Tíminn - 02.03.1974, Síða 2
2
TÍMINN
Laugardagur 2. marz 1974.
Laugardagur 2. marz 1974
'V
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.)
I dag gerist einhver sá atburður, sem verður til
þess, að þú ferð að hugsa meira um framtiðina
en þú hefur gert að undanförnu, og er sannar-
lega gott til að vita. Kvöldið verður þér
skemmtilegt, að vissu leyti.
Fiskarnir: (19. febr-20. marz)
Þessi dagur er hagstæður til allra viðskipta, og
þú mátt lika búast við þvi, að þú komist að góðu
samkomulagi við aðila, sem þú átt einmitt
viðskipti við. Kvöldið getur orðið þér skemmti-
legt, sérstaklega i fjölmenni.
Hrúturinn. (21. marz-19. april)
Þú hefur verið að hugsa um eða vinna að ein-
hverju, sem þú ert orðinn leiður á, og i dag færð
þú hvild frá þvi. Það er ekki að vita, nema þú
losnir með öllu við þetta, en það er ekki vist, að
það færi þér neinn hagnað.
Nautið: (20. april-20. mai)
Akveðin samningsgerð hefur verið að vefjast
fyrir þér núna um nokkurt skeið, og nú skaltu
ekki trassa hana lengur. Fáðu traustan vin þinn i
lið með þér og hespaðu þessu af, þvi að þú ert
ekki maður fyrir þessu einsamall.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júni)
Þar kom að þvi. Þér fellur það illa, en við þessu
er ekkert að gera, þú verður að bera harm þinn I
hljóði. Og hvað bjátar á? Svik einhvers aðila,
sem þér finnst þú hafa gjörþekkt, en bregzt þér
gjörsamlega.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Það er eitthvert mál á döfinni i kringum þig,
annaöhvort á vinnustað eða heimili, sem vakið
hefur talsvcrðan úlfaþyt. Blandaðu þér ekki
ótilneyddur i málið og reyndu heldur að láta eins
og þú hafir ekki hugmynd um neitt.
Ljónið: (23. júli-23. ágúst)
Þú ert ekki upplagður til neinna stórræða i dag,
og ættir bara að taka lifinu með ró og hvila þig i
næði. Sparaðu kraftana til heppilegri
átakadaga, þegar þeirra er virkilega þörf. Það
er engin ástæða til að sóa þeim.
Jómfrúin: (23. ágúst-22. septj
Það litur út fyrir, að þú komist á snoðir um eitt-
hvert leyndarmál i dag. Það er alveg sama
hvers eðlis það er, þú mátt alls ekki ljóstra þvi
upp. Þetta skiptir þig afar miklu máli, og gerðu
ekki of litið úr þvi.
Vogin: (23. sept.-22. oktj
Ef þér berst tilboð i dag, sem nokkrar likur virð-
ast á, skaltu athuga það vandlega, þvi að ekki er
allt gull sem glóir, og það á svo sannarlega við
hér. Það virðist nefnilega vægast sagt veikur
hlekkur I þvi ef ekki gildra.
Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Eitthvert atvik, sem liklega er þó aðeins
smávægilegt, verður til þess að valda þér
óþægindum i dag. Þú skalt ekki taka þetta nærri
þér, þvi að útlit er fyrir fjörugastá kvöld,
sérstaklega i hópi vina og kunningja.
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Það litur út fyrir, að i dag sýni einhver persóna,
sem verið hefur i miklum metum hjá þér, á sér
hliðar, og þér geðjast ekkert að þessum hliðum,
alls ekkert. Liklegast rétt að slita sambandinu
með öllu, áður en ver fer.
Steingeitin: (22. des.-19. jan}.
Þér berst til eyrna einhver orðrómur um aðra
persónu, sem skiptir þig þó nokkru máli. Þú
tekur nærri þér, en ef þú athugar málin betur, er
hætt við, að þú verðir fljótur að sjá, hvernig i
málinu liggur i raun og veru.
Ford Bronco — VW-sendibílar
Land-Rover — VW-fólksbílar
EKILL *
BRAUTARHOLTI 4
Bíla
leigan
Simar 2-83-40 og 3-71-99
hiiHmÍiHh.w
„Víðtækasta verkfall.
Er þetta fyrsti þáttur þjóð-
hátiðarinnar? Eða er það
ættjarðarástin eða þjóðarhags-
umhyggjan i áþreyfanlegri mynd
sem sett er á svið á öðrum
mánuði þjóðhátiðarársins.
Allsherjarvérkfail skall á eftir
iangar og strangar samningatil-
raunir, óralanga, margmenna
fundi og óteljandi tölu reiknings-
dæma, sem enginn virðist geta
leyst. Enda hætt við að hugsun
verði sljó eftir andvöku-nætur.
En hvað er hugsað? — Sjórinn
býður fram mikil verðmæti, sem
ekki eru þegin, þótt glæsileg skip
með hrausta áhöfn séu tilbúin.
Mun þó varla vanþörf á að draga
björg i févana þjóðarbú.
Starffúsar hendur svo þúsundum
SAMVIRKI
Barmahlíö 4ASími 15-4-60
Framleiöslu
samvinnufélag
RAFVIRKJA
annast allar
almennar
raflagnir
og viðgerðir
OPIO
Virka daga
Laugardaga
KI. 6-10 e.h.
kl. 10-4 e.h.
1
..Ó<BILLINN BÍLASALA
HV|RFISGÖTU 18-simi 14411
CAR RENTAL
H 21190 21188
/ÍSbÍLALEIGAN
felEYSIR
CAR RENTAL
V24460
í HVERJUM BÍL
PIOIVIŒGJR
ÚTVARP OG STEREO
CASETTUTÆKI
skiptir eru óvirkar og' heimilin
mörgu þannig svipt bjargræði.
Hvernig verður næsti þáttur?
,,Þá er þjóð illa stödd, ef óáran
er i fólkinu”, segir gamalt rit. Er
svo komið nú hjá oss á
þjóðhátiðarári, sem þó á vissu-
lega að vera fagnaðar- og lof-
gjörðarár? Gefi guð, að svo verði,
að árið verið okkur til blessunar,
þrátt fyrir allt.
A þorraþræl 1974
Einar Sigurfinnsson
Hveragerði
Skókmeistari Keflavíkur
Tringov vann 24 skákir af 27 í fjöltefli
SK—Keflavik. Lokið er kcppni i
fyrsta flokki á skákmóti Kefla-
vikur. Keflavikurmeistari varð
Pálmar Breiðfjörð með 7 1/2
vinning. i 2-:i sæti urðu Gisli Guð-
finnsson og Tómas Marteinsson
með 6 vinninga.
S.l. þriðjudag tefldi búlgarski
BILALEIGA
^Car rental
(U#|41660 &42902
BÍLALEIGA
stórmeistarinn Tringov fjöltefli á
vegum Skákfélags Keflavikur i
Stapa. Tefldi hann við 27 skák-
menn. Fjölteflinu lyktaði svo, að
hann vann 24 skákir, tapaði einni
fyrir Gisla Guðfinnssyni, og
gerði tvö jafntefli, við Þorleif
Einarsson og Sigfús Kristjáns-
son.
Utanrikisráðuneytið,
Reykjavik, 28. febrúar, 1974.
Styrkir á sviði
umhverfismála
Atlantshafsbandalagið (NATO) mun á
árinu 1974 veita nokkra styrki til fræði-
rannsókna á vandamálum varðandi
opinbera stefnumótun á sviði umhverf-
ismála.
Gert er ráð fyrir, að umsækjendur hafi
lokið háskólaprófi.
Styrkirnir miðast við 6-12 mánaða
fræðistörf. Fjárhæð hvers styrks getur
numið allt að 200.000,00 belgiskum
frönkum.
Nánari upplýsingar veitir utanrikis-
ráðuneytið.
Umsóknum skal skilað i utanrikis-
ráðuneytið fyrir 31. marz n.k.
Óskum að ráða
stúlku í kaffistofu
hálfan daginn.
4-13-91.
Upplýsingar i sima
Skiptafundur
verður haldinn i þrotabúi Alberts Jóhann-
essonar (Barnabúðarinnar) fimmtudag-
inn7. marz n.k. kl. 13:30 i skrifstofu borg-
arfógeta, Skólavörðustig 11, herbergi nr.
10 á IV. hæð.
Fundarefni er m.a. tilboð sem borist hefur
i vörubirgðir búsins.
Skiptaráðandinn i Reykjavik,
28. febrúar 1974.
Býlið Afholt
Skagáströnd, er til sölu. Afholt er i útjaðri
Höfðakaupstaðar. íbúðarhús 120-130 ferm
á 2 hæðum, útihús fyrir 150 fjár, hlöður
fyrir 320 hesta, verkfærageymsla, ræktað
landum 15 hektarar. Nánari upplýsingar i
sima 95-4690.