Tíminn - 02.03.1974, Síða 7
Laugardagur 2. marz 1974.
TÍMINN
7
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins:
Athugasemd við blaðaviðtal
Hinn 21. febr. s.l. birti dagblað-
ið Visir viðtal við Gunnar Bjarna-
son, ,,sem annast útflutningsmál
hesta” eins og segir i blaðinu.
Ekki verður séð, að Gunnari sé
annt um að varpa réttu ljósi á þau
mál, sem hann ræðir. Hitt er lik-
ara, að tilgangur orða hans sé að
vekja óánægju og ala á misskiln-
ingi.
Meðal annars kemur fram i
viðtalinu óánægja með gjald af
útfluttum hrossum. Sagt er, að
það renni til Búnaðarfélags Is-
lands, en ekki nánar greint til
hvers það skal notað. Tilgreindar
eru upphæðir, sem ákveðnir
bændur hafi greitt á siðastliðnu
ári til Búnaðarfélagsins, samtals
kr. 1.760 þúsund.
Vafalaust má um það deila,
hv-ort útflutningsgjald af hross-
um sé rættmætt yfirleitt, eða
hvort það eigi að vera svo hátt,
sem raun ber vitni.
Ákvæðin um þetta gjald er að
finna i 37. grein Búfjárræktarlaga
frá 1973. Þar segir svo:
,,Mynda skal hjá Búnaðarfélagi
Islands sérstakan sjóð, „Stofn-
verndarsjóð”, i þeim tilgangi að
styrkja og lána hrossaræktar-
samböndum fé til kaupa á
kynbótahrossum, sem annars
kynnu að verða seld úr landi.
Til sjóðsins skulu útflytjendur
hrossa greiða gjald ,ernemi20%
af útflutningsverði ógeltra hesta
og 10% af útflutningsverði
hryssna.
Búnaðarfélag íslands setur
reglur um starfsemi sjóðsins og
fer með stjórn hans.”
Ekki þarf að fjölyrða um
tilgang þessara lagákvæða. Hann
er augljóslega sá að vernda
islenzka hrossastofninn og
innlenda kynbótastarfsemi fyrir
ótimabærum útflutningi
kynbótagripa og styðja bæði beint
og óbeint við bakið á innlendri
kynbótastarfsemi i hrossarækt og
viðhalda þannig útflutnings-
möguleikum i framtiðinni.
Nokkurt umhugsunarefni er,
hvers vegna Gunnar lætur ógetið
tilgangsins með gjaldheimtunni.
Samband islenzkra
samvinnufélaga annast sölu
flestra þeirra hrossa, sem flutt
eru úr landi. Samkvæmt upplýs-
ingum Agnars Tryggvasonar,
framkvæmdastjóra, hefur Sam-
bandið ekki enn innheimt útflutn-
ingsgjald af hrossum.
Samkvæmt upplýsingum
Búnaðarfélags Islands innheimt-
ist i Stofnverndarsjóð kr. 4.700.- á
s.l. ári.
Einkennilegt er, að Gunnar
leggur mikla áherzlu á, að tekjur
þær, sem bændur hafi af
hrossasölu til útlanda, séu skatt-
skyldar til rikis og sveitarfélaga,
en hrossaverzlun manna á milli
sé skattfrjáls. Er ekki Gunnar
með orðum sinum i Visi að saka
flesta eða alla hestamenn lands-
ins um skattsvik? Hvaðan kemur
Gunnari þekking til að tala svona
og hver er tilgangurinn með
svona áburði?
Orðrétt segir i viðtalinu:
„Hestaverzlunin innanlands, fer
fram hjá skattayfirvöldum, en
háir skattar koma til.ef selt er úr
landi.” Annars staðar er orðrétt
eftir Gunnari haft, að viðskipti
með hesta séu ekki gefin upp
til skatts.
Ósamræmis gætir þó i dæmi
þvi, sem Gunnar tekur af manni
nokkrum, sem gat selt hest dýru
verði til útlanda, en neitaði að
selja hestinn á sama verði, er
Búnaðarfélag íslands hugðist
neyta forkaupsréttar. Samkvæmt
fyrrgreindum orðum Gunnars
hefði þó innanlandsverzlunin orð-
ið mun arðvænlegri.
Svipting
Tveir kirkjunnar menn hafa
nýlega skrifað greinar i fjöllesið
blað um prestkosningar, annar
þessara manna er séra Gunnar
Árnason, hinn er biskup lands-
ins. Skiptast þessar greinar
mjög i tvö horn. Grein séra
Gunnars er sögulegt yfirlit um
baráttu þá, sem þjóðin varð að
heyja um langan aldur með
hjálp hinna viðsýnustu manna á
alþingi gegn tregðu stiftsyfir-
valda hérlendis og afturhaldi
danskra stjórnvalda. Loks eftir
áratuga baráttu, vannst sigur,
eins og siðar i sjálfstæðismál
þjóðarinnar. Loks fékkst viður-
kenninga á þvi, að sannfjarnt
sanngjarnt væri, að söfnuðir
landsins fengju leyti til að kjósa
sér trúarleiðtoga að eigin vild.
Hin greinin, sem áður en
nefnd, skrifuð af yfirmanni
kirkjunnar, fjallar um frum-
varp, sem skotið hefir upp koll-
inum i sölum alþingis. Það mun
seint gleymast i sögu þessa
lands, að annað eins hafi komið
fram, og þaðá 20öld, aðfarið sé
fram á, að alþingi afnemi þau
réttindi, sem sama stofnun
tryggði þjóðinni með drengi-
legri baráttu á öldinni sem leið.
Forsendan er ein og á þessa
leið: Prestskosningar eru
mannskemmandi.
Þeir, sem fylgzt hafa nokkuð
með andlegu lifi hér á landi
undanfarin ár, munu skilja, að
hér býr annað að baki, þótt ekki
komi fram i dagsljósið, að söfn-
uðir landsins séu svo vanþroska
og haldnir slikri villu i trúarlegu
frjálslyndi, að eina ráðið sé að
svipta þá kosningarétti um val
presta — En þá hlýtur jafnframt
að vakna önnur spurning: Hefir
súvankosna prestastétt, sem nú
situr i þessu landi, verið fær um
að kjósa þjóðinni biskup? Hve
veigamikill er sá þáttur i rökum
fyrir afnámi almennra prests-
kosninga?
Siðustu árin hefir verið unnið
að byltingu innan kirkjunnar, þó
með varfærni. Tiilögur hafa
skotið upp kollinum eins og
sjónpipa á kafbát. Þeir prestar,
er hvað minnstan hljómgrunn
höfðu átt hjá þjóðinni og litinn
byr hlotið við prestskosningar,
skyldu nú hafnir til vegs, og
kirkjan i heild flutt um alllangt
kosningaréttar
set, til að byrja með aftur fyrir
tima Magnúsar Stephensen.
Grallaramessa var sungin á
Bessastöðum, i þeirri von, að
ljóminn af embætti fyrrverandi
forseta (sem þó var einn af við-
sýnustu guðfræðingum
landsins) gæti fallið á stefnu-
breytinguna.
Næsta skrefið var að afnema
sálmabók kirkjunnar og gefa út
aðra, sem stæði mun nær þeim
gamla og góða Grallara. Þar
skyldu eldfjöllin ekki lýsa sem
áður með sinu villuljósi. Einn
elzti og virðulegasti prófastur
landsins, sem rannsakað hafði
hina nýju messusöngsbók,
kvaöst telja hana limlestingu á
gömlu sálmabókinni. Það voru
hans óbreytt orð.
Það er mikið færzt i fang að
breyta og snúa gamalgróinni
stofnun eins og kirkjunni, til
þess útheimtist m.a. bæði pen-
ingar og völd. Peningarnir
fengust, meðan gullöldin stóð,
með hárri árlegri fjárveitingu i
sjóð, sem nefndur er kristni
sjóður, án þess ijárveitinga-
vaidið hefði þar frekari umráð.
Eru nú ekki völdin á næsta leiti?
Nú liggur frumvarpið fyrir
um afnám prestkosninga.
Sóknarnefndir skuli framvegis
skora á biskup að skipa
ákveðinn prest. Þetta litur nógu
vel út á pappirnum, en skyldi
ekki vera innangengt bakdyra-
megin hjá þessum sóknar-
nefndum, áður en þær láti til sin
heyra? Væri ekki einfaldara að
orða ákvæðið á þessa leið:
„Biskup skal skora á sóknar-
nefnd að skora á sig að skipa
honum þóknanlegan prest”?
Þannig mætti raða þeim
þóknanlegu i fjölmennustu
prestaköllin. Hinir gætu sómt
sér vel úti i dreifbýli og ei
skortir útkjálkana á Islandi,
þótt ekki værunefndir Trékyllis-
vik, Mjóifjörður eða endurreist
Grunnavik
Það vakti athygli, að læri-
sveinar i guðfræðideild Há
skólans skrifuðu undir meðmæli
um þessa breytingu á kirkju-
skipuninni, og voru þau birt i
blöðum landsins. Hvað áttu
blessaðir mennirnir annað að
gera, ef þeir á annað borð
ætluðu að halda áfram á þessari
braut, en að vera i náðinni hjá
þeim ráðamanni, sem bæri
kristnisjóðinn i bakvasanum, en
veitingavaldið i brjóst-
vasanum? Var hún ekki eitt-
hvað svipuð aðstaða hinna ungu
manna, sem fyrir 2000 árum
voru að klifa upp i stétt þeirra
skriftlærðu?
t sambandi við hina ungu guð-
fræðinema hvarflaði að manni
ummæli, sem virðulegur pró-
fastur austan af landi viðhafði
við embættisbróður sinn, sem
hann heimsótti á sjúkrahúsi
„Þjóðin á eingan prestaskóla,
hún á aðeins heiðingjatrúboðs-
skóla”.
Þvi hefir verið hampað sem
aðalröku, að prestkosningar
væru mannskemmandi, slikt
kann að hafa hent, en hinar
prestkosningarnar hafa verið
fleiri, og þeim hefir farið fjölg-
andi, sem sóttar hafa verið með
þeim virðuleik, er kirkjunni er
samboðinn, þar sem um-
sækjendur hafa brýnt það fyrir
sinum styrktarmönnum að
segja ekkert styggðaryrði um
keppinautana.
Alþingiskosningar eru
hundrað sinnum fremur mann-
skemmandi, þó hafa ekki heyrzt
raddir um að afnema þær, og
láta t.d. hverja fráfarandi
stjórn skora á forseta að út-
nefna nýja þingmenn.
Alþingi ætti ekki að fella áður-
nefnt frumvarp, það gæti valdið
sárindum. Það dagaði uppi á
siðasta þingi. Þingmenn ættu
hins vegar að ganga hljóðlega
kringum það, svo það geti
sofnað svefninum langa —
Þjóðin mun áfram standa vörð
um viðsýnustu og göfugustu
kirkju Norðurlanda. Hún veit,
og finnur, eins og skáldspeking-
urinn Tennyson, að: „Allra
sálna sólarvegur sækir fram og
upp á við”!
Hér er öllu óhætt, hér er
aðeins um sólmyrkva að ræða,
er liður hjá. Þjóðin þarf heldur
ekki að hafa áhyggjur af
skapara himins og jarðar, hann
getur eflaust sagt, eins og þjóð-
skáldið I Herdisarvik sagöi
forðum: „Annað eins hefir
maður nú séð!”.
Vox populi
I Björgunartækni á Frakkastig. Friðrik Brekkan með nokkuð af vörum
þeim, sem hann hefur á boðstólum — þar á meðal er stóli, sem nota má
sem sjúkrabörur, og aðrar sjúkrabörur, sem notaðar eru viö fólk, sem
ekki má hræra. — Timainynd: GE.
NÝTT FYRIRTÆKI
BJÖRGUNARTÆKNI
SJ-Reykjavik. 1. janúar s.l. var
stofnaö fyrirtækið Björgunar-
tækni (Ice-Itescue) i Reykjavik,
en forstööumaður þess er
Friðrik Asmundsson.
Björgunartækni er umboðs-
maður samsvarandi fyrirtækis i
Noregi, Scan-Rescue, Scan-
Rescue hefur sérhæft sig i yfir-
byggingum og innréttingum á
sjúkraflutninga- og björgunarbif-
reiðum. Siðustu ár hafa umsvif
fyrirtækisins aukizt mjög, og er
einnig nú byggt yfir og innréttað-
ar sjúkraflutningaflugvélar og
bátar.
Timamót urðu á starfsemi
Scan-Rescue i janúarlok, þegar
fyrsta sjúkraflutningabifreiðin,
sem byggð er samkvæmt norsk-
um staðli um slikar bifreiðir,
hlaut viðurkenningu Daimler-
Benz-verksmiðjanna i Þýzka-
landi, sem vandaðasta og full-
komnasta sjúkraflutningabif-
reið, sem byggð hefur verið á
Benz undirvagni.
Hjartabill Blaðamannafélags
Islands er vafalitið fullkomnasta
bifreið, sem þetta fyrirtæki
vinnur á þessu ári. Áætlað er að
hjartabillinn verði kominn hingað
um miðjan mai-mánuð.
Einnig framleiðir Scan-Rescue
bifreiðir til flutnings á fötluðu
fólki og sjúklingum milli staða.
Fyrirtæki þetta er með einka-
umboðá þeim sjúkrabörum, sem
mesthafa veriðnotaðar i Banda
rikjunum og Vestur-Evrópu.
Björgunartækni er með einka
umboð á Islandi á Force
björgunaratgeirnum.
TIMINN
ER
TROMP
Þeir sem eru
á vel negldum
snjódekkjum
komast leiðar sinnar.
GUMMIVINNUSTOFAN
SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK.
/