Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 10
10 tíMÍN/n Sunnudagur 24. marz 1974. Andrés Gunnarsson hefur fundih upp fleira en skuttogara. Hér er hann viö Ifkan aö bifreiöageymslu, þar sem 50 biiastæöi tekur aöeins tveggja biia rými á götuhæö. Biiarnir ganga á færibandi yfir og undir, en gerter ráö fyrir aö umferöargata liggi I gegnum lyftuna, aö hún sé byggö yfir götu, og ækju bilarnir þá undir þar sem Andrés hefur höndina, Bílgeymslan hindrar þvf ekki neina umferö og hana má byggja á „götunni”. Andrés spáir þvi, aö eftir nokkur ár muni Islendingar kaupa þetta frá Japan, eins og skut- togarana. Andrés hefur fengiö einkaleyfi á þessari hugmynd, og sýnir þaö bezt hve snjöll og frumleg hún er, þvi vitaskuld er hugmyndin þrautkönnuð, áöur en einkaleyfi eru veitt fyrir nýjum hugmyndum. Ennfremur veröa þær aö vera auögreindar frá eldri hugmyndum. Isingarhættunnar. Þetta skip á að geta brættaf sérís,og hann á ekki aö geta hlaðizt á það. Skuttogaranum hafnað á íslandi 1945 — Hvað gerðir þú til þess að koma hugmyndinni á framfæri, þegar þú hafðir lokið við smiði likansihs? — Þá sat að störfum þessi nefnd, sem annaðist hönnun „nýsköpunartogaranna”, sem allfrægir hafa orðið i sögu tog- veiðanna hér á landi. Nefndin óskaði eftir tillögum, og ég hafði samband við þá og sýndi þeim likanið. Þessa nefnd skipuðu nokkrir skipstjórar, þar á meðal Hafsteinn Bergþórsson, og mig minnir, að Gisli Jónsson, vélstjóri og alþingismaður, væri formaður hennar. — Þegar nefndarmenn sáu hug- mynd mina um skuttogara, misstu þeir áhugann og töldu þetta f jarstæðu, og svo veittu þeir verðlaun fyrir tveggja þilfara togara, sem Gisli Jónsson teikn- aði, en sá togari var aldrei byggð- ur. — Nefndin bókstaflega neitaði að ræða við mig, þrátt fyrir að merkur maður, Friðþjófur Jó- hannesson á Patreksfirði, reyndi að hafa milligöngu um málið. — Ég reyndi nú að kynna þetta eftir öðrum leiðum til þess að afla hugmyndinni fylgis, sýndi það ýmsum þekktum togara- skipstjórum og á opinberri sýn- ingu. Vilhjálmur Árnason, hinn mæti skipstjóri og aflamaður, bauð mér heim til sin, þar sem mættir voru, auk hans, fjórir þekktir togaraskipstjórar, og töldu þeir hugmynd mina fram- kvæmanlega. Togaraskipstjórar héldu fund Fregnin um skuttogarann barst nú um bæinn, og var haldinn skyndifundur með framámönn- um i togaraútgerð, þar sem ég sýndi likanið og útskýrði það og hugmyndirnar, sem að baki lágu. Yfirleitt var fullyrðingum minum ekki mótmælt. Á þessum fundi skipuðu togara- skipstjórarnir nefnd i málið og héldu siðan félagafund i ÆGI, en þá kom i ijós, að fyrirstaða var hlaupin i málið. Ég reyndi nú að fá einkaleyfi fyrir hugmyndinni, en var nánast vísað á dyr i stjórnarráðinu. Það voru mér auðvitað sár von- brigði, að enginn ábyrgur aðili skyldi mæla með þvi, að likanið og hugmyndin um skuttogara yrði rannsökuð, svo úr þvi fengist skorið, hvort hugmyndir minar stæðust. Fór ég fram á að fá vél- skipið Fanneyju lánað, en fékk afsvar frá fiskimálanefnd, sem réð yfir skipinu. Það varð þvi úr, að ég hélt til Englands með likanið, ef það mætti verða til þess að skipið yrði smiðað. Til Bretlands með likanið *— Svo var mál með vexti, að ég hafði hitt Þorvald Stephensen, sem var umboðsmaður fyrir Boston Deep Sea Fishery i Fleet- wood. Þorvaldur fékk áhuga á að láta umbjóðendur sina skoða líkanið og kynnast útbúnaði min- um. Tók ég mér nú far með likanið með togaranum Júni, er fara átti til Fleetwood i söluferð. Þegar skipið var komið undir strendur Skotlands, var þvi hins vegar snúið við og það látið landa i Grimsby. Ekki var mér nú vel tekið þar, varð að vera um borð i skipinu I heilan sólarhring, áður en ég fékk að fara i land. Ég var með stóran kassa, þar sem likanið var geymt, og toll- j þjónarnir skoðuðu það og komst strax söguburður á kreik i Grimsby um hugmyndina. Það varð til þess að Þórarinn Olgeirs- son kom um borð til min, og hann vildi allt fyrir mig gera, og sagði að þar sem ég væri íslendingur, þá vildi hann koma i veg fyrir að hugmyndinni yrði stolið frá mér. Varð það úr, að við Páll Aðal- steinsson fórum yfir til Hull, þar sem verkfræðingur var fenginn til þess að teikna hugmyndina upp fyrir einkaleyfisumsókn. Verk- fræðingur þessi hét Gray og vann hjá Selby-skipasmiðastöðinni, sem smiðaði stóran hluta ný- sköpunartogaranna,sem kunnugt er. Gray var mjög skýr maður og góður viðureignar. Hann spurði margs og skynsamlega og teikn- aði það, sem hugsanlegt væri, að gæfi tilefni til einkaleyfis á skip- inu. Einkaleyfi — var „Fairtry” islenzkur? Siðan gekk Þórarinn Olgeirsson frá plöggum, sem ég undirritaði, og sagði hann mér, að hann myndi skrifa mér, þegar eitthvað nýtt lægi fyrir i málinu. Nú það bréf kom aldrei, og veit ég þvi i rauninni ekkert, hver urðu afdrif þessa máls. Eftir veru mina i Grimsby, lagði ég leið mina til Fleetwood, þar sem ég hitti ráðamenn Boston Deep Sea. Forstjórinn þar hét Krik, og þegar hann fregnaði um afskipti Þórarins Olgeirssonar af málinu, dofnaði áhugi hans. — Nú kom brezki verksmiðju- skuttogarinn „Fairtry” fram á sjónarsviðið fáum árum siðar og var fyrsti skuttogari Breta. Er hann likur þinni hugmynd? Ég veit ekki hvað um það skal segja,en þaðhefur þó hvarflað að mér, þvi hann virðist að mörgu leyti vera smiðaður eins og hug- mynd min. 1 meginatriðum er þetta sama hugmynd —varpan er tekin inn um skutinn, en skut- togarar þeir, sem smiðaðir hafa verið fram til þessa, eru frá- brugðnir minum að þvi leyti til, að þeir eru með fastan gálga að aftan. Likanið falið á sýningu i Reykjavik — Sýndir þú ekki likanið al- menningi? — Eftir að ég köm heim úr Eng- landsferðinni átti að halda sjávarútvegssýningu i Reykja- vik. Hún var haldin i gamla Lista- mannaskálanum, sem var fyrir vestan Alþingishúsið. Vildi ég fá að sýna likanið þar, en átti i miklum brösum með að koma þvi inn á sýninguna. Ekki fékk ég þó skriflega synjun, en þegar sýningin var opnuð, var likaninu komið fyrir út i horni, þar sem litið bar á. Fór ég þá á fund formanns sýningarnefndar og gerði athugasemd við þetta, og fékkstlikanið þá fært á betri stað. Þarna skoðuðu margir þennan fyrsta skuttogara, aðallega þó ýmsir togarasjómenn, og ræddu við mig af skynsemi um notagildi hans. Það var sama sagan, þeim leizt vel á skipið og töldu þessa hugmynd framkvæmanlega og til mikilla bóta. Nokkrum dögum siðar varð ég að fara úr bænum, og kom ekki til bæjarins aftur fyrr en daginn áð- ur en sýningunni átti að ljúka. Þá hitti ég mann, sem sagðist ekki hafa séðlikanið á sýningunni. Fór ég þá að aðgæta þetta og fann það á gólfinu, þar sem breitt var yfir það teppi. Var afturhlutinn ræki lega hulinn. Var skipulögð andstaða gegn skuttogaranum? — Var þig ekki farið að gruna, að skipuleg andstaða væri gegn þessari hugmynd á Islandi? — Jú. Ég var ekki búinn að vera i Reykjavik nema tvo daga, þegar mér varð það ljóst. — Hve stórt átti þetta skip að vera? — Ég hafði hugsað ~ mér það 1000 tonn, en einn af kostun- um við þessa hugmynd var sú, að ekki voru lengur takmörk fyrir þvi, hve stórt skipið mátti vera, en þvi eru takmörk sett með siðu- togara. Við látum hér staðar numið i umræðu um skuttogara Andrésar Gunnarssonar, og látum lesandanum það eftir að geta i eyðurnar og gera þvi skóna, hversu farið hefði, ef síðustu 10 nýsköpunartogarar okkar hefðu orðið skuttogarar — og þá væntaniega allir togarar okkar eftir það. Þó munum við birta hér i blaðinu lýsingu og skýringu Andrésar Gunnarssonar á skut- togarahugmynd sinni, fróðum mönnum til glöggvunar, en ræð- um þess I stað ýmsar aðrar hug- myndir, sem Andrés Gunnarsson hefur sett fram. Um þær hafði hann þetta að segja: Bilageymsla frá Japan? — Arið 1969 sótti ég um einka- leyfi á nýrri gerð af bifreiða- geymslum, og hef einkaleyfi á þeim á íslandi og i Bretlandi. — Hverjir eru helztu kostirnir, sem þessi bilageymsla hefur? — Þetta er nokkurs konar færi- band, sem gengur i hring, til dæmis undir og yfir umferðar- götu. Ef færibandið tæki 50 bif- reiðir, þá tæki það ekki nema tveggja bila stæði á jarðhæð. Annar hluti bandsins gengur und- ir umferðina, en hinn yfir. Af þessu er augljós sparnaður á rými, og tel ég, að þessi hugmynd geti orðið að miklu gagni, þar sem hentugt er að koma henni i gagnið. Ég hef nú ekki látið gera kostnaðaráætlun eða vinnu- teikningar að geymslunni, og hef ekki nein áform um að láta gera það. — Eru það vonbrigðin frá skut- togaranum, sem valda þvi, að þú sækir ekki á með bilageymsluna? — Ekki veit ég það. Ætli við verðum ekki að biða með þetta þar til við getum fengið þessa sömu bilageymslu keypta frá Japan, eins og skuttogarana, seg- ir Andre'á Gunnarsson vélstjóri að lokum. JG Nýtizku skuttogari, en þeir eru nú sem óðast að taka við af gömlu siðutogurunum á höfunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.