Tíminn - 02.03.1974, Side 9
Laugardagur 2. marz 1974.
TÍMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
iýsingasimi 19523.
Blaðaprent h.f.
Landgræðslustörf
skólafólks
Páll Þorsteinsson hefur ásamt fimm öðrum
þingmönnum Framsóknarflokksins flutt i efri
deild frumvarp til laga um landgræðslustörf
skólafólks. Samkvæmt þvi skal heimilt að
kveðju til starfa við landgræðslu a.m.k. tvo
daga á hverju skólaári hvern þann nemanda,
sem orðinn er 12 ára að aldri eða eldri og
stundar nám i skóla, sem kostaður er af rikinu
að einhverju eða öllu leyti, endasé nemandinn
hraustur og ófatlaður. Landgræðslustörf i
þessu sambandi eru græðsla lands og hvers
konar vinna vegna gróðurverndar. gróður-
setning trjáplantna, grisjun skóga og fegrun
skóglendis, gróðursetning skrúðjurta, endur-
bætur skrúðgarða. lagfæring og fegrun um-
hverfis skóla, gistihús, sjúkrahús og opinberar
menningar- og liknarstofnanir. Menntamála-
ráðuneyti skal samkvæmt frumvarpinu hafa
yfirumsjón með þeirri starfsemi, sem hér um
ræðir. Skógrækt rikisins — að fengnum til-
lögum Skógræktarfélags íslands — velur
verkefni og skipuleggur framkvæmdir, þar
sem unnið er á skóglendi. Landgræðsla íslands
— að fengnum tillögum Landverndar — velur
verkefni og skipuleggur landgræðslustörf
nemenda i skólunum i Reykjavik, en búnaðar-
samband á þvi svæði, þar sem skóli starfar
utan Reykjavikur, skal velja verkefni og
skipuleggja landgræðslustörf skólafólks á
búnaðarsambandssvæðinu. Verkefni skóla-
fólks við landgræðslu skulu valin i samráði við
hlutaðeigandi skólastjóra og fyrir eittár i senn.
Efni þessa frumvarps snertir tvo veigamikla
þætti i þjóðlifinu. Annars vegar er stefnt að þvi
með ákvæðum frumvarpsins að efla land-
græðslustörf með þvi að auka starfsemi sjálf-
boðaliða i því efni og glæða áhuga nemenda i
skólum, sem rikið kostar, á þessu viðfangsefni.
Hinn þátturinn, sem er þó enn þá veigameiri,
er sá, að starfsemi af þessu tagi muni hafa
heillavænleg uppeldisáhrif á hið unga fólk.
Samkvæmt yfirliti um fjölda nemenda og
kennara i skólum skólaárið 1972 — 1973, voru
þá samtals um 25 þús. nemendur i skólum
þeim, sem frumvarp þetta tekur til. Ef frum-
varpið verður lögfest og ákvæði þess látin
koma til fullra framkvæmda, má ætla með
visun til nemendafjölda, að hægt verði á
þessum grundvelli að fá unnin á einu ári um 50
þús. dagsverk við landgræðslu. Af þessu má
marka, að hér er um að ræða verulegt fram-
lag til gróðurverndar og landgræðslu.
Þegar Páll Þorsteinsson mælti fyrir frum-
varpinu, fórust honum m.a. orð á þessa leið:
,,Með þessu frumvarpi er alls ekki stefnt að
þvi að koma á með löggjöf þvingandi valdboði.
Það er borið fram með það fyrir augum, að
glæða þann áhuga á þessu viðfangsefni, sem
komið hefur fram nú þegar hjá ungmenna-
félögum og ýmsum öðrum, og að efla starfsemi
áhugamanna á þessu sviði.
Þjóðhátiðarárið 1974 á að verða ár mikilla
fyrirheita um að græða landið, bæta það og
fegra. Unga kynslóðin, sem vissulega nýtur
góðra lifskjara i landinu, á að fá tækifæri til að
sýna með skipulegum átökum, að börn
vorhugans séu að verki, þar sem hún gengur til
starfa?
Erling Bjöl, Politiken:
Bresjneff siglir
milli skers og báru
Það sýnir meðferðin á Solsjenitsyn
VIÐ skulum kappkosta að
varðveita hæfnina til jiess að
gera okkur grein fyrir
hlutunum i réttu samhengi.
Auðvitað er brottvisun
Alexanders Solsjenitsyn úr
landi brot á mannréttindaskrá
Sameinuðu þjóðanna. En i
henni felast eigi að siður
framfarir ef hún er borin
saman við örlög sumra þegna
Sovétrikjanna á siðari árum,
hvað þá ef vitnað er til valda-
tima Stalins.
Á þvi leikur heldur enginn
vafi, að hinni tiltölulega
mannúðlegu meðferð á mesta
samtima rithöfundi Sovét-
rikjanna er ætlað að vera
vináttuvottur við vestræna
menn. Þetta kunna að teljast
nokkuð gröfar og klaufalegar
bjarnargælur, en vináttu-
vottur eigi að siður.
Hjá þvi verður ekki komizt
að viðurkenna þetta sé það
ætlunin. að fá einhverju
ágengt á ókomnum timum
með andmælum gegn mis-
beitingu valds i Moskvu.
ÞESSI velvildarvottur
sýnir, að Leonid Brésjnéff
skilur, að við vestrænir menn
gerum okkur ekki grein fyrir
réttu samhengi minnkandi
spennu i alþjóðamálum og
auknú innra frjálsræði i
sovezku samfélagi. Við
gerum i bezta falii ráð fyrir,
að þetta tvennt styðji hvað
annað og efli. Veruleikinn i
Sovétrikjunum er þó miklu
margslungnari en okkur er
ljóst, og til þess liggja bæði
sögulegar og félagslegar
ástæður.
Sovétríkin eru búin að sigla
með lik Stalins i lestinni i
meira en tvo áratugi.
Krustjoff reyndi að varpa þvi
fyrir borð árið 1956, en þá tók
skútan að velta svo ákaft, að
við sjálft lá, að henni hvolfdi.
Hann gerði aðra tilraun árin
1962-1964, en þá urðu all-
margir sjóveikir og tóku þvi
höndum saman um uppreisn
gegn skipstjóranum.
SUMIR þessara manna
standa enn vakt á stjórnpalli.
Hvert skyldi mann bera, ef
farið væri að spyrja eins og
annars? Við gætum til dæmis
byrjað á þvi að spyrja, hvers
vegna Alexander Kosygin sé
einn á lifi af forustusveitinni
frá Leningrad að afstöðnum
hinum frægu málum þar i
borg? Við gætum einnig spurt,
hvaða hlutverki hinn mjög svo
áberandi flokksstjórnarmaður
Mikael Susloff hafi gegnt við
fjarlægingu Nikolaj
Vosnesenskij?
Brésjnéff gæti sennilega
sloppið nokkurn veginn heill út
úr slíkri rannsókn á Stains-
timanum. En hversu margir
af hinni eldri kynslóð slyppu
flekklausir frá þess háttar
könnun?
Af þessum sökum verður
enn um sinn að sigla i þeirri
þoku blekkinga, lyga, yfir-
hilminga og svika, sem hefir
legið yfir fortiðinni siðan
Krustjeff féll. Jevgenija Ginz-
burg gerði sér þess grein á
sinum tima, að ekki yrði unnt
að gefa minningar hennar frá
Stalinstimanum út i Sovét-
rikjunum fyrri en upp úr 1980.
ÞRATT fyrir þetta lita
vissir hópar forustumanna i
Sovétrikjunum svo á, að
brýn þörf sé að nálgast vestur-
veldin, einkum þó Bandarikin,
til þess að bjarga sovézku
efnahagslifi út úr þeim erfið-
Solsjenitsyn
leikum, sem það hefir átt við
að striða siðan upp úr 1960.
Nokkur ár var þvi trúað, að
aukið frelsi i efnahagslifinu
yrði til bjargar. En svo kom i
ljós i Tékkóslóvakiu árið 1968,
að aukið frelsi i efnahagslifinu
gat einmitt haft i för með sér
stjórnmálafrelsi, sem vakti
ótta og skelfingu.
Af þessum sökum varð að
leita annarra úrræða. Ný,
aukin og bætt tækni átti þá að
hrökkva til bjargar, og þvi er
enn trúað. Tæknilegum fram-
förum fylgir nálgun við
vesturveldin. Viðleitnin til að
draga úr spennunni er með
öðrum orðum sprottin af
óttanum við aukið innra
frjálsræði.
AUK þessa hlýtur minnkuð
spenna að efla þörfina á hinu
innra aðhaldi, þar sem hætt er
við, að aukin samskipti við
vesturveldin grafi undan
stjórnarkerfinu i Sovét-
rikjunum, og þó enn fremur i
öörum rikjum i Austur-
Evrópu.
Leonid Brésjnéff hlýtur þvi
að reyna að sigla milli skers
og báru. Hann verður annars
vegar að gæta þess, að aukin
og bætt samskipti við vestur-
veldin hafi ekki i för með sér
svo mikla frelsisaukningu
heima fyrir, að stalinistar
ráöist á hann aftan frá. Hins
vegar má hann ekki brjóta
frelsisviðleitnina svo harka-
lega á bak aftur, að Banda-
rikjaþing stöðvi samskiptin.
Brésjnéff hefir reynt að
haga meðferð sinni á Solsjen-
itsýn með þeim hætti, að hún
fullnægði þessum tveimur
skilyrðum.
EKKI bætir það úr skák eða
léttir vandann, að sovézka
fyrirkomulagið, sem gerði
kleift að draga úr lögreglunni,
sem er herstofnun, á hag sinn
siður en svo undir minnkaðri
spennu i alþjóðlegum sam-
skiptum.
Krafa vestrænna manna um
aukið frelsi er i senn móðgandi
og óþægileg fyrir stjórn
Sovétrikjanna. En þó skýtur
hún ekki við skolleyrum með
öllu. Það má gleggst sjá á
meðferð hennar á Solsjenitsyn
og Sinjavskij og útgáfu brott-
faraleyfa fyrir sovézka
Gyðinga. Af þessum sökum
ber að halda áfram að kref jast
aukins frelsis .
En sé gengið of langt i
þessum efnum er hætt við, að
áhrifin verði öfug viö það, sem
til er ætlazt. Ef til vill er brott-
visun úr landi mannúðlegasta
lausnin, sem unnt var að koma
við i þeim vanda, sem
Solsjenitsyn olli. Og ef til vill
er hún það hyggilegasta, sem
kostur var á.
Þ.Þ.