Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 24. marz 1974. Maós formanns Maöurinn á miðri myndinni er Shi Lai-ho.flokksritari. Hann er foringi Liuchuang-deildarinnar innan samyrkjubúsins, en sú deild hefur náð mjög góðum árangri i bæði bómullar og kornrækt. / \ 1 Chi Chiu-wang, sem er hér fremstur á myndinni, er sérfræðingur á sviði akuryrkju. Hann hefur stjórnað ræktun fólksins I Sung-chuang-deildinni, en þar er mikil hveitirækt, og hefur uppskeran slegið mörg met. Hér er verið að þurrka nýtinda bómull Kalt er í krappri vök að berjast Litil ferðasaga Til baka leitar hugur þess aldna og ýmsar myndir koma fram á minningaspjöldin. Árið 1917 snemma i febrúar var Lárus Helgason bóndi að Kirkjubæjarklaustri kominn á fund i Meðallandsdeild Kaup- félags Vestur-Skaftfellinga. Lárus var formaður kaup- félagsins og ein helzta drif- fjöðrin i starfi þess og ýmissa annarra samtaka þar „sunnan jökla”, meðal annars meö þvi að mæta á deildafundum, fylgjast með málum og högum og leggja á ráð, ef þurfa þótti og vanda var að ieysa. Þessi fundur var fjölsóttur og bar margt á góma. Daginn eftir átti sams konar fundur að vera i Álftaversdeild. Þaðan var svo ferð Lárusar heitið i Skaftártungu. En þar áttu að koma saman kjörnir fulltrúar úr sveitum Vestur-Skaftafells- sýslu til að stofna og skipu- leggja félag til samgöngubóta á sjó, milli Reykjavikur, Vestmannaeyja og suður- landsstrandar allt til Oræfa. Áður hafði veriö safnað hluta- fjárloforðum til að kaupa eða láta smiða skip i þessu skyni. Veður var gott, vægt frost og litið snjóföl á jörð. Kúðafljót hafði verið lagt traustum is og þótti þvi ekki neinn farar- tálmi. Sammæltir ferðafélag- ar næsta dag voru: Lárus Helgason Klaustri, Bjarni Pálsson Söndum og Einar Sigurfinnsson Kotey (sem þetta skrifar). Skyldi mætzt að Söndum og þaðan lagt af stað snemma dags. Eftir að hafa þegið góðgerð- ir á Söndum, lögðum við af stað út á ytra fljótið og stefna tekið á Mýrnahöfða sunnan- vert. Jóhannes bóndi á Sönd- um varaði við afætum, sem gætu verið við álamót, þó höfuðisar væru traustir, þvi væri nauðsynlegt að ganga og kanna vef á undan hestunum. Með þau heilræði i huga var lagt af stað frá „Bæjarhólmin- um” út á isbreiðuna. Lárus var með tvo hesta, en við Bjarni með sinn hvor. Bjarni gekk fremstur og teymdi hest sinn. Hann hafði góða brodd- stöng i hendi, sem hann stakk niður þétt og fast. Ég var næstur og Lárus með sina tvo hesta. Nokkurt bil var á milli okkar, svo fljótara væri að vikja til hliðar, ef með þyrfti. Allt gekk vel, isinn virtist óyggjandi og veður ágætt. Allt i einu varð Bjarni var við veilu i isnum og snéri við, en um leið og hesturinn snéri sér við, brast isinn undir honum og hann hvarf ofan i ólgandi straumiðuna. Bjarni stóð við vakarbarminn og hélt i beizlistauminn, sem var sterkur, sem bétur fór, og Bjarni handfastur og við- bragðssnar. Fljótt skaut hestinum upp og gat lyft sér svo, að framfót- ur náði i skörina, sem brotnaði undan þeim þunga. Rogasund var I vökinni og þungur straumur. Ég tók við beizlis- taumnum, sem lengdur var með taum af öðru beizli, stóð á vakarbarminum og reyndi að halda þétt I og með þvi létta hestinum sundið og hindra að straumþunginn sogaði hann undir Isinn. Lárus hélt i hina hestana, en Bjarni, sem var léttur og röskur, hljóp i áttina heim að Söndum. Hörmulegt var að sjá bless- aða skepnuna berjast um I vökinni. Hún horfði vonaraug- um til min, sem þó litið gat,en reyndi samt eftir mætti að halda henni i réttu horfi og tala til hennar örvandi orðum, sem hún virtist bara skilja. Það mátti gjörla greina á svip þessa göfuga dýrs. Brátt sást hreyfing heima á Söndum, þvi sézt hafði, að ekki væri allt með felldu suð- ur á Fljóti, og innan skamms var Jóhannes bóndi kominn og Bjarni — þeir mættust á miðri leið — Jóhannes Guðmunds- son var vaskleikamaður, al- vanur fangbrögðum og volki i Kúðafljótinu frá æskualdri. Hann hafði meðferðis járn- kall, mannbrodda, snæri og kaðal. Hann lét nú binda um sig snærinu og skreið fram á vakarbarminn með kaðalinn i hendi, sem hann gat komið undir brjóst hestsins og yfir herðakambinn. „Það var eins og blessuð skepnan skildi”, þvi hann lyfti sér svo,að fram- fætur komu upp úr vatninu, og þá var vei tekið i spottann og hestinum kippt upp á vakar- barminn og dreginn þangað, sem isinn var öruggur. Þótti nú betur horfa. Enda stóð sá þögli þjónn strax á fætur, hrið- skjálfandi var hann af áreynslu og kulda,eftir að hafa svamlað i iskaldri straum vök- inni allt að klukkustund, og ekki bar á neinni tregðu að halda áfram, eftir að mesta bleytan var strokin af honum. Allgóður is var yfir þeim spöl, sem eftir var til fastalands. Þar var stigið á bak, lika á þann hrakta jó, sem ótrauður tók sporið, þó nýsloppinn væri úr geigvænni straumvökinni, og virtist ekki hafa orðið meint af verunni þar. Eftir skamma stund var komið að Norðurhjáleigu i Álftaveri, þar sem hlýtt hús og gott hey var tilbúið fararskjót- um og matur á borðum handa mönnum. Þar var svo haldinn kaupfélagsdeildarfundur, eins og til stóð, þar sem Álftvering- ar ræddu sin mál með for- manni félagsins. Þá var lagt af stað og haldið 'Sem leið liggur til Skaftár- tungu. Hafði nú bætzt við 4. maðurinn, Jón bóndi Brynjólfsson á Þykkvabæjar- klaustri. Kvöld var komið og dimmt orðið, er komið var að Hrifunesi. Það var æskuheim- Framhald á 31. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.