Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 24. marz 1974. Sunnudagur 24. marz 1974 gb 4 Vatnsberinn: Það er nú algjör óþarfi að láta skemmtanalifið ná á sér slikum tökum, að það gangi út yfir allt annað, sem sagt, að þú hafir bara ekki þrek til annars. Hristu af þér slenið og komdu þér út i góða loftið. Fiskarnir: Ef þú lendir i slikri og þvilikri klipu, að þú verður að segja af eða á um eitthvað, eða velja á milli tveggja atriða, þá láttu umfram allt rödd hjartans ráða, en ekki blákalda skynsemina, annars fer illa. Hrúturinn: Það litur helzt út fyrir, að þú krefjist alltof mikils af þinum nánustu, jafnframt þvi sem þú gerir litlar sem engar kröfur til sjálfs þin. Ef þetta er rétt, skaltu skoða hug þinn betur, þetta borgar sig ekki. Nautið: Astin og skilningurinn, sem þú leitar eftir, eru miklu nær þér heldur en þú heldur, og kannski þarftu ekki annað en opna augun til að sjá þetta. Anægjulegur dagur, sen þú skalt eyða með yngra fólkinu. Tviburarnir: Þú skalt gera þér grein fyrir staðreyndunum: með vinnu, sem hefur einhvern tilgang, nærð þú þvi takmarki, sem þú ert að sækjast eftir. Þú gerir ekkert skynsamlegra i dag en gera þér þetta reglulega ljóst. Krabbinn: Hamingjan er á næsta leiti við þig, þú verður að færa þér i nyt þann hagnað og þá mgöguleika, sem hversdagsstritið færir þér til þess að hreppa hana. Þú skalt sýna meiri samvinnuvilja og þér gengur betur. Ljónið: Vertu ekki alltaf að hugsa um, hvað aðrir hugsa og hvaða skoðanir aðrir hafi. Meðan maður gerir ekki á hluta annarra, hefur hver og einn rétt á þvi að fara sinar eigin götur óáreittur og hafa sinar skoöanir. Jómfrúin: Þú verður liklegast dálitið á ferðinni i dag og umgegnst marga, og það er hætt við þvi, að þú fáir tilboð, sem þérfinnstdálitiðtilum. Þúskalt nú samt ekki flana að neinu, heldur hugsa málið vandlega. Vogin: Ætli það sé ekki i dag, sem kemur að heimboði, sem þú hefur verið að biða eftir um nokkurt skeið, eöa einhverjum kunningjafagnaði, sem þér finnst mikið til um. Þú skalt ekki hugsa þig um — góða skemmtun. Sporödrekinn: Ef þér finnst tilveran eitthvað dapurleg og ómöguleg i dag, skaltu gera þér það ljóst, að það er engum að kenna nema sjálfum þér. Lyftu þér upp, farðu út og njóttu góða veðursins, það ætti að hressa þig. Bogmaðurinn: Mundu það, að maður á ekki alltaf að biða eftir þvi,að aðrir taki fyrsta skrefið. Þú getur gert það lika og i þessu máli, sem þú ert að brjóta heilann um, er það blátt áfram skylda þin. Þú veizt, hvað það er. Steingeitin: Láttu alls ekki hafa þig út i það að baknaga eða tala illa um aðra persónu. Þú þekkir ekki nógu vel til málanna,til þess að þú megir þetta, og þar að auki er söguburður viðurstyggilegt athæfi I hæsta máta. 1 14444 V 25555 wFfífíÍF/O/fí BÍLALEIGA WLUnlLlUin CAR RENTAL BORGARTÚN Nýlega komu til landsins tveir trúboðar af flokki Votta Jehóva, Kjell og Iiris Gelnard, sem iokið hafa námskeiði i bibliufræðslu og trúboðsstarfi I Giieað, bibliuskóia Varðturnsfélagsins I New York. Myndin sýnir Kjell Geinard (i miðju), sem er sænskur að uppruna og hefur starfað á Islandi siðan árið 1963, og konu hans, Iiris. A myndinni með þeim er Gc rard Devoe frá Kanada. Þau erumeð uppflettibók, þar sem getið er um hvern einasta mann, stað, jurt og dýr, sem nefnt er i bibliunni. Frönsk kvikmyndavika í Háskólabíói 27. marz - 3. apríl: Gamansemi — hvorki ofbeldi, stjórnmál né kynlíf Miðvikudaginn 27. marz hefst i Háskólabiói frönsk kvikmynda- vika. Sýndar verða sjö nýjar, franskar myndir, gerðar á árun- um 1971-1973, og verður hver þeirra á dagskránni þrjá daga, en aldrei á sama tima. Sýningar verða kl. 5,7 og 9. Ef ágóði verður af kvikmyndasýningunum, renn- ur hann til islenzka Rauða kross- ins. Frakkar efna til þessarar kvik- myndaviku i þvi skyni að efla vin- áttu og menningarviðskipti milli tslands og Frakklands. Fyrir 4. árum var efnt til franskrar kvikmyndaviku hér. Nú hefur sú nýbreytni verið tekin upp, að myndirnar eru allar með enskum textum, svo fleiri geti notið þeirra en þeir, sem mæltir eru á franska tungu. Allar myndirnar á kvikmynda- vikunni nú hafa orðið þekktar, og sumar hafa náð mikilli frægð. Vikan verður sett á miðvikudags- kvöldið kl. 9, en þá verður sýnd mynd Truffauts La nuit ameri- caine, sem hlotið hefur verðlaun og vinsældir viða um lönd. At- hygli skal vakin á þvi, að sið- degissýningar eru einnig á mið- vikudag. Kl. 5 verður sýnd mynd- in Le Viager (Erfið viðskipti) og kl. 7 La raison du plus fou (Sá brjálaðasti kann að hafa mest vit i kollinum). A fimmtudag verða sinfóniutónleikar i Háskólabíói, en siðan verða kvikmyndasýning- ar föstudag til miðvikudags. t mynd sinni La nuit ameri- caine gerir stjórnandinn tvennt, hann segir sögu,eins og gengur og gerist i kvikmynd, en einnig leyfir hann áhorfendum að skyggnast inn i heim kvikmyndafólksins. Meðal leikenda er Jacqueline Bisset, sem er ensk og náð hefur frægð fyrir leik sinn. Kvikmynda- fólkið leikur sjálft sig, m.a. Truffaut sjálfur. Erfið viðskipti (Le Viager) fjallar um fasteignaviðskipti, sem fram fara með- nokkuð öðr- um hætti en tiðkast hér á landi, og freista óneitanlega til að gripa fram i fyrir örlögunum. Þetta er gamanmynd, og meðal leikara er Michel Serrault. Efnið spannar yfir allt að 40 ár. Stjórnandi er Pierre Tchernia, en Michel Serrault er meðal leikenda. La raison du plus fou fjallar eins og Kertalog Jökuls Jakobs- sonar um ungt par á geðveikra- hæli. Garðyrkjumaður hælisins hjálpar þeim til að strjúka, en forstöðumaðurinn og frú hans elta þau eftir sólrikum ströndum Miðjarðarhafsins. Myndin er létt og spennandi, en þó alvara að baki. Stjórnandi er Francois Reichenbach. Tveir gamalkunnir leikarar, Si- mone Signoret og Jean Gabin, bera hitann og þungann af mynd- inni Kötturinn.sem Pierre Grani- er Deferre stjórnar. Mynd þessi, sem gerð er eftir skáldsögu Simenon, sýnir á áhrifamikinn hátt,hvernig samlif ósköp venju- legra aldraðra hjóna þróast i hat- ur, en baksviðið er úthverfi Parisarborgar, þar sem ýtur eru að ryðja öllu gömlu I rúst, svo rúm fáist fyrir nýja skýjakljúfa. Jean Pierre Blanc tekur feimn- ina til meðferðar á nærfærnisleg- an hátt i myndinni Piparmeyjan (La vielle fille). Aðalleikendur eru Annie Girardot og Philippe Noiret, em eru meðal vinsælustu leikara Frakka um þessar mundir. Hlutverk þeirra eru vandasöm, en þau tala sáralitið i myndinni sakir óframfærni. Myndin er full af gamansemi. Yves Montand leikur Soninn i samnefndi mynd ( Le fils). Hann er Korsikubúi, sem flutzt hefur til Bandarikjanna og gerzt bófafor- ingi. Myndin gerist þegar hann kemur i heimsókn að sjúkrabeði móður sinnar. Hann fær löngun til að snúa við blaðinu og láta af glæpamennsku, en það reynist erfitt. Jean Yanne heitir þekktur söngvari og leikari, sem einnig fæst við kvikmyndagerð. Nýjasta mynd hans, sem enn eru ekki hafnar sýningar á, f jallar um inn- rás Kinverja i Parisarborg. Á frönsku kvikmynda'vikunni verð- ur sýnd fyrsta myndin, sem hann gerði upp á eigin spýtur, Tout le monde il est beau, tout le monde il est gentil (Allir eru fallegir, allir eru góðir). Mynd þessari var tek- ið forlátavel. 1 myndinni ræðst Yanneá lygar fjölmiðla og hæðist að ofnotkun imyndar Jesú Krists i poppóperum og öðrum tizkufyrir- brigðum. Hins vegar er brugðið upp sannleika, einlægni og fals- leysi. Myndin hefst á eins konar formála, þar sem lýst er blaða- manni, Gerber að nafni, sem ein- um manna tekst að ná viðtali við foringja Tupamaros skæruliða lengst inni i frumskógum Suður-Ameriku og ljósmyndum af honum. Hann glatar spólum sinum og myndavél, en skömmu siðar slá fölsuð viðtöl i gegn I öllum fjölmiðlum, og hann er rekinn úr starfi. Þessi mynd sviptir hulunni af innri hlið út- varpsstöðvar og auglýsinga- mennsku, eins og La nuit americaine sýnir lif kvikmynda- fólksins. Þá fær leikhússtjóri einn, vinur blaðamannsins, hann til að semja leikverk um Jesú Krist, sem nær strax miklum vinsældum. i þessum sjö frönsku kvikrríynd- um, þótt meðal þeirra sé eitt dramatiskt verk, tvileikur þeirra Jean Gabin og Simone Signoret. Við tökum undir orð franska ambassadorsins á Islandi, Jaques de Latour Dejean, þegar hann kynnti okkur myndirnar: — Ég vona.að fólk njóti þeirra, þótt þær fjalli hvorki um ofbeldi, stjórn- mál né kynlif. SJ 32 bls. vegna yfirvofandi verkfalls VEGNA yfirvofandi verkfalis var þvi miður ekki unnt að liafa Timann nema 32 siður i dag, i stað 40, eins og blaðið er venjulega á sunnudögum. Þar sem þetta tölublað var að mestu leyti prentað um miöja siðustu viku, reyndist ógerlegt að liafa framhalds- sögu og framhaldsmyndasög- ur mcö að þessu sinni, og eru lesendur beðnir velvirðingar á þvi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.