Tíminn - 22.02.1974, Page 11
Föstudagur 22. febrúar 1974.
TÍMINN
11
— WMm —•,
^ _________________________*
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasími 19523. Áskriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
v- >
Merkir samningar
í húsnæðismálum
Samkomulag það, sem 30 manna nefnd ASÍ
hefur gert við rikisstjórnina um húsnæðis- og
ibúðalánamál, er hið mekasta.
Ein af kröfunum, sem verkalýðsfélögin
gerðu á hendur rikisvaldinu i sambandi við þá
kjarasamninga, sem nú standa yfir, var um
nýjar félagslegar aðgerðir i húsnæðismálum.
Samkomulag hefur nú tekizt um tilboð rikis-
stjórnarinnar i húsnæðismálum, en óþarft er
að taka það fram, að þetta samkomulag er
bundið fyrirvara af beggja hálfu. í fyrsta lagi
tekur samkomulagið ekki gildi nema sem liður
i heildarsamkomulagi um kaup og kjör verka-
lýðsfélaganna næsta samningstimabil. í öðru
lagi gerir rikisstjórnin samkomulagið með
þeim sjálfsagða fyrirvara, að hér sé um lög-
gjafaratriði að ræða, sem fylgi meirihluta al-
þingis þarf til að koma fram.
í samkomulaginu er kveðið á um, að á ár-
unum 1976 til 1980 skuli byggja árlega sem
svarar þriðjungi af heildaribúðaþörfinni i
landinu með sérstökum hætti til að koma til
móts við félagslegar þarfir félaga verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þessar ibúðir verða fram
boðnar með þrenns konar kjörum. 1 fyrsta lagi
leiguibúðir, m.a. á vegum sveitarfélaga, i öðru
lagi ibúðir i verkamannabústöðum og i þriðja
lagi ibúðar seldar með svonefndum
,, Breiðholtskjörum. ’ ’
Árleg ibúðaþörf er talin vera 1800-2000 ibúðir.
Timinn fram til 1976 verður notaður til að
undirbúa byggingaframkvæmdir og aðlaga
löggjöf að þessari nýju stefnu i húsnæðismál-
um,til þess að þetta kerfi geti orðið sem fljót-
virkast og sveigjanlegast, þegar það kemur til
framkvæmda.
í þessu samkomulagi um húsnæðismál er
einnig stigið stórt og mikilvægt skref til móts
við kröfur verkalýðsfélaganna um verðtrygg-
ingu lifeyrissjóða launþega. Verkalýðsfélögin
skuldbinda sig til að lána 20% af ráðstöfunarfé
lifeyrissjóða launþegafélaganna til umræddra
ibúðabygginga i þágu launafólksins. í lifeyris-
sjóðum verkalýðsfélaganna munu nú vera um
fjögur þúsund milljónir króna. Þetta þýðir þvi
um 800 milljónir króna á þessu ári, og siðan
stórvaxandi upphæð árlega, þar sem lifeyris-
sjóðirnir eflast nú mjög hratt.
Til viðbótar kemur svo aukinn launaskattur
til þessara þarfa. Byggingasjóður rikisins ræð-
ur nú yfir rúmlega eitt þúsund milljónum
króna til ibúðalána. Við þessar ráðstafanir
mun þvi ráðstöfunarfé Byggingasjóðs rúm-
lega tvöfaldast. Gera má þó ráð fyrir enn meiri
aukningu fjármagns til ibúðalána, þar sem
liklegt er talið, að öflugri lifeyrissjóðirnir láti
meira en 20% af ráðstöfunarfé sinu i þetta
ibúðalánakerfi, þar eð veðtrygging á fénu er i
boði. Er gert ráð fyrir, að lánin verði visitölu-
bundin, bæði gagnvart lifeyrissjóðunum og
þeim, sem þeirra njóta, og beri 5% vexti.
Gert er ráð fyrir, að leiguibúðirnar, sem hér
um ræðir, verði á vegum sveitarfélaga, lif-
eyrissjóða verkalýðsfélaganna sjálfra eða sér-
stakra samtaka, sem verkalýðsfélögin kynnu
að mynda um slikar byggingaframkvæmdir,
og er þá haft i huga, að reynt verði að stuðla að
lækkun byggingakostnaðar með sem stórtæk-
ustum og fullkomnustum byggingaraðferðum.
—TK.
ERLENT YFIRLIT
Verða tveir norskir
þingmenn að víkja?
Þeir höfðu fylgt nazistum á æskuárum sínum
Finn Gustavsen
UNDANFARNAR vikur
hafa orðið miklar umræður i
Noregi i tilefni af þvi, að
upplýst var i blöðum, aö tveir
af þingmönnum Sósialiska
kosningabandalagsins höfðu á
sinum tima veriðdæmdir fyrir
landráð vegna tengsla sinna
við nazista og hernámslið
Þjóðverja á heimsstyrjaldar-
árunum, Dómarnir höfðu
verið vægir og ekki haft
varaniega sviptingu borgara-
legra réttinda i för með sér. t
stjórnarskránni er ekkert að
finna, sem meinar mönnum
þingsetu vegna dóma, sem
ekki fylgir svipting borgara-,
legra réttinda. Frá lagalegu
sjónarmiði er ekkert við þing-
setu umræddra þingmanna að
athuga. Spurningin er sú,
hvort refsiverð mök við Þjóð-
verja á striðsárunum hafi
verið það verri en önnur
afbrot, að þau eigi að varða
meira eða minna réttinda-
sviptingu um alla ævi og engar
málsbætur komi þar til
greina.
Forustumenn Sósialiska
kosningabandalagsins vissu
um þessa dóma, þegar
framboð umræddra þing-
manna voru ákveðin, enda
höfðu þeir ekki gert neitt til að
leyna þeim. Hins vegar er ekki
fullvist, að allir kjósendur i
kjördæmum þeirra hafi vitað
um þá. Sósialiska kosninga-
bandalagið var myndað af
þremur aðiium. Sóialiska
þjóðarflokknum,
Kommúnistaflokknum og
flokksbroti úr Verkamanna-
flokknum. Mest ber á þvi
innan Kommúnistaflokksins,
að þess sé krafizt, að
umræddir þingmenn láti af
þingstörfum. Sjálfir hafa
þessir þingmenn lýst yfir þvi,
að þeir séu reiðubúnir að láta
af þingmennsku, ef flokkar
þeirra og kjósendur óska þess.
Þetta er hins vegar hægara
sagt en gert, þvi að óheimilt er
samkvæmt stjórnarskránni að
segja af sér þingmennsku.
Hins vegar geta þeir sótt um
leyfi frá þingstörfum. Ef sæti
þeirra á þinginu losnuðu af
þessum ástæðum, myndi
Kommúnistaflokkurinn fá
annað þeirra, en hann hefur
nú einn mann á þingi. Margir
skýra afstöðu kommúnista
þannig, að þeir vilji gjarna
tvöfalda þingmannatölu sina á
þennan hátt.
Annars eru það forustu-
menn mótspyrnuhreyfingar-
innar og samtaka striðs-
öryrkja sem mest láta til sin
taka I þessum efnum. Krafa
þeirra er m.a. sú, að það
ákvæði verði sett i stjórnar-
skrána, að menn, sem séu
dæmdir fyrir landráð, séu
sviptir framboðsrétti
ævilangt.
ANNAR þeirra þingmanna,
sem hér um ræðir, er Kare
öystein Hansen, sem er
búsettur i Drammen og er
járniðnaðarmaður að atvinnu.
Hann var tæplega 18 ára,
þegar styrjöldinni lauk, en
hafði þá unnið hjá Þjóðverjum
um skeið. Hann hlaut dóm og
sat i fangelsi um hrið. Siðan
1948 hefur hann notið fullra
borgaralegra réttinda og
unnið sér mikið álit i starfi
sinu. M.a. hefur hann starfað
mikið innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og hefur
siðustu sjö árin átt sæti i stjórn
Sambands járn- og málm-
iðnaðarmanna. Þar hefur
hann starfað mikið innan
Verkamannaflokksins og var
kosinn borgarfulltrúi i
Drammen fyrir hann i sveitar-
og bæjarstjórnarkosning-
unum. sem fram fóru 1971.
Hann gekk úr Verkamanna-
flokknum eftir þjóðar-
at.kvæðagreiðsluna um aðild
Noregs að Efnahagsbanda-
laginu, en hann hafði beitt sér
eindregið gegn henni. Siðar
gerðist hann einn af stofn-
endum flokksbrots þess, sem
gekk úr Verkamannaflokkn-
um, og gerðist einn aðilinn að
Sósialiska kosningabanda-
laginu. Sósialfska kosninga-
bandalagið valdi hann siðan til
framboðs i Buskerud-kjör-
dæmi. Hansen hefur ekki
reynt neitt til að leyna fortið
sinni, og vissu t.d. forustu-
menn Verkamannaflokksins
vel um hana, þegar hann var
kjörinn bæjarfulltrúi i
Drammen. Hún var lika kunn
forustum önnum Sósialiska
kosningabandalagsins, þegar
það valdi hann til framboös. í
blaðaskrifum um þetta mál
er það yfirleitt tekið fram, aö
Hansen sé i góðu áliti hjá
öllum þeim, sem þekkja hann.
SENNILEGA hafa fæstir
þingmenn vitað um fortið
Hansens. Máli hans var ekki
hreyft opinberlega l'yrr en
nokkru eftir áramótin, að
Norges Handels- og Sjöfarts-
tidende skýrði frá þvi, aö ekki
aðeins einn, heldur tveir af
sextán þingmönnum Sósia-
liska kosningabandalagsins,
væru fyrrverandi landráða-
menn. Þetta vakti i fyrstu
mikla athygli, en heldur dró.
þó úr henni, þegar málið
upplýstist betur. Það kom þá i
ljós, að annar þingmaður
Sósialiska kosningabanda-
lagsins, sem hafði veriö
dæmdur fyrir landráð, var
Hanna Kvanmo, sem hafði
náð kosningu i Nordlandskjör-
dæmi. Hún er kennari að starfi
og hefur siðan 1967 átt sæti i
bæjarstjórninni i Rana sem
fulltrúi Sósialiska þjóðar-
flokksins, en hún hefur tekið
mikinn þátt i störfum hans og
verið um skeið varaformaður
samtaka hans i Norður-
Noregi. Hún hafði árið 1942,
þegar hún var sextán ára
gömul, gengið i æskulýðs-
samtök norskra nazista unnið
siðan hjá þýzka hernum við
hreingerningar og skrifstofu-
störf og siðan farið til
Berlinar 1944 sem hjúkrunar-
kona i þýzka Rauða kross-
inum. Þar var hún handtekin
af Bretum og höfð i haldi i
nokkra mánuði. Eftir
heimkomuna til Noregs var
höfðað gegn henni landráða-
mál, og var hún dæmd i átta
mánuða fangelsi skilorðs-
bundið. Má af þvi ráða, að sök
hennar hefur ekki verið talin
mikil. Forráðamönnum Sósia-
liska þjóðarflokksins var
kunnugt um þennan dóm,
þegar hún var valin til fram-
boðs fyrir l'Iokkinn.
EINS OG ÁÐUR.segir. hafa
orðið miklar umræður um
þetta mál i Noregi. Öllu meira
virtist gæta tilfinninga en
rökhyggju i þessum
umræðum. Ekki sizt hafa þær
orðið hvassar i Norður-
Noregi, þar sem leiðtogar
kommúnista krefjast þess, að
Hanna Kvanmo viki af þingi.
en þeir mvndu fá sæti hennar.
ef það losnaði. Finn Gustav-
sen, leiðtogi Sósialiska
kosningabandalagsins, hefur
hins vegar lýst yfir þvi. að
þessar kröfur kommúnista
sýni ekki rétta mynd af vilja
fylgismanna Sósialiska
kosningabandalagsins norður
þar.
Það ;.iá telja vist. að þetta
mál eigi eftir aö koma
bráðlega til umræðu i norska
Stórþinginu. m.a. vegna
þeirra krafna. sem hafa komið
fram i tilefni af þvi um
breytingar á stjórnarskránni.
Margir þingmenn munu þó
telja slikar umræður miöur
æskilegar. Þetta mál rifjar
það m.a. upp. að Stórþingið á
ékki neina hetjusögu i
sambandi við innrás Þjóð-
verja i Noregi Hinn 17. júni
1940 lögðu forsetar
Stórþingsins til, að Hákon
konungur og stjórn Nygards-
volds segðu af sér. Bæði
konungur og Nygardsvold
neituðu þvi. Stórþingið
samþykkti nokkru siðar meö
96 atkvæðum að vikja bæði
konungnum og stjórninni frá.
Viðstaddir þingmenn Verka-
mannaflokksins skiptust
þannig, að 33 voru með þessari
tillögu. en 27 á móti,
Þingmenn voru þá 130 alls.
Til þess að geta dæmt i
umræddum málum, er
hyggliegast að kynna sér fyrst
aðstæðurnar, sem þá voru
fvrir hendi.
Þ.Þ.