Tíminn - 22.02.1974, Page 6

Tíminn - 22.02.1974, Page 6
6 TÍMINN Föstudagur 22. febrúar 1974. Bronstein þakkar GuAmundi G. Þórarinssyni fyrir góðoröf hans garð. „Megi Bronstein lifa að eilífu" sagði Guðmundur G. Þórarinsson í fimmtugsafmæli skókmeistarans Bronstein þakkar Guðmundi Arnlaugssyni fyrir ávarpið Tímamyndir Róbert Gsal—Keykjavík. — Þriðjudag- inn 19. febrúar fyllti skákmeistar- inn David Bronstein fimmta tug ævi sinnar. 1 tilefni afmælisins þótti til hlýða að halda hóf honum til heiðurs. Fór það fram að heim- ili önnu B. Jónsdóttur og Guð- mundar G. Þórarinssonar að kvöldi þriðjudags. Að sjálfsögðu laumuðumst við Timamenn i veizluna og fylgdumst með gangi mótsins. Fer hér á eftir stuttara- leg lýsing i máli og myndum. Guðmundur G. Þórarinsson og David Bronstein tóku á móti okk- ur. Við óskuðum afmælisbarninu til hamingju með daginn og gengum tH stofu. Þar var saman kominn hópur af fólki til að heiðra Bronstein og ekki var annað að sjá, en að fólk yndi hag sinum hið bezta. Bronstein gekk sjálfur á millum manna og tók þá tali. Hann er frekar litill maður vexti, kvikur i hreyfingum og sibros- andi. t stofunni mátti sjá keppendur Reykjavikurskákmótsins með konum sinum, auk starfsmanna mótsins og framámanna Skák- sambandsins. Þegar ég ætlaði leynilega að hefja talningu á gest- unum, bauð Guðmundur G. i mat- inn. Stormaði hópurinn þá upp á loft, en þar voru fleytifull borð af þorramat og ekki gat ég betur séð, en að borðin svignuðu undan þunganum. Sakir annálaðrar kurteisi okkar blaðamanna, biðum við með munnvatnskirtlana i fullu starfi, unz flestir höfðu fyllt diska sina, — en þá réðumst við til atlögu. Mátti sjá á borðunum sels- hreyfa , lundabagga, kæstan há- karl, svið og súrsaða hrútspunga, svo nokkuð sé nefnt. Ekki þótti okkur ráðlegt að ganga aftur niður i stofu, þvi þá gæti komið upp sú staða, að við þyrftum að standa upp á endann með diskana. Lékum við þvi þann leik, sem okkur þótti hyggi- legastur þá stundina og settumst út i horn. Okkur til samsætis voru skákmennirnir Ingi R. Jóhanns- son, Guðmundur Sigurjónsson og Guðmundur Arnlaugsson rektor. Þvi miður gátum við ekki nema að litlu leyti tekið þátt i umræðun- um, sakir vankunnáttu á æðri sviðum skáklistarinnar. Það er nefnilega ekki nóg að kunna mannganginn, þegar svona margir kóngar eru á borði. Hvað um það, við nutum matarins eins og bezt var á kosið. Þegar allir voru orðnir mettir hóaði Guðmundur G. alla niður i stofu og fékk hverjum og einum kampavinsglas i hönd. Mátti nú sjá að hverju stefndi. Flutti Guð- mundur ávarp til afmælisbarns- ins og óskaði honum til hamingju með þessi timamót i lifinu. Lauk hann máli sinu með þessum orð- um : Megi Bronstein lifa að eilifu. Þótti fólki ávarpið hið bezta og létu sumir þau orð falla, að-það væri synd að geta ekki klappað með hendurnar fullar af glösum. Færði Guðmundur Bronstein af- mælisgjöf frá Skáksambandi Is- lands. Gjöfin er einvigisútgáfa timaritsins Skák, bundin i kiðlingaskinn, tölusett og árituð af þeim, sem að útgáfunni stóðu. Jafnframt er bókin árituð af Á þessari mynd sjást erlendu skákmeistararnir, f.v. Velimirovic, Ciocaltea, Trinkov, Smyslov og Bron- Afmælisbarnið skálar viö eiginkonu Jóhanns Þóris Jónssonar, Sigriði stein, auk ritara sovézka sendiráðsins og hans konu. Vilhjálmsdóttur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.