Tíminn - 22.02.1974, Side 4

Tíminn - 22.02.1974, Side 4
4 TÍMINN Föstudagur 22. febrúar li)74. Verðlaun fyrir skipulagningu Sovétstjórnin hefur verð- launað arkitekta og bygginga- verkamenn. sem reistu sveita- þorp i sjálfstjórnarlýðveldinu Þau eru vön að fá klapp 1 þrjú ár dönsuðu þau Hanni og Peter Neubeck frá Munchen einungis sem fristunda- dansarar. Þau unnu sjö sinnum mikla sigra. Þrisvar urðu þau heimsmeistarar og fjórum sinn- um Evrópumeistarar i fristundadansi. Nú hafa þau gert dansinn að atvinnu sinni, og reiknað er með, að þau eigi lika eftir að ná langt sem at- vinnufólk, þar sem hjónin Trautz og Opitz hafa lagt dansinn á hilluna, en þau hafa lengi verið talin beztu atvinnu- dansarar i heimi. Þessi mynd var tekin, þegar Neubeck- hjónin sýndu nýlega dans i Bremen, þar sem 900 dans meistarar fylgdust meö þeim og fögnuðu þeim óskaplega vel, en þau voru hé að dansa suður ameriskan dans. m Tatariu við Volgu. Verkið sam- einar sveitavenjur og hámarks nútimaþægindi. tbúðarhúsin eru einnar eða tveggja hæða, búin gas- og miðstöðvarhitun. 1 miðju þorpinu er verzlanamið- stöð, klúbbar, læknamiðstöð og aðrar þjónustustofnanir. tJti- hús og aðrar byggingar i þágu framleiðslunnar eru utan við ibúðarhverfið og skilin frá þvi með trjábelti. ★ Málverk upp í skatt Franska rikið hefur nú i fyrsta skipti tekið við málverki sem greiðslu á erfðaskatti. Hér er um að ræða myndina La Guimard, sem er gerð af franska hirðmálaranum Jean- Honore Fragonard, sem uppi var seint á 18. öld. Það var fjöl- skylda Wattel Dehaynin, sem bauð málverkið fram sem greiðslu á erfðaskatti, en fjölskylda þessi á margar verzlanir i Frakklandi. Fjár- málaráðherra Frakklands tók boðinu um málverkið eftir að menntamálaráðherra landsins hafði gerzt þvi meðmæltur. Ráðgerter að koma málverkinu fyrir i Louvre-safninu. Erlent listasafn hafði boðið sem svaraði 1.5 milljón dollara i myndina. * Tízkan í Þýskalandi Það er ekki lengur rétt, að tizkuteiknarar hugsi ekki um tizkufatnað handa fullorðnum konum, og það sem meira er, þeir leyfa sér að nota áberandi efni í fatnaðinn handa konunum, þótt þær séu komnar af léttasta skeiði. Þeir gæta þess þó, að sniðin á kjólunum hæfi likams- vextinum og aldrinum, og þá er allt i lagi, þótt efnin séu svolitið áberandi. Hér til hægri sjáið þið svo tvenns konar fatnað handa yngri kynslóðinni hvort tveggja yngri kynslóðinni, bæði létt og þægilegt. Stutta tizkan er enn við lýði,en siddin fer nokkuð eftir þvi, i hvaða aldursflokkum þeir eru, sem nota eiga kjólana eða pilsin, eins og sést á þvi, að kjólarnir til vinstri eru mun siðari. --------vr 2-5 DENNI DÆMALAUSI Ættum við ekki að byrja á eftir- matnum i dag.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.