Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 15
Sunnudagur 24. marz 1974.
TÍMINN
15
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i £dduhúsinu við Lindargötu, simar
18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- -
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Askriftagjald
420. kr. á mánuði innan lands, I lausasölu 25 kr. eintakið.
Blaðaprenth.f.
Lífeyriskerfið
Nefnd sú, sem vinnur að endurskoðun trygg-
ingakerfisins, hefur aflað sér greinargerðar
frá Guðjóni Hansen, tryggingafræðingi, um
leiðir til að tengja saman lifeyrissjóði i sam-
fellt tryggingakerfi.
Að áliti Guðjóns Hansen kemur vart til
greina að stofna nú allsherjarlifeyrissjóð með
þátttökuskyldu fyrir alla, sem atvinnutekjur
hafa, og innlima núverandi lifeyrissjóði i þann
sjóð, en hann bendir á þrjár hugsanlegar leiðir
til að koma á samfelldu tryggingakerfi:
1. Allsherjarlifeyrissjóður með þátttöku og
skyldu fyrir alla, sem atvinnutekjur hafa, og
réttindavinnslu frá stofnun sjóðsins.
Þessi leið innifelur, að núverandi lifeyris-
sjóðir myndu sjálfir þurfa að standa við skuld-
bindingar sinar vegna liðins réttindatima i
samræmi við lög og reglugerðir hlutaðeigandi
sjóða. Væntanlega myndu flestir þeirra hins
vegar hætta starfsemi sinni að öðru leyti, þótt
þeim yrði heimilt að starfa sem viðbótarsjóðir
við almannatryggingar og hinn nýja alls-
herjarsjóð. Þetta er sú leið, sem Sviar og Norð-
menn völdu, er þeir settu löggjöf um heildar-
kerfi grunntryggingar, þ.e. almannatrygging-
ar og allsherjarlifeyrissjóð.
2. Lífeyrissjóður fyrir þá, sem ekki eru þegar
orðnir félagar i einhverjum þeirra sjóða, sem
nú eru starfandi.
Sé þessi leið farin hefur það i för með sér, að
núverandi lifeyrissjóðir gætu starfað áfram
með þeirri breytingu, að lokað yrði fyrir þátt-
töku nýrra sjóðfélaga. Starfandi sjóðfélögum
þessara sjóða myndi fækka smám saman og
meðalaldur myndi fara hækkandi. Allsherjar-
sjóðurinn myndi lengi vel verða að mjög miklu
leyti skipaður ungu fólki, og það yrði ekki fyrr
en að röskum 50 árum liðnum, að allir, sem at-
vinnutekna öfluðu, yrðu orðnir félagar i alls-
herjarsjóðnum.
2. Lifeyrissjóður með þátttökuskyldu fyrir
þá, sem ekki eru skyldugir að vera i öðrum lif-
eyrissjóðum eða eiga með öðrum hætti aðild að
þeim.
Þessi leið er gamalkunn. Hún er i samræmi
við frumvarp, sem samið var vorið 1971. 1 þvi
var gert ráð fyrir, að núverandi lifeyrissjóðir
geti starfað áfram, og jafnframt verði heimilt
að stofnsetja nýja sjóði.
Þessi siðasta leið getur aldrei orðið lausn á
þeim vanda, sem nú er við að etja i lifeyris-
sjóðamálum okkar. Lifeyrissjóðakerfið er orð-
ið mjög flókið og margþætt. Stór hluti
sparnaðar almennings fer fram innan þessa
kerfis. Hagur þeirra, aldur og reglur eru mjög
mismunandi,og staða manna varðandi lifeyris-
réttindi er þvi mjög misjöfn eftir þvi i hvaða
stétt menn starfa. Ýmsir koma þó ár sinni vel
fyrir borð i þessu kerfi, og þess eru dæmi, að
menn hljóti lifeyri úr mörgum sjóðum, og
launakjör þeirra batna stórlega, þegar þeir
hætta að vinna.
Þá eru sumir sjóðir og lifeyrisgreiðslur úr
þeim verðtryggðar, en aðrir standa höllum fæti
gagnvart verðbólgunni.
Hér verður að verða á bragarbót. Fyrstu
tvær leiðirnar koma þvi til skoðunar.Hin fyrri
er girnilegri og liklegri til umbóta,þar sem hin
siðari tekur miklu lengri tima.
/
Utdrdttur Time úr bréfi frd Solsenitsyn:
Sleppið heimshlutverkinu,
torðið ykkur og þjóðinni
Varizt öngþveiti vestrænnar menningar
Solsenitsyn birti um daginn
langt opið bréf til leiðtoga
Sovétrikjanna. Er þetta það
fyrsta, sem hann lætur frá sér
heyra, siðan honum var visað
úr landi. Bréfið er upphaflega
skrifað i Moskvu i september i
haust, en endurskoðað i út-
legðinni i Sviss.
t bréfinu setur nóbelskáldið
fram hugmyndir sinar um
björgun rússnesku þjóðarinn-
ar. Hann skorar á Kremlar-
herrana að hverfa frá fyrri
hyrningarsteinum valds sins,
eða kenningum Marx, iðnvæð-
ingu, yfirburðum i kjarnorku-
vigbúnaði og drottnun yfir
öðrum þjóðum. En Solsenitsyn
leggur eigi að siður til, að leið-
togarnir haldi „algeru órofa
valdi” sinu, en skorar á þá að
láta stjórnast af ást á þjóð-
inni.
Heita má, að Solsenitsyn
sýni fyrirlitningu á vestrænu
lýðræði — einkum eins og það
kemur fram i Bandarikjunum
— og hann fullyrðir, að Rússar
geti ekki til annars gripið en
alræðis i fyrirsjáanlegri
framtið. En hann segir
alræðisvaldið verða að byggj-
ast á þjóðarhagsmunum, en
ekki hugsjónum. Hann óttast,
að átök við Kinverja ógni
Rússum i framtiðinni.
Sýnilegt er, að hryggð frem-
ur en reiði stjórnar penna höf-
undar hins merkilega bréfs,
en það kann að vera loka-
kveðja hans til Sovétleiðtog-
anna. Höfundurinn kemur
fram sem kviðafullur spá-
maður, sem óttast um framtið
sinnar ástkæru þjóðar, um leið
og hann lýsir hatri sinu á þvi,
hvernig sovétkerfiö hefur leik-
ið fortið hennar. Fer hér á eft-
ir útdráttur úr bréfinu, en
framangreind formálsorð og
útdrátturinn eru þýdd úr
Time:
Strið við Kina
Andstæðingurinn yrði ná-
lega þúsund milljóna þjóð, en
slik þjóð hefur aldrei háð
styrjöld áður, svo að sögur
fari af. Timinn siðan 1949
(þegar kinverskir komm-
únistar náðu völdum) er ekki
nægilega langur til þess, að
þjóðin hafi glatað hinni
miklu iðni sinni, (sem er
miklu meiri en gerist hjá okk-
ur Rússum), fornri fastheldni
og undirgefni. Og þjóðin lýtur
til fulls einræðiskerfi, sem er
ekki siður árvakurt, en okkar
kerfi. Her og þjóð munu ekki
gefast upp samkvæmt reglum
vestrænnar skynsemi, jafnvel
ekki andspænis einangrun og
ósigri. Sérhver hermaður og
þegn munu berjast til þrautar,
allt fram i andlátið.
Styrjöld með hefðbundum
hætti yrði mannskæðasta og
langvinnasta styrjöld, sem
mannkynið hefur nokkru sinni
háð. Hún stæði aldrei skemur
en tiu til fimmtán ár eins og
yietnam-styrjöldin. Styrjöld
við Kinverja hlyti að kosta
okkur lif 60 milljóna manna að
minnsta kosti, — og það yrðu
beztu menn okkar, eins og
ævinlega i styrjöldum Þar
færist okkar hraustasta og
einlægasta fólk. Að þessari
styrjöld lokinni væri rúss-
neska þjóðin i raun og veru
liðin undir lok á þessum
hnetti.
Að fórna lifi sinu i hugsjóna-
styrjöld — og það fyrir dauða
hugsjón — það má aldrei ger-
ast... Látið þeim eftir hugsjón-
ina. Leyfið kinverskum leið-
togum að laugast i ljóma
hennarum stund. Leyfið þeim
iika að axla sekk óuppfylltra,
alþjóðlegra skuldbindinga,
leyfið þeim að rymja og remb-
ast, kenna mannkyninu og
greiða alla reikninga óraun-
hæfra efnahagskerfa (milljón
á dag til Kúbu einnar), og
leyfið þeim ennfremur að
styðja við bakið á öllum
hermdarverkamönnum og
skæruliðum á suðurhveli jarð-
ar, ef þeir vilja.
Hrörnunin i vestri
Annar háski er fólginn i
þeim margþættu ógöngum,
sem vestræn menning er i (en
Rússar sæmdu sig þeim heiðri
fyrir langa-löngu að tilheyra
henni).. Eigum við að láta
okkur nægja að segja: Þau eru
súr? Eða eigum við að halda
fram i einlægni, að við aðhyll-
umst ekki „óhemjulæti
lýðræðisins”, sem stjórn-
málamenn og raunar þjóðin
öll vogar lifi sinu i f jórða hvert
ár i kosningum, er verið er
að reyna að friða fjöldann?
Dómari i þessu kerfi hæðir
skyldu sina til sjálfstæðis, þeg-
ar hann lætur undan ástriöu
samfélagsins og sýknar mann,
sem hefur stolið gögnum
varnarmálaráðuneytisins og
birt þau, meðan á erfiðri
styrjöld stendur...
Dæmi finnast um hópa
manna, sem hafa lært þá list
að sölsa undir sig eins mikið
og þeim er framast unnt, þeg-
ar að þjóðinni herðir, jafnvel
þó að þeir eigi á hættu að eyði-
leggja hana i leiðinni. Virtustu
lýðræðisrikin hafa meira að
segja reynzt gersamlega
vanmáttug gegn fáeinum
hermdarverkavesaiingum.
Vitaskuld er frelsið siðferði-
leg dyggð, en þó þvi aðeins að
það lúti vissum takmörkun-
um, en handan þeirra hrapar
það niður i sjálfsóánægju og
lausung. Regla er ekki and-
stæð réttu siðferði, ef hún
táknar skynsamlegt og traust
kerfi. En reglan á einnig sin
takmörk, og handan þeirra
hrapar hún niður i lögleysu og
harðstjórn.
Rússneskt alræði
Hér i Rússlandi tóröi lýð-
ræðið aðeins i sjö mánuði
vegna vankunnáttu einungis,
eða frá þvi i febrúar og fram i
október 1917. Lýðræðissinnar
eru enn stoltir af þessu og
halda fram enn þann dag i
dag, að utanaðkomandi öfl
hafi kollvarpað lýðræðinu. En
i sannleika sagt var þetta lýð-
ræði smánarblettur. Þvi var
komið á og fyrirheit gefin i
þess nafni með stærilæti, en i
framkvæmd var um að ræða
skopmynd lýðræðis. Leið-
togararnir voru alls ekki undir
lýðræði búnir og rússneska
þjóðin enn siður.
Að hálfri öld liöinni hljóta
Rússar að vera enn siður
reiðubúnir að veita lýðræðinu
viðtöku. Mér er nær að halda,
að ef lýðræði væri nú komið á,
yrði um að ræða dapurlega
endurtekningu atburðanna frá
1917.. Við ættum ef til vill að
viðurkenna, að þetta hafi ei
verið hin rétta braut fyrir
Rússa, eða að minnsta kosti of
snemma út á hana lagt, og
Rússar séu dæmdir til að lúta
alræði um ófyrirsjáanlega
framtið? Ef tii vill hafa Rúss-
ar ekki enn öðlazt þroska til að
tileinka sér aðra stjórnar-
hætti. Allt veltur þó á þvi,
hvers konar alræði framtiðin
ber i sKauti sinu okkur til
handa.
Kristni og forusta
Eigum við að hugga okkur
við þá hugsun, að Rússar hafi
lotið einræöi i þúsund ár, en
andleg og likamleg heilsa
þjóðarinnar hafi verið óbuguð
enn i byrjun tuttugustu aldar?
En hér fyrrum var uppfyllt
mjög mikilvægt skilyrði:
Einræðið hvildi á afar traust-
um siðferðilegum grunni. Það
var vanþroska og ófullkomið,
en hvildi ekki á alþjóðlegu of-
beldi, heldur kristinni rétt-
trúnaðarkirkju.... Þegar þessi
siðferðisgrunnur rofnaði og
sundraðist, hnignaði einræðis-
reglunni smátt og smátt, og
hún varð hrörnuninni að bráð,
þrátt fyrir velgengni rikisins.
Vonir bundnar við Si-
beriu
Von okkar Rússa um ráð-
rúm til að bjarga okkur liggur
i þvi, að við getum byggt upp
frá grunni á viðáttunni i norð-
austri og forðast þar hina
Framhald á bls. 23
—TK