Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. febrúar 1974. TÍMINN 5 NÝ BÓK FRÁ MÁLI OG MENNINGU Hjörleifur Guttorm sson: Opið til 10 í kvöld Vistkreppa eða náttúruvernd Bók um vistfræöi og umhverfismál bæöi frá almennu og íslensku sjónarmiði. Viðfangsefni vistf ræðinnar — Vistkreppan og takmörk vaxtar — Brot úr sögu náttúruverndar á íslandi — Friðlýsing náttúruminja — Náttúruvernd og landnýting o.s.frv. i bókinni er f jöldi skýringarmynda og Ijósmynda. — 246 + 16 bls. MÁL OG MENNING Laugavegi 18. Ákvæðisvinna og vakta- vinna auka hættuna á vinnuslysum AAánudagurinn er mesti slysadagurinn, og þar næst föstudagurinn. Heildarskýrslu varðandi vinnuslys hér á landi er að vænta i byrjun næsta árs SP-Reykjavik — Alltaf öðru hverju lesum við i blöðunum um slys, sem verða á hinum ýmsu vinnustöðum, misjafnlega alvar- leg slys, er verða við ólikar aðstæður. Mjög er nauðsynlegt, að reynt sé að kryfja til mergjar ursakir slysanna og fá fram heildaryfirlit yfir þessi mál, þar sem e.t.v. kæmi fram eitthvað sameiginlegt eða einkennandi með þessum slysum, sem siðan gæti komið til góða við að fyrir- byggja þau. Hér á landi rannsakar öryggiseftirlit rfkisins öll slys á þessum grundvelli, hafi þau verið tilkynnt þeirri stofnun, svo sem skylt er. f samræmi við stefnu Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar (Inter- national Labour Office, ILO) gerast þær þjóðir æ fleiri, sem beina kröftum sínum að rannsóknum á þessum málum og nákvæmari skýrslugerö um þau. öryggiseftirlit rikisins tók til starfa árið 1929 og hefur ýmis gögn og skýrslur frá þeim tima. Að sögn Friðgeirs Grimssonar öryggismálastjóra hefur nú um nokkur undanfarin ár verið unnið að þvi smátt og smátt að safna saman hinum ýmsu gögnum og skýrslum um vinnuslys og skyld efni, i þvi skyni að gera heildar- skýrslu yfir þessi mál. Sagði Friðgeir i viðtali við blaðið nýlega, að trúlega yrði hægt að opinbera niðurstöður eftir næstu áramót, þ.e. i ársbyrjun 1975. Með hliðsjón af grein um rannsóknir á vinnuslysum i Noregi og niðurstöðum þeirra, sem við höfum rekizt á, spurðum við Friðgeir um ýmis atriði varðandi vinnuslys og tiðni þeirra hér á landi, en Friðgeir kvað ekki timabært að láta neitt ákveðið uppi um það á þessu stigi, þegar ekki lægi enn fyrir nákvæm heildarskýrsla. Athyglisverðar niðurstöður Norðmauua Svo drepið sé lauslega á fáein af fjölmörgum athyglisverðum atriðum i umræddri norskri grein, má geta þess, að i ljós hefur komið hjá þessum „frændum” okkar, sem óneitanlega eru mjög likir okkur i mörgu tilliti, og aðstæður um leið ekki ósvipaðar, að i norsku at- vinnulifi er mánudagurinn mesti slysadagurinn, og þar næst föstudagurinn, en meðal helztu orsaka vinnuslysanna eru ákvæðis- og vaktavinnan. Sem hugmynd er þvi varpað fram, að eftir helgina þurfi starfs- mennirnir vissan tima til aðlaga sig vinnunni á nýjan leik, og áður en þvi marki er náð, hefur e.t.v. orðið slys. Undir lok vikunnar er starfsmaðurinn e.t.v. orðinn dálitið þreyttur, og þá dregur hugsunin um væntanlegt fri úr athygli hans og aðgát. Einnig má geta þess, að samkvæmt rannsóknum virðist vinnuslysum fækka með hærri aldri, sem er svo sem ekkert furðulegt, þvi að þar kemur aukin reynsla til. Einnig er bent á, að góð vinnuskilyrði hafi i för með sér færri slys. Hvað vakta- vinnuna snertir, er það sannað mál, að hættulegra er að vinna á nóttinni en á daginn. Auk birtu- skilyrðanna er einnig sannað, að viðbragðshæfileiki manna er minnstur á timabilinu frá kl. 2 til 5á nóttinni, þar sem likamshitinn er venjulega i lágmarki á þvi skeiði. Norsku skýrslurnar sýna ennfremur, að meðal vaktavinnu- mannanna er magasár mun tiðara en gengur og gerist meðal annarra starfsmanna, og einkum er hætt við meðal þeirra, að slik veikindi taki sig upp. Landhelgisgæzlan í Hafnarbúðir? LANDHELGISGÆZLAN hefur falazteftir þvi við yfirvöld, að hún fái Hafnarbúðir til umráða fyrir starfsemi sina, og var bréfi Land- belgisgæzlunnar þar aö lútandi visað til Hafnarbúðanefndar á l'undi Borgarráðs 15. þ.m. Samkvæmt upplýsingum Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, myndu Hafnarbúðir koma að góðum notum fyrir starfsemina, og hafði Landhelgisgæzlan haft augas.tað á Hafnarbúðum um nokkurt skeið. er Vestmannaeyjagosiö setti afturkipp i málið, en nú er starfseminni. sem þar hefur verið á vegum Vestmannaeyinga. að ljúka þar, og þvi hefur Land- heigisgæzlan á ný hafið tilraunir sinar til að fá Hafnarbúöir. — Við höfum um langt skeið búið við alltof þröngt húsnæði sagði Pétur Sigurösson viö blaðið — og Hafnarbúðir er tvimæla- laust heppilegasta húsnæðið, sem nú er völ á til okkar barfa. Fordæmir brottvísun Solsjenitsyns NTB—London — Alþjóðafanga- hjálpin (Amnesty International) ákærir Sovétstjórnina fyrir brot á mannréttindum, þegar hún visaöi rithöfundinum A1 e x a n d e r Solsjenitsyn úr landi. 1 tilkynningu frá Alþjóðafanga- hjálpinni segir, að handtaka og brottvisun Solsjenitsyn sam- ræmis ekki mannréttindasátt- málanum, sem Sovétrikin undir- rituðu i október i fyrra. Einnig skorar stjórn samtakanna á Sovétstjórnina að láta alla póli- tiska fanga lausa. HÚSGAGNA- deild TEPPA- deild RAFTÆKJA- deild Auglýsing um umferð í Kópavogi Athygli skal vakin á þvi, að um- ferðarreglum i Kópavogi hefur nýlega verið breytt á þá leið, að Borgarholtsbraut og brú yfir vegargjána á Hafnarfjarðar- vegi hafa nú aðalbrautarrétt, auk Digra- nesvegar, sem áður hafði hann. Er athygli vegfarenda sérstaklega vakin á þvi, að jafnframt eru niður fallin öll aðai- brautarréttindi, sem hinn gamli Hafnar- fjarðarvegur (vestan nýja vegarins) naut, en hann gegnir nú hlutverki tengibrautar. Bæjarfógetinn i Kópavogi. 1 x 2 — 1 x 2 25. leikvika — leikir 16. febr. 1974. Úrslitaröðin: XIX — 122 — 22X — Xll 1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 42.000.00 7497 :i(!887 39678 39994 40868 41307-F 41675 13379 2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 1.800.00 1205 10541 20677 36103 + 37431 + 39565 40611 1396 10597 20733 32362 37745 39678 40859 + 2426 11631 20809+ 36437 37801 39757 40865 4002 12548 22189 36469 37806 40121 40998 5033 14921 23083 + 36486 37927 + 40126 41047 + 5709 15483 35076 36547 38384 40495 41274 6304 16541 35821 36843 38509 40530+ 41284 7498 16621 35973 + 36888 38803+ 40550 41479 7504 17900 36002 37301 + 38997 40581 41789 7506 18120 36078 37318 + 39246 40611 41930 7962 10208 20190+ 53255 F 36096 37319 + 39406 40611 41930 + nafnlaus F: 10 vikna seðill Kærufrestur er til 11. marskl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 25. leikviku verða póstlagðir eftir 12. mars. Handhafar nafnlausra seðla skulu verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — iþróttamiðstöðin — REYKJAVIK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.