænum og hún beðin
um að koma þfcgar i stað til að
kanna ástæðuna fyrir miklum
látum, sem kæmu úr kjaiiara
ibúð i húsinu.
Þegar lögregluþjónarnir
komu að dyrum ibúðarinnar,
var þar allt slökkt og ekkert
hljóð heyrðist. En þegar þeir
lögðu við hlustirnar, heyrðu
þeir barnsrödd segja „Við
viljum ekki deyja, við viljum
lifa lengur.”
Var barninu auðheyrilega
mixið niðri fyrir og réðust lög-
regluþjónárnir þá á hurðina
og brutu hana upp. Þar inni
fundu þeir litla telpu og konu,
sem var með mikiðsár á höföi
og yfir þeim stóð liðlega
þritugur maður.
Konan skýrði lögreglunni
frá þvi, að maðurinn, sem hún
þekkti, hefði komið i heimsókn
fyrr um kvöldið. Hann hefði
verið drukkinn, og verið með
hótanir við sig ef hún hætti að
hafa samneyti við hann, en
það hafði hún tiikynnt honum
áður.
Hann hefði haft með sér
byssu, og þegar hún vildi ekki
ræða við hann lengur tók hann
hana upp og skai’.t að konunni
einu skoti. Fundu lögreglu-
mennirnir far eftir kúluna i
vegg bakvið sófa, sem konan
sat i þegar hann hleypti
skotinu af.
Þarna var um að ræða eins-
kota byssu, svokallaða kinda-
byssu, og hafði hann stolið
henni i húsi, þar sem hann býr
fyrir austan fjall.
Eftir að maðurinn hafði
skotið að konunni, sló hann
hana með byssunni i höfuðið
og ógnaði henni og dóttur
hennar þar til lögreglan kom.
Maðurinn var settur i járn
og siðan fluttur i fanga-
geymslu lögreglunnar. Við
yfirheyrslur i gær neitaði hann
að hafa ætlað að skjóta kon-
una, en aðeins viljað hræða
hana með þvi ab skjóta i
vegginn. Hann hefur nú verið
úrskurðaður i 60 daga gæzlu-
varðhald og til
geðrannsóknar.