Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 24. marz 1974. Ég geri mitt til þess að hjálpa drottningunni — segir konan, sem er svo nauðalík Elizabetu Englandsdrottningu, að hún gæti verið tvíburasystir hennar Fólk hefur alltaf litiö á þessa konu sem konungborna. Menn hafa numið staöar á götum úti, þegar þeir hafa mætt henni og hvislað: — Er þetta ekki....? En nei, hún er ekki Elizabeth Englandsdrottning. Það skiptir ekki máli, þótt hún neiti þvi, að hún sé drottningin, fólk vill þrátt fyrir það fá hana til þess að skrifa nafnið sitt i minningabækur þess og ljósmyndarar vilja fá að taka af henni myndir. Enginn trúir henni. Konan, sem hér um ræðir, er frú Jeanette Charles i Essex i Eng- landi. Hún getur ekki gengið um göturnar, án þess að allir nær- staddir veiti henni eftirtekt og stari á hana eins og naut á ný- virki. Jeanette er þriggja barna móðir, húsmóðir og er gift fram- kvæmdastjóra oliufyrirtækis nokkurs. Auk þess er hún næstum þvi ótrúlega lik Elizabethu drottningu. Meira að segja eigin- manni Jeanette finnst drottningin og kona hans svo mjög likar. Frú Charles á heima hjá sér heilt safn af hárkollum, höttum og fötum, sem nú getur farið i, ef hana langar til þess aö bregða sér út og hún vill, að fólk haldi, að hún sé raunverulega drottningin. — Ég veit svo sannarlega, hvernig það er að vera stöðugt undir eftirliti fólks. Ég kenni i brjóst um vesalings drottning- una, sem aldrei getur um frjálst höfuðstrokið og getur ekki hreyft sig, án þess að henni sé veitt at- hygli. Annars finnst frú Charles.aö út- litið og svipurinn, sem hún hefur af drottningunni, sé eins konar gupðsgjöf. Hún metur drottning- una og konungsættina mikils. Hún segir, að svipurinn, sem er með henni og drottningunni, hafi veitt sér tækifæri til þess að koma fram og auglýsa drottninguna, ef svo má að orði komast. Hún gerir lika sitt bezta til að auglýsa drottninguna vel. Jeanette hefur lika notið góðs af útliti sinu. Hún hefur komið fram i sjónvarpi, vegna þess hve hún er lik drottningunni. Hún hef- ur verið fengin til þess að leika i auglýsingakvikmyndum, og alltaf er einhver blaðamaðurinn að koma til hennar og biðja um viðtal og aö fá að lýsa lifi konunn- ar, sem gæti næstum verið drottningin sjálf. — Þetta myndi ég þó aldrei gera fyrir peninga, segir Jean- etta. — Mér finnst þetta skemmti- legt, en alls ekki óviðeigandi, eins og sumir hafa viljað láta i veðri vaka. Heima hjá sér I Essex á Jean- ette Charles myndir i stórum bunkum. — Þaö eru svo margir, sem vilja fá myndir af mér með eiginhandaráritun minni, segir hún. Og það enda þótt ég sé ekki drottningin! Já, fólk er sannar- lega undarlegt. Eitt er þó áreiðanlegt, og það er, að fólk elskar og dáir konungsfólkið, og það finnst mér lika vera rétt, bæt- ir hún við. — Ég geri mitt bezta og reyni að segja fólki allt, sem ég veit um drottninguna og fólk hennar. Eru þær skyldar? Jeanette er eftirmynd drottningarinnar i einu og öllu. Það er ekki aöeins andlitið, sem erlikt, heldur lika vöxturinn. Hún er einu ári yngri en drottningin. Enginn annar i fjölskyldu Jeanette likst i hinu allra minnsta nokkrum úr konungsfjölskyld- unni. Jeanette veit i rauninni alls ekki, hvers vegna hún er svona lik drottningunni eða hverjum hún á það að þakka, að hún skuli vera svona lik henni, þar sem hvorki móðir hennar eða faðir likjast konungsfólkinu á nokkurn hátt. Hún trúir þvi þó ekki, að þetta sé einhver tilviljun. — Móðurætt min er frá Þýzka- landi og Hollandi, eins og ætt drottningarinnar sjálfrar. Ég er þvi viss um, að ættir okkar liggja einhvers staöar saman, þótt það kunni að vera einhvers staðar langt aftur i ættum. • Fátt þykir Jeanette Charles skemmtilegra en að fara til London og fara þar á söfn. Fólk nemur staðar og starir á hana og oftast gengur einhver til hennar og segir: — Afsakið, en þér eruð svo likar drottningunni. Þér eruö þó ekki drottningin sjálf, eða hvað? Jeanette segist ekki vera drottningin. — Fólk trúir mér þó ekki og biður mig um eigin- handaráritun, eða um mynd. Það fá allir, sem þess óska. Útlendingarnir eru hissa Engir eru þó áhugasamari um útlit Jeanette heldur en útlend- ingar. Þegar hún fór eitt sinn til ítaliu, ætlaði hún aldrei að losna við aödáendur, sem hópuðust i kringum hana. 1 New York skyggði hún meira að segja á sjálfan Sammy Davis. Enginn tók eftir söngvaranum, en allra augu beindust' að þessari ensku hús- móður, sem þarna var komin, og virtist vera drottningin i eigin persónu. Þetta vildi til á flug- vellinum i New York. Hópur blaðamanna og ljósmyndara var kominn til flugvallarins til þess að taka á móti Sammy Davis, en Jeanette Charles stóð þarna kyrr- lát og hljóð úti i einu horni flug- stöðvarbyggingarinnar og beið eftir þvi að komast af stað með flugvél. Þegar svo blaðamennirn- ir komu auga á hana, gleymdu þeir Sammy Davis, en þyrptust þess i stað allir i kringum Jean- ette — drottninguna, sem þeir héldu að væri þarna komin. — Sammy Davis varð heldur súr á svip, segir Jeanette hin ánægðasta. Jeanette hefur fengið boð um að koma fram til flugmannsins og henni verið boðið kampavin, þeg- ar hún hefur verið i ferðalagi með flugvélum, vegna þess eins að áhöfn flugvélarinnar hefur haldið, að þarna væri konungbor- inn farþegi með vélinni Jeanette hefurlika oftar en einu sinni feng- ið sér gönguferð fyrir framan Buckingham-höll, og fylgzt með þvi, hvernig fólkið, sem alltaf stendur þar i von um að fá að sjá drottninguna, hefur hreint og beint gapað af undrun, þegar hún hefur birzt. — Það liður varla sá dagur, að fólk spyrji mig ekki, hvort ég sé drottningin, og ég get alls ekki að þvi gert, að mér finnst það vera skemmtilegt. Allt byrjaði þetta, þegar Jeanette var 17 ára. Hún var þá á göngu með móöur sinni I götu i London, þegar ungur maður gekk til hennar og sagði: — Þér hljótið að vera Elizabeth prinsessa. — Vitleysa er þetta, sagöi móð- irhennar og dró hana i burtu. En allt frá þessari stundu hefur drottningin núverandi verið stór hluti af lifi Jeanette. óvenjulegur fundur 1 eitt einasta skipti hefur Jean- ette staðið augliti til auglitis við Elizabethu sjálfa. Drottningin ók i bil framhjá húsinu, sem Jean- ette býr i, og i nokkur augnablik horfðust „tviburarnir” i augu. — Mér brá svo, aö ég varð að fara inn og setjast niður og fá mér tebolla, segir Jeanette. Þessi fundur okkar hafði mjög mikil áhrif á mig, og ég held, að sama megisegja um drottninguna, sem sá þarna spegilmynd sina. Jeanette finnst drottningin vera mjög fögur kona. — Þar fyrir utan finnst mér þó, að hún klæði sig alltaf dálitið gamaldags. Ég á sérstaklega er- fitt með að ganga með havta eins ogþá, sem hún gekk með. Annars finnst mér smekkur hennar i klæðnaði hafa batnað i seinni tið, og mér finnst hún vera farin að velja sér miklu fallegri föt heldur en hún gerði hér áður fyrr. Hún er lika mun unglegri heldur en hún var fyrir tiu árum. (Þýtt FB) Jeanette Charles er mjög stolt yfir þvi, hversu lik hún er drottningunni sjálfri. Hér heldur hún á mynd af Elizabethu drottningu. Þetta er ekki drottningin, heldur konan, sem gæti veriö staðgengill hennar hvar sem er, svo lik er hún henni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.