Tíminn - 22.02.1974, Page 13

Tíminn - 22.02.1974, Page 13
12 TÍMINN Föstudagur 22. febrúar 1974. Við verðum að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar allrar Rætt við Erlend Einarsson, forstjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga UNDANFARNAH vikur og mán- uði hafa ýmis mikilvægustu hrá- efni og orkugjafar heimsins hækkað mjög i verði sem kunnugt er. Af þeim hækkunum hefur síð- an leitt aukinn vinnslu- og fram- leiðslukostnað á nær öllum vörum, sem auðvitað hækka i verði sem þvi nemur. Þær verðhækkanir, sem nú riða yfir, koma auðvitað illa við allar þjóð- ir, en þó verst við þær, sem háðastar eru innflutningi, likt og er með okkur Islendinga. Þannig segir i nýútkominni yfirlits- skýrslu hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar rfkisins, þar sem fjallað er um þjóðar- búskapinu á s.l. ári og horfur á þessu ári, að innfl.verðmæt'i vöru og þjónustu hafi aukizt um 43% s.l. ár. Magnaukning var 18%, en verðaukning nam 21%. Samkvæmt spá verður aukning innflutningsverðmætis allmiklu minni þetta ár. Orsök þess er sú, að ekki verður flutt eins mikið inn af skipum og einingahúsum og gert var i fyrra. Hlutfall magn- aukningar og verðaukningar inn- flutningsins verður hins vegar óhagstæðara en i fyrra. Þvi er spáð, að magnaukning innfluttrar vöru og þjónustu nemi 3% á þessu ári, en vcrðaukningin verði 11%. Fyrir fáum dögum komu kaup- félagsstjórar og forsvarsmenn Sambands islenzkra samvinnu- félaga saman til fundar i Reykja- vik. Aðalverkefni fundarins var að fjalla um hinn mikla vanda, sem nú steðjar að vegna þeirra verðhækkana á ýmsum mikil- vægum innfluttum vörum, sem drepið er á hér að framan. Hér er um margvislegar vörur, sem vega þungt i verzlunar- rekstri og þjónustu kaupfélag- anna og Sambandsins. Einn milljarður aukalega Erlendur Einarsson, forstjóri SIS, hélt framsöguerindi á fund- inum. I erindi hans kom fram, að áætluð aukin f járþörf á árinu 1974 erumeinn milljarður króna. mið- að við að félagsmönnum sé tryggður aðgangur að svipuðu vörumagni og árið 1973 og sömu reglur gildi um lánsviðskipti og gilt hafa um langt árabil. I þess- ari upphæð er þó ekki meðtalinn kostnaður vegna oliuvara. Fundarmenn töldu sýnt, að sá vandi, sem nú steðjar að, yrði ekki leystur á einfaldan hátt. Ljóst er, að samvinnuhreyfingin þarf að endurskoða stefnu sína hvaðlánsviðskipti áhrærir. Af þvi leiðir, að til kasta bankanna hlýt- ur að koma í sambandi við fjármögnunarvandamál sam- vinnuverzlunarinnar, ef unnt á að vera að gefa viðskiptamönnum kost á sama eöa svipuðu vörumagni hér eftir sem hingað til. 1 ályktun fundarins segir, að samvinnuhreyfingin þurfi að eiga beinar viðræður við rikisstjórn og banka um það, hvernig leysa megi þennan vanda. Eins og ljóst má vera af þvi, sem hér hefur litillega verið frá sagt, er samvinnuhreyfingunni nú ærinn vandi á höndum. Af þessu tilefni fór Timinn þess á leit við Erlend Einarsson, forstjóra SIS, að hann gerði lesendum blaðsins grein fyrir þessum vandamálum og segði frá ástandi og horfum i málefnum samvinnu- hreyfingarinnar. Erfið lausafjárstaða — Eins og þegar hefur komið fram i fréttum, sagði Erlendur, hafa þær verðhækkanir, sem hér um ræðir, mikil áhrif á lausafjár- stöðu samvinnuverzlunarinnar til hins verra. Stórhækkanir hafa orðið á verði hinna mikilvægustu vörutegunda, og nú verður með einhverju móti að finna leiðir til þess að fjármagna verzlunina, þannig að félagsmenn og við- skiptavinir samvinnuverzlunar- innar eigi aðgang að jafn miklum og fjölbreyttum vörum og verið hefur. Þá verður einnig að sjá framleiðendum fyrir rekstrar- vörum, svo að framleiðslan minnki ekki eða stöðvist með öllu. Hækkanirnar bitna e.t.v. hvað harðast á fóðurvörunum, en hlutur samvinnufélaganna i fóðurvörusölunni er 60-70%, þannig að ábyrgð okkar við kaup- endur er mikil hvað þessa vörutegund áhrærir. Nú er ástandið þannig, að eftir- spurnin eftir fóðurvörum i heim- inum er meiri en framboðið, og af þvf leiðir óhjákvæmilega verð- hækkun. Við reiknum með því að geta útvegað kaupendum okkar nægilegt magn af fóðurvörum i ár, en vandamálið getur orðið erfitt viðfangs, ef ekki tekst að framleiða nægilega mikið af til- búnum áburði til notkunar i fram- leiðslulöndunum, en álitið er að áburðarframleiðslan kunni að minnka vegna oliukreppunnar. Það hefði aftur i för með sér að fóðurvöruframleiðslunni væri hætt. I þessum efnum eigum við mest okkar undir öðrum. þvi að flytja verður inn allt kjarnfóður- korn, þótt hugsanlega mætti draga nokkuð úr notkun þess með heykögglaframleiðsfu og þá er fiskimjöl notað að hluta i fóður- blöndun. — Nú eru kaupfélögin höfuðstoð atvinnulifsins viða úti á landi og mörg dæmi eru um staði, sem eiga allt sitt undir þvi að vel tak- ist til um rekstur kaupfélaganna. Geta þessir örðugleikar ekki haft mjög óheillavænleg áhrif, ef ekki tekst að fjármagna samvinnu- verzlunina til samræmis við þær verðhækkanir, sem hafa orðið á innfluttum vörum? — Að sjálfsögðu. Fyrirsjáan- legur kostnaðarauki á þessu ári nemur um einum milljarði, eins og fram hefur komið, og þá er ekki reiknað með oliuvörum. Fari svo, að ekki takist að finna ein- hver úrræði, verður afleiðíngin sú, að við getum ekki séð félags- mönnum okkar fyrir nauðsynleg- um vörum. Mjög hefur verið rætt um byggðaþróun og nauðsyn þess að efla byggð utan Faxaflóasvæðis- ins, og þingmenn hafa verið sam- mála um að brýnt væri, að nokk- urt jafnvægi rikti i þessum efn- um. Ekki fer á milli mála, að samvinnuhreyfingin hefur átt mikinn þátt i þvi að efla jafnvægið i byggð landsins. Margt mætti nefna i þvi sambandi en mig langar sérstak- lega til þess að taka upp einn veigamikinn þátt, þ.e. húsnæðis- málin. Þvi er auðvitað svo farið, að frumskilyrði búsetu er viðunandi húsnæði. Samvinnufélögin hafa frá upphafi stutt félagsmenn sina til þess að signast eigið húsnæði. m.a. með margvislegum lána- fyrirgreiðslum i sambandi við sölu á byggingarefni, og þessi fyrirgreiðslá samvinnuféláganna hefur oft ráðið úrslitum um það, hvort mönnum var kleift að byggja eða ekki. Þessi fyrirgreiðsla hefur að sjálfsögðu haft i för með sér mikla fjármagnsbindingu fyrir . samvinnufélögin. Þær gifurlegu erlendu verðhækkanir, sem nú dynja yfir, hafa hins vegar leitt til þess, að vafasamt er, hvort sam- vinnuverzlunin treystist til þess að veita slika fyrirgreiðslu i framtiðinni, og skoðun min er sú, að það sé ekki unnt, nema bankar og peningastofnanir hlaupi undir bagga með samvinnufélögunum, og þá um leið fólkinu i dreifbýl- inu, þvi að hér er auðvitað um framtiðarhag þess að ræða öðrum þræði. Samvinnufélögin burð- arás margra byggðar- laga — Verzlunarárekstur úti á landi er auðvitað á ýmsan hátt erfiðari en sambærilegur rekstur á höfuð- borgarsvæðinu, eða hvað? — Já, verzlun með nauðsynja- vörur úti á landi er óneitanlega erfið, rekstrarlega sé. Mér er engin launung á þvi að undan- farin ár hafa mörg kaupfélag- anna tapað á verzlunarrekstri sinum, þvi að sölulaun eru almennt svo naumt skömmtuð af verðlagsyfirvöldum. Þetta hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar og mun draga úr þeirri þjónustu, sem félögin þurfa að eiga að veita, ef ekki verður að gert. 1 þessu sambandi verða menn að hafa það i huga, að kaupfélögin reka margvislega starfsemi aðra en verzlun, eins og við vikum að áðan. Samvinnufélögin eru burð- arás margra byggðarlaga á landinu i atvinnulegu tilliti. Þegar svo er komið, að þau eru beinlinis dæmd til þess að annast vörudreifingu með tapi, dregur það óhjákvæmilega mátt úr at- vinnuuppbyggingunni. Slikt hefur auðvitað óæskileg áhrif á byggðarlögin i heild, og er raunar i beinni mótsögn við byggðastefnuna. Aukinn framleiðslu- kostnaður — Hvaða áhrif hafa hinar erlendu verðhækkanir haft á afkomu samvinnuiðnaðarins? — Samvinnufélögin, og þó sér- staklega Sambandið, hafa byggt upp myndarlegan iðnað eins og allir vita. Þar má einkum nefna verksmiðjurnar á Akureyri, sem veita um 700 manns atvinnu. Samkvæmt bráðabirgðatölum var velta iðnaðardeildar Sam- bandsins um 1350 milljónir króna 1973, og láta mun nærri, að útflutningsverðmæti iðn- varningsins hafi verið um þriðjungur þessarar upphæðar'. Hin gifurlega verðbólga að und- anförnu — einkum á siðasta ári — hefur óneitanlega haft hin óheillavænlegustu áhrif á afkomu iðnaðarins. Framleiðslu- kostnaður hefur aukizt mjög, þvi að hvort tveggja er, að hráefni eru mun dýrari en áður var og vinnulaun hafa hækkað. A hinn bóginn hefur útfiutningsverð- mætið ekki aukizt að sama skapi, né hefur verðlag innanlands hækkað til jafns við kostnaðar- auka i framleiðslunni. Islenzkum iðnvarningi er ætlað að keppa við innfluttar vörur, þótt tollar lækki og falli niður i samræmi við Efta- samninginn. — Hvernig eru horfurnar á þessu ári? — Þær eru hreinskilnislega sagt mjög slæmar. Fyrirsjáanlegt er, að framleiðslukostnaður aukist til muna. Þar af leiðir, að við þurf- um að fá hærra verð fyrir þær vörur, sem við seljum til útlanda, en ekki má gera ráð fyrir veru- legum verðhækkunum og þetta hefur i för með sér, að við erum ekki samkeppnisfærir á erlendum mörkuðum. Gengisskráningin hefur auðvit- að mikil áhrif i þessu sambandi, og til marks um það get ég nefm, að hefði gengi islenzku krónunnar verið óbreytt allt árið 1973, hefði útflutningsverðmæti iðnvarnings frá verksmiðjum Sambandsins verið 50 milljónum króna meiri en raun varð á. Gengishækkunin hefur náttúrlega komið mjög illa við islenzkan útflutningsiðnað i heild. — En er útlitið bjartara hvað útflutning sjávarafurða áhrærir? — Verðlag sjávarafurða hækk- aði mjög mikið 1973, og það hefur auðvitað komið sér vel. Á hinn bóginn hefur þetta einnig áhrif á stöðu iðnaðarins, þvi að kaup og kjör almennt miðast fyrst og fremst við verðlag á sjávaraf- urðum. Menn taka mið af þvi, án þess að taka tillit til þess, hvort greinar eins og iðnaðurinn þoli þetta álag eða ekki. Annars er það um sölu sjávar- afurðadeildar Sambandsins að segja, að hún var 1973 3,4-3,5 milljarðar króna, og verðmætis- aukningin 1972-73 var u.þ.b. 54%. Norrænn iðnaður — Fyrir skömmu var frá þvi skýrt, að i athugun væri að koma á fót hérlendis iðnaði, sem nor- rænu samvinnusamtökin stæðu sameiginlega að. Hvað getur þú sagt okkur um þetta, Erlendur? — Á stjórnarfundi Samvinnu- sambands Norðurlanda i desem- bermánuði s.l. var rætt um efl- ingu hins samnorræna iðnaðar. Erlendur Einarsson sem þegar er raunar mikill að vöxtum, þótt slikum iðnfyrirtækj- um hafi enn sem komið er ekki verið á fót komið hérlendis. Sambandið hefur fyrir skömmu sent Samvinnusambandinu til- lögur sinar i þessum efnum. í þessu sambandi hefur annars vegar verið rætt um að samræma þann iðnað sem þegar er til, og hins vegar að koma upp nýjum verksmiðjum. Við leggjum áherzlu á framleiðsluna i okkar eigin verksmiðjum, og höfum þá i huga að dreifingarkerfi sam- vinnusamtakanna á Norðurlönd- unum annaðist dreifingu fram- leiðslunnar, sem er öflugt, enda er markaðshlutdeild samvinnu- samtakanna á Norðurlöndum mikil að tiltölu. Við höfum hugsað okkur, að ullarverksmiðjan Gefjun og fata- verksmiðjan Hekla framleiddu vörur, sem væru sérstaklega hannaðar fyrir markaðinn á Norðurlöndum. Að öðru leyti höfum við lagt til, að hér verði komið upp á vegum norræna Samvinnusambandsins niður- suðuverksmiðju, þvi að við telj- um sjávarafurðirnar heppilegar i þessu sambandi, og raunar hefur verið vakið máls á þessu fyrr. Þá höfum við beint athygli samtak- anna að gosefnunum islenzku. Þau gætu orðið undirstaða veiga- mikillar iðnaðarframleiðslu i þágu byggingariðnaðarins á Norðurlöndum. Svo má ekki gleyma þeim auðlindum, sem við eigum þar sem eru vatnsaflið og heita vatnið. Þegar rætt hefur verið um að koma hér á fót norrænum iðnaði, hef ég talið mjög æskilegt, að tekið væri tillit til þess hluta þjóð- arinnar, sem nú á oft á tiðum eng- an kost á vinnu viðsitt hæfi. Hér á ég við húsmæður. Margar konur hafa tiltölulega létt heimili, og myndu án efa fegnar vinna út, ef þær fengju starf, sem þeim hentaði og unnt væri að sinna án þess, að það kæmi niður á heimil- inu. Þessi mál öll verða annars rædd á næsta aðalfundi Sam- Föstudagur 22. febrúar 1974. TtMINN 13 Timamynd G.E. vinnusambandsins, sem haldinn verður i Stokkhólmi i júni n.k. Að honum loknum verður liklega hægt að skýra nánar frá áform- um, sem að þessu lúna. Endurnýjun vinnslu- stöðva — Hvað getur þú sagt okkur um Afurðasöluna, svo að við vikjum nú að öðrum þáttum i atvinnu- rekstri samvinnuhreyfingarinn- ar? — Það er skemmst af Afurða- sölunni að segja, að salan gengur vel, en stórtiðindi hafa engin orð- ið á þeim vettvangi. En úr þvi að vikið er að Afurða- sölunni, vil ég ekki láta hjá liða að minnast á stórmerkt mál, sem nú er á döfinni og er tengt Afurðasöl- unni. Þar á ég við hin miklu verk- efni, sem framundan eru i uppbyggingu og endurbótum á vinnslustöðvum landbúnaðarins. Raunar hafa þegar verið reist nokkur ný sláturhús, en fleiri eru fyrirhuguð. Þessi hús munu sam- svara hinum ströngustu hreinlætiskröfum og eru liður i áætlun um endurnýjun sláturhúsa i landinu. Vandamálið i þessu sambandi er hið sama og á öðrum sviðum, þ.e. fjármögnunin. Að visu hefur Stofnlánadeild landbúnaðarins veitt mikilsverða fyrirgreiðslu, en hætt er við, að hún ein hrökkvi ekki til. Þá er og unnið að endurnýjun vinnslustöðva sjávarútvegsins um land allt i samræmi við hertar kröfur Bandarikjamanna i þess- um efnum, en Bandarikja- markaðurinn er einhver mikil- vægasti fiskmarkaður okkar sem kunnugt er. Jafnframt endurbót- um á vinnslustöðvunum var talið æskilegt að auka framleiðsluget- una, m.a. til þess að geta tekið við fiski úr nýju skuttogurunum. Allt hefur þetta auðvitað mikil áhrif á lausafjárstöðu samvinnu- félaganna, þvi að þau verða sjálf að leggja fram mikið fé, þótt opinber lán létti nokkuð undir. — Hvernig gengur rekstur Sam vinnuskipanna ? — Rekstur skipanna hefur hreinskilnislega sagt verið erfiður að undanförnu. Rékstrar- kostnaður er mikill i sambandi við þjónustuna við dreifbýlið. Það tekur langan tima að ferma og af- ferma skipin, og á hinum smærri höfnum er erfitt að auka hag- ræðingu við lestun og losun. Þetta er vandamál, sem vandséð er, hvernig leyst skuli. Bankamálin — Nú i seinni tið hefur mikið verið rætt um sameiningu bank- anna. Fróðlegt væri að heyra, hver afstaða Samvinnuhreyfing- arinnar er til þess máls með tilliti til Samvinnubankans og innláns- deilda kaupfélaganna. — Frumherjar Samvinnu- hreyfingarinnar stefndu allt frá upphafi að þvi að gera kaupfélögin sem sjálfstæðust fjárhagslega. Samvinnuhreyfingin hefur nú starfað i þágu landsmanna i nær- fellt heila öld, og stefna frumherj- anna i þessum efnum hefur ávalit verið i heiðri höfð. Einn þáttur hins efnahagslega sjálfsforræðis var einmitt, að komið var á fót innlánsdeildum kaupfélaganna. Arið 1954 var svo stofnaður Samvinnusparisjóður, sem siðar, þ.e. 1963, varð að sérstökum banka, Samvinnubankanum, vegna þeirra breytinga, sem átt höfðu sér stað i þjóðfélaginu. Samvinnubankinn gegnir mikil- vægu þjónustuhlutverki i þágu samvinnumanna um land allt. Svipaða sögu er að segja af inn- lánsdeildum kaupfélaganna. Þær voru og eru enn hinar mikilv&g- ustu. Hins vegar verður auðvitað að taka tillit til breyttra að- stæðna, og nú er i athugun, hvernig aðiaga megi innláns- deildirnar breyttum þjóðfélags- háttum. Samvinnuhreyfingin hefur i samræmi við það farið þess á leit við stjórnvöld, að gerð verði breyting á sparisjóðslögun- um, þannig að unnt yrði að gera innlánsdeildirnar að samvinnu- sparisjóðum, ef þau kaunfélög, er hlut eiga að máli, æsktu þess. Samvinnumönnum hafa óneitan- lega orðið það nokkur vonbrigði, að ekki hefur náðst samkomulag um að flytja á Alþingi frumvarp til breytinga á sparisjóðslögum. — Nú hefur því m.a. verið haldið fram, að innlánsdeildirnar væru svo smáar og fé þeirra svo litið, að þeir kæmu margir hverj- ir varla eða ekki að gagni, eins og háttað er þróun fjármála. Hvert er viðhorf þitt til þessarar rök- semdar? — Rétt er það, að innlánsdeild- irnar eru sumar smáar, en þær hafa samt sem áður gert sitt gagn, og min skoðun er sú, að i umræðum um nýskipan þessara mála megi ekki gleyma einstaklingnum. Mér finnst, að fólkið i byggðarlögunum eigi sjálft að fá að ráða þvi, hvert form er á þessu, og að forðast beri eitthvert Reykjavikureinræði i þessum efnum. Það er að minni hyggju vafasamt að draga saman i einn stað mikið vald i málefnum bankanna. Og hvað sem um þessi mál má segja, verður þvi ekki á móti mælt, að innlánsdeildirnar hafa gegnt mjög mikilvægu hlutverki viða um land, og án þeirra hefði starfsemi kaupfélag- anna ekki verið jafn öflug og raun ber vitni. — En hver er afstaða þin til sameiningar Samvinnu- og Alþýðubankans, sem borið hefur á góma? — Þegar unnið var að stofnun Alþýðubankans, var rætt við for- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar um möguleika á einum sameiginlegum banka þessara tveggja hreyfinga. Niðurstaðan varð sú, að ekki þótti ráðlegt að gera það, þótt hagsmunir okkar og þeirra væru að ýmsu leyti hinir sömu. Þótt þessi hafi orðið raunin þá, erum við fúsir til viðræðna um hugsanlega sameiningu nú, ef athugun sýnir að hún muni hagkvæm. Fræðslustarfið aukið — Enn höfum við ekki vikið að einum merkasta þætti samvinnu- starfsins allt frá upphafi , Erlendur, þ.e. fræðslustarfinu. Hvað er tiðinda af þeim vett- vangi? — Ég held, að við i Samvinnu- hreyfingunni höfum ekki sinnt fræðslustarfinu nógu mikið á und- anförnum árum, og brýnt sé að leggja aukna rækt við þennan þátt samvinnustarfsins. Þessi mál verða rædd sérstaklega á næsta aðalfundi, og væntanlega verður þá mörkuð framtiðar- stefna i þessum efnum. En þótt ég telji, að auka þurfi fræðslustarfið, er ekki þar með sagt, að við höfum legið á liði okkar. Fræðslustarf Samvinnu- hreyfingarinnar er margþætt. Rekinn er Sam vinnuskóli að Bifröst, bréfaskóli i samvinnu við ASI, gefin út timaritin Samvinn- an og Hlynur, og auk þess er gefið út tvisvar i mánuði ritið Sambandsfréttir, sem ætlað er starfsfólki og fjölmiðlum til fróðleiks um starfsemi Sam- vinnuhreyfingarinnar. Þá má ekki gleyma leshringum sam- vinnufólks, menntun starfsfólks á námskeiðum heima og erlendis, og margvislegu félagsstarfi kaupfélaganna. Oll þessi fræðsla skiptir Samvinnuhreyfinguna miklu máli, og eins og sjá má af þessu, er starfsemin i þessu efni umfangsmikil, en þó má gera enn betur. Á næstunni mun skipu- lagsdeild senda kaupfélögum um land allt tillögur okkar um eflingu fræðslustarfsins, sem siðan verða ræddar innan félaganna. Stöndum saman gegn verðbólgunni — Þetta er orðið langt spjall og fróðlegt, Erlendur. Myndir þú að lokum vilja vikja að þvi, hvað þér erefstihuga, þegarhorft er fram á veginn? — Efst i huga er mér án efa hin geigvænlega verðbólga i efnahagslifinu. Ég tel, að brýnasta verkefni okkar á þjóð- hátiðarárinu hljóti að vera að gera harða atlögu að verðbólgu- draugnum og leggja hann að velli. Berum viðekki gæfu til þess að skipa okkur saman i einn flokk til þess að binda enda á þá óheillaþróun, eru framtiðar- horfurnar ekki bjartar. Kröfur einstakra hagsmunahópa þjóð- félagsins eru meiri en góðu hófi gegnir. Við megum ekki við þvi til lengdar, eð hver hugsi úm það eitt að skara eld að sinni köku og láti sig heildarhagsmunina engu skipta. Við verðum að tileinka okkur annan hugsunarhátt en þann, sem nú er lenzka, og tryggja með þvi móti raunvirði tekna fremur en fleiri og fleiri krónur, sem svo verða að engu i verðbólgueldin- um. Til þess að svo megi verða. þurfum við að snúa bökum saman. Ég tel einnig, að verðbólgan eigi að miklu leyti sök á þeim los- arabrag, sem gert hefur vart við sig meðal okkar. Mér finnst sem flest teikn bendi til þess, að lifsgæðakapphlaup eins og það, sem átt hefur sér stað um heim allan að undanförnu, sé brátt á enda, hvort sem við vilj- um eða ekki. Þetta verðum við að gera okkur ljóst á meðan timi er til. Síðan verður auðna að ráða, hvort við berum gæfu til þess að leggja inn á aðra og heillavænlegri braut i leit okkar að lífshamingju. — HIIJ „Fangelsi eru úrelt fyrirkomulag" I janúar s.l. voru 25 ár liðin frá stofnun Fanga- hjálparinnar. Að þessu tilefni sneri blaðið sér til þess manns, sem stofn- aði, fjármagnaði, starf- aði og starfar enn einn við Fangahjálpina, en það er Óskar Clausen. Fyrst spurðum við Óskar um tildrög þess, að hann stofnaði Fangahjálpina. — Ég fékk fyrst áhuga á að stofna fangahjálp, þegar ég var ungur maður i Stykkishólmi. Þar hafði tvitugur piltur verið dæmd- ur i mánaðarfangelsi fyrir inn- brot. Ég var beðinn um að tala við hann.daginn áður en hann var lát- inn laus. Þegar ég kom i fangels- ið, brá mér i brún við að sjá, hvernig fangelsisvistin hafði farið með piltinn. Hann var orðinn hálfruglaður af innilokuninni, þótt þetta hefði bara verið einn mánuður. Hann var hræddur við að fá frelsið aftur, hræddur við dómhörku fólksins, og hafði hvorki atvinnu né samastað. Ég útvegaði honum bæði húsnæði og vinnu, og hann varð nýtur maður. En þarna i fangelsinu á Stykkis- hólmi hét ég þvi að stofna fanga- hjálp. — En þú stofnaðir Fangahjálp- ina rúmlega sextugur. Hafðirðu alltaf hug á þvi þennan tima? — Já, mig vantaði aðeins fjár- magnið. Ég vann við verzlunar- störf i Stykkishólmi til þritugs og stofnaði siðan heildverzlun i Reykjavik. Auk þess seldi ég rik- inu jarðeign mina, Kviabryggju, til að setja þar á stofn opið fang- elsi. Þannig fjármagnaði ég Fangahjálpina. óhæfa, að loka inni — Hvernig finnst þér fangelsis- málum háttað nú? — Fangelsisvist hefur ekki bætandi áhrif á nokkurn mann. Það er óhæfa að loka menn inni i þröngum klefum eða rimlabúr- um. Frelsiskennd Islendingsins er svo rik, að þess eru fá dæmi með öðrum þjóðum. Ég get sagt þér sögu af þvi, að fyrir nokkrum árum kom til min maður, sem starfaði i nefnd, sem endurskoð- aði fangelsismál i Englandi. Hann spurði um starf mitt og sagði mér m.a., að á Englandi væru öll fangelsi yfirfull. Ég sagði við hann: — Ég treysti mér ekki til að breyta eða hjálpa mönnum i fangelsi. Getið þér endurhæft mann i þröngum klefa eða rimlabúri? Ég hef byggt reynslu mina i málum fanga- hjálpar á tvennu: Frelsi og vinnu. Ég á enga samleið með þeim, sem vilja fangelsi og aftur fang- elsi. Næstum allir koma til viðtals — Hvernig hagarðu starfsemi varðandi þá unglinga, sem hafa gerzt brotlegir? — Ég fæ skýrslu hjá saksókn- ara rikisins yfir þá unglinga inn- an 21 árs, sem hafa gerzt brotleg- ir. Ég skrifa þeim bréf, og bið þá að koma til viðtals við mig innan Óskar ('lausen þriggja daga, og segi að það sé áriðandi, þvi farið geti svo, að ákæru verði frestað á hendur þeim. Þaðð bregzt yfirleitt ekki, að þeir koma til viðtals. Ég út- vega þeim oft vinnu og aðstoða þá á annan hátt. — Ber þetta árangur? — Já, aðeins 10% gerast brot- legir, áður en hið tveggja ára ákærufrestunartimabil rennur út. Mál unglinganna eru tekin röng- um tökum. Við seljum vin fyrir milljónir króna. Ungur maður kaupir sér flösku, drekkur úr henni og gerist svo hávær á götu. Þá er lögreglan komin á vettvang og snýr upp á handleggina á hon- um og lokar hann inni. Morguninn eftir vaknar hann svo i fanga- klefa og hefur varla hugmynd um, hvað hann heíur gert af sér. Um helgar koma svo tilkynn- ingar frá lögreglunni: ..Allir fangaklefar lögreglunnar vfir- fullir í nótt". Það er eins og þessu sé flaggað. Það væri nær að aka þessum mönnum heim til sin. Mér finnst voðalegt að koma inn i fangageymslurnar við Síðumúla. þar sem menn eru lokaðir inni i þessum þröngu búrum. Fangelsi eru úrelt fyrirkomulag. Þaö eru auðvitað til menn. sem eru hættu- legir öryggi almennings. en þeir eiga að vera á sérstökum geð- deildum. Fangelsi eiga að vera opin eða ekki nein. 1428 notið ákærufrestunar. — Hefur starf þitt ekki vakið athygli erlendis? — Starf mitt hefur vakið hrifn- ingu erlendis. og meira að segja hafa aðferðir minar verið teknar upp sums staðar. Ég er meðlim- ur i Alþjóðafangahjálpinni og á ráðstefnum erlendis hef ég verið kallaður ..the grand old gentle- man from Iceland". segir Óskar og hlær við. — Ertu fylgjandi þvi. að trú sé blandað saman við slikt starf sem þú vinnur? — Nei, ég hef aldrei blandað trú saman við starf mitt. Aftur á móti er ég trúaður maður. en er litið fyrir trúar- og hjálparsam- komur með gitarspili, sem eru ætlaðar til að frelsa syndara. Upphaflega átti reyndar að láta mig læra til prests. I móðurætt er ég kominn af prestum i 400 ár. og þvi þótti sjálfsagt að ég yrði það lika. En ég tók verzlunarstörfin Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.