Tíminn - 22.02.1974, Qupperneq 21

Tíminn - 22.02.1974, Qupperneq 21
Föstudagur 22. febrúar 1974. TÍMINN 21 Pat Quinn er að koma Hann kemur hingað til að kynna sér aðstöðu FH-inga til knattspyrnuiðkana Pat Quinn, fyrrum fram- kvæmdastjóri skozka 1. deild- ar liðsins East Fife, er nú væntanlegur til landsins til að spjalla við FH-inga. Quinn mun koma hingað helgina 2.-3. marz n.k. og kynna sér að- stæður Hafnarfjarðarliðsins, sem leikur i 2. deildinni i knattspyrnu. Albert Guðmundsson, fyrr- verandi fofmaður KSI, hefur staðið i þvi að útvega FH-ing- um skozkan þjálfara, og hafa nú þegar 16 skozkir þjálfarar haft samband við hann. FH- ingar hafa mikinn áhuga á að fá Quinn, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Skotlands i knattspyrnu, sem þjálfara i sumar. Samþykktu samninga Ellerfs og Bjarna — en ekki voru þó allir d eitt sáttir Á stjórnarfundi KSÍ, sem haldinn var i gær, urðu talsverðar um- ræður um för þeirra Eilerts Schram og Bjarna Felixsonar til Brussel, og árangurinn af henni. Sýndist sitt hverjum, en að lokum voru samningar þeir, er EHert og Bjarni gerðu, samþykktir samhljóða. Agreiningefnið var ekki sú tilhögun að ieika heima og heiman heldur timasetning leikjanna. Einnig var for- maðurinn, Ellert B. Schram, gagnrýndur fyrir að hafa haldið blaðamannafund, án þess að skýra stjórn KSI áður frá samn- ingunum. Þeir, sem héldu uppi gagnrýni, voru aðallega Friöjón Friðjónsson og Jón Magnússon. A það var bent á stjórnarfund- inum, að timasetning Evrópu- leikja islenzka landsliðsins væri óheppileg með tilliti til þátttöku islénzku félaganna i Evrópu- bikarkeppninni. Þeir fara fram á haustin á sama tima og nokkir landsleikjanna eiga að fara fram. Einnig var á það bent, að hugsan- lega kæmu leikirnir til með að rekast á Bikarkeppni KSl. Þrátt fyrir þessa annmarka, lögðu allir stjórnarmenn blessun sina yfir samningana, og voru ékki mótfallnir þvi að leikið skuli bæði heima og heiman. Nokkur gagnrýni kom fram á formann KSI fyrir það að halda blaðamannafund, ánsamráðs við aðra stjórnarmenn KSI, og án þess að hafa áður kynnt stjórninni efni samninganna. Hét for- maðurinn þvi, að slikt skyldi ekki endurtaka sig. Bjarni og Jens velja landsliðið A stjórnarfundi KSÍ i gær var skipuð tveggja manna landsliðsnefnd. Voru þeir Bjarni Felixson og Jens Sumarliöason skipaðir i hana. Er þetta i fyrsta sinn, sem þeir taka sæti i landsliðsnefnd. Sem kunnugt er, hefur Haf- steinn Guðmundsson frá Keflavik verið einvaldur um val islenzka landsliðsins i knattspyrnu nokkur undan- farin ár. Leitað var til hans nú um það að hann veldi liðið áfram, en hann afþakkaði það. Ekki liggur fyrir, hver muni þjálfa landsliðið, en væntan- lega verður það einhver er- lendur þjálfaranna. Stöðvað á síðustu stundu..Gils Stefánsson stöðvar Guðjón Magnússon á siðustu stundu ileik HM-liðsins og FH. (Timamynd Róbert) HM-LIÐIÐ VANN.... ÍSLENZKA HM-landsliðið i handknattleik sigraði islandsmeistara FH auðveldlega, 32:21, á miðvikudagskvöldið i Laugardalshöllinni. HM-liðið var það sterkt, að FH-ingar höfðu aldrei möguleika gegn þvi. Það er greinilegt á landsliðinu, að það er að verða tilbúið undir átökin i HM-keppninni i Austur-Þýzkalandi i lok mánaðarins. Geir Ilallsteinsson lék með landsliðinu og var samvinna hans og Axels Axelssonar oft stórglæsileg — með aðeins meiri samæfingu eiga þessir tveir snjöllu leikmenn að geta ógnað hvaða landsliösvörn sem er. Geir getur leikið Axel uppi og Axel getur skotið þrumuskot- um og gefið á línu. Markvarzlan verður örugglega mesta vandamál islenzka liðsins á HM. Landsliðsmarkverðirnir Ólafur Benediktsson og Hjalti Einars- son, vörðu oft stórglæsilega, sérstaklega Ólafur, sem lék i marki landsliðsins i fyrri hálfleik. Gunnar Einarsson kom i landsliðs- markið i siðari hálfleik og varði hann litið. Hann getur ekki ætlazt til að ná langt, ef hann ver eingöngu skot, sem eru skotin beint i hann. Mörk HM-liösins skoruðu: Axel 7 (2 viti), Ólafur 6, Björgvin og Gunnsteinn 4 hvor, Einar 3, Gisli 3 (1 viti), Geir 3 (2 viti) og Guðjón Magnússon 2. FH :Gunnar 7 (3 viti), Auðunn 3 og aðrir minna. ...EINNIG '64 LANDSLIÐSKEMPURNAR úr HM-liðinu 1964 tóku strákana i 2. deildar.úrvalinu i kennslustund, þegar 64-liðið vann 20:16. Þær sýndu það, að þær hafa engu gleymt, og undir lok leiksins sýndu landsliðskempurnar gömlu snilldarleik og unnu upp fjögurra marká forskot 2. deild- ar úrvalsins og jöfnuðu 14:14. siðan þegar staðan var 16:14 fyrir úrvalið, þá fóru gömlu landsliðsmennirnir i gang og skoruðu sex siðustu mörk leiks- ins og unnu 20:16. Frábært var það hjá 64-liðinu, sem ekki hefur tapað leik nú undanfarin ár — Það vann unglingalandsliðið fyrir stuttu, með miklum yfir- burðum. Mörk '64-liðsins skor- uðu: Ingólfur óskarsson 5, Her- mann Gtinnarsson og Karl Jóhannsson 4 hvor, Gunnlaugur 11 jálmarsson 3, örn Hallsteins- son og Sigurður Einarsson 2 hvor. VERÐUM VIÐ EKKIMEÐ í HM? íslenzka handknattleiksliðið kemst ekki út úr landinu. Flugið fær enga undanþágu hjá VR-mönnum ALLT bendir til þess, að is- lenz.ka HM-landsliðið i hand- knattleik, komist ekki utan til að taka þátt i HM-keppninni i Austur-Þýzkaiandi, og til að leika landsleik gegn Norðmönnum i Osló á mánu- dagskvöldið. VR-menn hafa sagl. að það séu engar undan- tekningar gerðar á nokkru sviði i sambandi við fiug. islcnzka landsliðið á að halda utan á mánudagsmórguninn n.k. Liðið á að leika gegn Norðmönnum i Osló á mánu- dagskvöldið og á þriðjudaginn var ætlunin að halda til Austur-Þýzkalands en HM- keppnin hefst á fimmtudag- inn. Einar Mathiesen, formaður Handknattleikssambands HSt, tjáði okkur. að unnið væri nú að lausn þessa mikla vandamáls, sem islenzka handknattleikslandsliöið á nú við að striða. Eins og sést á þessu, þá eru nú miklar likur á þvi að islenzka landsliðið komist ekki til Austur-Þýzkalands ti! að taka þátt i HM-keppninni i handknattleik . Þaðkemst ekki þangað, nema að fá undan- þágu hjá VR-mönnum. En þeir eru mjög ákveðnir þessa dagana og segja, að flugið fái enga undanþágu. AAeistaramót íslands — í frjálsíþróttum innanhúss Mí í frjálsiþróttum inn- anhúss 1974 fer fram i Ileykjavik 2. og 3. marz n.k. Keppt verður i eftir- töldum greinum: Fyrri dagur: Laugardalshöll kl. 13,00, karlar: 800 m hlaup, kúluvarp, hástökk með atrennu og þristökk án at- rennu. Konur: 800 m hlaup og kúluvarp. Baldurshagi kl. 16,00, karlar: 50 m hlaup, langstökk með og án atr. Konur: 50 m hlaup án atrennu. Seinni' dagur: Laugardalshöll kl. 20,00 f.h. karlar: 1500 m hlaup, boðhalup 4x3 hringir, stangarstökk, hástökk án atrennu. Konur Boðhlaup 4x3 hringir og hástökk með atrennu. Baldurshagi kl. 14,00 karlar: 50 m grindahlaup og þristökk m. atr. Konur: 50 m grindahlaup og lang- stökk með atrennu. Þátttökutilkynningar skulu hafa börizt skrifstofu FRI i Laugardal simi 83386 eða i pósthólf 1099 i siðasta lagi sunnu- daginn 24. febrúar. Þátttökugjald er kr. 50,00 i hverja einstaklings- grein og kr. 100,00 fyrir hverja boðhlaupssveit. Gjaldið greiðist með þátttökutilkynningu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.