Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 24. marz 1974. Við gamlan sumarbústað á Keldum I Mosfellssveit í júli 1945. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga XX Hér megið þið lita glaðvært fólk á grasafjalli, purkunarlaust með poka við siðu. Tina, tina, troða, troða, halda fengsælt heim að kvöldi, fyrr en þokan þiljar hliðar — dögg að morgni, drýpur af grasi. Já, var hýrleg- ur Húsmæðrakennaraskóla- hópurinn, sem dreifði sér til fjallagrasatinslu um viðáttu Hveravalla undir Stélbratt 14. júli 1953. Myndirnar sýna nemendur að starfi þennan dag. Jóhanna tinir i óðaönn i pokann sinn, nýkomin á grasafjallið. Þegar liður á daginn hækkar i pokunum. Dóra og Sigga hallast ánægðar fram á troðna sekkina og blása mæðinni. Ás- laug og Jóhanna hraðaði sér i siðdegiskaffið berandi pokana i bak og fyrir. Stefania kennslu- kona og Hrönn fagna góðri ..uppskeru” á fjallinu. Heima i ,,Lindinni”á Laugarvatni, þar sem nemendur dvelja 1 sumar af námstima sinum, fást við garðyrkju og húsmæðrastörf, bfður allmikil vinna við að hreinsa og þurrka grösin. Fjallagrös voru mikilsverð búbót á liðnum öldum, og margt gerðist á grasafjalli, segja þjóðsögurnar. Enn þykja þau ágæt i grasamjólk og grasa- graut. Sumir nota þau og i slát- ur og brauð. Margir drekka lika fjallagrasate við kvefi o. fl. háls- og lungnakvillum. Þau hafa slimleysandi og jafnvel hreinsandi áhrif. Voru um skeið notuð i baráttunni við berklana. Sumir telja þau holl melting- unni. Næringin i þeim er aðai- lega kolvetni. Einnig er i þeim ofurlitið af joði og A-fjörefni. I fjallgrösum o.fl. fléttum eru fléttusýrur, beiskar á bragð. En remman hverfur, þegar grasa- grauturinn er soðinn 1-2 tima. Grasateið má gera sætt. Það er misbeiskt eftir þvi hve lengi það er soðið. Þurrkuð fjallagrös geta geymzt árum saman. Stór fjallagrös voru oft nefnd skæða- grös. Sums staðar á heiðum vex svo mikið af þeim að raka má saman með hrifu. Fjallagrös vaxa mjög hægt. Mikill gras- vöxtur getur kæft þau. Þau njóta sin bezt i snögglendi, t.d. til fjalla og heiða. Bezt að tina þau, þegar jörð er rök, þá risa þau upp. Kartöflur hafa verið ræktaðar á íslandi i rumar tvær aldir. 1 Þykkvabæ og viðar eru stórir kartöfluakrar og vélar notaðar við ræktunina. En i smágörðum og þegar vanda skal val á útsæði, er notuð gamla aðferðin, eins og myndin sýnir, tekin ofan við Grund i Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð 7. september 1971. Þar voru eftirlitsmenn á ferð. Æskan er jafnan sjálfri sér lik. Þarna eru litlar telpur, Edda og Helga, i mömmuleik við gamalt sumarhús á Keldum i Mosfellssveit i júli 1945. Nú er alkunn rannsóknastöð á Keld- um. Á Hólsfjöllum fækkar nú bæj- um og fólki. En fyrrum voru stórbú og margt i heimili á Grimsstöðum og i Möðrudal. Margir ferðamenn þágu þar góðan beina. Myndin sýnir hesta náttúrufræðileiðangurs- Leiðangurshestar á Grimsstöðum á Fjöllum (7. ágúst 1935) A grasafjalli á Hveravöllum (14. júii 1953) manna á Grimsstöðum 7. ágúst -1935 Þá var hesturinn en þarfasti þjónninn. 1 þættinum 10 marz var birt mynd af „Gamla-Konráð” i Flatey. Selfangarinn Polarulv dró norska Konráð lekan norðan úr ishafi til Isafjarðar i fyrstu, en þaðan var hann dreginn til Bildudals. 1 baksýn á myndinni af Gamla-Konráð sést til hægri Ásgarður, hús Guðmundar Bergsteinssonar útgerðarmanns. Á miðri mýnd er Vogshús, siðar kallað prest- hús, eftir að prestar eyjarinnar fluttu i það, siðast Lárus Halldórsson. Lága húsið til vinstri var loftskeytastöðin i Flatey, siðar ungmennafélags- hús. Geymsluhús lengst t.v. Kartöfluupptaka á Grund f Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð (7. sept. 1971).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.