Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Þú hefur fengið hugmynd núna alveg nýlega. Þessi hugmynd, ef hún er i sambandi við peningalegan hagnað, er þess virði að koma henni i framkvæmd, og þú skalt hefjast handa i dag, en gerðu þetta upp á eigin spýtur. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það lltur út fyrir, að peningamá’lin séu eitthvað i ólagi þessa dagana, og það er vissara fyrir þig að gera þér það ljóst, að þú verður að halda bet- ur á spilunum en þú hefur gert til þess að kom- ast hjá erfiðleikum. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Það er einhver drungi yfir þér i dag. Það er eins og þú vantreystir sjálfum þér en þú skalt gera þér ljóst, að þú hefur enga ástæðu til þess. Hver er sinnar gæfusmiður og vol og vil aðeins til óþurftar. Nautið: (20. april-20. mai) Það litur út fyrir, að þessi dagur hafi mikið að segja fyrir þig. Þú umgengst að likindum margt fólk I dag og ekki útlit fyrir annað en mikilsmet- andi menn taki eftir þér á þann hátt, sem kemur sér vel fyrir þig. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þú verður fyrir óþægindum I dag, og til þess liggja svolitið furðulegar orsakir, sem sé þær, að á vinnustað þinum munt þú hækka i áliti, og það verður til þess, að úr hópi vinnufélaga þinna færð þú hnútur, sem þú lætur eins og vind um eyru þjóta. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Það litur út fyrir, að ástamálin komi við sögu hjá Kröbbunum i dag, en það er lika ástæða til þess að vara þá við. Þetta er ekki heppilegur dagur I þeim efnum, a.m.k. ekki til að gefa nein bindandi heit, svo mikið er vist. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Þessi dagur er svolitið einkennilegur. Nýjunga- girni i einhverjum efnum — tilfinningamálunum einna helzt — hrindir af stað smáævintýri, sem þú kemur til með að hafa ama af jafnvel alvar- leg leiðindi, ef þú gætir þin ekki. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Það er hætt við þvi, að nú þurfir þú aldeilis að leggja heilann i bleyti. 1 mjög alvarlegu máli átt þú um tvo kosti að velja, og þú sérð ekki nema við mjög nána athugun, að aðeins annar kemur i rauninni til mála. Vogin: (23. sept-22. oktj I dag skaltu gæta þess að reyna að komast hjá þvi að umgangast fólk, sem þér geðjast ekki að eða fer I taugarnar á þér. Það er hætt við þvi, að það myndi reyna um of á þolinmæði þina, og i dag er ekki hættandi á neitt. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þetta er þó nokkuð góður dagur. Nýjar hug- myndir kunna að skjóta upp kollinum i dag, og nema þvi aðeins að þær séu i sambandi við til- finningamálin, skaltu ihuga þær betur og jafnvel athuga um möguleika á að koma þeim I fram- kvæmd. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þaðlitur út fyrir það, að samband þitt við opin- bera aðila eða menn á háttsettum stöðum geti orðið þér hagstætt, en til þess verður þú aö gera þér ljóst, hvernig þú átt að notfæra þér það á réttan hátt. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Það litur út fyrir það, að þeir, sem búa i fjarlægð frá þér, komi talsvert við sögu i dag, hvort sem um er að ræða heimsókn eða kveðjur með ættingjum. En gömul kynni rifjast upp, til ánægju fyrir þig og aðra. I Tíminner peningar : j Auglýsitf : iTímanum! Síminn og snjóalögin Þarf ekki Landsiminn að leggja meira kapp á að leggja jarðsima i þröngum fjörðum og dölum, þar sem alltaf getur verið hætta á snjóflóðum á vetrum, þegar þannig viðrar? Mér finnst það, sem gerzt hefur núna að undan- förnu, benda til þess. Það er auðvitað alveg óþolandi ástand, að staðir eins og byggðir við utanverðan Eyja- fjörð að austan séu sambands- lausar timunum saman, þegar út af ber, svo að ekki sé nefnt þegar þannig fer um heila lands- hluta eins og Vestfirði. Undir sliku er þungt að búa, og einhvers staðar heyrðist trúlega hljóð úr horni, ef til dæmis Suðurnesin, Seltjarnarnes eða Mosfellssveitin lentu i þess háttar, jafnvel þótt samgöngur væru I fyllsta lagi. Er þetta ekki gamla sagan, að þeir, sem fjær búa miðstöð stjórnunarvaldsins, sitja á hakanum? Stjórnendur stofnana gera sér ekki nema að nokkru leyti grein fyrir aðstöðu þeirra, og sjálfir eiga þeir, sem búa langt frá skrifstofum stjórnendanna, örðugt með að koma sjónar- miðum sinum á framfæri.svo oft og afdráttarlaust sem virðist þurfa til þess að hafa veruleg áhrif. RAFLAGNIR s amvirki framleiðslusamvinnufélag RáFVXRKJA framleiðslusam BARMAHLIÐ 4 sími 15-4-60 BARMAHLlÐ 4 sími 15-4-60 ■o annast ALLAR raflagnir OG viðgerðir I ^ ANNAST allar RAFLAGNIR og VTfíGERDTR EIN ÞEKKTUSTU AAERKI £ [sUNNaK\ N°RÐURLANDA 0 BATTERER TUDOR 7op RAF- GEYAAAR 6 og 12 volfa Sönnak og Tudor Rafgeymar jafnan fyrirliggjandi ARMULA 7 - SIAAI 84450 EKILL BRAUTARHOLTI 4 VYMURA OMEGA ORA ECO INALTERA 3-400 munstur Sjálflimandi Vynil Bréf Þvottekta plasthúð Veggfóöur- og má Iningadeild Armúla 24 — Reykjavik Simar B-S4-66 og 8-54-71 il kl. 10 í kvöld og 6 á morgun En væri nú ekki rétt, að láta öll staurabrotin i vetur sér að kenningu verða, og koma einhverju af þeim loftlfnum simans, sem hættast er á snjóa- vetrum, niður á jörðina? Það eru sennilega fleiri en ég, sem vildu mælast til þess. Vestfirðingur BÍLALEIGA CAR RENTfll TT 21190 21188 í opið' Virka daga Laugardaga kl. 6-10 e.h. kl. 10-4 e.h. B>» BÍLLINN BÍLASALA HVERFISGÖTU 18-simi 14411 . A BíLALEIGA Xar rental X4H4H60&429°2 Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL «24460 í HVERJUM BÍL UTVARPOG STEREO CASETTUTÆKI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.