Tíminn - 02.03.1974, Síða 14

Tíminn - 02.03.1974, Síða 14
14 TÍMINN Laugardagur 2. marz 1974. þér og komdu innf yrir. Svala kemur eftir andartak, hún er að hugsa um matinn. Hvar er vinur þinn? — Hann vildi ekki koma, sagði Jónas og gekk á eftir frænda sínum inn í dagstofuna, sem einnig var borð- stofa. Hann var víst eitthvað miður sín: hann þekkir engan hér og er svo nýkominn. En ég kannast ekkert við þessa stofu. — Þetta eru tvær stofur, sem breytt var i eina, sagði Stefán. Það var hugmynd Svölu. Þetta er loftbetra yfir sumarið, en hins vegar kaldara á veturna. Þegar Jónas var setztur, litaðist hann um. Þetta var miklu stærri stofa en búast má’tti við í ekki stærra húsi. Þarna var ekkert veggfóður í skelfilegum litum, heldur viðarklæddir veggir, og hér og þar voru nokkrar stórar, innrammaðar myndir af íslenzku lands- lagi, af því taginu, sem maður kaupir í Verzlun Björns Kristjánssonar í Reykjavík. Hvarvetna blasti smekkur Svölu við honum. í bókaskápnum við gluggann var talsvert af bókum Svölu, ritverk H.C Andersen og Björnson og ,,Konungs- ef ni'' Ibsen, en í þeirri bók svipaði söguhetjunum Hákoni og Skúla talsverttil þeirra Eiríks og Jónasar: hjá þeim fyrrnefnda Ijóslifandi sjálfstraustið og sigurinn, þar er hinn var — svo að notuð séu orð Georgs Brandes — ,,hugsuðurinn, hrakinn af innri baráttu og yf irþyrmandi vantrú, hraustur og metnaðargjarn, sá, sem ef til vill hafði alla hæfileika og möguleika til að verða konungur, en skorti eitthvað ólýsanlegt, óáþreifanlegt, til þess að gefa hæfileikunum gildi". I vasa ofan á skápnum voru villt, íslenzk blóm, sem gáfu þann svip, sem aðeins blóm geta. Á gólfinu voru margar mottur, og hér og þar lágu hárprúðar, íslenzkar gærur, sem aðeins kosta fjórar krónur stykkið, en eru jafn silkigljáandi og fagrar og gærur Angórageitar- innar. Traustleg og fögur húsgögnin voru úr eik og smíðuð hjá Severinsen í Kaupmannahöfn. En hvarvetna rikti látleysi og gott skynbragð, sem maður finnur á jafnvel fátækustu heimilum á Islandi. Nú opnuðust dyrnar, og Svala kom inn með kvöld- matinn á bakka, en vinnustúlkan kom með dúkinn og borðbúnaðinn. Jónas jafnaði sig,um leið og þessa sjón bar fyrir hann. Tilhugsunin um, hvernig hann ætti að bera hendur og fætur, eða hvað han ætti að segja, meðvitundin um tötra- leg fötin, sem hann var í, allt þetta hvarf fyrir heimilis- bragnum og við að sjá brosið á vörum ungu stúlkunnar, er hún heilsaði honum. Meðan á máltíðinni stóð, gekk samtalið út á viðskiptin, svo að Jónasi gafst ekkert tækifæri til að fara hjá sér. Stefán talaði um útlitið í laxveiðinni, og Jónas sagði honum, að þeir Eiríkur hefðu leigt hús af Ólafi Guðmundssyni, og auk þess að Eiríkur væri á leiðinni til Reykjavíkur til að kaupa mótorbát. Þau Stefán og Svala vissu það bæði mæta vel, að Ólaf ur réð svo til allri f isk- verkun í Skarðsstöð, en þar sem þau stóðu talsvert ofar verkafólkinu í þjóðfélagsstiganum og heyrðu sjaldan kvartanir þess, gerðu þau sér ekki grein fyrir einokunarvaldi, sem ríkti í Skarðsstöð. Þeir Ólafur og Stefán voru ríku mennirnir í Skarðsstöð, og þar sem þeir voru báðir atvinnuveitendur, mynduðu þeir svo að segja stétt út af fyrir sig. Og hver sá, sem hef ur haft íslending í vinnu hjá sér, þessa draumóramenn, sem tíminn skiptir svo litlu máli, mun skilja þann einhug í skoðunum, sem hlaut að ríkja á milli tveggja atvinnuveitenda í svo litlu þorpi. Enda þótt þau feðgin kynnu af þessum sökum að vera þeirra skoðunar, að Ólafur væri ef til vill harður gagnvart starfsfólki sinu, gerðu þau sér enga grein fyrir einræði hans eða því höggi, sem Eiríkur ætlaði að greiða honum. — Jæja, það gleður mig, að þú skulir ætla að setjast hérna að, sagði Stefán. Skarðsstöð þarfnast fleiri manna, og Eiríkur vinur þinn virðist hafa af I á við tvo. — Afl! Þetta var orðið, sem kom Jónasi af stað. Skáldið í honum brá blundi, og hann tok að lofsyngja vin sinn. Skáldið hafði gleymt öfundinni. Jónas var á sinn hátt bæði sterkur og hraustur maður, en maðurinn sjálfur kom þá fyrst í Ijós, er ástin eða hetjudýrkunin kallaði hann. í gamla daga hefði hann lofsungið Snorra og Njál, á sama hátt og hann lofaði nú Eirík og afrek hans, og þegar víman væri af honum runnin, myndi hann vafalaust vera jaf n öf undsjúkur í garð þeirra allra. Nú sagði hann svo stórkostlega frá vináttu þeirra, að Svala og faðir hennar fengu ekki aðeins að kynnast djörfung Eiríks, heldur einnig austurlenzkri dýrð, Timor með pálmum sínum, Tonkin með hofunum, Pescador, sem syntu í suðrænni hitabeltismóðu og Noto með sitt safírbláa, japanska haf. Hann sagði frá því, hvernig baujan náðist, og síðan varð hann skyndilega óhemju gagnrýninn: — Og þeir buðu honum allt, sem hugur hans girntist, og allt og sumt, sem hann bað um, var landleyf i til þess að hitta stelpu, sem hann var orðinn ástfanginn af og ruglaði hann svo í ríminu, að hann þef ur ekki verið með sjálfum sér síðan þann dag. Svala sagði ekkert, en faðirinn hló. — Það leynir sér ekki, að kvenfólki geðjast að honum, sagði hann. Ég vona bara, að hann finni hérna stúlku, sem honum geðjast svo að, að hann ílendist hér. — Nei, saqði Jónas af sannfæringu. Ég held ekki, að THE ghost who walks. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 15.00 Islenskt mál. Jón Aðal- steinn Jónsson cand mag. talar. 15.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: ,,t sporunum, þar sem grasið gær,” eftir Ouðmund L. Friðfinnsson. Annar þáttur. 15.50 Barnalög 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Framburðarkennsla i þýzku 17.30 Tónleikar. 17.50 Frá Bretlandi Ágúst Guðmundsson talar. 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkyriningar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 „Sköllótti maðurinn”, smásaga eftir Benny And- ersen. Anna Maria Þórisdóttir islenskaði. Rúrik Haraldsson leikari les. 19.55 Frá útvarpinu i israel Sinfóniuhljómsveitin i Isra- el leikur: Ezra Rachlin stj. 20.25 Framhaldsleikritið: „Sherlock Holmes”eftir Sir Arthur Conan Doyle og Michael Hardwick (áður útv. 1963) Tiundi þáttur: Skollafótur. Þýðandi Brynjólfur Ingvarsson. Leikstjóri: Flosi Ólafsson. 21.15 Hljómplöturabb. Þor steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (18) 22.25 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. 16.30 Jóga til heilsubótar Bandariskur myndaflokkur með kennslu i jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 17.00 íþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. 19.45 Illé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan Bandariskur söngva- og gamanmyndafiokkur. Þýð- andi Heba Júliusdóttir. 20.50 Ugla sat á kvisti „Bitla- æðið”. I þessum þætti eru rifjaðar upp minningar frá árunum 1962-70, en einmitt á þeim árum kom fram i Eng- landi hljómsveitin The Beatles.eða „Bitlarnir”, og verður hér fjallað um áhrif þeirra á islenskt músiklif á þessum tima. Sýnd verða brot úr allmörgum sjón- varpsupptökum og koma þar meðal annars fram hljómsveitirnar Hljómar, Óðmenn, Flowers, Stormar og Náttúra. Einnig koma við sögu i þættinum Bitlarn- ir sjálfir. Rolling Stones, Beach Boys og fleiri. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.35 Reikistjörnurnar Banda- risk fræðslumynd um stjörnufræði og vaxandi þekkingu manna á reiki- stjörnum þeim, sem næstar eru jörðu. Þýðandi og þulur Guðrún Jörundsdóttir. 22.05 Frið þeim. sem inn gcngur Sovésk biómynd. Þýðandi Lena Bergmann. Myndin gerist i Þýskalandi á siðasta degi heims- styrjaldarinnar siöari og lýsir hörmungum striösins og samskiptum einstaklinga úr hinum striðandi herjum. 23.30 Ilagskrárlok

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.