Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Laugardagur 2. marz 1974. i uuáwiv.’ii rr>T&i u 11 rL rc^f^////^\r/^ *=#////*'» rn Nokkrir gestir ungbændará&stefnunnar, sem haldin er á vegum UMFt aö Leirárskóla um helgina. Norræn ung- bændaráðstefna á vegum UAAFÍ Gsal-Reykjavik. Þessa dagana er haldin norræn ungbændaráö- stefna á vegum Ungmennafclaj s íslands aö Leirárskóla i Borgar- firöi. Ráöstefnan hófst föstu- daginn 1. marz, og henni lýkur 6. marz. A blaðamannafundi, sem UMFÍ gekkst fyrir i gær, föstudag, kom fram, að Ungmennafélag íslands er aðili að samtökum ungbænda og ungmennafélaga á Norður- löndum, Nordik samorganisation for ungdomsarbedje eða NSU, eins og það er skammstafað. Þau samtök hafa m.a. á stefnuskrá sinni að halda slikar fræðslu- og kynningarráðstefnur i löndum aðildarfélaganna. Ráðstefnur sem þessi hafa verið haldnar siðustu fjögur árin, fyrst i Sviþjóð, siðan i Noregi, i fyrra var ráðstefnan i Danmörku, og nú er röðin komin að íslandi. Ráðstefnugestir eru um fimmtiu talsins, þar af 14 frá Sviþjóð, 6 frá Noregi, 11 frá Dan- mörku og 1 frá Finnlandi. Atta islenzkir bændur sækja ráðstefn- una, auk nemenda og kennara frá bændaskólanum að Hvann- eyri. Á ráðstefnunni verður fjallað um islenzkan landbúnað og stöðu hans i islenzku atvinnulifi, þá verður fjallað um þau landgæði, sem höfuðþýðingu hafa fyrir landbúnaðinn i hverju landi, og erindi verður flutt um islenzku samvinnufélögin. Rættverður um möguleika ungs fólks til að gera landbúnað að ævistarfi sinu, og hvað gerir landbúnaðarstörf eft- irsóknarverð i augum ungs fólks. Auk ráðstefnuhaldsins verður farið i kynningarferð um Borgar- fjörð, og m.a. dvalið dagstund á Bændaskólanum að Hvanneyri. Tilgangur ráðstefnunnar er fyrst og fremst sá að auka sam- eginlega kynningar- og fræðslu- starfsemi ungra bænda á Norðurlöndunum og tengja ; ; . æskulýðssamtök þeirra með sameiginlegum verkefnum. STARFSMANNAFELAG LOFTLEIÐA Árshátíð félagsins verður haldin að Hótel Loftleiðum, föstudaginn 8. marz kl.'18:30. Upplýsingar um miðapantanir, hjá síma- stúlku Loftleiða. MÆTIÐ VEL! Nefndin. Eþíópía: Öll völd enn í höndum hersins NTB-Addis Abeba. Makonnen, nýútnefndur forsætisráöherra Eþiópiu, lofaði i gær aö koma aft- ur á lögum og reglu i landinu og sagöi, aö uppreisnarmenn innan hersins hefðu lofað sér aöstoö. Hann kvaðst vonast til að her- mennirnir sneru aftur til starfa sinna og rikisstjórnin fengi vinnu- frið. Haile Selassie keisari hefur lát- ið undan öllum kröfum upp- reisnarmanna, m.a. að hækka laun þeirra verulega. t Asmara, þar sem uppreisnin byrjaði, losaði herinn tök sin, eft- ir tilkynningu forsætisráðherr- ans. Miklar stúdentaóeirðir og mót- mælagöngur, sem beindust gegn nýja forsætisráðherranum, voru i höfuðborginni Addis Abeba i gær, og margir særðust. Litlar breytingar á frönsku stjórninni NTB-Paris. Georges Pompidou Frakklandsforseti viðurkenndi i gær nýju frönsku rikisstjórnina undir stjórn Pierres Messmers forsætisráðherra. Þetta er i þriðja sinn, sem Messmer mynd- ar rikisstjórn. I nýju rikisstjórninni eru 29 ráðherrar, 9 færri en i þeirri gömlu. Michel Jobert og Valery Giscard halda áfram að gegna stöðum utanrikisráðherra og fjármálaráðherra. Mikilvægasta breytingin er sú, að Jaxques Chirac verður innanrikisráðherra i stað Raymond Marcellin. Marcellin gegnir embætti landbúnaðarráðherra i nýju stjórninni. Allir nýju stjórnarmeðlimirnir voru einnig i stjórninni, sem sagði af sér. Aðalmál nýju stjórnarinnar verður að glima við vaxandi orkukreppu og hækkandi oliu- verð. Fréttaskýrendur telja, að Pompijdou hafi falið Messmer stjórnarmyndun til að hindra hugleiðingar um eigin framtið. Messmer er ekki einn þeirra, sem sækjast eftir að verða eftirmaður Pompidou. Með þvi að útnefna hann aftur forsætisráðherra hindrar Pompidou stjórnmála- menn eins og Jacques Chaban- Delmas og Valery Giscard i að nota forsætisráðherraembættið sem stökkpall i forsetastólinn. Lofum þeim að Hfa Lagarfljót m.a. fram hjá talsmönnum Náttúruverndarráðs. Einnig var á fundinum rætt nokkuð um aðra orkugjafa, svo sem heitt vatn, og voru mjög skiptar skoðanir um það, hvort þarna væri heitt vatn að finna. Engar ályktanir voru gerðar, enda fundurinn aðeins boðaður til kynningar á þessu máli, en frek- ari tiðinda mun af þvi að vænta. Þess má geta, að gerð lokuðu mannvirkjanna er háð samþykki, alþingis, sem hefur enn sem kom- ið er aðeins leyft fyrsta áfanga virkjunarinnar. Það kom skýrt fram á fundinum, að deilur eru ekki um Lagarfossvirkjun sem slika, heldur voru skiptar skoðan- ir um lokugerðina, sem tilheyrir öðrum áfanga virkjunarinnar. o Víðivangur við eigendur blaðsins, sem við semjum og höfum samiö. t fullu samráöi viö þá munum við i þessum mánuöi taka við rekstri dagblaðsins.” Þannig gætu verið I' upp- siglingu málaferli út af rekstri Alþýðublaösins. —TK Stórcukin er mikilwegt að búa þær, fjar skiptatækjum, og er mikil áherzla lögð á það. Þá ber að geta til- kynningaskyldunnar, sem orðin er mikilvægur þáttur í starfsemi I S.V.F.Í., og hefur hún nú verið lengd svo, að tilkynningaskyldan spannar allan sólarhringinn og eykur öryggi allra sjófarenda. öll þessi starfsemi kostar mikið fé, og allt frá stofnun Slysavarna- félags islands hafa kvenna- deildirnar borið hita og þunga af þeirri hlið starfseminnar. Satt bezt að segja er hætt við, að minna hefði orðið úr mörgum glæsilegum björgunarafrekum sveitanna, ef kvennanna hefði ekki notið við og þær lagt sinn drjúga skerf að mörkum til að búa björgunarsveitirnar þeim nauðsynlegu tækjum, sem þær þurfa á að halda. Vinningarnir i landshappdrætti Slysavarnafélags islands eru ekki jafnglæsilegir og mörg önnur happdrætti státa af, en allir verða þeir áreiðanlega vel þegnir af þeim, sem þá hljóta. En það er ekki aðalatriðið, heldur hitt, að hagur Slysavarnafélagsins og viðunandi starfsskilyrði er allra hagur, og hafa samtökin sannað tilverurétt sinn svo rækilega, að allir landsmenn hljóta að geta tekið undir slagorð þeirra, sem að happdrættinu standa: Við þörfn- umst þin. Þú okkar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1. marz 1974. Laus staða Staða hjúkrunarkonu i Vik i IVIýrdal er laus til umsóknar frá 1. april 1974. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Auglýsið í Tímanum SAFNAST ÞEGAR SAMAN SAMVINNUBANKINN RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: Tveir AÐSTOÐARLÆKNAR ósk- ast til starfa á Rö NTGENDEILD hið fyrsta. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. RITARI óskast I hálft starf nú þeg- ar. Vinnutimi er siðari hluta dags. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri. TRÉSMIÐUR, með reynslu i verk- stæðisvinnu óskast til starfa nú þegar. VERKAMAÐUR óskast til ýmissa starfa nú þegar. Upplýsingar veitir tæknifræðingur rikisspitalanna, simi 11765 eða umsjónarmaður Landspitalans, simi 24160. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 1. marz 1974. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.