Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 2. marz 1974, Pólitískir fangar á fangaeynni Jaros Norðmenn og Rússar semja um flugvöll- inn á Svalbarða NTB—Osló — Norðmenn og Sovétmenn hafa að undanförnu setið að samningum i Osló, þar sem samkomulag náðist um ýmis atriði i sambandi við afnot Sovétmanna af flugvelli þeim, sem nú er verið að gera á Svalbarða. Gert hefur verið uppkast að samningi á milli rikj- anna og búist er við þvi, að hann verði undirritaður og birtur innan tiðar, þvi að aðeins er eftir að ganga frá formsatriðum, sem að þessu lúta. — mannréttindi fótum troðin í Grikklandi Rauði krossinn fékk að heim- sækja Jaros árið 1967. Með þvi að núverandi herforingjastjórn hefur tekið eyjuna i notkun á nýj- an leik, er þess krafizt viða um heim, að R.K. fái aftur að athuga þetta helviti á jörð, þar sem rott- urnar hafa ráðið rikjum um aldir. Geta má þess, enda lýsir það þeim viðbjóði, er menn hafa alla tið haft á þessum stað, og einnig lýsir það vaxandi grimmd valdhafa i heiminum og virðingarleysi fyrir mannskepn- unni, að fyrir 40 árum var einræðisherranum Metaxas neitað af heilbrigðisyfirvöldum i Grikklandi að koma fyrir póli- tiskum útlegðarföngum á eyj- unni. Jaros á sér langa hörmungar- sögu. Árið 80 f. Kr. sendi rómverski diktatorinn Súlla 80 þús. andstæðinga sina þangað. Þeir, sem rotturnarr slöngurnar og sporðdrekarnir sáu ekki fyrir, dóu úr sjúkdómum. — SP AAARGIR HAFA FLÚIÐ SOVÉTRÍKIN VEGNA GAGNRÝNI Á STJÓRNVÖLDIN AStÐUSTU mánuðum hefur nýja herforingjastjórnin i Grikklandi sent um það bil eitt hundrað póli- tiska andstæðinga sina i einangr- un i fangelsið á eyjunni Jaros i Eyjahafi, en hún er 5-10 km suð- austuraf Aþenu. Fangaeyja þessi var siðast notuð árið 1969. Frá- sagnir af þessum ómannúðlega stað vöktu upp mótmæli um allan heim, og leiddi það til þess, að eyjunni var lokað. Papadopoulos- stjórnin, sem þó vissulega ,,lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna” sá sér ekki annað fært, en að láta undan. Jaros er gersamlega óbyggileg eyja. Þar er ekkert nema grjót og sandur, enginn gróður þrifst þar. Á veturna er þar hráslagalegt og kalt, jafnvel þótt ekki blási vindur af hafi, en á sumrin er varla lift sökum hita. Eftir siðari heims- styrjöld hafa hinar ýmsu stjórnir Grikklands notað eyjuna sem geymslustaði fyrir pólitiska and- stæðinga sina. Að lokinni- borg- arastyrjöldinni i i Grikklandi komu sigurvegararnir fyrir 10 þúsund manns á eyjunni, en megnið af þeim var með berkla Þetta fólk notuðu valdhafarnir siðan til að byggja upp fangelsi á eyjunni. Einn þeirra, sem var i fimm ár á eyjunni, hefur siðar sagt svo frá. —Við byggðum fangelsið á fjór- um árum. 17.000 fangar strituðu eins og þrælar við að byggja sitt eigið fangelsi. Blómi æskunnar i Hellas byggði þetta fangelsi með sinum blóðugu höndum. Aðeins eitt var okkur i huga. Vatn! Svo að við lifðum af og gætum sagt söguna af þvi, hvernig fangelsið á Jaros var byggt. Vatn er nánast ekkert, eða af afar skornum skammti á Jaros. Fáar fréttir erlendis frá hafa vakið meiri athygli á undanförn- um vikum en fregnin um að sovézki rithöfundurinn Alexander Solsjenitsyn hefði verið fluttur nauðugur úr landi. Slikt hefur ekki gert siðan Trotski var rekinn úr landinu 1929 og sviptur þegnrétti likt og Solsjenitsyn. Þó hafa margir aðrir þeirra manna, sem harðast hafa gagn- rýnt sovézkt þjóðfélag, farið úr landi, en munurinn er sá, að þeir hafa farið sjálfviljugir, að minnsta kosti i orði kveðnu. 1 rauninni áttu þessir menn ekki margra kosta völ, þvi að þeir gátu allt eins búizt við þvi að vera dæmdir i langvinna fangavist, ef þeir hefðu ekki tekið þann kost að fara úr landi. ( Talsverður munur er þó á af- stöðu Solsjenitsyns og flestra þessara manna, þvi að svo er að sjá af verkum hans, sem hann telji, að i rauninni hafi október- byltingin 1917 ekki verið annað i eðli sinu en blóðug stjórnarskipti, og að þar hafi ekki verið um félagslega byltingu að ræða. Nýir menn hafi komið til valda, en ekki hafi orðið eðlisbreyting á stjórn- arfari og þjóðfélagsskipan. Meiri hluti þeirra manna annarra i Sovétrikjunum, sem gagnrýnt hafa þjóðfélagskerfið þar eystra, virðast hins vegar annarrar skoðunar og álita, að þrátt fyrir allt sé unnt að breyta kerfinu til hins betra innan frá, og að i raun sé um sósialistiskt þjóðfélags- form að ræða. Hvað sem þvi liður hafa örlög margra þeirra orðið þau, að þeir hafa átt um tvennt að velja —- fangabúðir eða landflótta. A siðastliðnum tveimur árum hafa margir þessara manna farið úr la'ndi með leyfi sovézkra yfirvalda. Nefna má menn eins og Jaures Medvedev, Andrej Sinjav- ski, Valeri Chalidze, Vladimir Maximoff, Josef Brodski og Ana- toli Kuznetsoff. Þvi hefur verið haldið fram, að brottför þessara manna úr landi sýni, að stjórnarfarið sé öllu mildara en áður var, og vist má telja, að á timum Stalins hefði önnur og harðari refsing beðið þessa fólks. Liklega er þó, að það séu fyrst og fremst hinir kunnari gagnrýn- endur stjórnarfarsins, sem fengið hafa að fara úr landi, og að hinir, sem ekki hafa vakið athygli manna á Vesturlöndum, kunni að hafa sætt harðari refsingum. ■Ci Dr. Oddur afhendir Þessir fjórir eru kunnastir þeirra gagnrýnenda hins sovézka stjórnkerfis, sem nú eru landflóttaEfst til vinstri liffræðingurinn Jaures Medvedev. Þá Alexander Solsjenitsyn. Aðneðan til vinstri rithöfundurinn og bókmenntagagnrýnandinn Andrei Sinjavskí og tii hægri skáidið Josef Brodski. Dr. Oddur Guðjónsson afhendir trúnaöarbréf sitt sem sendiherra tslands hjá Þýzka alþýðulýðveidinu hinn 18. desember 1973.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.