Tíminn - 02.03.1974, Qupperneq 5

Tíminn - 02.03.1974, Qupperneq 5
Laugardagur 2. marz 1974. TÍMINN 5 Baltasar I sýningarsalnum aö Kjarvalsstööum. Nokkrar mynda hans sjást I baksýn Baltasar með mdlverkasýningu: ,,Það eru verkin sem tala" sagði hann við blaðamenn í gær Gsal—Reykjavik. — A morgun, laugardag, opnar listmálarinn Baltasar máiverkasýningu aö Kjarvalsstööum á Miklatúni. Sýningin veröur opin til 10. marz. Baltasar fæddist i Katalóniu á Spáni þann 9. janúar 1938. Hann stundaði myndlistarnám i alls sjö Leikstarfsemi í ár á Spáni, m.a. i listaskólanum i Barcelona. Árið 1961 kom hann til íslands með skipi, og skemmti um hrið landsmönnum með söng og gitarundirleik, þar á meðal I Þjóðleikhúskjallaranum. Leið hans lá siðan aftur á sjóinn, og vann hann á islenzkum togurum um nokkurt skeið. Baltasar er is- lenzkur rikisborgari. Reykholtsdal SJ—Reykjavik. Blómlegt leik- listarlif hefur verið undanfarin ár i Reykholtsdal. Þar er efnt tii leiksýningar á hverjum vetri, og er áhugi mikill og aimenn þátt- taka. Nú á laugardag frumsýna leikfélagið og ungmennafélagið Draugalestina i félagsheimilinu að Logalandi. Aðsókn hefur verið góð að leiksýningum þessara félaga. Fyrir nokkrum árum var Gullna hliðið sett á svið, og voru þá 16 sýningar, sem er mikið i ekki stærri sveit. Styrkir til rannsókna á umhverfis- mólum ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) mun á árinu 1974 veita nokkra styrki til fræöirannsókna á vandamálum varðandi opin- bera stefnumótun á sviði um- hverfismála, (Public Policy in Relation to Natural and Social Environment). Nánar tiltekið eru styrkirnir veittir á vegum nefndar banda- lagsins um vandamál nútima- þjóðfélags, sem skipuleggur rannsóknir á ýmsum sviðum, svo sem mengun sjávar og vatna, vatnshreinsun, eyðingu hættu- legra efna, loftmengun, umferð- aröryggi, samgöngum innan borga, heilsugæzlu, sólarorku og jarðhitaorku. Styrkirnir miðast við 6-12 mán- aða fræðistörf, og getur fjárhæð hvers styrks numið allt að 200.000.00 belgiskum frönkum. Gert er ráð fyrir, að umsækjendur hafi lokið háskóla- prófi, og skal umsóknum skilað i utanrikisráðuneytið fyrir 31. marz n.k. Málverkasýningin, sem Baltas- ar opnar að Kjarvalsstöðum á morgun, er fjórða sýning hans á Islandi. Flest málverkanna sem eru tæplega 60 eru máluð á sið- ustu tveimur árum, og þau eru öll oliumálverk. Baltasar er mjög kunnur lista- maður hér á landi. Þær eru ekki ófáar bækurnar, sem hann hefur skreytt með myndum sinum og teikningum. Sýningar hans draga alltaf til sin stóran hóp manna, enda hafa fáir málarar af erlend- um uppruna sýnt landinu jafn- mikinn áhuga. Á þessari sýningu má sjá, að Baltasar leitar viða fanga, þvi fjölbreytni sýningar- innar i heild er geysilega mikil. Á blaðamannafundi, sem Baltasar stóð fyrir i gær, sagði hann eitthvað á þá leið, að lista- maðurinn væri ekkert annað en verk sin: — Það eru verkin sem tala. Pelsinum var stolið á meðan stúlkan var inni hjó lækninum Klp-Reykjavik. Ung stúlka, sem var að leita sér lækninga i Domus Medica i gær, varð fyrir þvi óhappi, að yfirhöfn hennar, pels, vár stolið á meöan hún var inni hjá lækninum. Þegar hún var kölluð inn til læknisins, hengdi hún pelsinn upp i fatahenginu, en þegar hún kom aftur fram, var búið að stela hon- um. Þetta gerðist á timabilinu frá kl. 16,00-16,30. Þarna var um að ræða kaninupels, brúngráan að lit, með brúnum þverröndum úr leðri. Og það er ekki annað að sjá, á þessari sýningu Baltasars, en að þau orð eigi fyllilega við. Baltasar hefur málað þrjár altaristöflur á íslandi, i Flatey, á ólafsvöllum á Skeiðum og i kap- ellu Landakotsspitala. AAólverkasýning Svisslendings Hingað til lands er kominn sviss- neski listmálarinn Pierre Vogel. Opnar hann sýningu á málverk- um og teikningum i Gellery Skip- holti 37 sunnudaginn 3. marz og verður sýningin opnuö almenn- ingi kl. 5 eh. Allar myndirnar eru til sölu. Vogel er fæddur 1938 i Genf og er búsettur þar, Hefur hann hald- ið fjölmargar einkasýningar i Evrópu. Sýningin verður opin næstu daga frá kl. 4-10 á kvöldin. Hlutavelta vegna Kópa- vogshælis STARFSFÓLK Kópavogshælisins efnir til hlutaveltu sunnudaginn 3. marz i félagsheimilinu i Kópa- vogi. Hefst þessi hlutavelta klukkan tvö. Ágóðinn af hlutaveltunni renn- ur i leiktækja- og ferðasjóð vist- fólksins á hælinu, og er fólk hvatt til þess að sækja hlutaveltuna, svo að hún megi ná tilgangi sin- um. Allir fylgjast með Tímanum V. Skák: Guðlaug komin í 1. flokk TAFLFÉLAG Kópavogs hefur verið með mjög öfluga starfsemi i vetur, og er greinilega vaxandi skákáhugi I Kópavogi. Félagiö hefur gengizt fyrir taflæfingum á fimmtudögum i Vighólaskóla, og hafa þær verið mjög vel sóttar. Háð hefur verið keppni viö Hveragerði, en slikar keppnir hafa farið fram tvisvar á ári, og er að jafnaði teflt á 17 borðum. Að þessu sinni vann Kópavogur, en keppnir þessar eru mjög skemmtilegar, og létt yfir þeim. Haustmót félagsins fór fram dagana 4.-22. nóv., og tefldu saman meistara- og fyrsti flokkur, svo og tefldu saman 2. fl. og unglingaflokkur. Áskell Kárason sigraði glæsi- lega i efri flokknum, og hlaut hann 10 vinninga af 11 möguleg- um. 1 öðru sæti varð ungur og vaxandi skákmaður, Jónas P. Erlingsson, en i 3.-5. sæti urðu Bjarni Ólafsson, Sigurður Kristjánsson og Þorsteinn Guðlaugsson, og hlutu þeir 7 1/2 vinning. Annan flokkinn vann Hafþór Yngvason, og hlaut hann 10 vinn- inga af 12 mögulegum. 1 öðru sæti varð Guðlaug Þorsteinsdóttir með 9 1/2 vinning, og flytjast þau upp i fyrsta flokk. 3. varð Sigurður Þorsteinsson með 8 1/2 v. og 4. Atli Aðalsteinsson með 7 vinninga. Hið árlega jólahraðskákmót félagsins fór fram að venju milli jóla og nýárs. Á þessu móti er teflt um veglegan bikar, ásamt sæmdarheitinu „jólasveinn Taflfélags Kópavogs”, og hlaut hann 14 vinninga. Annar varð Jónas P. Erlingsson með 13 1/2 vinning. Núverandi skákmeistari Kópa- vogs er Björn Sigurjónsson. Skákþing Kópavogs hefst sunnudaginn 3. marz n.k., og verður teflt i öllum flokkum. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður GEÐDEILD BARNASPÍTALA HRINGSINS: YFIRHJÚKRUNARKONA óskast til starfa frá og með 15. april n.k. Umsóknarfrestur er til 13. marz n.k. Upplýsingar veitir forstöðu- kona Landspitalans, simi 24160. BLÓÐBANKINN: MEINATÆKNIR óskast til starfa hið fyrsta. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsing- ar veitir yfirlæknir, simi 21511. KLEPPSSPÍTALINN: HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa við spitalann nú þegar. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, simi 38160. AÐSTŒ)ARMENN við hjúkrun sjúklinga óskast til starfa nú þeg- ar. Upplýsingar veitir forstöðukon- an, simi 38160. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 1. marz 1974. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 SKIPAÚTGCRÐ RÍKISINS 2 menn óskast til að setja saman vörubretti, og væri sækilegt að þeir hefðu áður fengið æfingu i þessu. Upplýsingar hjá verkstjóra. Skrifstofustúlka Opinber stofnun óskar eftir að ráða skrif- stofustúlku. Nokkur vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt 13. launaflokki opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, sendist blaðinu fyrir 12. marz n.k. merkt „Framtið — 1974.” Starfsmenn í fóðurblöndunarstöð óskum að ráða strax tvo starfsmenn i Fóðurblöndunarstöð okkar við Sunda- höfn. Vinsamlegast hafið samband við verk- stjóra i sima 85616. 1 Samband ísl. samvinnufelaga | IN N FLUTNINGSDEILD

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.