Tíminn - 22.02.1974, Síða 19
Föstudagur 22. febrúar 1974.
TÍMINN
19
Tímamyndir: Gunnar
Svípmyndir frá samn-
ingafundinum á Hótel
Loftleiðum
TiMINN birtir hér nokkrar
myndir frá samningafundununi
að Hótel Loftleiðum, þar sem
fulltrúar deiluaðila liafa keppzt
við að ná samningum um kaup og
kjör þorra vinnandi fólks i land-
inu.
Það þykir vel við hæfi að hafa
sáttasemjarann, Torfa Hjartar-
son, efstan á blaði, margreyndan
i snerrum af þessu tagi og alls
kyns þófi, sem af þeim flýtur.
Siðan birtum við ýmsar svip-
myndir þarna sunnan að til þess
að fólk geti skynjað andblæinn i
salarkynnunum. En hafi einhver
búizt við að sjá reiða menn eða
æsta, þá er það á miklum mis-
skilningi byggt. Þarna fer allt
spaklega fram, jafnvel þótt menn
greini á, og fullyrða má, að af
góðum vilja sé reynt að komast
að niðurstöðu, sem getur hlotið
samþykki. Það gildir að minnsta
kosti um langflesta, sem þarna
eiga i samningum, og er eitt nær-
tækt dæmi um það, aö langflest
félög og sambönd frestuðu verk-
föllum á dögunum, svo að ekki
væri stofnað til neinna vandræöa
og reynt i lengstu lög að komast
hjá þvi að valda þjóðfélaginu
tjóni.
Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands tslands, er meðal
þeirra, sem lengst og oftast hafa staðið i samningastappi. Hann er orð-
inn þvi langvanur, þótt seint gangi, og fyrir löngu hættur að æðrast. En
rúnir hafa árin rist I andlitið á honum', og vafalitið eiga samningafund-
irnir þar sinar hrukkur. Nú styðst hann fram á stafinn, biðandi þess að
samningagerðinni þoki áfram og hann geti loks hætt þrálátri fundar-
setu að sinni.
Auðvitað þarf margt dæmið að reikna, þegar svona stendur á, og á
neðri myndinni sjáum við tölvisan mann með pipu i munni og
reikningsvél og kveikjara á borðinu hjá sér. Sjálfsagt þarf að liafa
hraðann á, svo að samningamennirnir fái sem fyrst að vita, hver niður-
staða dæmisins verður, þvi að hana þarf að meta og vega, áður en
lengra er haldið.
Þegar menn þreytast á langri
fundarsetu og vökum, bregða
margir sér fram i vcitingastof-
una til þcss að fá sér kaffisopa
til hressingar. Á miðri myndinni
til hægri er Stefán Jónsson
prentsmiðjustjóri, yfir öxl hans
sést Jón Ágústsson, fyrrverandi
formaður Prentarafélagsins, og
næstfremstur á myndinni er
Svanur Jóhannesson formaður
Bókbindarafélagsins.
A myndinni að ofan eru menn
að spjalla saman I hléi. Eðvarð
Sigurðsson alþingismaður
krossleggur hendurnar og Jó-
hannes Eliasson bankastjóri
horfir i gaupnir sér. Liklega
hefur veriö á dagskrá mál, sem
gaumgæfilega þarf að ihuga.